Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Morgunblaðið/Golli
Gæsla Einstaklingarnir glíma oft
við geðraskanir og þroskafrávik.
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Tvö til þrjú börn eru í öryggisvistun
á hverjum tíma á vegum Barna-
verndarstofu. Um er að ræða ein-
staklinga yngri en 18 ára sem hætta
stafar af vegna geðraskana og/eða
þroskafrávika, þeir eiga við mjög
fjölþættan vanda að stríða og er ekki
sjálfrátt, segir Bragi Guðbrandsson,
forstjóri Barnaverndarstofu. „Í
þessum tilvikum er refsing ekki við-
eigandi og meðferð ekki talin líklega
til að skila fullnægjandi árangri,“
segir Bragi.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að í frumvarpi til fjáraukalaga er
gerð tillaga um 64,5 m.kr. hækkun á
fjárheimild liðarins „Heimili fyrir
börn og unglinga“, með það að mark-
miði að mæta kostnaði við öryggis-
vistun drengs í samræmi við dóm
héraðsdóms. Hefur hann dvalið í sér-
stöku búsetuúrræði á vegum Barna-
verndarnefndar Eyjafjarðar og bú-
setudeildar Akureyrarbæjar.
Nauðsynlegt þykir að gerðar verði
ráðstafanir til að tryggja að hann
skaði ekki sjálfan sig eða aðra.
„Þegar dómur féll á sínum tíma
var hann efnislega á þá lund að við-
komandi einstaklingur væri hættu-
legur öðru fólki, vegna ítrekaðra
líkamsárása þar sem hann notaði
vopn á önnur börn. Háttsemin sem
um var að ræða gaf það til kynna að
við gætum ekki undir neinum kring-
umstæðum tekið þá áhættu að hann
gengi laus í þeim skilningi. Það varð
niðurstaðan að hann þyrfti sólar-
hrings eftirlit og þetta er kostnaður-
inn við það, hann rataði ekki inn í
fjárlögin á sínum tíma og því er verið
að laga þetta,“ segir Bragi spurður
út í málið.
Úrræðið verður að halda áfram
Drengurinn er búinn að vera í
gæslu í um tvö ár, en hann var 16 ára
þegar dómurinn féll. Hann verður
brátt 18 ára, og hvað tekur þá við?
„Dómurinn er þess eðlis að úrræð-
ið verður að halda áfram. Réttar-
staða einstaklingsins breytist ekki
við 18 ára aldursmarkið en málið fer
að öllu jöfnu frá Barnaverndarstofu.
Að vísu er heimild í barnaverndar-
lögunum til þess að veita þjónustu til
tvítugs ef viðkomandi einstaklingur
óskar eftir því, en það er metið í
hvert skipti.“
Bragi segir að í þessu tilviki sé það
ákvörðun velferðarráðuneytisins
hvað gert verði eftir að drengurinn
nær 18 ára aldri.
Dómar í slíkum málum eru oft
ótímabundnir en inn í þá er sett
ákveðin endurskoðun á andlegu
ástandi viðkomandi einstaklings og
getu hans til þess að fara út í sam-
félagið. „Yfirleitt eru þetta úrræði
sem vara í mörg ár, oft vel fram á
fullorðinsár,“ segir Bragi.
Ekki svipt réttindum
Öryggisvistun er ódýrara úrræði
til lengri tíma litið en að setja alla
saman inn á eina stofnun að sögn
Braga.
„Við erum að tala um börn sem
eiga eftir að taka út sinn þroska og
með því að skapa þeim þroskavæn-
leg uppeldisskilyrði í þessum að-
stæðum erum við að hámarka mögu-
leikana á því að viðkomandi
einstaklingur nái að taka þeim fram-
förum sem allir óska eftir í svona til-
viki. Þess vegna höfum við haft þá
stefnu að sérsníða úrræðin í kring-
um hvern einstakling því þegar upp
er staðið er það mannúðlegast og
ódýrast þegar til lengri tíma er litið.
