Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Smink Ragna Fossberg förðunarmeistari lagaði hárið á Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, fyrir leiðtogaumræður fyrir alþingiskosningar, sem fram fóru í sjónvarpssal RÚV í gær.
Golli
Gullið hefur ekki
sinn dýrleik af því það
sé betri málmur en
silfrið. Gullið hefur
sinn dýrleik af því það
líkist sólinni. Silfrið lík-
ist tunglinu. Það er
nefnilega þannig að
silfrið gerir gagn í iðn-
aði en gull gagnast í
hégóma. Sólin gerir þó
ólíkt meira gagn en
tunglið.
Það er þannig með manninn að
hann leitar stöðugt að ágæti, ágæti
til gagns fyrir manninn sjálfan og
granna hans. Þannig sóttist Jón
heitinn Hreggviðsson, vinur minn,
eftir lengra snæri til að geta róið
dýpra til fiskjar. Það var leið Jóns til
að bæta líf sitt og sinnar fjölskyldu.
Dverghagir sjónhannar í Sviss
Þetta rifjast upp fyrir greinarhöf-
undi þegar hann ferðast um í útlönd-
um og sér margt af ágæti. Það eru
margar þjóðir sem framleiða ágæta
og eftirsóknarverða vöru og selja ut-
an sinna landsteina. Þannig var það
að svissneskir bændur framleiddu
úr og klukkur á vetrarkvöldum á
sama tíma og íslenskir bændur voru
á hjara veraldar og ortu rímur, ell-
egar fóru með stemmur annarra.
Þessi heimaiðja dverghagra sjón-
hanna lagði grunn að iðnaði sem
stendur að hluta undir svissnesku
iðnaðarveldi. Vissulega
kemur fleira til, því
auðlegð landsins bygg-
ist einnig á efnaiðnaði
og lyfjaframleiðslu og
fjármálastarfsemi þar
sem fáir standa þeim á
sporði.
Það eru fleiri þjóðir
sem eiga sér ágæti.
Þannig er með Frakka
að þeir framleiða vöru
sem er eftirsóknarverð
um heim allan. Það er
ein fyrirtækjasam-
steypa frönsk, sem hefur náð meiri
árangri í framleiðslu ágæti. Það er
Louis Vuitton Moët Hennessy,
LVMH.
Louis Vuitton Moët Hennessy
Það kannast einhverjir við töskur
sem kenndar eru við Louis Vuitton.
Það kannast einnig margir við
kampavínið og koníakið. Allt er
þetta vara sem er í ágætisflokki.
Þessi fyrirtæki eiga sér nokkra sögu
áður en þau lentu í hópi með öðrum
fyrirtækjum eins og úraframleið-
endum eins og Hublot og Zenit, eða
vínframleiðendum eins og Château
Cheval Blanc rauðvíni og hvítvíni, og
Veuve Clicquot kampavíni, eða
Fendi-fatnaði og Marc Jacobs-
töskum eða ilmvötnum og snyrtivör-
um Dior og Guerlain. Öll þessi fyr-
irtæki og vörumerki tengd þeim
hafa verið yfirtekin af LVMH-
samsteypunni og hafa aukið verð-
mæti sitt innan samsteypunnar.
Kostnaðarverð vörunnar er um
þriðjungur af söluverði vörunnar.
Hagnaður er um tíundi hluti af sölu
fyrirtækisins. Í vínframleiðslu er
stöðugleikanum viðhaldið en í fram-
leiðslu á fatnaði, og úrum og skart-
gripum er byggt á stöðugri og fram-
sækinni hönnun.
Landsframleiðsla
Líklega er þetta eina fyrirtæki
ábyrgt fyrir 0,7%-0,8% af franskri
landsframleiðslu. Íslenskur land-
búnaður fær í beingreiðslur örlítið
lægra hlutfall landsframleiðslu.
Þetta eru þunnar trakteringar eins
og oft vill verða þegar menn þræla
dag og nótt, við lítt gagnleg störf, og
fara jafnvel beint í glötun á eftir.
Til samanburðar þá er Icelandair
ábyrgt fyrir 3,6% af landsfram-
leiðslu á Íslandi.
Það kann einhver að spyrja: Eru
þessi fyrirtæki í LVMH-samsteyp-
unni að framleiða nauðþurftir? Svo
er alls ekki. Þau eru á efri enda
neyslukeðjunnar. Þau eru að fram-
leiða munaðarvarning fyrir þá sem
eiga of mikið af fjármunum og vilja
njóta þeirra í allsnægtum sínum.
Það ber að játa að greinarhöfundur
fer gjarnan í verslanir sem tengdar
eru þessu fyrirtæki. Ekki til að
kaupa heldur fremur til að rannsaka
neysluhegðun og markaðsfræði
þeirra sem eru betur megandi.
Hönnun
Í Heimskringlu segir um Ólaf
helga: „… hagur og sjónhannar um
smíðir allar, hvort er hann gerði eða
aðrir menn“. Þarna er orðið hönnun
komið í íslenska tungu. Það kann vel
að vera að magnframleiðsla á tvö
hundruð þúsund naglbítum sé góðra
gjalda verð, sérstaklega þegar búið
er að gera naglbítinn að almennings-
eign. Naglbítur verður ekki fundinn
upp aftur. Um neysluvöru gegnir
öðru máli. Smekkur og þrár og þarf-
ir eru síbreytilegar. Íslensk iðnaðar-
framleiðsla byggir oftar en ekki á
hönnun og hugviti. Stundum hefur
nokkuð skort á hið sjónræna útlit.
Þar er nú um stundir ein mjög fram-
sækin grein á Íslandi. Það er fram-
leiðsla og sala á útivistarfatnaði.
Ekki er víst að sú grein sé nógu arð-
söm fyrir LVMH. Greinin er þó vís-
bending um að það er von í landan-
um því varan er ágæt. Munurinn á
íslenskum útivistarfatnaði og vörum
LVMH er sá að útivistarfatnaðurinn
er fyrir miðjuhluta markaðarins en
LVMH einbeitir sér að efri enda
markaðarins þar sem verðskyn á
munað er lítið.
Ágæti og gegnheil gæði
Það er löngu vitað að þegar kona
hefur hitt ágætan mann þá er góður
maður hlægilegur. Það sama á við
um þann er drekkur vín, þeim sem
hefur drukkið ágætt vín finnst gott
vín glundur. Það sama á við um fatn-
að og skartgripi. Það er tekist á um
það hvert skal stefnt í atvinnu-
uppbyggingu á Íslandi. Vissulega
eru yfirburðir nokkrir í orkufrekum
iðnaði. Áherslur í atvinnumálum eru
óneitanlega sérstakar eins og fram
kom í umræðu um búvörusamninga.
Það kann vel að vera að frönsk mold
sé gjöfulli en íslensk á þrúgusafa.
Það kann einnig að vera að ágæti úr
þorski komi ekki einungis úr flaki,
heldur ekki síður úr innyflum og
roði. Hugvit og hönnun gefur verð-
mæti og lífskjör. Jón heitinn Hregg-
viðsson ætlaði að sækja ágæti með
hjálp snæris en fékk ekki annað en
húðstrýkingu og áralanga baráttu
fyrir lífi sínu og réttlæti.
Það væri ef til vill rétt að fá þann
ágæta mann, Bernard Arnault,
stjórnarformann og aðaleiganda
LVMH, til að kenna Íslendingum
virðisauka í rekstri. Ef vel tekst til
fengjust tveir fyrir einn því kona
hans músíkölsk og því sennilega
syndlaus, Hélène Mercier-Arnault,
er konsertpíanisti og kann að vera
að hún geti auðgað íslenskt tón-
listarlíf með ágæti sínu.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Gullið hefur ekki
sinn dýrleik af því
það sé betri málmur en
silfrið. Gullið hefur sinn
dýrleik af því það líkist
sólinni. Silfrið líkist
tunglinu.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Eftirsókn eftir ágæti