Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 35
og tónmenntakennslu. Hann var
tónmenntakennari við Öskjuhlíðar-
skólann í Reykjavík (síðar Kletta-
skóli) 1988-2015.
Með kennslunni hefur Ólafur
samið einsöngslög og lög fyrir kóra
við eigin texta, m.a. kórverkið
Töfratóna, sem Námsgagnastofnun
gaf út 1995, og Fjársjóðinn, sem var
valið besta nýsköpunarskólaverk-
efni Reykjavíkurborgar 2007. Auk
þess hefur hann samið barnasöng-
leikinn Fuglaveröld og kórverkið
Verum vinir, auk tónverksins Sæbú-
ar sem var valið sem eitt af aðal-
verkefnum Reykjavíkur menningar-
borgar Evrópu árið 2000 og þá flutt
í Gamla bíói.
Ólafur hlaut verðlaun Íslensku
menntasamtakanna fyrir fram-
úrskarandi störf að kennslu og
kennslumálum.
Ólafur var virkur í Þjóðdansa-
félagi Reykjavíkur á unglingsárun-
um og hefur stundað hestamennsku
gegnum tíðina. Hann tók auk þess
talsverðan þátt í kristilegu starfi
með séra Braga heitnum Friðriks-
syni við sunnudagaskólann á Álfta-
nesi á árunum 1980-86.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 1968 Dagnýju
Elíasdóttur, f. 23.2. 1949, hár-
greiðslumeistara. Foreldrar hennar
voru Elías Jóhann Oddsson, f. 5.4.
1915, d. 20.11. 1970, húsasmíða-
meistari á Hellissandi, og Aðal-
heiður Valdimarsdóttir, f. 10.8. 1922,
d. 28.9. 1992, verkakona.
Börn Ólafs og Dagnýjar eru Elías
Ólafsson, f. 13.10. 1968, búfræðingur
og starfar hjá Rio Tinto í Straums-
vík, en kona hans er Kanlaja Karen
Jarotram, starfsmaður Toyota, og
er dóttir þeirra Dagný Rós Elías-
dóttir f. 1996 en dóttir Kanlaju og
kjördóttir Elíasar er Elín Rós f.
1989, og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir
f. 18.7. 1974, óperusöngkona, kenn-
ari og kórstjóri við Klettaskóla í
Reykjavík, en sonur hennar er Ólaf-
ur Björn Gestsson f. 2009.
Börn Ólafs Beinteins og Kristínar
Sörladóttur eru Beinteinn Veigar
Ólafsson, f. 21.1. 1966, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík og starfs-
maður hjá Drant Thornton endur-
skoðun ehf., en kona hans er
Barbara Ramirez Tellez frá Kúbu
og eru synir hennar og uppeldis-
synir Beinteins Veigars þeir Maixcl-
and De Armas Ramirez, f. 1996, og
Mac Klenin Odio Ramirez, f. 1998,
og Íris Björg Ólafsdóttir, f. 9.5.
1967, deildarstjóri á leikskóla en
börn hennar eru Patrik Veigar Ró-
bertsson, f. 1986, Jana Róberts-
dóttir og Elena Róbertsdóttir, f.
1990.
Systkini Ólafs eru Lárus Hjalte-
sted Ólafsson, f. 7.9. 1945, dúklagn-
ingameistari í Hafnarfirði; Emilía
Ólafsdóttir, f. 5.6. 1948, danskennari
á Seltjarnarnesi, og Ingibjörg Ólafs-
dóttir, f. 24.5. 1952, ljósmóðir í
Reykjavík.
Foreldrar Ólafs voru Ólafur Bein-
teinsson f. 8.10. 1911, d. 2.5. 2008,
verslunarmaður Reykjavík, og Sig-
urveig Hjaltested, f. 10.6. 1923, d.
20.7. 2009, óperusöngkona.
Á afmælisdaginn mun Ólafur
Beinteinn dvelja við listsköpun og
úrvinnslu verkefna í menningarhús-
inu Varmahlíð í Hveragerði en blæs
til tónleika og kaffisamsætis í Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í tilefni af-
mælisins hinn 1. október kl. 14 og
vonar að sem flestir fyrrverandi
nemendur hans, samstarfsmenn,
ættingjar og vinir mæti þar.
