Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 44
Morgunblaðið ræðir í dag við Svein
Áka Lúðvíksson, formann Íþrótta-
sambands fatlaðra, sem er nýkominn
frá Ólympíumótinu í Ríó. Mótið var
ekki hans fyrsta enda byrjaði Sveinn
að beita sér í þágu íþróttahreyfingar
fatlaðra fyrir meira en fjórum áratug-
um. Sveinn fékk símhringingu árið
1975 sem átti eftir að reynast örlaga-
rík. »2-3
Rúmlega fjörutíu ára
sjálfboðastarf
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 267. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Afneitar Brad Pitt
2. Kærastinn sagði óviðeigandi …
3. „Ég vil fara heim“
4. „Hann verður bróðir okkar“
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Rithöfundurinn Guðmundur Andri
Thorsson segir sögu langafa síns, at-
hafnamannsins Thors Jensen, á
Sögulofti Landnámssetursins, en
fyrsta sagnasýningin verður í kvöld.
Landnámssetrið er í húsnæði sem
Thor reisti og starfaði í á sínum tíma.
Morgunblaðið/Ómar
Segir sögu langafa
síns á Söguloftinu
Fiðluleikarinn
Aisha Orazbayeva
heldur tónleika í
Mengi í kvöld kl.
21. Á efnisskránni
eru verk eftir
Georg Philip Tele-
mann, Salvatore
Sciarrino og Luigi
Nono, en meðleik-
ari hennar í verki Nono er Una Svein-
bjarnardóttir fiðluleikari. Orazbayeva
heldur fyrirlestur hjá Listaháskóla Ís-
lands í dag kl. 12.15.
Aisha Orazbayeva
leikur í Mengi í kvöld
Bíó Paradís og Nexus halda saman
upp á hálfrar aldar afmæli Star Trek
annað kvöld kl. 20-24. Ætlunin er að
heiðra þennan ástsæla vísinda-
skáldskap með skemmtidagskrá í öll-
um sölum Bíó Paradísar. Skipuleggj-
endur hvetja aðdáendur
til að mæta í búningum,
en bestu bún-
ingarnir
verða verð-
launaðir. Mið-
ar eru seldir
á tix.is.
Fagna hálfrar aldar
afmæli Star Trek
Á laugardag Norðaustlæg átt, 5-13 m/s en 10-18 m/s norðvest-
antil. Víða rigning en úrkomulítið suðvestanlands. Hiti 3 til 12 stig,
Á sunnudag og mánudag Norðlæg átt, 5-13 m/s.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðaustlæg átt og stöku skúrir
en þurrt og bjart norðan- og norðaustanlands. Þykknar upp suð-
austanlands með vaxandi austanátt. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.
VEÐUR
Fram og Valur unnu sína
fyrstu leiki í Olís-deild karla
á þessari leiktíð í gærkvöldi
þegar 4. umferð hófst. Valur
lagði Íslandsmeistara
Hauka örugglega á heima-
velli. Haukar hafa þar með
tapað þremur af fjórum
fyrstu leikjum sínum í deild-
inni. Fram vann nýliða Sel-
foss, einnig á heimavelli.
Akureyri situr enn á botn-
inum án stiga eftir tap fyrir
Aftureldingu, 30:24. »4
Þriðja tap Ís-
landsmeistaranna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Illa horfir með endurnýjun í stétt
bólstrara hérlendis og fáir hafa út-
skrifast í iðninni undanfarinn rúman
áratug en Meistarafélag bólstrara
vinnur að því að danskur skóli taki á
ný við Íslendingum svo þeir geti lok-
ið námi í greininni.
Gunnar V. Kristmannsson stofn-
aði Bólstrarann árið 1944 og Haf-
steinn, sonur hans, tók síðan við
rekstrinum, en hann hefur unnið í
fyrirtækinu frá 1970 og hefur aldrei
haft eins mikið að gera og um þessar
mundir. Fyrirtækið var lengi í mið-
bænum í Reykjavík en hefur verið í
hentugu rými við Langholtsveg um
árabil og þar segist Hafsteinn kunna
vel við sig.
„Ég lærði hjá pabba og eftir að
hafa bætt við kunnáttuna í Skive
Tekniske Skole í Danmörku byrjaði
ég í fullu starfi hjá honum og hef
verið í þessu síðan,“ segir Hafsteinn.
„Þetta er mjög skemmtilegt starf og
ég hef ekki getað slitið mig frá því,“
heldur hann áfram. „Ánægjan felst
einkum í því að gera gamla, góða
hluti enn þá fallegri.“
Fjölbreytt starf
Hafsteinn flytur inn öll
húsgagnaáklæði milliliða-
laust og er með umboð fyr-
ir mörg af þekktustu
merkjum í Evrópu eins og
til dæmis Romo og Bakers
frá Bretlandi. Hann selur
líka veggfóður, m.a. frá Élitis,
og gluggatjöld. „Þetta tengist
allt,“ leggur hann áherslu á og
bendir á að arkitektar vinni
gjarnan með þessa hluti og velji
þá saman.
Hjónin Hafsteinn og María Tóm-
asdóttir eru að jafnaði með fjóra
aðra starfsmenn og þannig hefur
það verið lengst af. Hafsteinn segist
vinna mikið að sérsmíði með arki-
tektum. Hann hefur unnið fyrir
marga veitingastaði og hótel og á
dögunum lauk hann til dæmis við að
bólstra alla bekki í Messanum við
Lækjargötu. Auk þess má sjá hand-
bragðið í Restó við Rauðarárstíg, í
Kryddlegnum hjörtum við Hverfis-
götu, á nýja Icelandair-hótelinu á
Hljómalindarreitnum og á hótelinu
við Geysi í Haukadal, svo dæmi séu
tekin. „Við finnum mikið fyrir ferða-
mennskunni, seljum veitingastöðum
og gististöðum veggfóður og glugga-
tjöld og bólstrum fyrir þá,“ segir
hann.
Hafsteinn man tímana tvenna í
bólstruninni. „Fyrir 1970 voru öll
húsgögn framleidd innanlands enda
var þá bannað að flytja þau inn en
eftir að Ísland gekk í EFTA breytt-
ist staðan. Þá var tollurinn 100%, en
hann lækkaði um 10% á ári og féll al-
veg niður 1980. 1977 er sagt að um
700 manns hafi unnið í húsgagna-
geiranum og innréttingum á Íslandi,
en eins og fleiri iðngreinar hrundi
þetta allt saman eftir 1980.“
Vörn í sókn
Lítil endurnýjun hefur verið í
stéttinni en nú standa yfir viðræður
um að koma síðustu áföngum náms-
ins, sem ekki eru kenndir hérlendis,
til Skive í Danmörku, þar sem Haf-
steinn lærði. Hann er formaður
prófnefndar Meistarafélags hús-
gagnabólstrara og fyrrverandi for-
maður félagsins. „Við verðum að
snúa vörn í sókn,“ segir hann. „Það
sárvantar starfsmenn í bólstrun og
það tekur langan tíma að þjálfa fólk
upp, fjögur til sex ár.“
Blása til sóknar í bólstrun
Segir aldrei
eins mikið að gera
í faginu og nú
Morgunblaðið/RAX
Barokkstóll Mynd
eftir Jessicu Zoob,
breskan listmál-
ara, prentuð á
áklæðið.
Bólstrarinn Hjónin María Tómasdóttir og Hafsteinn Gunnarsson á vinnustofunni við Langholtsveg.
„Við höfum farið frábærlega af stað á
tímabilinu og nú eru komnir átta leik-
ir í röð án taps í deildinni. Það hefur
gengið framar vonum en það er mikið
eftir af mótinu svo að menn mega
ekkert slaka á. Randers hefur aldrei
byrjað svona vel,“ segir
Ólafur H. Kristjáns-
son sem tók við
þjálfarataumunum
hjá danska úr-
valsdeildarliðinu
Randers í sumar.
»1
Randers hefur aldrei
byrjað jafn vel