Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Hönnun fyrir lífið
Besta vörumerkið í Þýskalandi 2015
Góð hönnun á ekki aðeins við um útlit hlutar, heldur einnig upplifun
notandans á honum. Nýju innbyggðu eldhústækin fráMiele eru
hönnuðmeð þessa hugmyndafræði í huga. Tækin passa öll
fullkomlega saman hvað varðar útlit, áferð og virkni.
Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í eldhústækin og innréttinguna
og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði.
Hönnun og ráðgjöf á staðnum.
best
brands
IIIJlillr 11
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Mikið eldhaf myndaðist í hverfinu
Bustan al-Qasr í Aleppo, stærstu
borg Sýrlands, þegar fjölmörgum
íkveikisprengjum var varpað á
byggingar þar. Fregnir af mann-
falli voru í gær nokkuð á reiki en
breska ríkisútvarpið (BBC) greinir
frá því að minnst sjö almennir
borgarar, þeirra á meðal þrjú börn,
hafi látist. Fréttaveita Reuters
segir hins vegar mun fleiri, eða um
45, hafa fallið.
Aleppo hefur frá árinu 2012 ver-
ið skipt í tvo helminga og er
austurhluti borgarinnar á valdi
uppreisnarhópa en í vesturhlutan-
um ráða stjórnarhermenn ríkjum.
Fréttamaður AFP, sem staddur er
í austurhluta Aleppo, segir þá götu
sem hann hefst við í hafa verið í
ljósum logum í fyrrinótt. Að sögn
hans áttu sjálfboðaliðar fullt í fangi
með að ráða við eldhafið.
Þær hörðustu í langan tíma
„Það er eins og orrustuþoturnar
séu að reyna að bæta fyrir þá daga
sem ekki voru nýttir til að varpa
sprengjum,“ segir Ammar al-
Selmo, yfirmaður almannavarna í
austurhluta Aleppo, í samtali við
Reuters og vísar í máli sínu til ný-
afstaðins vopnahlés.
Ekki er í gær vitað með vissu
hvort herþoturnar voru rússneskar
eða sýrlenskar, en árásin á Aleppo
í fyrrinótt er að mati mannrétt-
indasamtaka þar í landi sú um-
fangsmesta í langan tíma.
Hersveitir Bashars al-Assad
Sýrlandsforseta sækja nú hratt inn
í Aleppo og hafa hermenn t.a.m.
mætt harðri mótspyrnu í suðvest-
urhluta borgarinnar. Þá bárust í
gær einnig fregnir af hörðum bar-
dögum í Homs, Hama og austur af
Damaskus, en ekki fengust neinar
upplýsingar um mannfall á þeim
svæðum.
Hjálpargögn send af stað
Eftir loftárás á bílalest Samein-
uðu þjóðanna og Rauða hálfmánans
síðastliðið mánudagskvöld var
ákveðið að stöðva flutninga á hjálp-
argögnum til bágstaddra. Árásin
kostaði um 20 almenna borgara og
hjálparstarfsmenn lífið auk þess
sem 18 flutningabílar eyðilögðust.
Í gær var svo tilkynnt að Sam-
einuðu þjóðirnar myndu reyna að
koma matvælum og öðrum nauð-
synjavörum til almennings á svæð-
um í grennd við Damaskus.
Stöðugar árásir á Aleppo
Orrustuþotur vörpuðu fjölmörgum íkveikisprengjum á byggingar í borginni
Líkt og þeir væru að bæta upp fyrir vopnahléið, segir yfirmaður almannavarna
AFP
Björgun Sjálfboðaliðar í borginni Aleppo í Sýrlandi sjást hér bera mann eftir að hafa grafið hann úr rústum bygg-
ingar sem hrundi í loftárás. Óttast er að fjölmargir hafi látið lífið þegar íkveikisprengjum var varpað á borgina.
„Við getum ekki umborið ofbeldi og
eyðileggingu á eignum. Og við
munum ekki líða árásir í garð okk-
ar lögreglumanna, eins og nú eiga
sér stað,“ segir Pat McCrory, rík-
isstjóri í Norður-Karólínu í Banda-
ríkjunum, og vísar í máli sínu til
þeirra miklu mótmæla og átaka
sem í gær áttu sér stað milli lög-
reglu og mótmælenda í borginni
Charlotte. Búið er að lýsa yfir
neyðarástandi í borginni, en átökin
hófust í kjölfar þess að svartur
karlmaður var skotinn til bana af
lögreglu síðastliðinn þriðjudag.
Einn liggur á gjörgæslu
Hinn látni hét Keith Lamont
Scott, 43 ára gamall, og var hann
að sögn lögreglu vopnaður skamm-
byssu er hann var skotinn. Fjöl-
skylda Scotts segir hann hins vegar
einungis hafa haldið á bók.
Fréttaveita AFP greinir frá því
að einn sé nú alvarlega slasaður
eftir átök við annan mótmælanda í
Charlotte. Hinn særði er sagður
hafa verið skotinn og hefur hann
verið fluttur á gjörgæsludeild þar
sem honum er haldið sofandi í önd-
unarvél.
Fréttamaður AFP, sem staddur
er í borginni, segir mótmælendur
m.a. hafa staðið ofan á og skemmt
fjölmörg kyrrstæð ökutæki, brotið
rúður í byggingum og grýtt óeirða-
lögreglu sem svaraði ofbeldinu með
táragasi og kylfum.
Neyðarástandi lýst yfir
AFP
Veggur Óeirðalögregla og mótmælendur tókust harkalega á í Charlotte.
Hörð mótmæli
voru í borginni
Charlotte í gær Stjórnvöld í Grikklandi hafa synjað
hælisumsókn frá yfirmanni í tyrk-
neska hernum sem flúði á herþyrlu
frá Tyrklandi til Grikklands eftir
valdaránstilraunina misheppnuðu.
Með honum í för voru sjö aðrir
háttsettir hermenn og hafa um-
sóknir tveggja þeirra verið frystar.
Fréttaveita AFP greinir frá því
að Alexis Tsipras, forsætisráðherra
Grikklands, hafi nýverið hitt Recep
Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta
á fundi í New York í Bandaríkj-
unum. Er Tsipras sagður hafa sagt
við Erdogan að lýðræði væri
Grikkjum „afar mikilvægt“ og að
þeir sem tækju þátt í valdaráns-
tilraun væru „ekki velkomnir“ þar í
landi.
Lögmaður tyrknesku hermann-
anna segir að ákvörðun stjórnvalda
verði synjað fljótlega og mun
endanleg niðurstaða því ekki liggja
fyrir fyrr en eftir nokkra mánuði.
Mennirnir átta voru allir í stjórn-
unarstöðum í tyrkneska hernum er
þeir flúðu yfir til Grikklands, en
tveir þeirra eru sagðir vera hátt-
settir yfirmenn, fjórir höfuðsmenn
og tveir liðþjálfar. khj@mbl.is
Einum hinna átta
synjað um hæli
AFP
Í haldi Lögreglan fylgdi manninum
burt eftir að hann fékk synjun.
Íraskar her-
sveitir eiga nú í
hörðum átökum
við vígamenn
Ríkis íslams í
bænum Sherqat í
norðurhluta
landsins. Bær-
inn, sem sagður
er vera hern-
aðarlega mikilvægur, liggur vestan
við ána Tígris, um 260 km norð-
vestur af höfuðborginni Bagdad.
Skammt norður af Sherqat má
finna Mosul, helsta vígi Ríkis íslams
í Írak. Að sögn AFP er talið nauð-
synlegt að endurheimta Sherqat úr
klóm vígamanna áður en hægt er
að hefja orrustuna um Mosul.
Í gær höfðu hermenn tryggt sér
örugga fótfestu í bænum og m.a.
náð aftur á sitt vald sjúkrahús og
stjórnsýslubyggingu.
ÍRAK
Hafa tryggt sér fót-
festu í Sherqat
Lögreglan í Marokkó hefur hand-
tekið fjóra karlmenn sem sagðir eru
„hættulegir“. Að sögn fréttaveitu
AFP eru hinir handteknu grunaðir
um tengsl við Ríki íslams og er talið
að þeir hafi verið að undirbúa árásir
víðs vegar um landið.
Samkvæmt upplýsingum frá
innanríkisráðuneyti landsins var
einn handtekinn í borginni Meknes í
norðurhluta Marokkó og býr sá yfir
færni til sprengjugerðar. Hinir þrír
voru teknir höndum í borginni Tan-
gier og eru þeir sagðir hafa verið að
skipuleggja voðaverkin. AFP segir
málið enn í rannsókn.
MAROKKÓ
Komu í veg fyrir
árás vígamanna