Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Ófeigur
Ræturnar Forvitni um forfeður sína og -mæður knúði systkinin Sigrúnu og Ásgeir Sigurgestsbörn til að skrifa sögu
langömmu sinnar, sjókonunnar og bóndans Hólmfríðar Sveinsdóttur, og alls hennar ættboga.
ættarmótsins rúmaðist á þremur og
hálfri blaðsíðu. Núna, aldarfjórð-
ungi síðar, má segja að þau hafi
bætt hundraðfalt um betur því bók-
in um Hólmfríði, forfeður hennar og
-mæður sem og niðja er tæpar 350
blaðsíður og hefur að geyma 500
nöfn samkvæmt nafnaskrá.
Forvitin um ræturnar
„Forvitnin um forfeður okkar
og -mæður knúði okkur til að gera
þessari sögu frekari skil. Eins og al-
gengt er hjá fólki sem komið er um
og yfir miðjan aldur langaði okkur
að leita að rótum okkar,“ segir Ás-
geir og heldur áfram: „Við höfum
bæði mikinn áhuga á ættfræði og
sögulegum fróðleik og höfum verið
að dunda okkur við þetta samhliða
vinnu á kvöldin og um helgar í öll
þessi ár, með hléum þó.Verkaskipt-
ingin var nokkuð skýr, Sigrún safn-
aði heimildum og ég vann úr þeim
og skrifaði söguna, í samráði við
hana. Hún er gríðarlega öflugur
grúskari og leitaði víða fanga, að-
allega þó í Þjóðskjalasafni Íslands
þar sem hún vann um árabil áður
en hún lét af störfum vegna aldurs,
en líka í kirkjubókum og víðar. Bók-
in byggist einnig töluvert á við-
tölum við eldri kynslóðina í fjöl-
skyldunni, fólk sem komið var á ní-
og tíræðisaldur, til dæmis föður
okkar, sem lést 96 ára gamall árið
2008, og gat veitt okkur ómet-
anlegar upplýsingar,“ segir Ásgeir
og bætir við að þá hugmynd að
handritið yrði að bók hafi fyrst bor-
ið á góma fyrir um það bil ári.
Sjálfur hefur Ásgeir, sem er
sálfræðingur og stjórnsýslufræð-
ingur að mennt og vinnur að mál-
efnum fatlaðs fólks hjá Mosfellsbæ,
skrifað tvær bækur um sögu bíla-
viðgerða á Íslandi og Félag bifvéla-
virkja, sem eru hluti af Iðnsögu Ís-
lendinga.
„Upphaflega var meiningin að
ljósrita eða koma handritinu með
einhverjum hætti til fjölskyldunnar.
Einhver stakk svo upp á að úr
þessu yrði bók, en þar sem við vor-
um ekki viss um hvort efnið ætti er-
indi á almennan markað ráðfærðum
við okkur við Bjarna Harðarson for-
leggjara sem taldi svo vera og því
slógum við til.“
Einu sinni við
karlmann kennd
Hólmfríður Sveinsdóttir fædd-
ist árið 1830 og lést 1879. Fertug að
aldri eignaðist hún sitt eina barn,
fyrrnefndan Guðjón, með náfrænda
sínum, Jóni Jónssyni, kvæntum
bónda á næsta bæ. Þrátt fyrir mikið
grúsk fann Sigrún þess hvergi stað
að langamma þeirra systkina hefði
fyrr eða síðar verið við karlmann
kennd. Afkomendur hennar eru
orðnir á fjórða hundrað, enda var
Guðjón kynsæll maður, sem eign-
aðist sex börn með þremur konum.
Þótt Hólmfríður sé lykilpersónan er
mikið persónugallerí í sögunni, sem
hefst undir Heklurótum og berst
þaðan til hinnar ungu Reykjavíkur.
Öðrum þræði hverfist hún um lífs-
hlaup Guðjóns og alls þess fólks
sem að honum stóð aftur og fram í
ættir og er að mörgu leyti samtíma-
heimild um lífshætti og félags- og
efnalegar aðstæður fólks á þessum
tíma.
„Við hikuðum samt ekki við að
láta flakka með ýmsar skemmti-
legar sögur og grípa til útúrdúra
þar sem okkur þótti vel fara á –
segja söguna sögunnar vegna ef
hún á annað borð var sönn,“ upp-
lýsir Ásgeir og harðneitar að bókin
sé með skáldlegu ívafi.