Svona mikið utanumhald er yfirleitt
ekki nauðsynlegt nema fyrstu árin,
en einstaklingurinn fær geðlækna-
þjónustu, þroskaþjálfun og alls kon-
ar hjálp sem skilar sér á endanum.“
Réttur barna í lögum er ríkur og
þótt barn sé svipt frelsi sínu ber að
tryggja því þátttöku í samfélaginu,
eins og til skólanáms, tómstunda, fé-
lagslífs, neyslu menningar og sam-
neytis við aðra, að sögn
Braga. „Við getum
ekki svipt barn þess-
um grundvallarrétt-
indum. Þess vegna
verðum við að byggja
í kringum hvert mál
fyrir sig og það er
ekki álitleg leið
að koma upp
stofnun og
safna öllum
saman á einn
stað.“
Alltaf einhver börn í öryggisvistun
Eiga við mjög fjölþættan vanda að stríða Talin hættuleg sér og öðrum Þurfa sólarhringsgæslu
Markmið öryggisvistunar er að
tryggja að einstaklingur sem
úrskurðaður eða dæmdur er í
slíkt úrræði sé ekki hættulegur
sjálfum sér né öðrum. Í þessu
felst að húsakynni sem ein-
staklingurinn býr í eru ætíð
læst og jafnframt að ein-
staklingurinn er öllum stund-
um í fylgd starfsmanna að
undanskildum svefntíma. Að
nóttu til er rafrænt eftirlit og
íbúðin verður að vera sér-
útbúin til öryggisgæslu. Vistun
barns í öryggisgæslu verður að
tryggja því þau mannréttindi
sem það á rétt á í samræmi
við Barnasamning SÞ, þ.m.t.
réttur til skólagöngu, tóm-
stunda og menningarlífs.
Vaktmaður fylgir
barninu alltaf á slíka
staði og viðburði sam-
kvæmt upplýsingum
frá Braga Guðbrands-
syni.
Húsakynnin
ætíð læst
ÖRYGGISVISTUN
Bragi
Guðbrandsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lagt er til í frumvarpi til fjárauka-
laga að fjárframlag til Útlendinga-
stofnunar vegna hælisleitenda verði
aukið um 640 milljónir króna fyrir
árið 2016. Framlag vegna hælisleit-
enda í fyrra var 757 milljónir króna
en á því ári var
fjöldi hælis-
leitenda 354. Bú-
ist er við að hæl-
isleitendur á
þessu ári verði
um 700 talsins,
sem væri um
98% aukning á
milli ára.
Fram kom í
Morgunblaðinu í
fyrradag að fjöldi
hælisleitenda á þessu ári er orðinn
um 500.
Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
stofnunin hefði í fjárlögum þessa
árs fengið fjárveitingu sem miðaði
við að hælisleitendur á þessu ári
yrðu um 300 talsins. „Það lá þannig
alveg fyrir í upphafi að um vanáætl-
un væri að ræða. Þessi fjárhæð sem
lögð er til í frumvarpinu um fjár-
aukalög er því viðbót við okkar upp-
runalegu áætlanir, sem gerðu ráð
fyrir fjárþörf á bilinu 600 til þúsund
milljónir á árinu,“ sagði Kristín.
„Þessar 640 milljónir króna munu
þannig allar fara í umönnunar- og
þjónustukostnað.“
Fjölgaði starfsfólki í vor
Kristín segir að Útlendinga-
stofnun hafi í vor fengið vilyrði fyr-
ir 55 milljóna króna aukafjárveit-
ingu, sem þegar hafi verið
ráðstafað.
„Ég réð fólk inn í stofnþjónust-
una hjá okkur. Loksins er kominn
fjármálastjóri að Útlendingastofn-
un, sem jafnframt er mannauðs-
stjóri. Þá voru tveir skrifstofumenn
ráðnir, en áður voru hér engir skrif-
stofumenn og auk þess voru ráðnir
fjórir lögfræðingar til þess að þjón-
usta hælisleitendur,“ sagði Kristín.
„Við óttumst ástandið núna, því
það streyma hratt inn hælisleitend-
ur. Við höfðum aldrei úrræði fyrir
svona marga í einu, því það var
aldrei gert ráð fyrir að þjónusta
þyrfti fleiri en 300 manns á hverj-
um tíma. Nú losa þeir 500 sem þýð-
ir það að jaðartilvikin, einstakling-
arnir sem ekki var gert ráð fyrir í
þjónustu, verða alltaf dýrari. Þar á
ég við þegar við verðum að kaupa
gistingu á hótelum eða gistiheim-
ilum, vegna þess að okkar fyrir-
framumsömdu úrræði eru fullnýtt,“
sagði Kristín.
