Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
✝ Valgerður Sig-urðardóttir
fæddist í Haga,
Höfn í Hornafirði
7. desember 1927.
Hún lést 17. sept-
ember 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Agnes
Bentína Moritz-
dóttir og Sigurður
Eymundsson.
Systkini hennar
sem upp komust voru: Ey-
mundur, Vilhjálmur, Halldóra,
Guðrún, Björn, Rannveig,
Hulda, Ragna og Karl. Af þeim
lifa Ragna og Karl.
Kvennaskólann á Hverabökk-
um. Að öðru leyti var hún sjálf-
menntuð, las Norðurlandamálin
og talaði ensku. Hún stundaði
snemma þá vinnu sem bauðst,
fór í vistir á Höfn og Norðfirði,
einnig var hún ráðskona í sjó-
búðum.
Árið 1951 fluttu þau Bene-
dikt að Hvalnesi í Lóni og hófu
búskap.
Árið 1987 fluttu þau til
Hafnar að Hafnarbraut 47
(Brautarholti). Þá fór hún á út-
skurðarnámskeið og málaði
töluvert af myndum. Einnig
söng hún með kór aldraðra,
„Gleðigjöfum“, meðan heilsa
leyfði. Við lát Benedikts kaus
hún að dvelja áfram í Braut-
arholti.
Útför Valgerðar fer fram frá
Hafnarkirkju í dag, 23. sept-
ember 2016, og hefst athöfnin
klukkan 13.
Þann 8. desem-
ber 1950 giftust
þau Valgerður og
Benedikt Stef-
ánsson frá Hlíð í
Lóni. Hann var
sonur Kristínar
Jónsdóttur og Stef-
áns Jónssonar.
Benedikt lést 4.
apríl 2014.
Börn þeirra í
aldursröð eru:
Stefán, Agnes Sigrún, Sigurður
Eyþór, Benedikt Óttar og
Kristín. Afkomendur eru 30.
Valgerður gekk í unglinga-
skóla á Höfn og síðar í
Hún amma mín var einstök
kona og ekki hægt að hafa betri
fyrirmynd í lífinu. Það lék allt í
höndunum á henni, hún málaði
málverk, smíðaði húsgögn, saum-
aði föt, prjónaði og skar út. Á
milli þess sem hún sinnti heim-
ilinu og afkomendum af einstakri
ást og hlýju. Það var alltaf hlátur
og gleði í kringum ömmu. Orð-
heppin með eindæmum og hafði
óbilandi húmor fyrir sjálfri sér.
Amma var alltaf fljót að bjóða
börnunum mínum í dans þegar
við komum í heimsókn og þaut
dansandi og syngjandi Óla skans
um gangana í Brautarholti. Lífs-
gleði fylgdi henni fram á síðasta
dag. Hún var stolt af uppruna
sínum og afkomendum og örlát á
ást og hlýju til manna og málleys-
ingja. Ég ber nafnið hennar stolt
og held áfram að hafa hennar
gildi að leiðarljósi í lífinu. Enda-
laust góðar minningar um frá-
bærar samverustundir með konu
sem hafði hjarta úr gulli.
Kem ég nú að kistu þinni,
kæra amma mín,
mér í huga innst er inni
ástarþökk til þín.
Allt frá fyrstu æskustundum
átti ég skjól með þér.
Í þínu húsi þar við undum,
þá var afi líka hér.
Kem ég nú að kveðja ömmu,
klökkvi í huga býr.
Hjartans þökk frá mér og mömmu,
minning lifir skýr.
Vertu sæl í huldum heimi,
horfnir vinir fagna hljótt.
Laus við þrautir, Guð þig geymi,
góða amma, sofðu rótt.
(Helga Guðmundsdóttir)
Valgerður Sigurðardóttir.
Elskuleg amma mín, Valgerð-
ur Sigurðardóttir, er fallin frá 88
ára að aldri. Hún hafði verið bú-
sett í Brautarholti á Höfn þar
sem hún lifði hæglátu lífi með
dyggri aðstoð yngstu dóttur sinn-
ar, Kristínar, allt fram á síðasta
dag.
Ég minnist ömmu minnar oft
þegar ég dvaldi hjá henni og afa
Bensa á Hvalnesi öll sumur á
barnsaldri allt til 12 ára aldurs,
en þá fluttu þau á Höfn og hættu
búskap. Henni var margt til lista
lagt. Hún var mikill kokkur og
bakari, spilaði á orgel, gítar og
söng, saumaði og prjónaði, smíð-
aði húsgögn, lagði flísar og vegg-
fóður og málaði yndislegar
myndir. Það sem einkenndi per-
sónu hennar var glaðværð, hóg-
værð, hjartahlýja, örlæti og óbil-
andi þolinmæði. Hún var mér
mikil fyrirmynd og hafði stórtæk
áhrif á mig á mínum uppvaxtar-
árum. Ýmis listsköpun og hug-
myndaflug án takmarkana er þar
mjög ofarlega í huga. Þegar ekki
var hægt að vera úti við vegna
veðurs sátum við löngum stund-
um yfir hinu og þessu sem reyndi
á sköpunargáfuna. Mér er „leik-
húsgerðin“ alltaf minnisstæð. En
ég hafði verið búin að safna
pappahólkum úr klósettrúllum í
nokkrar vikur og búa til fjöldann
allan af leikhúskarakterum úr.
Ekkert var til sparað þar sem
rúllurnar voru málaðar, búið til
hár úr garni og ull og föt úr ýms-
um efnisbútum utan um klósett-
rúllukarakterana. Þegar fjöldinn
var orðinn nægur voru leiksýn-
ingar tíður viðburður þegar gesti
bar að garði. Þá stillti ég upp
stórri dýnu og kom mér fyrir aft-
an með klósettrúllukarlana og lét
þá leika heilu rullurnar fyrir
gestina við mismikla gleði þeirra.
En hvatningin var skammt und-
an og framkvæmdagleðin alltaf í
hámarki. Á seinni árum þegar ég
var að læra listfræði í háskólan-
um gátum við skrafað í síma um
allt sem henni viðkom og sitt
sýndist hverjum. Nafn Svavars
Guðnasonar listamanns kom oft
inn í þá umræðu okkar, henni til
mikillar skemmtunar, eða þann-
ig.
Ég gæti skrifað heilu bækurn-
ar um allt sem við brölluðum
saman og það sem hún amma
mín kenndi mér. Oft er mér
hugsað til þess hvernig hún fór í
gegnum daginn með öll þau verk-
efni sem voru á herðum hennar.
Hún fór fyrst á fætur og var síð-
ust að fara að sofa, hún var að frá
morgni til kvölds, samt hafði hún
alltaf tíma til að föndra, segja
sögur og fara í göngutúra með
mér. Sérstaklega fannst mér
gaman að fara út að vita og niður
í fjöru að tína fallega jaspis-
steina. Bestu minningar mínar
frá barnæskunni eru úr sveitinni
hjá ömmu Valgerði, afa Bensa og
Lóu, þar sem hrikaleg og falleg
náttúran hafði upp á allt að bjóða
fyrir krakka eins og mig með
fjörugt ímyndunarafl. Ég er afar
þakklát fyrir þann tíma.
Eftir að afi dó fyrir rúmum
tveimur árum hrakaði henni
heilsufarslega. Hún hafði fengið
heilablóðfall nokkrum árum áður
og var búin að vera mistæk eftir
það. Hún þekkti mig þó alltaf
þegar ég hringdi og var alltaf
glöð og þakklát fyrir lífið og
hennar hlutskipti. Hún hélt
áfram að mála, baka og prjóna og
gerði það nánast fram á síðasta
dag. Ég minnist hennar stóru
persónu og hlýja faðmlags með
miklu þakklæti í hjarta. Takk
fyrir allt, elsku amma mín.
Þuríður Stefánsdóttir.
Í dag kveðjum við Valgerði
Sigurðardóttur – eða Völlu
frænku, eins og hún var ávallt
kölluð af okkur í fjölskyldunni.
Valla var sjöunda í hópi ellefu
systkina en tíu þeirra komust
upp. Þrjú fóru í fóstur til ætt-
ingja í Nesjum. Fjölskyldan bjó í
Haga hér á Höfn og lífsbaráttan
var hörð eins og hjá öðrum frum-
byggjum á Höfn. Fólk stóð sam-
an og þegar systkinin rifjuðu upp
uppvaxtarárin voru þau sammála
um að það sem skipti öllu máli
var að alltaf var nóg að borða og
enginn var svangur.
Valla og Benedikt maður
hennar fluttu árið 1951 að Hval-
nesi í Lóni ásamt Stefáni – fyrsta
barni þeirra – og bjuggu þar til
ársins 1987 er þau fluttu í Braut-
arholt á Höfn.