„Þótt heimildir um Hólmfríði
væru af skornum skammti tókst
Sigrúnu með undraverðum hætti að
grafa upp alls konar fróðleik um
hana og líka föður hennar, Svein
Magnússon, sem var þrekmaður
mikill. Við hann er kennt Sveinsgil
sem liggur samsíða Jökulsárgili
suðaustur af Landmannalaugum, en
nafngiftin helgast af því að Sveinn
klöngraðist alla leið þangað í leitum
að hausti, fyrstur manna. Hólmfríð-
ur var eitt fjórtán barna Sveins og
Ingveldar Jónsdóttur, en sjö þeirra
dóu í frumbernsku. Sjálf lést hún
tæplega fimmtug þegar Guðjón var
aðeins níu ára, en hafði þá gert ráð-
stafanir til að koma honum í fóstur
til Gests, bróður síns, bónda í Flag-
bjarnarholti í Landsveit. Þar ólst
hann upp við gott atlæti til fullorð-
insára, var verkamaður og sjómað-
ur í mörg ár, brúarvörður við Þjórs-
árbrú vegna sauðfjárveikivarna og
viðgerðarmaður prímusa á Stokks-
eyri.“
Saga þjóðar á umbrotatímum
Eins og gefur að skilja eru
hvorki til myndir af söguhetjunni
Hólmfríði né teikningar. Ásgeiri
segir svo hugur að hún hafi verið
nánast karlmenni að burðum, kapp-
söm og þrekmikil. „Langamma
hafði fíngerða rithönd, sem sést á
forsíðu bókarinnar, en Sigrún fann
undirskrift hennar á kvittun frá
árinu 1874. Þá hafði hún leigt hest
sinn fyrir fjóra ríkisdali í föruneyti
Kristjáns IX. Danakonungs þegar
hann kom hingað til lands og af-
henti Íslendingum nýja stjórnar-
skrá.“
Þá frásögn má efalítið flokka
sem einn af mörgum útúrdúrum
sögunnar um Hólmfríði og ættboga
hennar. Slíkir útúrdúrar eru marg-
ir, enda kappkostuðu höfundar að
gæða lífi það sem í grunninn voru
oft þurrar ættfræðilegar upplýs-
ingar og setja þær í samhengi við
sagnfræðilegan fróðleik. Hólmfríðar
saga sjókonu er saga þjóðar á um-
brotatímum þegar Ísland þróaðist
úr frumstæðu bændasamfélagi til
nútímahátta.
„Sumar söguhetjurnar lifðu í
gjörólíku samfélagi en margir sem
nú eru komnir á efri ár þekktu
þetta fólk,“ segir Ásgeir og rifjar
upp kynni sín af Guðjóni afa sínum,
sem fæddist árið 1870. „Í mínum
huga var hann léttur og kátur karl,
enda hafði hann orð fyrir að vera
greindur, spaugsamur og hag-
mæltur. Ég var fimm ára þegar
hann lést 1952 og hlýt því að hafa
verið aðeins yngri þegar ég horfði á
hann raka sig fyrir framan spegil
og fylgdist mjög spenntur með
hvort hann ætlaði líka að raka af
sér yfirskeggið sem hann bar að
jafnaði.“
Svona líður tíminn.
Fíngerð rithönd Undirskrift Hólmfríðar Sveinsdóttur á kvittun fyrir hest
sem hún leigði föruneyti Kristjáns IX. Danakonungs um Suðurland árið
1874. Sérfróðir telja að hún hafi skrifað allan textann.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
www.volkswagen.is
Amarok býður upp á einstaklega gott vinnuumhverfi, mikið
innanrými og stóran pall. Frábærir aksturseiginleikar og
þýsk gæði endurspeglast í þessum kröftuga pallbíl.
Amarok Startline með fjarstýrðum og tímastilltum vélahitara
(Webasto) og loftkælingu fæst nú á sérstöku tilboðsverði.
Amarok Startline 4Motion D/C 2.0 TDI
140 hestöfl kostar frá
5.840.000 kr.
(4.709.677 kr. án vsk)
Eyðsla frá 7,6 lítrum/100 km.
Afkastamikill vinnubíll
www.volkswagen.is
AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Volkswagen Amarok
Í kaflanum Vistarskyldan og
húsaginn í Hólmfríðar sögu sjó-
konu segir m.a.: „Hólmfríður
Sveinsdóttir, Guðjón sonur henn-
ar og þorri þess fólks sem nefnt
er til sögunnar á þessum síðum
er oftast skráð sem vinnumenn
eða vinnukonur fram eftir 19.
öldinni. Undantekning er þó bú-
skapartíð Hólmfríðar á Orms-
velli; í manntali 1870 er hún
skráð þar sem „óg. húsm.“ sem
væntanlega stendur fyrir „ógift
húsmóðir“. [...] Samkvæmt lög-
um var öllum sem orðnir voru 16
ára að aldri, og ekki bjuggu í for-
eldrahúsum eða stóðu fyrir eigin
heimili, skylt að ráða sig í vistir
hjá bændum sem vinnumenn
eða vinnukonur. Þetta var nefnt
vistarskylda.
[...] Búskapur Hólmfríðar
Sveinsdóttur á Ormsvelli á ár-
unum 1868-1875 er augljóst
dæmi um vinnuhjú sem freistaði
þess af litlum efnum að brjótast
undan vistarskyldunni og verða
sjálfs sín herra – þó ekki væri
nema um hríð.“
„óg. húsm.“
VISTARSKYLDAN
OG HÚSAGINN
Afkomendur Hólmfríðar
eru orðnir á fjórða
hundrað, enda var Guð-
jón, einkasonur hennar,
kynsæll maður.