Því sé stofnunin að skoða önnur
tímabundin úrræði, þar til kerfið
geti farið að virka aftur og Útlend-
ingastofnun nái fjöldanum niður í
það að vera að þjónusta 300 ein-
staklinga á hverjum tíma. „Ég tel
mjög æskilegt að við komum hlut-
um í slíkt horf sem fyrst, því þannig
gætum við sinnt allt að þúsund ein-
staklingum á ári,“ sagði Kristín
Völundardóttir.
Í frumvarpi til fjáraukalaga um
hælisleitendur segir m.a.:
„Annars vegar er óskað eftir 600
m.kr. viðbótarframlagi á liðnum
vegna verulegrar fjölgunar hæl-
isleitenda umfram forsendur fjár-
laga. Kostnaður fjárlagaliðarins
hefur aukist verulega síðustu árin,
frá því að vera 60 m.kr. árið 2011 í
757 m.kr. árið 2015 en þá var fjöldi
hælisleitenda 354. Áætlað er að
fjöldi hælisleitenda verði um 700 á
yfirstandandi ári, sem er tæp 98%
aukning frá fyrra ári, og að heildar-
útgjöldin verði nærri 1.200 m.kr.
eða meira en tvöfalt hærri en gert
var ráð fyrir í fjárlögum.“
Aukin framlög
til hælisleitenda
Aukin fjárveiting rennur öll í
umönnunar- og þjónustukostnað
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Skúli Halldórsson
Segja má að baráttan fyrir komandi
þingkosningar hafi hafist fyrir alvöru í
gærkvöldi þegar oddvitar 12 flokka,
sem boðað hafa framboð, mættust í
kappræðum í beinni útsendingu á
RÚV.
Stiklað var á stóru í þættinum enda
er tíminn knappur í jafnfjölmennum
kappræðum. Heilbrigðismálin voru
ofarlega á baugi, sem og Lánasjóður
íslenskra námsmanna, sjávarútvegur-
inn, málefni öryrkja og fleiri mála-
flokkar.
Einhugur um heilbrigðiskerfið
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, steig í pontu og innti
oddvitana eftir heilbrigðisstefnu hvers
flokks. Virtist einhugur um auknar
fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins en
öllu ólíkari sjónarmið mátti greina í
umræðunni um sjávarútvegsmál þar
sem hækkun veiðigjalds, uppboðsleið-
in og aukning styrkja til byggðarlaga
komu til öll sögunnar.
Þátturinn hófst með því að þátta-
stjórnendur spurðu Sigmund Davíð
Gunnlaugsson, formann Framsókn-
arflokksins, að því hvort hann hefði
hugsað sér að biðjast afsökunar á að
hafa ekki gert grein fyrir aflandseign-
um sínum. Svaraði Sigmundur að
hann gæti beðist afsökunar á mörgu
sem einstaklingur og stjórnmálamað-
ur en ekki fyrir að hafa orðið fyrir
„ótrúlegri árás“ fjölmiðla, eins og
hann orðaði það.
Morgunblaðið/Golli
Kosningar Formenn og fulltrúar 12 stjórnmálaflokka í umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gærkvöldi.
Heilbrigðismál ofarlega
á baugi í leiðtogaþætti
Ólík sjónarmið um sjávarútveg Sótt að Sigmundi Davíð
Hnífjafnt í könnun MMR
» Nýleg könnun MMR sýnir að
Sjálfstæðisflokkurinn og Pírat-
ar eru hnífjafnir á toppnum
með 22,7% fylgi ef kosið yrði
núna til þings.
» Vinstri græn mældust með
13,2% fylgi en Viðreisn bætti
við sig og er komin í 11,5%.
» Næst koma Framsókn með
11,0% fylgi, Samfylkingin með
8,1% og Björt framtíð með
4,1%. Stuðningur við ríkis-
stjórnina mældist 34,5%.
Kristín
Völundardóttir