Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
• Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru
margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi,
umhverfisvernd og áreiðanleika.
• Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og
alhliða prentumsjón.
• Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki,
stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt
að gera kröfur um gæði og góða þjónustu.
• Kjaran er viðurkenndur söluaðili á
prentlausnum af Ríkiskaupum.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
BLI A3 MFP Line of the Year:
2011, 2012, 2013, 2014
bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki
BLI Pro Award:
2013, 2014
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verði álagningarprósentu fast-
eignaskatts á atvinnuhúsnæði hald-
ið óbreyttri mun skattbyrði fyrir-
tækjanna í landinu þyngjast um 1,3
milljarða króna á næsta ári. Félag
atvinnurekenda (FA) hefur skrifað
öllum sveitarfélögum þar sem
aðildarfyrirtæki starfa og hvatt þau
til að lækka álagningarprósentuna
við gerð fjárhagsáætlunar fyrir
næsta ár.
Félag atvinnurekenda tók málið
upp í byrjun júní og hvatti sveitar-
félögin til að lækka álagningar-
prósentu fasteignaskatts á atvinnu-
húsnæði. Þá lá fyrir að
fasteignamat atvinnuhúsnæðis
myndi hækka um 7,6% að meðaltali
á landinu og enn meira á höfuð-
borgarsvæðinu. Það myndi að
óbreyttu hafa í för með sér veru-
legar skattahækkanir á fyrirtækin.
Sum lækkuðu prósentuna
Tekið skal fram að sum sveitar-
félög hafa á undanförnum árum
lækkað prósentuna til að halda inn-
heimtunni svipaðri í krónutölu. FA
nefndi sérstaklega Kópavog og Sel-
tjarnarnes í því efni. Jafnframt var
vakin athygli á því að stærsta
sveitarfélagið, Reykjavíkurborg,
væri að auka tekjur sínar verulega
á kostnað fyrirtækjanna. FA telur
að tekjur borgarinnar af fasteigna-
skatti atvinnuhúsnæðis hafi hækk-
að um 770 milljónir króna á milli
áranna 2013 og 2015.
Viðbrögð sveitarstjórnarmanna
voru með ýmsu móti. Halldór Hall-
dórsson, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn, hét því að beita sér
fyrir því að dregið yrði úr hækkun
fasteignaskatts og Haraldur L.
Haraldsson, bæjarstjóri í Hafn-
arfirði, taldi víst að álagningar-
prósentan yrði lækkuð þar í bæ,
með hliðsjón af hækkun fasteigna-
mats. S. Björn Blöndal, formaður
borgarráðs, tók fram í júní að ekki
væri búið að ákveða fasteigna-
skatta fyrir 2017 en sagði að
Reykjavíkurborg yrði að skoða vel
alla sína tekjumöguleika enda mikil
þjónusta sem þyrfti að standa und-
ir.
Hagur sveitarfélaga vænkast
Nú stendur yfir fjármálaráð-
stefna sveitarfélaga þar sem farið
er yfir forsendur fjárhagsáætlana-
gerðar næsta árs. Félag atvinnu-
rekenda notar tækifærið til að taka
málið aftur upp með bréfi til sveit-
arfélaganna þar sem þau eru ýmist
skjölluð eða hvött til að taka sig á.
Fram kom í ávarpi Halldórs
Halldórssonar, formanns Sambands
íslenskra sveitarfélaga, við upphaf
fjármálaráðstefnunnar að tiltæk
uppgjör sveitarfélaga, vegna fyrri
hluta ársins 2016, bentu til þess að
hagur sveitarfélaga væri að vænk-
ast. Skuldir hafa minnkað að tiltölu
við tekjur. Auknar tekjur vegna
fjölgunar ferðafólks hafa skilað sér
að einhverju leyti til sveitarfélag-
anna í auknu útsvari og fasteigna-
skatti af mannvirkjum ferðaþjón-
ustunnar, ekki síst gistihúsum sem
mjög hefur fjölgað. Halldór sagði
að sveitarfélögin fengju hins vegar
engar tekjur af gistináttagjaldi.
Óheppileg skattheimta
FA vekur sérstaka athygli á því
að Borgarbyggð, sem er eitt af
sveitarfélögunum sem fengu áskor-
un frá félaginu, hafi hækkað fast-
eignaskattinn úr 1,5% í lögbundið
hámark, 1,65%, á árinu 2015.
Í ályktun stjórnar FA er þeirri
skoðun haldið fram að fasteigna-
gjöld séu í eðli sínu óheppileg
skattheimta á fyrirtæki því hún
leggist á eigið fé þeirra, óháð af-
komu. Hækkanir á fasteignaverði
og þar með fasteignamati hafi ekk-
ert um afkomu flestra fyrirtækja
að segja en stuðli að aukinni skatt-
byrði þeirra.
Sveitarfélög lækki
fasteignaskattinn
Fasteignaskattur fyrirtækja hækkar í takt við fasteignamat
Morgunblaðið/Ómar
Miðbær Hækkun fasteignaverðs hefur skilað sveitarfélögum drjúgum
viðbótartekjum á síðustu árum, ekki síst Reykjavíkurborg.Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það þarf að vera kýrskýrt að um-
boðsmaður lendi aldrei í þeirri stöðu
að þurfa að vera háður stjórnmála- og
embættismönnum sem hann hefur af-
skipti af í störfum sínum,“ segir Hild-
ur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálf-
stæðisflokksins. Hún beitti sér fyrir
breytingu á áformum um að færa
embætti umboðsmanns borgarbúa
undir stjórnkerfis- og lýðræðisráð.
Ástandið hefði versnað
Meirihlutinn féllst á tillögu sjálf-
stæðismanna um að endurskoða
stjórnskipulega stöðu umboðsmanns
með það að markmiði að gera hann að
eins óháðum og sjálfstæðum aðila
innan stjórnsýslunnar og frekast er
unnt. Samþykkt var í borgarstjórn í
fyrradag að fela borgarráði verkefnið.
Hildur telur að rétt hefði verið að
leggja í þessa vinnu áður en lagt var
til að embættið yrði flutt frá forsætis-
nefnd til stjórnkerfis- og lýðræðis-
ráðs. Ástandið hafi ekki verið gott,
eins og mál Bílastæðasjóðs sýni. Þar
mótmælti forsæt-
isnefnd því áliti
umboðsmanns að
ákvörðun bíla-
stæðanefndar um
tiltekna ráðstöfun
fjármuna væri
ólögmæt.
Hildur telur þó
að ástandið hefði
frekar versnað við
flutning embætt-
isins undir stjórnkerfis- og lýðræð-
isráð því þá hefði það heyrt bæði und-
ir hið pólitíska ráð og borgarstjóra.
Borgarráð ákveði rammann
Hildur segir að líta megi á stöðu
umboðsmanns Alþingis til saman-
burðar. Hann heyri beint undir þing-
ið. Henni sýnist best að borgarráði
verði falið að ráða í embætti umboðs-
manns borgarbúa og ákveða fjár-
heimildir. Að öðru leyti yrði það óháð
stjórnkerfinu og semja mætti reglur
um að hann fengi áheyrn fyrir sín mál
hjá þeim ráðum borgarinnar sem
hann þyrfti til að gera grein fyrir mál-
um sínum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Austurvöllur Borgarbúar sem ósáttir eru við afgreiðslu sinna mála hjá
Reykjavíkurborg geta snúið sér til umboðsmanns borgarbúa.
Embættið verði
óháð og sjálfstætt
Hildur
Sverrisdóttir
Ólafur Bernódusson
Skagaströnd
Tuttugu og fimm þörungasérfræð-
ingar frá ellefu löndum hittust á
Skagaströnd á þriggja daga ráð-
stefnu um þörunga og rannsóknir
á þeim 15. – 17. september. Að
ráðstefnunni stóðu Biopol á Skaga-
strönd og Háskólinn á Akureyri og
yfirskrift hennar var: „2nd Plank-
ton Chytridiomycosis Workshop
15th – 17th September 2016“. Að-
alumfjöllunarefni hennar var sam-
spil þörunga og sýkingavalda sem
herja á þá í náttúrunni.
Starfsfólk BioPol á Skaga-
strönd hefur gert þörungarann-
sóknir í mörg ár, síðustu árin
undir forystu dr. Bettinu Scholtz
sem er einn af leiðandi vísinda-
mönnum á þessu sviði í heim-
inum.
Markmið þörungarannsókna
BioPol er vöktun á lífríki Húna-
flóa og ýmiss konar tilraunir með
nýtingu þörunganna og/eða efna
sem unnin eru úr þeim. Styrkir
til ráðstefnuhaldsins fengust frá
Rannsóknarsjóði Háskólans á Ak-
ureyri og Uppbyggingarsjóði
Norðurlands vestra.
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Þörungafræðingar Þau dr. Bettina Scholtz hjá BioPol og Daniel Liesner,
meistaranemi frá Þýskalandi, sem vinnur undir handleiðslu Bettinu.
Þingað um þörunga
25 þörungafræðingar frá ellefu
löndum funduðu á Skagaströnd