Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Hauganes er flotturáfangastaður,“segir Aðalsteinn Svan Hjelm, sem er mark- aðsstjóri hjá saltfiskverk- uninni Ektafiski og Hvala- skoðuninni á Hauganesi. „Hvalaskoðunin er sú elsta á landinu, en hún hefur starfað frá 1994. Við erum komnir með veitingastað hjá Ektafiski og svo er bjórverksmiðjan Kaldi hérna líka.“ Hauganes er á milli Dal- víkur og Akureyrar og er um 30 mínútna akstur frá Akureyri. „Það verður kótelettukvöld hjá okkur á morgun og við verðum með ýmsar uppákomur í vetur. Við héldum veglegt skákmót hérna í sumar og vorum við með sigins fisks- kvöld í vor og fengum tenóra til að syngja og það sló algjörlega í gegn. Svo eru einnig haldin ættarmót og fermingarveislur hérna. Veitinga- staðurinn er ekki opinn almennum gestum á veturna en við tökum á móti hópum og sýnum hvernig saltfiskverkunin fer fram og erum með kokka til að elda flotta saltfiskrétti. Hvalaskoðunin gengur einnig vel, við förum út þrisvar á dag á háannatímanum, við erum hérna í miðjum firðinum og það tekur um 20 mínútur að komast á hvalaslóðirnar.“ Aðalsteinn er Hafnfirðingur, lauk MA-prófi í alþjóðamarkaðsfræði frá EADA Business School í Barcelona og býr á Akureyri. „Konan mín er héðan frá Hauganesi, en hún er af Reykjalín-ættinni.“ Ættarnafnið Hjelm er hins vegar færeyskt að uppruna, en föðurafi Aðalsteins var Færeyingur. Aðalsteinn er mikill hlaupari og stefnir á maraþon í New York, en hann hefur þrisvar hlaupið maraþon. „Hlaup og ljósmyndun eru aðal- áhugamálin og fjölskyldan að sjálfsögðu og ferðalög. Ég fer oft upp á hálendið og svo býr systir mín í Grikklandi og ég reyni að heimsækja hana eins og hægt er.“ Eiginkona Aðalsteins er Ellý Reykjalín Elvarsdóttir, deildarstjóri við leikskóla, og börn þeirra eru Sigmar Ágúst, f. 2000, Eiður, f. 2008, og Ingunn, f. 2011. „Ég verð með afmælisveislu á morgun milli kl. 1 og 6 en í dag verð ég í faðmi fjölskyldunnar. Móðir mín og systkini koma í heimsókn hingað norður svo það verður gott mannamót.“ Afmælisbarnið Aðalsteinn Svan Hjelm. Veisla og kótelettu- kvöld á morgun Aðalsteinn Svan Hjelm er fertugur í dag Ó lafur Beinteinn Ólafsson fæddist í Reykjavík 23.9. 1946 og ólst upp í húsi foreldra sinna, Fagranesi við Elliða- vatn: „Föðuramma mín bjó hjá okk- ur og í nágrenninu, á býlinu Vatns- enda, bjuggu móðurforeldrar mínir. Okkur krökkunum við Elliðavatn var ekið af Vatnsendahæðinni og í Miðbæjarskólann. Það var því oft glatt á hjalla í skólabílnum með 20 nemendum. Fagranes var tónlistarheimili. Pabbi hafði verið skemmtikraftur um árabil með ýmsum sönghópum og mamma varð ein dáðasta óperu- söngkona þjóðarinnar. Ég var svo í sveit að Fjalli á Skeiðum sumrin 1956-59, hef ætíð haldið vinasambandi við fjölskyld- una þar, mætt í réttarsönginn í Skeiðaréttum og alltaf í kjötsúpu í Vorsabæ að loknum réttum.“ Fjölskylda Ólafs flutti til Reykja- víkur. er hann var 13 ára. Hann stundaði nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur 1958-61 með píanó sem aðalhljóðfæri, lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1963 og kennaraprófi frá KÍ 1967. Ólafur var kennari við Lækjar- skóla í Hafnarfirði 1967-80 og við Bjarnastaðaskóla á Álftanesi 1980- 86. Þá fór hann í framhaldsnám við tónlistardeild DLH í Kaupmanna- höfn og snéri sér alfarið að tónlist Ólafur Beinteinn Ólafsson tónmenntakennari – 70 ára Börnin Beinteinn Veigar, Elías, Ingibjörg Aldís og Íris Björg en fremstur stendur Ólafur Björn, sonur Ingibjargar. Kennari í hálfa öld og virkur í tónsmíðum Hjónin Ólafur Beinteinn og Dagný á góðri stund á ferðalagi erlendis. Jón Kristinn Óskarsson er fæddur 22. september 1936 og varð því 80 ára í gær. Eiginkona hans er Sigurborg Hlíf Magnúsdóttir. Jón Kristinn heldur veislu í Oddfellows-salnum á morgun frá kl. 15.00-18.00. Árnað heilla 80 ára Tinna Katrín Sigurðardóttir og Guðrún Bergrós Ingadóttir stóðu fyrir tombólu á Akureyri og söfnuðu með því 6.089 krónum. Þær ákváðu að styrkja Rauða kross- inn með ágóðanum. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.