Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 3. S E P T E M B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  223. tölublað  104. árgangur  56 SÍÐNA SÉR- BLAÐ UM HEIMILI OG HÖNNUN JÓN KALDAL MEISTARI PORTRETTSINS SYSTKIN SKRIFA SÖGU LANGÖMMU TVÆR SÝNINGAR 38 HÓLMFRÍÐAR SAGA SJÓKONU 12FLOTTASTA HÚS KÓPAVOGS Sérverslun með Apple vörur Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr. iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Hælisleit Mótmælt fyrir utan hús- næði Útlendingastofnunar. Kristín Völundardóttir, forstjóri Út- lendingastofnunar, segir starfsmenn stofnunarinnar óttast ástandið núna, því hælisleitendur streymi hratt inn og búist sé við að þeir verði um 700 í árslok. „Við höfðum aldrei úrræði fyrir svona marga í einu, því það var aldr- ei gert ráð fyrir að þjónusta þyrfti fleiri en 300 manns á hverjum tíma. Nú losa þeir 500 sem þýðir það að jaðartilvikin, einstaklingarnir sem ekki var gert ráð fyrir í þjónustu, verða alltaf dýrari. Þar á ég við þeg- ar við verðum að kaupa gistingu á hótelum eða gistiheimilum vegna þess að okkar fyrirfram umsömdu úrræði eru fullnýtt,“ sagði Kristín. Því sé stofnunin að skoða önnur tímabundin úrræði, þar til kerfið geti farið að virka aftur og Útlend- ingastofnun nái fjöldanum niður í það að þjónusta 300 einstaklinga á hverjum tíma. »4 „Óttumst ástandið“  Stóraukinn gisti- kostnaður vegna hælisleitenda Tekjur til sveitarfélaga » Hækkun gistináttaskatts og gjaldtaka á bílastæðum eru meðal tillagna til að standa straum af framkvæmdum. » Fjármálaráðherra vill ræða við sveitarfélög um tekju- streymi til þeirra. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fjármálaráðherra opnaði í gær á umræðu við Samband íslenskra sveitarfélaga um frekara tekju- streymi til þeirra til að standa straum af framkvæmdum vegna ferðamanna. Kom þetta fram á fjár- málaráðstefnu sambandsins í gær. Á ráðstefnunni var kynnt til sög- unnar skýrsla starfshóps á vegum sambandsins sem fór yfir sex mis- munandi leiðir til að takast á við vandann, en tvær þeirra voru taldar skynsamlegastar. „Niðurstaða skýrsluhöfunda var að hækka gistináttaskattinn og láta hann renna til sveitarfélaga að hluta og síðan að hluta í sjóð, eins og Framkvæmdasjóð ferðamálastaða. Hins vegar var lagt til að lögum yrði breytt til að hægt væri að selja inn á bílastæði hér og þar um landið þar sem það væri talið hagkvæmt og nauðsynlegt,“ segir Halldór Hall- dórsson, formaður sambandsins. Aðrar leiðir, t.d. hlutdeild í skatt- tekjum ríkissjóðs tengdum ferða- mönnum, náttúrupassi og komu- eða brottfarargjald voru síður taldar færar. „Bjarni [Benediktsson] tjáði sig ekki með þeim hætti að hann opnaði á einhverja eina aðferð, en hann opn- aði á það að við myndum taka mjög alvarlegar umræður um frekari tekjur til sveitafélaganna af ferða- þjónustunni,“ segir Halldór. Sveitarfélögin vilja fá sitt  Fjármálaráðherra vill umræðu um tekjustreymi frá ríki til sveitarfélaganna  Hækkun gistináttaskatts og gjaldtaka á bílastæðum ákjósanlegir kostir Haustið er komið ásamt vindinum og myrkrinu og lætur mikið fyrir sér fara. Nú þegar laufin hafa tekið að skipta litum fáum við loksins smá sárabót fyrir sumarmissinn. Í tilefni árstíð- arinnar gerði 2. bekkur í Vesturbæjarskóla sér ferð í kirkjugarðinn við Suðurgötu þar sem nem- endur tíndu laufblöð og flokkuðu eftir lit- brigðum. Nemendur gæta vel að því að finna hverju blaði rétt hólf. Haustlaufin vandlega flokkuð eftir litbrigðum Morgunblaðið/Eggert Nemendur Vesturbæjarskóla unnu í gær að verkefni um haustið  Tvö til þrjú börn eru í öryggis- vistun á hverjum tíma á vegum Barnaverndarstofu, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barna- verndarstofu. Um er að ræða ein- staklinga yngri en 18 ára sem hætta stafar af vegna geðraskana og/eða þroskafrávika. Markmið öryggisvistunar er að tryggja að einstaklingur sem úr- skurðaður er í slíkt úrræði sé hvorki hættulegur sjálfum sér né öðrum. Í því felast læst húsakynni, stöðug fylgd starfsmanna að undanskildum svefntíma og raf- rænt eftirlit að nóttu til. »4 Nokkur börn í öryggisvistun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.