Úr frændgarði Ólafs Beinteins Ólafssonar
Ólafur
Beinteinn
Ólafsson
Sigurveig Guðmundsdóttir
húsfr. og verslunarm. í Rvík
Jón Einar Jónsson
prentari í Rvík
Sigríður Guðný
Jónsdóttir Hjaltested
húsfr. á Vatnsenda
Lárus Pétursson Hjaltested
b. að Vatnsenda í Kópavogi
Sigurveig Hjaltested
óperusöngk. í Fagranesi
og í Rvík
Katrín Lárusdóttir
húsfr. á Sunnuhvoli
í Rvík
Georg Pétur Einarsson Hjaltested
gullsm. á Sunnuhvoli í Rvík
Lárus Hjaltested Ólafsson
bassaleikari
Sigríður
Beinteinsdóttir
húsfr. í Rvík
Ingveldur Hjaltested
óperusöngkona
Katrín
Lárusdóttir Hall
ljósmóðir í Rvík
Pétur Hjaltested
kaupm. og
málaram. í Rvík
Einar Hjaltested
óperusöngvari
Frank Pétur Hall
vélstjóri á
Seltjarnarnesi
Pétur
Hjaltested
tónlistarmaður
og upptökustj.
í Hveragerði
Bjarni Hall
gítarleikari
og söngvari
Katrín Hall
listrænn
stjórnandi
ballettsins í
Gautaborg
Frank Hall
gítarleikari og
tónskáld í Rvík
Beinteinn
Ásgeirsson
veggfóðrara-
meistari í Rvík
Ólafur Már Ásgeirsson
tónlistarmaður
Einar Gunnar
Ásgeirsson
kaupm. í Litaveri
Sigríður
Beinteinsdóttir
söngkona
Ómar Einarsson
gítarleikari
Theódóra Guðrún Þorkelsdóttir
húsfr. í Rvík
Ólafur Eiríksson
söðlasm. í Rvík
Ingibjörg Ólafsdóttir
húsfr. og verkak. í Rvík
Beinteinn Thorlacius Bjarnason
söðlasmiður í Rvík
Ólafur Beinteinsson
verslunarm. í Fagranesi
við Elliðavatn og í Rvík
Sigríður
Beinteinsdóttir
húsfr. að Hellum
Bjarni Þorláksson
b. og sjóm. að Hellum
á Vatnsleysuströnd
ÍSLENDINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Sigurður fæddist í Skiphyl áMýrum 23.9. 1854. Foreldrarhans voru Kristján Gíslason,
bóndi í Skiphyl, og k.h., Bergljót
Jónsdóttir húsfreyja.
Kristján var sonur Gísla, bónda í
Skiphyl Gíslasonar, Egilssonar, en
Bergljót var dóttir Jóns Jónssonar,
bónda í Görðum.
Sigurður var ókvæntur og barn-
laus.
Sigurður flutti til Reykjavíkur
1874, hóf nám í prentiðn hjá Einari
Þórðarsyni Landsprentsmiðjunni
1875 og fékk sveinsbréf í prentiðn
árið 1879.
Björn Jónsson, ritstjóri Ísafoldar,
lét ekki bjóða sér ritskoðun Lands-
prentsmiðjunnar, sótti um konungs-
leyfi til að starfrækja prentsmiðju
hér á landi, fékk leyfið sumarið 1876,
pantaði prentsmiðju frá Danmörku
og fékk hana hingað til lands sum-
arið 1877. Prentsmiðjan var fyrst til
húsa í Doktorshúsinu (síðar við
Ránargötu) en þar var blaðið Ísafold
fyrst prentað 16.6. 1877 og er stofn-
un prentsmiðjunnar miðuð við þann
dag.
Sigurður gekk snemma til liðs við
Björn og starfaði við Ísafoldarprent-
smiðju til vorsins 1886. Þá hætti
hann að vinna við prentverk. Hann
hafði fengið borgarabréf 1883, sneri
sér nú að bókaverslun og bókaút-
gáfu og varð einn af brautryðjendum
í bókaútgáfu hér á landi. Hann varð
einn umsvifamesti bókaútgefandi
landsins, gaf út fjölda bóka en merk-
ust er líklega vönduð útgáfa hans á
Íslendingasögunum fyrir almenning
sem seldist mikið og var þaullesin
um árabil.
Sigurður var ásamt Birni Jóns-
syni í Ísafold og Sigfúsi Eymunds-
syni, stofnandi Félags íslenskra
bókaútgefenda 1889.
Sigurður varð fyrsti heiðursfélagi
Hins íslenska prentarafélags, heið-
ursfélagi Hins íslenska bókmennta-
félags, var sæmdur Dannebrogsorð-
unni 1907, varð stórriddari íslensku
fálkaorðunnar 1934 og stórriddari
hennar með stjörnu 1944.
Sigurður lést 4.4. 1952.
