Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 www.heild.isfyrirspurn@heild.is Skrifstofuhúsnæði HEILD fasteignafélag Bjart og skemmtilegt 1.030 fm. verslunar- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað í Kópavogi. Eignin er sýnileg í grónu hverfi, aðkoma góð og nóg af bílastæðum. Miklir möguleikar í boði fyrir ýmsan rekstur. Tilvalið húsnæði fyrir húsgagnaverslun. Svæðið er í mikilli uppbyggingu og er orðið að sterkum verslunarkjarna. • 1.030 fm. skrifstofuhúsnæði. • Björt og skemmtileg eign. • Góð staðsetning. Askalind 2A, 201 Kópavogur Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Mat á fjölda langreyðar í Mið- Norður-Atlantshafi, sem kynnt var í vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins í vor, er það hæsta nokkru sinni. Samkvæmt upp- lýsingum frá Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðingi á Hafrannsókna- stofnun, var metið í hvalatalningu í fyrrasumar að yfir 40 þúsund dýr væru á svæði sem nær frá suðurodda Grænlands um Ís- land, Færeyjar og til Jan Mayen í austri. Þetta er mikil fjölgun frá hvalatalningu 2007, en þá var talið að um 27 þúsund langreyðar væru á þessu svæði. Mikil fjölgun á öllu svæðinu Gísli segir að talningin hafi verið unnin í samvinnu við Færeyinga og í kringum báðar fyrrnefndar talningar séu nokkuð víð öryggismörk. Fjölg- unin sé mikil á öllu svæðinu, bæði á hefðbundinni slóð milli Íslands og Grænlands, en ekki síst við Fær- eyjar. Hann segir að fjölgun um 13 þúsund dýr á sex árum geti að hluta skýrst af tilfærslu á útbreiðslu og að hluta sé um líffræðilega fjölgun að ræða. Við Spán hafi verið stór stofn lang- reyða og í sumar hafi Evrópusam- bandsþjóðir staðið fyrir talningu á hvölum. Sýni niðurstöður hennar fækkun langreyða í í Spánarstofn- inum sé ekki ólíklegt að það skýri að hluta fjölgunina við Færeyjar, en niðurstöður eru væntanlegar í vetur. Hnúfubakurinn ráðandi Niðurstöður talningar á hnúfubak í hvalatalningunni í fyrra liggja ekki fyrir. Árið 2001 voru 14.600 hnúfu- bakar taldir í stofninum við Ísland og ekki var um marktæka breytingu að ræða í talningunni 2007. Hins vegar hafði hnúfubak þá fjölgað gífurlega frá fyrstu talningu 1987, en þá taldi stofninn 1.800 dýr. Fyrir 1980 var hnúfubakur mjög sjaldgæfur við landið. Hugsanlegt var talið 2007 að eftir stöðuga og mikla fjölgun í langan tíma væri hnúfubakur kominn að mörkum burðargetu vistkerfisins og fæðuframboð væri farið að takmarka frekari fjölgun. Með fækkun hrefnu á landgrunninu og vexti stofns hnúfubaks er hann orðinn ráðandi hvalategund á landgrunninu. Illa gengur að telja hrefnu Brösuglega hefur gengið undan- farin ár að telja hrefnu á land- grunninu og grunnsævi við landið, en ljóst er að fækkað hefur verulega frá 2001 þegar hrefnur voru taldar um 40 þúsund. Í aukatalningu 2009 var talið að í stofninum væru um 10 þús- und dýr, en í talningu síðasta sumar var fjöldinn metinn um 12.700 dýr eftir skipatalningu. Sú tala var kynnt fyrir vísindanefnd Alþjóðahval- veiðiráðsins í vor. Í sumar var hrefna talin úr lofti og er verið að vinna úr þeim gögnum. Eins og í öðrum hrefnutalningum síðustu ár náðist ekki að telja á öllu útbreiðslusvæðinu vegna veðurs. Hvalatalningar síðasta sumars verða ræddar á fundi vísindanefndar NAMMCO, Norður-Atlantshafs- sjávarspendýraráðsins, síðar í haust. Aldrei fleiri langreyðar við landið  Um 40 þúsund dýr metin í stofninum  Mikil fjölgun á síðustu árum getur skýrst af tilfærslu Gísli Víkingsson Morgunblaðið/RAX Á stími Hvalbátur á leið til lands með tvær langreyðar á síðunni, en nú er talið að 40 þúsund dýr séu í stofninum. Hvalur hf. stundaði ekki veiðar á langreyði við Ísland á síðasta ári, en árin á undan voru veið- ar á langreyði nálægt ráðlagðri hámarksveiði. Hafrannsókna- stofnun ráðleggur að veiðar á langreyði 2017 verði ekki meiri en 146 dýr á veiðisvæðinu milli Austur-Grænlands og Íslands. Veiðarnar byggja á reglugerð frá desember 2013 um að leyfilegur heildarafli á lang- reyði og hrefnu á árunum 2014–2018 skuli nema þeim fjölda dýra sem kveðið er á um í veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar. Í ástandsskýrslu Hafrann- sóknastofnunar segir að mest af veiðinni hafi farið fram utan landgrunnsins vestur af land- inu, en síðustu tvær vertíðar, sem veiðar voru stundaðar, hafi veiðin færst sunnar og austar um haustið. Árið 2015 veiddust 155 langreyðar og 137 árið 2014, en þá var miðað við 154 dýr í ráðgjöfinni. Í ástandsskýrslu Hafró 2015 segir að slíkar veiðar væru „sjálfbærar og í samræmi við sjónarmið um varúðarnálgun.“ Engar veiðar voru í sumar VEIÐAR HAFA VERIÐ NÁLÆGT RÁÐGJÖF HAFRÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.