Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 18.09.2016, Blaðsíða 43
18.9. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 mjög fallegt í sveitum landsins, hjálpsemi og alúð. Utan þjón- ustusvæðis er að vissu leyti gagn- rýni, en það er svo misjafn andi eftir sveitum.“ - Heiður er alltaf aðkomukonan, sama hvað hún hefur búið í sveit- inni í mörg ár, og verður aldrei hluti af samfélaginu og þá að- allega fyrir það að hún tekur ekki þátt í þögguninni, eins og þú nefn- ir. Í raun er hennar eina von að komast í burtu. „Hún brýtur ósagðar reglur í samfélaginu í sveitinni og verður því aldrei hluti af því og það er ekki fyrr en hún flytur suður að hún nær að sjá lífið í sveitinni úr fjarska, nær sjónarhorni fuglsins, nær að aftengja tilfinningar sínar og reiðina og sjá þetta í fjarska og getur þá lært og metið. Það er reiði í henni líka og offors, hún er enginn engill, en hún er að reyna að vera góð, sem er voða erfitt, það er meiri áskorun að gera þær kröfur til sín að breyta rétt.“ Ásdís Thoroddsen, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Morgunblaðið/Árni Sæberg eftir Arlie Russell Hochschild, Stam- ped from the Beg- inning eftir Ibram X. Kendi, Nothing Ever Dies eftir Viet Thanh Ngu- yen, Weapons of Math Destruction eftir Cathy O’Neil, The Other Slavery eftir Andrés Res- éndez, The Slave’s Cause eftir Man- isha Sinha og Blood in the Water eftir Heather Ann Thompson. Ég er búin að vera að flytja og man voða lítið hvað ég var að gera í fyrra lífi, en svo rifjast það smám saman upp. Síðasta bókin sem ég las, sem ég man eftir vegna þess hvað það var ánægjulegt að lesa hana, var Extremely Loud and Incredibly Close eftir Jonathan Safran Foer. Salka dóttir mín gaf mér þessa bók fyrir löngu. Ég var svo ham- ingjusöm þegar ég las þessa bók og talandinn í henni vakti hjá mér von. Mér finnst nefnilega stundum eins og ég sé alltaf að lesa sömu bókina, að fólk skrifi voða mikið eins, en röddin í bókinni, talandinn í drengn- um, er svo sannfærandi. Hún setti mig í eitthvert tilfinningalegt ástand, mér leið ekki eins og ég væri að lesa bók. Nú er ég að byrja á ævisögu Ast- rid Lindgren, Denna dagen, ett liv, eftir Jens Andersen. Ég get svosem ekkert sagt frá henni, ég er rétt að byrja, árið er 1920 í Smálönd- unum, en ég er Astrid Lindgren-aðdáandi. Það þyrfti nú að senda þá til læknis sem ekki eru aðdá- endur Astrid Lindgren. Ég er ekki bara aðdáandi bókanna hennar, heldur líka hennar sjálfrar og þeirr- ar persónu sem hún var, allt sem ég heyri um hana hringir einhverjum bjöllum hjá mér. Það er kannski sænska blóðið sem í mér rennur. Margrét Krist- ín Blöndal Margrét Kristín Blöndal er tónlistarmaður. BÓKSALA 7.-13. SEPT. Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 HættuspilViveca Sten 2 Harry Potter & theCursed Child J. K. Rowling 3 Á meðan ég lokaðiaugunum Linda Green 4 Independent PeopleHalldór Laxness 5 NæturgalinnKristin Hannah 6 Vefur LúsífersKristina Ohlsson 7 HetjubókinJónaValborg Árnadóttir/ Elsa Nielsen 8 MensaIngibjörg Ásta Pétursdóttir 9 Almenn líffræði 103Ólafur Halldórsson 10 Iceland Small World-lítilSigurgeir Sigurjónsson 1 Hetjubókin JónaValborg Árnadóttir/ Elsa Nielsen 2 Óvættaför 24 - LeynirAdam Blade 3 Sagan af bláa hnettinumAndri Snær Magnason 4 Doktor proktor og heimsendir Jo Nesbø 5 Norn Kim Fupz Aakeson/ Rasmus Bregnhöi 6 Litli prinsinnAntoine de Saint-Exupéry 7 Feimnispúkar Sigurlaug H.S.Traustadóttir/ Lára Garðarsdóttir 8 Amma óþekka og huldufólkið í hamrinum J.K. Kolsöe 9 Letipúkar Sigurlaug H.S.Traustadóttir/ Lára Garðarsdóttir 10 Binna B -Næst bestu vinirSally Rippin Allar bækur Barnabækur ÉG ER AÐ LESA SKÚLI MOGENSEN FORSTJÓRI WOW AIR „Gæta þarf að því að eyðileggja ekki ímynd Íslands með skammtímahugsun. Hægt er að virkja hreina ímynd Íslands og íslenskrar orku án þess að ganga frekar á auðlindir landsins. Ein leið til þess er að hlúa að vörumerkinu Íslandi og CHARGE er frábær vettvangur til að hefja umræðuna.” HÖRÐUR ARNARSON FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR „Fyrirtæki hafa í vaxandi mæli hagsmuni af því að tengja vörumerki sín við sjálfbæra nýtingu auðlinda – tenging við hreina og endurnýjan- lega íslenska orku getur styrkt fyrirtæki í markaðssetningu og gefur ráðstefnan færi á að kynna sér tækifæri í þessum efnum.“ UMSAGNIR UM CHARGE, FYRSTU RÁÐSTEFNU SINNAR TEGUNDAR Í HEIMINUM: HARPA, 19. – 20. SEPTEMBER Stuttlisti Booker- verðlaunanna, helstu bókmennta- verðlauna Breta, var birtur síðast- liðinn þriðjudag, en verðlaunin verða afhent eftir rúman mánuð. Við skoðun á bóka- listanum höfðu ýmsir orð á því að bækurnar væru styttri en hefði tíðkast hingað til, en einnig vakti athygli að ýmsar af helstu stjörn- um enskra bók- mennta hlutu ekki náð fyrir augum dómara, en reyfari eftir óþekktan skoskan höfund sem smá- fyrirtæki gefur út komst í náðina. Bækurnar á listanum eru The Sellout eftir Paul Beatty, Hot Milk eftir Deborah Levy, His Bloody Project eftir Graeme Macrae Burnet, Eileen eftir Ottessa Mos- hfegh, All That Man Is eftir David Szalay og Do Not Say We Have Not- hing eftir Made- leine Thien. Stuttur listi, styttri bækur BRESK BÓKMENNTA- VERÐLAUN

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.