Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Láttu okkur ráða Elja starfsmannaþjónusta 4 150 140 elja.is elja@elja.is Þarftu að ráða matreiðslumann? Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. „Hættið að reykja!“, „Reykingar drepa!“, „Smoking kills“. Þetta var meðal þeirra slagorða sem nemendur 7. bekkjar Landakotsskóla höfðu ritað á spjöld sem þau gengu með um miðbæ Reykjavíkur í vikunni. Kennarinn var með í för en um var að ræða verkefni bekkjarins í tóbaks- vörnum. Markmiðið var að vekja máls á skað- semi reykinga og hvetja fólk til að hætta að reykja. Slagorðin voru bæði á íslensku og ensku. Hvöttu vegfarendur til að hætta að reykja Morgunblaðið/Eggert Nemendur 7. bekkjar Landakotsskóla með verkefni í tóbaksvörnum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Vilji er í stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd Alþingis til að funda með Björgu Thorarensen, prófessor í stjórnskipunarrétti, vegna fyrirhug- aðrar innleiðingar evrópskra reglna um fjármálaeftirlit. Hætt var við atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi í gær vegna mót- mæla stjórnarandstöðunnar og mál- ið í kjölfarið rætt í nefndinni. Í sam- tali við mbl.is á miðvikudag sagði Björg að eftirlitsheimildirnar fælu í sér of víðtækt framsal valdheimilda með hliðsjón af stjórnarskrá. Birgir Ármannsson, varaformað- ur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd- ar, segir að skiptar skoðanir um mál- ið séu ekki nýjar af nálinni, en hann gerir ráð fyrir að málið verði afgreitt fyrir kosningar. „Ég geri ráð fyrir því að málið verði klárað enda hafði umfjöllun um það formlega verið lokið bæði í utan- ríkismálanefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þegar það gerðist í síðustu viku var enginn ágreiningur innan nefndanna um að málin væru útrædd á þeim vettvangi,“ segir hann. „Það er samt sem áður eðlilegt, þegar eftir því er leitað, að rætt sé við prófessor í stjórnskipunarrétti um málið og þess vegna verður gerð tilraun til þess að koma á slíkum fundi í fyrramálið,“ sagði Birgir í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Hann átti þó ekki von á að ný sjónarmið kæmu fram á fundinum. Ólík markmið nefndarmanna Ögmundur Jónasson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segist sáttur við málið eins og það er, með fyrirvara sem gerður var við innleiðingu reglnanna um „neyðar- hemil“ Íslands, verði landið fyrir stórfelldu efnahagstjóni. Varðandi framsalið segir hann mismunandi hluti vaka fyrir meðlim- um stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar. „Annars vegar eru það þeir sem berjast fyrir breytingum á stjórnar- skránni, sem gera okkur auðveldara að kokgleypa allt sem frá Brussel kemur, hins vegar erum við hin, sem viljum horfa á innihaldið. Þegar við gerum það í þessu tilviki þá setjum við fyrirvara til að reyna að verja okk- ur. Ég er bærilega sáttur við að gera þetta með þessum hætti frekar en þannig að opna allar gáttir þannig að kokið verði víkkað. Það er tvennt ólíkt sem vakir fyrir fólki,“ segir hann. „Við erum búin að gera það sem við getum til að tryggja okkar hags- muni og svigrúm til ráðstafana. Þá spyr ég, hvað getum við meira gert?