Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 34
Hversu mörg 550 íbúa þorp í heim- inum ætli búi að alþjóðaflugvelli, þar sem risavélar á borð við Airbus og Boeing 757 lenda án minnstu vand- ræða? Sé Kangerlussuaq ekki það eina er það örugglega eitt af sára- fáum. Lengd flugbrautarinnar er 2,8 km sem þýðir að hún er sú lengsta á Græn- landi, á undan Narsarsuaq, og fyrir vikið er Kangerlussuaq þungamiðjan í öllum flugsamgöngum á Grænlandi. Fæstir sem koma þangað eða fara þaðan eru í reynd að heimsækja Kangerlussuaq, heldur á leið eitthvað allt annað, innan- lands eða utan. Völlurinn er inni í landi sem þýðir að síður þarf að hafa áhyggjur af þoku og vindum. Mikill erill er í flugstöðinni á degi hverj- um, sér í lagi yfir sumartímann, og marg- ar flugferðir á áætlun, til og frá vellinum. Mun fleiri fara líklega þar í gegn daglega en eru á ferli í þorpinu sjálfu. Hótel Kangerlussuaq er samtengt flug- stöðinni og þar er rými fyrir sjötíu gesti, sem kemur sér vel fyrir þá sem þurfa að millilenda á vellinum. Þungamiðja í flugsamgöngum Ferðalangar stíga út úr Þórunni Hyrnu, Bombardier Q400-vél Flugfélags Ís- lands, á flugvellinum í Kangerlussuaq. FERÐALÖG Flugfélag Íslands býður nú upp á flug til fimm áfanga-staða á Grænlandi; Ilulissat, Kangerlussuaq, Nuuk, Narsarsuaq og Kulusuk. Fimm áfangastaðir 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18.9. 2016 Kangerlussuaq er óvenjulegt þorp ágrænlenskan mælikvarða. Á því er eðli-leg skýring; til byggðar þar var stofnað af bandaríska hernum í heimsstyrjöldinni síð- ari. Eftir að Danmörk féll í hendur nasistum þótti Bandaríkjamönnum brýnt að tryggja ör- yggi Grænlands vegna hernaðarlegs mikilvægis landsins. Kangerlussuaq-fjörður, eða Stóri- fjörður á íslensku, var einn af stöðunum sem urðu fyrir valinu fyrir þær sakir að þar er gjarnan bjart og stillt og skilyrði til flugs af þeim sökum hagfelld. Danir tóku tímabundið við stjórn Kangerlus- suaq árið 1950 en bandaríski herinn sneri aftur ári síðar; þótti mikilvægt að hafa þar aðsetur meðan spennan stigmagnaðist í Kalda stríðinu. Allur er varinn góður. Eftir fall járntjaldsins dró hratt úr þeirri þörf og haustið 1992 kvaddi Kaninn með kurt og pí. Eftir standa þó minjarnar; ekki bara gríð- arstór flugvöllurinn, heldur líka hermannaskál- arnir sem breytt hefur verið í skóla, hótel og þar fram eftir götunum. Fyrir vikið minnir Kanger- lussuaq meira á herstöð en dæmigert græn- lenskt þorp. Íbúar Kangerlussuaq voru á fimmta hundrað síðustu árin áður en herinn hvarf á braut en við þau tímamót fækkaði þeim verulega; niður fyrir þrjú hundruð. Undanfarna tvo áratugi hefur íbúum þó fjölgað jafnt og þétt aftur og eru nú um 550 talsins. Langflestir hafa atvinnu sína af flugvellinum og ferðaþjónustu sem honum teng- ist. Einn náði jafntefli 120 börn eru í grunnskólanum og tekur hluti þeirra á móti ferðalöngum frá Íslandi á flugvell- inum. Hrafn Jökulsson, forseti taflfélagsins Hróksins, hendir að vonum strax í fjöltefli á glænýjum borðum sem félagið færði börnunum. Kappinn þarf að hafa fyrir hlutunum og mikil fagnaðarlæti brjótast út þegar einn pilturinn nær jafntefli. „Þau kunna sum hver býsna mikið fyrir sér hérna,“ viðurkennir Hrafn. Ekið er af stað, meðal annars framhjá þorps- kránni sem heitir því skemmtilega nafni Polar Bear Inn, ellegar Ísbjarnarbar. Bæjarstæðið er afar fallegt; tilkomumiklir hamrar veita skjól og jökuláin Qinnguata Kuus- sua æðir í gegnum þorpið. Eirir engu ef því er Í skjóli hers og hamra Þorpið Kangerlussuaq á vesturströnd Grænlands var nýr áfangastaður Flugfélags Íslands í sumar. Þangað sækir æv- intýrafólk í ríkum mæli enda náttúran engu lík og stutt upp á Grænlandsjökul. Saga þorpsins er um margt merkileg. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Hamrabergið er tilkomu- mikið í Kangerlussuaq. Nátt- úran er helsta aðdráttaraflið. Eliza Reid forsetafrú, sonur hennar Donald Gunnar Guðnason, og Guðmundur Óskarsson, forstöðu- maður sölu- og markaðssviðs Flugfélags Íslands, leita að Pokémonum í hlíðinni fyrir ofan Kangerlussuaq. ILULISSAT KANGERLUSSUAQ NUUK NARSARSUAQ KULUSUK

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.