Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Ljósmynd/Jón Kaldal Heldra heimili Mynd af heimili Haraldar Árnasonar kaupmanns og Arndísar Bartels á Laufásvegi 33 frá 1934. Leikkona Herdís Þorvaldsdóttir. Bústaður Stúdentaherbergi á Gamla-Garði í Reykjavík árið 1934. heillast af verkum Mayenburg en hafði eingöngu lesið eftir hann verk þar til hún sá Perplex í Austurríki. „Þetta verk er rosa kanóna, Mayen- burg talar um grunnstoðir vest- rænnar heimspeki og fjallar um leikhúsmiðilinn. Mér fannst líka svo spennandi að þegar hann setti verk- ið sjálfur upp í fyrsta skipti árið 2010 vann hann það með fjórum leikurum sem nota sín eigin nöfn. Það er því áhugavert spunaelement í verkinu og mér fannst forvitnilegt að taka það og setja inn í nýjan hóp leikara þannig að þeir myndu gera verkið út frá sér.“ Stertabenda fjallar að miklu leyti um leikhúsmiðilinn, í sýningunni er vísað í sýningar síðasta leikárs og hiklaust gert grín að íslensku leik- hússenunni ekki síður en íslenskum raunveruleika og þjóðarstoltinu. Gréta nefnir atburðarásina tengda Panama-skjölunum í vor sem dæmi ásamt ýmsum þversögnum í ís- lensku samfélagi. „Til dæmis það að við sendum hælisleitendur heim en tökum endalaust á móti ferða- mönnum.“ Keppni milli leikaranna Sýningin er í beinu sambandi við áhorfendur þar sem hún er sett upp sem innbyrðis keppni milli leikar- anna, sem keppast um að hafa stjórn á kringumstæðum í hverri senu fyrir sig. „Þetta er mjög spennandi rannsókn á starfi leik- arans og sambandi við áhorfand- ann,“ segir Gréta. Sami leikhópur kemur að sýningunni í haust og í vor, en með hlutverk fara Bjarni Snæbjörnsson, María Heba (Maja) Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson. Hljómsveit- in Eva sér um tónlist í verkinu. „Ég vildi fá breiðan hóp og leikara sem eru óhræddir við að gera grín að sjálfum sér. Þetta var í raun mjög handahófskennd samsetning. Ég kann rosa vel við þau sem lista- menn, hvert í sínu lagi, en svo gekk allt upp þegar við komum saman og mikil vinátta sem varð til, sem teng- ist því kannski að við vorum að vinna rosa mikið með okkur sjálf og egóið. Það varð til einhver djúp tenging í hópnum.“ Stertabenda er frumsýnd í Kúl- unni í Þjóðleikhúsinu í kvöld klukk- an 19.30. Gréta mun halda áfram að starfa í Þjóðleikhúsinu fram á vor, en þá tekur við starfsnám í Berlín. „Mig langar að læra meira en ég veit ekki hvað tekur við eftir starfs- námið, ég ætla í það minnsta að kaupa mér miða aðra leið og sjá hvernig það fer.“ Morgunblaðið/Ófeigur Ringulreið og vinátta Leikararnir Þorleifur Einarsson, Tinna Sverrisdóttir og Bjarni Snæbjörnsson ásamt Grétu Kristínu Ómarsdóttur leikstjóra og Jó- hönnu Völu Höskuldsdóttur, öðrum helmingi hljómsveitarinnar Evu, sem sér um tónlistina í leikritinu Stertabendu sem frumsýnt er í kvöld. Tvær kvikmyndir sem fjalla um Baskavígin verða sýndar í flokkn- um Ísland í brennidepli á RIFF í ár. „Í báðum myndum eru hinum þekkta viðburði í íslenskri sögu gerð skil, þegar hópur baskneskra sjómanna var grimmilega myrtur hér á landi fyrir rétt rúmum fjög- ur hundruð árum,“ segir í tilkynn- ingu. Myndirnar tvær eru Baska- vígin í leikstjórn Aitor Aspe, sem fjallar hefur verið um í Morgun- blaðinu, og Baskamorðin í leik- stjórn Eñaut Tolosa. „Þó mynd- irnar fjalli báðar um hina þekktu atburði þá eru efnistök þeirra töluvert ólík en báðar myndirnar eru teknar að hluta til upp á Ís- landi. Í Baskamorðunum er sögð saga hóps fornleifafræðinga sem ferðast hingað til lands í leit að vísbendingum sem gætu varpað ljósi á atburðina,“ segir í tilkynn- ingu. Þar er bent á að Baskavígin séu augljóslega mörgum hugleikin um þessar mundir. „Því nú á dögunum var tilkynnt að RVK Studios, í eigu Baltasars Kormáks, hefðu ný- verið gert samframleiðslusamning við tvö spænsk framleiðslufyr- irtæki um gerð kvikmyndar sem byggir á vígunum.“ Tvær myndir um Baskavígin á RIFF í ár Dráp Rammi úr myndinni Baskamorðin. MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 23/9 kl. 20:00 89. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 24/9 kl. 20:00 90. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Sun 25/9 kl. 20:00 91. sýn Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 24/9 kl. 13:00 Frums. Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Sun 25/9 kl. 13:00 2. sýn Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Verðlaunasaga Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 24/9 kl. 20:00 7. sýn Fös 30/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Sun 25/9 kl. 20:00 8. sýn Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.