Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þótt Hólmfríður Sveinsdóttirværi þekkt víða um sveitirRangárvallasýslu á sinnitíð fyrir einstakan dugnað
og atorku vissu systkinin Ásgeir og
Sigrún Sigurgestsbörn lengi vel fátt
um þessa skörulegu langömmu sína.
Þeim var að vísu kunnugt um að
hún hefði frá því er hún var liðlega
tvítug róið tólf vertíðir með þekkt-
um aflaformanni frá brimóttum og
háskalegum Landeyjasandi og síðar
orðið fullgildur bóndi í kotinu
Ormsvelli í Hvolhreppi.
„Slíkt var afar óvenjulegt um
miðja 19. öld á tímum vistarbands
og húsaga, sérstaklega þegar bláfá-
tæk kona af alþýðuættum átti í hlut
og aukinheldur einstæð móðir,“ seg-
ir Ásgeir, en þau systkinin eru höf-
undar bókarinnar Hólmfríðar sögu
sjókonu, sem bókaforlagið Sæ-
mundur gaf nýverið út.
„Sú hugmynd að skrifa um lífs-
hlaup Hólmfríðar, sögu sem væri
nokkurs konar ættar- og örlagasaga
og fjallaði jafnframt um
harðneskjuleg lífskjör og baráttu-
þrek íslenskrar alþýðu á þessum
tíma, kviknaði eftir ættarmót árið
1991. Þar voru samankomnir af-
komendur Guðjóns Jónssonar, afa
okkar – einkasonar Hólmfríðar, og
hafði Sigrún verið beðin um að taka
saman nokkur atriði um Guðjón,
börn hans og þrjár barnsmæður og
það litla sem vitað var um foreldra
hans; Hólmfríði Sveinsdóttur og
Jón Jónsson, sem voru systrabörn,“
segir Ásgeir um tildrög bókarinnar.
Pistillinn sem þau systkinin
fluttu í Stokkseyrarkirkju í upphafi
Ættar- og örlagasaga
Hólmfríðar sjókonu
Langamma þeirra Ásgeirs og Sigrúnar Sigurgestsbarna kallaði ekki allt ömmu
sína, eins og þau systkinin komust að raun um þegar þau kynntu sér sögu hennar.
Hólmfríður Sveinsdóttir hét hún og er lykilpersónan í Hólmfríðar sögu sjókonu,
nýútkominni ættar- og örlagasögu eftir þau systkinin.
Feðgin Guðjón Jónsson, sonur Hólmfríðar, ásamt Guðrúnu, næstelstu dótt-
ur sinni, árið 1925. Guðjón er hálfsextugur og Guðrún tæplega þrítug.
Bandaríska dauðarokksveitin
Skinned hefur tónleikaferðalag sitt
um Norðurlönd á Gauknum í kvöld,
föstudag 23. september. Hljóm-
sveitin var stofnuð árið 1995 í Colo-
rado í Bandaríkjunum og gaf síðast
út breiðskífuna Create Malevolence
árið 2015.
Ásamt Skinned munu hljómsveit-
irnar Severed, Hubris og Grit Teeth
spila á tónleikunum, sem hefjast kl.
21. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.
Endilega . . .
. . . slammið við
dauðarokk
Dauðarokk Skinned er nýkomin úr
tónleikaferðalagi um Asíu.
Viltu læra mannganginn eða skerpa á
kunnáttu þinni í skák? Ef svarið er já
gefst til þess upplagt tækifæri kl.
13.30-15.30 á morgun, laugardaginn
24. september, í Borgarbókasafninu
Gerðubergi. Þá mun Skákakademía
Reykjavíkur heimsækja safnið, kynna
starfsemi sína, leiða gesti inn í
leyndardóma skáklistarinnar og
kenna ungum sem öldnum mann-
ganginn.
Skákakademía Reykjavíkur hefur
starfað frá árinu 2008 og vinnur
ötullega að eflingu skáklistarinnar í
Reykjavíkurborg. Stefán Bergsson,
framkvæmdastjóri akademíunnar,
fræðir gesti safnsins og taflborð
verða á staðnum. Ekki tefla á tvær
hættur, takið daginn frá og njótið
ókeypis skemmtunar. Skák er fyrir
alla, konur, karla og börn, og því góð
skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Borgarbókasafnið – Menningarhús Gerðubergi
Bætið úr skák og lærið mann-
ganginn, engin brögð í tafli
Fjölskylduskemmtun Skák er fyrir alla og því fyrirtaks fjölskylduskemmtun.
Lausamaður Guðjón Jónsson í kaupmennsku hjá Einari Benediktssyni í
Herdísarvík 1932, löngu eftir að vistarskylda hafði verið afnumin.
Það eru ekki allir svo heppnirað hafa fundið sér lífsföru-naut. Eða svona já, ein-hvern sem sættir sig við
galla þína og hina örfáu kosti. Margir
finna aldrei ástina og sumir finna ást
sem er ekki endurgoldin. Þá finna
aðrir ást í öðrum landshlutum eða
löndum og þurfa að glíma við fjar-
lægðina. Ég er ekki ein þeirra. Jú, ég
nefnilega vinn með sambýlismanni
mínum og hef gert núna í um eitt og
hálft ár eftir að hafa verið saman í þó-
nokkur fleiri. Það er óhætt að segja
að sambandið sé prófað á degi hverj-
um, enda erum við bæði óþolandi á
okkar eigin hátt. Ég byrja daginn við
hliðina á honum og enda hann þannig
líka sem er auðvitað yndislegt. En ég
fer líka með honum á fundi, stundum
í hádegismat og svo förum við saman
heim. Ég sé andlitið á honum að með-
altali þúsund sinnum á dag og líka um
helgar.
Þetta fyrirkomulag á sér
kosti og galla. Augljósasti
kosturinn er sá að geta verið
samferða í vinnuna á okkar
einkabíl. Enginn sem
þarf að skutla neinum
heldur keyrum við bara
saman upp Ártúns-
brekkuna. Saman, já
það erum við oft.
Annar kostur er árs-
hátíðirnar. Það þarf bara
eitt árshátíðardress og
það er sparnaður í því
eins og allir vita. Þá er
maður aldrei kindarlegi
makinn sem þekkir eng-
an, heldur er maður bara
starfsmaður eins og hinir. Við þurfum
aldrei að spyrja: „Má koma með
maka?“ þegar við skráum okkur í
vinnupartí og það er lúxus.
Stærsti kosturinn er þó skilning-
urinn. Skilningur er mjög góður fyrir
sambönd og með því að skilja vinnu
hvort annars inn og út þarf aldrei að
ræða vinnudaginn þegar heim er
komið. Nema við viljum það sér-
staklega. Ef annað okkar á slæman
dag skiljum við af hverju og einnig ef
það gengur vel. Þá skiljum
við yfirleitt hvort annað
þegar pústað er yfir pirr-
andi vinnufélögum og það er
fáránlega góður kostur.
En auðvitað er of mikil
samvera ekki góð en við
reynum eins og við getum að
eiga aðskilið líf hérna á Morg-
unblaðinu. Helsti prófsteinn
sambandsins var held ég al-
veg örugglega nokkrar vikur
í fyrra þegar við sátum hlið
við hlið, með glerskilrúm á
milli. Maðurinn var ekkert að
grínast þegar hann sagði að
fjarlægðin gerði fjöllin blá.
»Við þurfum aldrei aðspyrja: „Má koma með
maka?“ þegar við skráum
okkur í vinnupartí og það
er lúxus.
Heimur Auðar
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is