“ segir Ögmundur. Vilji til fundar með Björgu  Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar býst við að málið klárist á þessu þingi  Formaður nefndarinnar segist sáttur við málið í óbreyttri mynd Birgir Ármannsson Ögmundur Jónasson Á þýskri vefsíðu fer fram uppboð á gömlum íslenskum peningaseðlum úr einkasafni. Seðlarnir eru 22 talsins og spanna útgáfuárin allt frá árinu 1794 til 1928. Nokkrir seðlar hafa þegar selst, flestir fyrir nokkur þúsund evrur, en sá dýrasti fór á 20.000 evrur eða um 2,6 milljónir króna á nú- verandi gengi. Magni R. Magnússon, fyrrver- andi mynt- og frímerkjakaupmað- ur, fylgist grannt með uppboðs- markaðnum og segir að í safninu séu nokkur stórmerkileg eintök. „Eftirspurnin er bæði í Þýska- landi og Danmörku. Fyrstu seðl- arnir voru á danska ábyrgð og síð- an fáum við íslensku seðlana með tilkomu Landssjóðs, Landsbankans og síðan Íslandsbanka sem fór á hausinn. 50 krónu seðillinn er óhemjusjaldgæfur því hann var prentaður fyrir ríkissjóð Íslands og þú getur rétt ímyndað þér hve mikil upphæð það var á þeim tíma.“ Auk íslensku seðlanna er einn kanadískur seðill frá árinu 1907 sem merktur er Íslendingnum Helga Einarssyni. Að sögn Magna er seðillinn vöruávísun frá Helga sem stundaði viðskipti í Manitoba í Kanada. Sjaldgæfasta eintakið og jafnframt það dýrasta er hins- vegar hundrað króna Íslands- bankaseðill frá 1919 sem var prentaður á bakhlið eldri fimm króna seðils. Magni segir að kaupendurnir séu sennilega menn sem hafi verið í fjármálageiranum og skilji þrótt peninga. Endurnýjun í bransanum sé lítil en í Félagi mynt- og frí- merkjasafnara eru yngstu með- limir um sextugt. Gamlir íslenskir seðlar eru flest- ir í Seðlabanka Íslands og erlend- um bönkum sem hafa safnað sýnis- eintökum gegnum tíðina. Við og við dúkka upp íslenskir seðlar á uppboðum úti í heimi, síðast í London og Danmörku fyrir um tveimur árum. tfh@mbl.is Milljónir fyrir hundraðkall Skjáskot/cortrie.de Verðmæti Dýrasti íslenski seðillinn í safninu var gefinn út árið 1919.  Gamlir íslenskir peningaseðlar seljast fyrir háar fjárhæðir Björk Guð- mundsdóttir hélt tónleika í Royal Albert Hall í Lundúnum í fyrrakvöld. Í kjölfarið fékk hún frábæra dóma í breskum fjölmiðlum. Tón- leikarnir fengu fimm stjörnur hjá gagnrýnendum Times, Daily Telegraph og The Art Desk og fjór- ar stjörnur hjá gagnrýnanda blaðs- ins Guardian. Gagnrýnandi Daily Telegraph sagðist aldrei hafa séð áhorfendur í Royal Albert Hall sýna viðlíka við- brögð. „Ég hef ekki áður orðið vitni að jafn áköfum áhrifum hjá jafn hug- föngnum áhorfendum í Royal Albert Hall og þeim sem íslenski einfarinn og söngkonan Björk kallaði fram,“ segir í dómi Daily Telegraph. „Áhorfendur í stæði þrýstu sér upp að sviðsskilrúminu og stóðu í lotn- ingarfullri þögn, rétt eins og þeir væru að verða vitni að trúarupp- lifun. „Ég held ég fari að gráta,“ hvíslaði konan við hliðina á mér og það var áður en söngkonan gaf frá sér eitt einasta hljóð,“ segir þar einnig. Gagnrýnandi Times segir tón- leikana hafa gætt eina persónuleg- ustu plötu Bjarkar til þessa lífi. Tónleikum Bjarkar vel tekið Björk Guðmundsdóttir  Fimm stjörnu dómar í blöðunum Á fundi borgarráðs í gær var ákveð- ið að fresta samþykkt viljayfirlýs- ingar um viðræður, sem m.a. felur í sér að Reykjavíkurborg úthluti bif- reiðaumboðinu Heklu hf. 24 þúsund fermetra lóð án útboðs undir starf- semi fyrirtækisins í Syðri-Mjódd. Fulltrúar borgarstjórnarmeiri- hlutans lögðu til að viljayfirlýsingin yrði samþykkt en fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar lögðu þá fram tillögu um að vilja- yfirlýsingin yrði ekki samþykkt fyrr en hagsmunaaðilum, t.d. íþrótta- félögum og íbúasamtökum, hefði verið gefinn kostur á því að gefa um- sögn. Afgreiðslu málsins var frestað að nýju til næsta fundar borgarráðs. Frestuðu Heklumálinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.