Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Sprelligosarnir í Ljótu hálf- vitunum leggja land undir dekk og halda tónleika á tveimur stöðum sem þeir hafa ekki spilað á um nokkra hríð. Í kvöld ætla þeir að heimsækja Trölla- skagann, nánar tiltekið Kaffi Rauðku á Siglufirði. Talið verður í kl. 21 og er forsala þegar hafin á Kaffi Rauðku. Á morgun, laugardag, verður haldið austur á bóg- inn, alla leið á Egilsstaði, og þar verða tónleikar haldnir í Valaskjálf, einnig kl. 21. Forsala fyrir þá tónleika er á vefnum midi.is. „Á tónleikunum verður leikin blanda af nýjum lögum af plötunni Hrísey, sem út kom í fyrra, og eldri plötunum sem allar hétu bara Ljótu hálfvit- arnir til að forðast óþarfan rugling. Nóg er nú samt,“ segir í tilkynningu frá hljómsveitinni. Ljótu hálfvitarnir með tvenna tónleika Ferðaglaðir Ljótu hálfvitarnir í Hrísey með- an á tökum á samnefndri plötu stóð. Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Portrett – Handhafar Hasselblad- verðlaunanna er nafn sýningar sem opnuð verður í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýning- unni getur að líta úrval verka eftir handhafa Hasselblad-verðlaunanna úr safneign Hasselblad-stofnunar- innar í Svíþjóð. „Það er sannur heiður fyrir okk- ur að geta sýnt fram á breidd ljós- myndunar með þessari sýningu,“ segir Jóhanna Guðrún Árnadóttir, aðstoðarsýningarstjóri sýningar- innar. Aðalsýningarstjóri er Drag- ana Vujanovic, aðalsýningarstjóri Hasselblad-stofnunarinnar. Jóhanna segir óhætt að fullyrða að Hasselblad-verðlaunin séu virt- ustu ljósmyndaverðlaun sem veitt eru í heiminum í dag og hægt sé að setja þau í sama flokk og nóbels- verðlaunin í bókmenntum. „Þetta eru langstærstu og mikilvægustu ljósmyndaverðlaunin í dag, vinn- ingsupphæðin er um 13 milljónir ís- lenskra króna.“ Verðlaunin heita í höfuðið á Viktor Hasselblad ljós- myndara og hafa verið veitt frá árinu 1980. Viktor fann upp Hassel- blad-myndavélina sem er þekktust fyrir að hafa verið notuð þegar menn stigu fyrstu skrefin á tungl- inu. Sjö handhafar verðlaunanna eiga verk á sýningunni, sem spanna tímabilið 1940-2014. Sérstök áhersla er lögð á portrett, en í mis- munandi birtingarmyndum. Sýn- ingin skartar lykilverkum goðsagna allt frá Irving Penn sem hlaut verð- launin árið 1985 og portrettum hans af Salvador Dalí og Marcel Duchamp til Richards Avedon sem hlaut verðlaunin árið 1991 og verks hans „The Family“ sem hann gerði fyrir tímaritið Rolling Stone af áhrifafólki í bandarísku þjóðlífi árið 1976. Fjöldi frægra verka „Ég held að mér sé óhætt að full- yrða að við höfum aldrei sett upp sýningu með jafn frægum verkum og nú. Sem dæmi má nefna hina goðsagnakenndu mynd Avedons, „Dovima with Elephants,“ Evening Dress by Dior, Cirque d’Hiver, Paris, August 1955, eða stóru fíla- myndina sem margir þekkja út frá tískuljósmyndun,“ segir Jóhanna. Á sýningunni má einnig finna verk eftir Christer Strömholm, handhafa verðlaunanna árið 1997, Malick Sidibé, sem hlaut verðlaunin árið 2003, Nan Goldin, sigurvegara frá árinu 2007, Ishiuchi Miyako, handhafa verðlaunanna árið 2014, og Wolfgang Tillmans, verðlauna- hafann frá því í fyrra. „Þetta er mjög fjölbreytt sýning, bæði út frá aldri og viðfangsefni. Þarna verður að finna bæði portrett af fólki og öðru. Sem dæmi má nefna hina jap- önsku Ishiuchi Miyako sem tekur áhrifamiklar portrettmyndir af hlutum fólks. Þær eru risastórar og ég hugsa að fólk eigi eftir að heillast mjög af hennar myndum og sögunni á bakvið þær,“ segir Jó- hanna. Þá segir hún Goldin og Till- mans vera áhugaverða fulltrúa listamanna sem hlotið hafa verð- launin. „Ljósmyndun er orðin svo stór í listum. Áður fyrr voru þetta fyrst og fremst heimildaljósmynd- arar en ljósmyndunin fer inn á mun breiðara svið í dag og því spanna handhafar verðalaunanna mun víð- ara svið í dag en áður. Tillmans er til að mynda frumkvöðull á því sviði að breyta uppsetningu ljósmynda- sýninga. Hann hugsar mikið um umgjörðina og var meðal þeirra fyrstu sem gerðu ljósmyndainn- setningar.“ Sýningin verður opnuð á morg- un, laugardag, kl. 15 í Ljósmynda- safni Reykjavíkur í Grófinni og stendur til 15. janúar 2017. Lykilverk ýmissa goðsagna Ljósmynd/Malick Sidibé Gleði Malick Sidibé var afrískur ljósmyndari sem lést fyrr á þessu ári. Myndir hans á sýningunni sýna lífsgleði fólksins og samfélagsins í Malí.  Sjö handhafar Hasselblad-verðlaunanna eiga verk á sýningu Ljósmyndasafns Reykjavíkur, sem verður opnuð á morgun  Virtustu ljósmyndaverðlaun samtímans Ljósmynd/Ishiuchi Miyako Óhefðbundið Miyako tekur por- tettmyndir af hlutum fólks. Ljósmynd/Christer Strömholm Place Blance Strömholm bjó í París um langt skeið. Á 7. áratugnum kom hann sér inn í samfélag klæðskiptinga og fangaði áhugaverð augnablik. TWIN LIGHT gardínum Betri birtustjórnun með Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. 40 ára Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Íslensk framleiðsla eftir máli Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku BRIDGET JONES’S BABY 5:30, 8, 10:10 EIÐURINN 5:30, 6, 8, 9, 10:20 KUBO 2D ÍSL.TAL 3:30 LEYNILÍF GÆLUDÝRA 2D ÍSL.TAL 3:30 NÍU LÍF 3:30 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 3:30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.