Merkir Íslendingar
Sigurður
Kristjánsson
100 ára
Rögnvaldur Þorkelsson
95 ára
Haraldur Tryggvason
90 ára
Halldís Bergþórsdóttir
85 ára
Ásdís Marelsdóttir
Ebba Jóhannesdóttir
Óskar H. Ólafsson
Sigurður Þórarinsson
Snjólaug Bruun
80 ára
Björn B. Johnsen
Gunnar Eyjólfsson
Kristín Eiríksdóttir
75 ára
Ásdís Hannesdóttir
Dóra Diego Þorkelsdóttir
Elena Estrada Rafael
Elín Ósk Snorradóttir
Helga Friðriksdóttir
Hjörvar Valdimarsson
Jónas Þorvaldsson
70 ára
Ágúst Ellertsson
Edda Sigurðardóttir
Gunnar Sölvi Karlsson
Hallgrímur Þór Ingólfsson
Hermína Benjamínsdóttir
Hilmar Eggertsson
Katrín Kristjana Karlsdóttir
Ólafur B. Ólafsson
Sólveig Árnadóttir
Þorgeir Lawrence
60 ára
Guðleif Sigurjóna Ein-
arsdóttir
Guðmundur Kristjánsson
Guðrún B. Zóphaníasdóttir
Guðrún E. Gunnarsdóttir
Guðrún S. Sigurðardóttir
Gylfi Dýrmundsson
Hafdís Einarsdóttir
Hrönn Pálsdóttir
Janina Bucharzewska
Jónína B. Olsen
Sigríður A. Pálmadóttir
50 ára
Bergur Þorkelsson
Claudia Margrét Luckas
Elín Hreiðarsdóttir
Grímur Snær Kárason
Guðni Arnarsson
Hjalti Viðar Hjaltason
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Sigríður Bjarnadóttir
40 ára
Aðalsteinn Svan Hjelm
Árni Hjörtur Þorsteinsson
Berglind Hallgrímsdóttir
Einar Örn Einarsson
Guðmundur Gunnarsson
Gunnar Hafsteinsson
Hanna Jóna Skúladóttir
Haraldur Kolka Leifsson
Helgi Hjartarson
Isabel Maria A. T. Lopes
Morais
Magnús Kristján Þórsson
Richel Manulat Cuizon
Svanfríður Harpa Pálsdóttir
30 ára
Davíð Örn Ingason
Isidora Glisic
Jiaoni Jiao
Karol Szymanski
Krzysztof H. Czarnecki
Rita Farkas
Sandra Zastavnikovic
Sigríður H. Þorsteinsdóttir
Sigurlaug Ó. Reimarsdóttir
Smári Hrafn Gíslason
Sylwin Dzikowski
Til hamingju með daginn
30 ára Jón ólst upp í
Garðabæ, býr í Hafnar-
firði, lauk prófi í rafiðn-
fræði frá HR og er sölu-
maður hjá Jóhanni
Ólafssyni & Co.
Börn: Dagur Orri Jóns-
son, f. 2009, og Lilja Kar-
itas Jónsdóttir, f. 2011.
Foreldrar: Vigfús Þór
Jónsson, f. 1949, hús-
gagnasmíðameistari og
húsasmíðameistari, og
Ólöf Karlsdóttir, f. 1946,
sjúkraliði.
Jón Þór
Vigfússon
30 ára Jóhanna ólst upp í
Ólafsvík, býr í Hafnarfirði
hefur lokið námi í nagla-
fræði og hefur starfað við
naglasnyrtingu.
Bróðir: Valur Arnarsson,
f. 1981, bílstjóri hjá Kaffi-
tári.
Foreldrar: Arnar Guð-
mundsson, f. 1956, fyrrv.
sjómaður, og Elín B. Guð-
mundsdóttir, f. 1959,
fyrrv. verkamaður og hús-
freyja. Þau búa í Hafnar-
firði.
Jóhanna O.
Arnarsdóttir
30 ára Einar ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BA-prófi í hagfræði við HÍ
og starfar hjá VÍS og er að
hefja störf hjá Íslenskri
getspá.
Maki: Sif Ragnarsdóttir, f.
1989, þroskaþjálfi.
Dóttir: Alma, f. 2016.
Foreldrar: Njáll Eiðsson,
f. 1958, kennari og fyrrv.
knattspyrnuþjálfari, og
Sigrún Viktorsdóttir, f.
1965, skrifstofumaður hjá
Orkuveitunni.
Einar Njálsson
CURCUMIN
Gullkryddið
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og
starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún
hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í
yfir 25 ár eftir að hún lenti í slæmu bílslysi og er komin
með liðagigt.
„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum
og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín
sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika
sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan
mánuð þegar égmissti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að
Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
LIÐIR – BÓLGUR – GIGT
Nánar á balsam.is
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni