Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 33
fékk heiðursumsögn frá háskól-
anum. Guðmundi stóðu til boða
„toppstöður“, bæði hérlendis og
erlendis, og oft hljóp hann í
skarðið fyrir mig. Guðmundur
kaus að sinna almennum læknis-
störfum alla tíð enda skildi hann
og þróaði heilsugæsluna betur en
flestir.
Ég færi ekkju hans og börnum
innilegar samúðarkveðjur og
þakkir frá mér og fjölskyldu
minni fyrir vináttu og hjálp.
Ólafur Ólafsson,
fyrrv. landlæknir.
Það var mikil gæfa fyrir mig,
eftir heimkomu úr sérnámi, að
hefja störf á Heilsugæslu Sel-
tjarnarness með þeim góða hópi
lækna og annars starfsfólks er
starfaði þar. Hópurinn var sam-
stilltur og öflugur, starfsemin öll
til fyrirmyndar.
Ekki fór fram hjá hinum unga
lækni hve stóran þátt Guðmundur
Sigurðsson átti í að móta starf-
semi stöðvarinnar. Áhersla var
lögð á ljúft viðmót við skjólstæð-
inga og góða þjónustu. Allt frá því
skjólstæðingur hringdi eða kom
og þar til erindið var leyst var
unnið vel og ætíð samkvæmt
bestu læknisfræði.
Guðmundur var brautryðjandi
í heimilislækningum á Íslandi,
mikill hugsjónamaður og hugsuð-
ur, iðulega var hann í þungum
þönkum hvort sem var á kaffistof-
unni eða fundum. Seinni árin af
samstarfi okkar valdi Guðmund-
ur gjarnan að tjá sig lítið eða ekki
þegar starfsemin var rædd. Hann
vildi láta yngra fólkið móta starfið
áfram, grunnurinn var traustur,
starfsemin öflug og til fyrirmynd-
ar. Eftir nær tvo áratugi á Sel-
tjarnarnesi ákvað hann að breyta
um starfsvettvang og fór til starfa
á Hólmavík. Hann sá kosti við fá-
mennið og vonaðist eftir rólegra
starfi þar sem betri tími gæfist til
að sinna fjölmörgum öðrum verk-
efnum sem hann var með. Dvölin
varð lengri en hann ætlaði í byrj-
un, honum leið vel á Hólmavík.
Guðmundur var traustur sam-
starfsmaður og fáir hafa haft
jafnmikil áhrif á starf mitt sem
heimilislæknir. Þegar ég, nokkr-
um árum síðar, tók til starfa á
annarri stöð var sjálfsagt að leita
til Guðmundar. Hann kom á fund
starfsfólks til að fjalla um hvað
einkennir góða starfshætti og
hvernig á að byggja upp góða
starfssemi. Ráð hans reyndust vel
þá sem endranær.
Að leiðarlokum er þökkuð góð
og ánægjuleg samvinna í áratug.
Fjölskyldunni allri sendi ég sam-
úðarkveðjur.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir.
Á haustdögum 1979 fór ég í
starfsnám til Egilsstaða vegna
áhuga á að starfa á þeirri Heilsu-
gæslustöð sem talin var ein af fyr-
irmyndum annarra stöðva. Lán
mitt var að starfa með og læra af
þeim Þorsteini Sigurðssyni, far-
sælum héraðslækni til langs tíma,
og Guðmundi Sigurðssyni. Guð-
mundur var þá orðinn þekktur
frumkvöðull í heimilislækningum
og tölvuskráningu samskipta við
sjúklinga á Íslandi, Skandinavíu
og víðar.
Þessi starfsnámsvera mín var
upphafið að 37 ára samferð okkar
Guðmundar gegnum lífið og und-
anfarin 23 ár sem næstu nágrann-
ar í Hrólfsskálavörinni!
Frá fyrsta degi kynna okkar
Guðmundar varð mér ljós mikill
félagsþroski, djúp læknisfræðileg
þekking og áhugi og innsæi í
mannlífið. Hann sameinaði þetta
allt ásamt góðum skipulagshæfi-
leikum í sínu daglega læknis-
starfi, sjúklingum sínum til hags-
bóta. Orka hans og elja til allra
verka virtist ótæmandi. Hann var
óþreytandi við að veita samstarfs-
mönnum stuðning og ráð, þeim
sem það sóttu og var ég meðal
fjölmargra sem nutu. Í einu orði
sagt þá var Guðmundur læknir, í
bestu merkingu þess orðs og naut
virðingar og trausts hvar sem
hann kom. Sá orðstír mun aldrei
deyja. Við samferðarlok er efst í
huga þakklæti fyrir að fá ferðast
með honum um stund. Við fjöl-
skyldan vottum eiginkonu, Guð-
rúnu Þorbjarnardóttur, og börn-
um þeirra dýpstu samúð okkar.
Farðu í friði, kæri vinur. Blessuð
sé minning þín!
Atli Árnason heimilislæknir.
Við Guðmundur Sigurðsson
vorum jafnaldrar. Báðir fæddir
og uppaldir á Ísafirði. Ferming-
arbræður. Skóla- og bekkjar-
bræður gegnum barnaskóla,
gagnfræðaskóla og menntaskóla
allt þar til leiðir skildu vorið 1961.
Mörgum árum síðar lágu leiðir
okkar aftur saman. Þá starfaði
hann sem læknir en ég á öðrum
vettvangi heilbrigðismála. Ég
leitaði til hans bæði sem læknis og
sem ráðgjafa í erfiðum verkefn-
um.
Þar reyndist hann mér líka vel
– eins og hann reyndist öllum,
sem til hans þurftu að sækja.
Guðmundur var bráðgreindur
– eins og bræður hans, Þórir og
Jón og öll ættmenni. Nafni hans
og afi, presturinn frá Gufudal,
orðlagður forystumaður á frum-
býlingsárum jafnaðarmanna.
Faðir hans, Sigurður, einn af for-
ystumönnum krata vestra. Föð-
urbróðir hans, Ketill, byggði upp
Kaupfélag Ísfirðinga eins og jafn-
aðarmenn töldu að samvinnubú-
skap ætti að reka.
Annar föðurbróðir, Haraldur,
alþingismaður og síðan formaður
Alþýðuflokksins – einn af mörg-
um Ísfirðingum, sem því starfi
hafa gegnt.
En Guðmundur var ekki bara
góðum gáfum gæddur. Hann var
einnig með stórt hjarta. Velvilj-
aður, hjálpsamur og hlýr. Þess
konar einstaklingur, sem borið
getur læknisnafnið bæði með
stolti og af reisn. Læknir, sem
notaði gáfur sínar og þekkingu til
þess að brjóta nýjar brautir í
skráningu og meðferð heilsuupp-
lýsinga. Læknir, sem liðsinnti
fólki í víðernum okkar strjálbýla
lands – fyrst á Landspítala, svo í
umdæmi Egilsstaða fyrir austan,
svo á Seltjarnarnesi og lækjar í
hinu víðlenda og erfiða umdæmi
Hólmavíkur.
Margs er að minnast eftir
margra ára samskipti eins og
verður milli þeirra, sem sitja í
sömu bekkjardeildum í sömu
skólum í 14 ár – og þar af í fjögur
hin síðustu í jafn nánum sam-
skiptum og verða milli sambekk-
inga í heimavistarskólum eins og
MA.
Þó leiðir okkar skólasyst-
kinanna þaðan lægju í ólíkar áttir
höfum við ávallt haldið saman síð-
an leiðir skildu enda hvílir sam-
band okkar á sameiginlegri lífs-
reynslu fjögurra mótunarára
okkar æviskeiða. Það var sá okk-
ar, sem forystuna hefur haft um
þau samskipti, Einar Gunnar Pét-
ursson, sem tjáði okkur öllum
andlát Guðmundar nánast sama
dag og það bar að. Ég var þá
staddur víðs fjarri og kom ekki til
landsins fyrr en jaðarförin hafði
farið fram.
Átti þess því ekki kost að fylgja
mínum gamla bekkjarbróður í
hans hinstu för. Verð að láta mér
nægja þessi fáu kveðju- og þakk-
arorð fyrir langa samvist á lífsins
brautum. Veit, að ég mæli þar
fyrir munn allra skólasystkin-
anna.
Far þú vel, Guðmundur Sig-
urðsson. Þú varst góður félagi,
hjálpsamur og hlýr, velviljaður og
velmetinn af öllum, sem þú áttir
samskipti við. Minningarnar um
þig eru margar. Þær, sem mestu
málinu skipta, eru þó allar þær,
sem saman kveða upp þann dóm,
að með þér sé góður maður geng-
inn.
Sighvatur Björgvinsson.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Atvinnuauglýsingar
Háseti
Vísir hf óskar eftir að fastráða háseta á
Sighvat Gk 57. Sighvatur er línuveiðiskip
með beitningarvél.
Umsókn berist á heimasíðu Vísis
www.visirhf.is
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Freyjugata 6, Suðureyri, fnr. 222-2850, þingl. eig. Planhús ehf., gerðar-
beiðandiTollstjóri, fimmtudaginn 29. september nk. kl. 14:00.
Sundstræti 41, Ísafjarðarbær, fnr. 212-0609, þingl. eig. Rakel Guðbjörg
Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf, Ísafirði, fimmtudag-
inn 29. september nk. kl. 10:30.
Sundstræti 41, Ísafjarðarbær, fnr. 212-0610, þingl. eig. Rakel Guðbjörg
Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf, Ísafirði, fimmtudag-
inn 29. september nk. kl. 10:45.
Sundstræti 41, Ísafjarðarbær, fnr. 212-0611, þingl. eig. Rakel Guðbjörg
Magnúsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf, Ísafirði, fimmtudag-
inn 29. september nk. kl. 11:00.
Völusteinsstræti 36, Bolungarvík, fnr. 212-1751, þingl. eig. Guðrún
Bjarnveig Magnúsdóttir og Einar Jónatansson, gerðarbeiðandi Íbúða-
lánasjóður, fimmtudaginn 29. september nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
22. september 2016
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 8.30–16.30.
Botsía með Sigríði kl. 9.30–10.30. Opið innipútt kl. 11–12. Myndlist
með Elsu kl. 13–17. Opið hús kl. 13–16.
Boðinn Vatnsleikfimi kl. 9, línudans fyrir byrjendur kl. 15–16.
Bólstaðarhlíð 43 Myndlist kl. 9 og fréttaklúbbur kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Dalbraut 27 Handavinna kl. 8, lestur úr blöðum vikunnar kl. 10,
slökun og hugleiðsla kl. 14.
Garðabær Opið og heitt á könnunni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16. Með-
læti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14–15.45. Vatnsleikfimi kl. 8, 8.50
og 13. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20
ef óskað er, frá Hleinum kl. 12.30, frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka
að loknum spilum.
Gerðuberg Kl. 9–16 opin handavinnustofa, kl. 10–12 pjónakaffi, kl.
10–10.20 leikfimi gönguhóps, kl. 10.30 gönguhópur um hverfið, kl.
13–16 bókband með leiðbeinanda, kl. 13–15 kóræfing (áhugasamir
velkomnir á æfingu).
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 gler- og postulíns-
málun, kl. 14 eftirmiðdagsdans, kl. 20 félagsvist febk.
Gullsmári Tiffanýgler kl. 9, leikfimi kl. 10, ganga kl. 10, fluguhnýting-
ar kl. 13, gleðigjafar (söngur) kl. 14. Hárgreiðslustofa og fótaaðgerða-
stofa á staðnum. Allir velkomnir!
Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9. Opin
handavinna, leiðbeinandi kl. 9–12. Útskurður kl. 9. Morgunleikfimi kl.
9.45. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30.
Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8–16, morgunkaff og
spjall til kl. 10.30, jóga kl. 9, 10 og 11, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl.
11.30. Spilað brids kl. 13, kaffi kl. 14.30. Ný vetrardagskrá liggur
frammi, allir velkomnir í félagsstarfið, sími 535-2720.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50. Listasmiðjan er opin frá
kl. 9.Thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15. Hæðargarðsbíó kl. 13.30, síðdegis-
kaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu.
Nánar í síma 411-2790.
Korpúlfar Hugleiðsla með Ingibjörgu kl. 9 í Borgum, fimleikahópur
Korpúlfa í nýja fimleikasalnum í Egilshöll kl. 10, brids-hópur Korpúlfa
kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum og
tréútskurður á Korpúlfsstöðum hefst kl. 13 í dag.
Langahlíð 3 Kl. 10.30 blaðaklúbbur, kl. 13.30 frásagnarhópur kvenna,
kl. 14,30 kaffiveitingar.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9–12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9–12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
bíngó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl í s. 4112760.
Stangarhylur 4 Qi-gong-námskeið kl. 10.15 leiðbeinandi Inga Björk
Sveinsdóttir. Uppbygging og næring fyrir fyrir sál og líkama.
Íslendingasögu-námskeið kl. 13, leiðbeinandi Baldur Hafstað. Dansað
sunnudagskvöld kl. 20–23, Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi.
Vesturgata 7 Enska kl. 10–12 Peter R.K.Vosicky. Sungið við flygilinn
kl. 13–14, Gylfi Gunnarsson. Kaffiveitingar kl. 14–14.30.
Vitatorg Handavinna og spjall kl. 10, bingó kl. 13.30. Allir velkomnir í
Félagsmiðstöðina
Þórðarsveigur 3 Bingó kl. 13.30, flottir matarvinningar og glæsi-
legar kaffiveitingar eftir bingó. Allir velkomnir að spila með.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Iðnaðarmenn
Til sölu
Tvö golfsett til sölu
ásamt hjólagrindum. Annað er í
bláum poka, hitt í vínrauðum.
6 kylfur í hvorum poka.
Verð kr. 50.000 samtals.
Upplýsingar í síma 898 9537.
Óska eftir
Staðgreiðum og lánum út á: gull,
demanta, vönduð úr og málverk!
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu
núna og fáðu tilboð þér að kost-
naðar-lausu! www.kaupumgull.is
Opið mán.– fös. 11–16.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 782 8800
Ýmislegt
PL úrin uppí 70% afsláttur í nokkra
daga Vönduð armbandsúr á ótrúlegu
verði eða frá 5.000,- Pierre Lannier
Paris, frönsk hönnun og smíði. 2ja ára
alþ. ábyrgð.
ERNA Skipholti 3,
s. 552 0775, www.erna.is
Til leigu
Til leigu nýlegt 285 - 1.000 fm
atvinnuhúsnæði í Reykjavík
285 fm bil með allt að 9 m lofthæð,
stórar innkeyrsludyr, góð malbikuð
lóð, og greið aðkoma.
Nánari upplýsingar veitir
Sverrir í s. 661 7000
✝ Ragnar Elíssonfæddist í Lax-
árdal í Hrútafirði
21. mars 1931.
Hann lést á deild B4
á Landspítalanum
Fossvogi 15. ágúst
2016.
Foreldrar hans
voru Elís Bergur
Þorsteinsson, d.
1981, bóndi í Lax-
árdal, og kona hans
Guðrún Benónýsdóttir, d. 1984.
Systkini Ragnars eru: Sigríður,
Benóný, Þorsteinn, Gunnlaugur,
Víglundur og Anna Kristín, tvö
þau síðasttöldu eru á lífi. Þann
23. nóvember 1957 kvæntist
Ragnar eftirlifandi eiginkonu
sinni Unni Jóhannsdóttur, f. 7.
maí 1935. Foreldrar hennar
voru Aðalheiður Aðalbjarnar-
dóttir, d. 1937, og Jóhann Krist-
jánsson frá Sigríðarstöðum í
Ljósavatnsskarði, d. 1942. Unn-
ur var alin upp hjá föðursystur
sinni Elísabet Kristjánsdóttur,
d. 1983, og manni hennar Karli
Fr. Friðrikssyni, d. 1965. Börn
Ragnars og Unnar eru: 1) El-
ísabet, f. 1957, hennar börn eru
Ragnar Sigurbjörnsson, Elís
Bergur Sigurbjörnsson, Sigríð-
ur Skaftadóttir og Stefanía
Skaftadóttir. 2) Elísa Guðrún, f.
1959, hennar börn eru Sigrún
Arna Jakobsdóttir, Bjarni Páll
Jakobsson, Esther Jakobsdóttir
og Jakob Jakobsson. 3) Sigrún
Rut, f. 1965, gift Snorra Gúst-
afssyni, þeirra börn eru Bjarki
Karl, Bergur og
Ragna Guðrún. 4)
Jóhann, f. 1970,
kvæntur Jónu Guð-
rúnu Ármanns-
dóttur. Þeirra börn
eru Unnur, Ár-
mann Ingi, Rúna
Sigríður, Benóný
Bessi og Jóhanna
Guðrún. Fyrir átti
Jóhann soninn
Eggert Svein. Móð-
ir hans er Elín Freyja Eggerts-
dóttir. Fyrir átti Unnur dótt-
urina Aðalheiði Gunnarsdóttur,
f. 1954, og gekk Ragnar henni í
föðurstað. Sambýlismaður
hennar er Kristján Örn Freder-
iksen. Börn Aðalheiðar eru
Unnur Valborg Hilmarsdóttir,
Skúli Húnn Hilmarsson, Har-
aldur Ingi Hilmarsson og Guð-
mundur Örn Guðjónsson.
Barnabarnabörn Ragnars og
Unnar eru orðin 11 talsins.
Ragnar ólst upp í Laxárdal en
fór ungur á vertíðir á Akranesi
og réði sig síðar í vinnu hjá
Vélasjóði ríkisins og vann nokk-
ur sumur á skurðgröfu og jarð-
ýtu við jarðabótavinnu. Árið
1957 hóf hann búskap á æsku-
heimili sínu og bjó þar með konu
sinni og börnum. Árið 1995
fluttu þau hjónin til Reykjavíkur
og Jóhann sonur þeirra tók við
búinu í Laxárdal.
Ragnar var jarðsunginn frá
Fella- og Hólakirkju 23. ágúst
2016. Athöfnin fór fram í kyrr-
þey að ósk hins látna.
Elsku Ragnar.
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur
sem einu sinni var.
Og sólbrenndar hæðir hnípa
við himin fölvan sem vín:
Það er ég sem kveð þig með kossi
kærasta ástin mín.
Því okkur var skapað að skilja.
Við skiljum. Og aldrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur
sem einu sinni deyr.
(Halldór Kiljan Laxness)
Þín
Unnur.
Ragnar Elísson