Öll fyrstu árin var aðeins veg-
arslóði að Hvalnesi og minnumst
við í fjölskyldunni þegar Valla
gekk ófrísk inn að næsta bæ Vík í
veg fyrir bíl til að koma hingað til
Hafnar til að fæða barn.
Í minningunni var alltaf veisla
á Hvalnesi. Enga manneskju
þekki ég sem gat gert jafn mikið
úr jafn litlu eins og hún.
Mikill gestagangur var hjá
henni öll árin, sérstaklega á
Hvalnesi. Auk fjölskyldunnar
dvöldu þar oft vísindamenn um
lengri eða skemmri tíma við
rannsóknir á bergmyndunum í
fjöllunum og fleiru.
Valla var hörkudugleg og
myndarleg og allt lék í höndunum
á henni. Hún var jafnvíg á að
elda, baka, sauma og mála. Hún
tók sér líka hamar eða sög í hönd
og gerði við og smíðaði ef þurfti.
Allt var nýtt eins og hægt var.
Ófáar dúkkur eru í eigu fjölskyld-
unnar frá henni, sumar saumaðar
úr hveitipokum. Skemmst er að
minnast Þrísa hans Stefáns, en
hárið var gert úr þremur litum af
garnafgöngum. Síðustu árin hér
á Höfn naut hún þess að mála
myndir og skera út í tré og eftir
hana liggja margir fallegir mun-
ir.
Valla var mjög hæg og yfirveg-
uð og róleg með afbrigðum. Hún
hafði þó sitt skap eins og við hin í
fjölskyldunni. Hún var einstak-
lega umtalsgóð og átti það til, ef
henni „fannst nóg um“ að segja
„uss, uss, nú skiptum við um um-
ræðuefni – og það strax“. Þegar
Valla talaði hlustuðu menn, þó
hún væri ekki margmál.
Valla móðursystir var mér af-
skaplega náin og það yljaði um
hjartaræturnar þegar hún sagði
„þið dætur mínar“ þegar hún tal-
aði við mig og bætti einu sinni við
að ég væri nú ein af þeim! Hún
hefði alltaf litið þannig á það.
Mjög sérstak samband var á
milli foreldra minna og Völlu og
Bensa. Þar ríkti gagnkvæm vin-
átta og virðing og aldrei bar
skugga á í alla áratugina. Sá
mikli hlýhugur og vinátta af hálfu
fjölskyldunnar á Hvalnesi verða
aldrei fullmetin og fullþökkuð.
Við Guðbjartur sendum
systkinunum fimm frá Hvalnesi
og fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu Völlu
frænku.
Agnes Ingvarsdóttir.
Hún Valgerður föðursystir
mín var mér sem besta móðir.
Aðeins fimm ára var ég send í
sveit að Hvalnesi til Völlu og
Bensa. Það átti að heita að ég
yrði til aðstoðar en auðvitað voru
þau aðallega að létta undir með
foreldrum mínum sem áttu mörg
börn. Sumrin mín á Hvalnesi
urðu alls níu og hafa sennilega
mótað mig og þroskað meira en
nokkur skólaganga, enda hjónin
bæði afburðavel gefin og fróð. Ég
fékk að taka þátt í flestum þeim
störfum sem til féllu á sveita-
heimilinu, úti sem inni, og var
mér ávallt tekið sem jafningja.
Hvalnes var alþýðlegt menn-
ingarheimili á þessum tíma.
Hjónin voru bæði áhugasöm um
góða tónlist og bókmenntir og
fylgdust sömuleiðis vel með þjóð-
og heimsmálunum. Bærinn var
utan alfaraleiðar og þegar gesti
bar að garði lagði heimilisfólk
niður bústörfin og bauð til stofu,
hver sem gesturinn var. Þá var
húsmóðirin aldeilis í essinu sínu,
bar kræsingar á borð og gat rætt
um hvað sem var við hvern sem
var, og það jafnvel þótt ekki væri
töluð íslenska. Fyrir mig voru
þessar gestakomur yfirleitt mik-
ið ævintýri. Ég lét oftast lítið fyr-
ir mér fara og hlustaði á fullorðna
fólkið ræða um allt milli himins
og jarðar. Frásagnir af fólki og
atburðum voru eftirminnilegar
enda birtust sögupersónurnar
stundum ljóslifandi í túlkun
þeirra. Stundum var sest við org-
elið og spilað og sungið.
Ég undraðist hvernig Valla gat
bjargað sér á öðrum tungumálum
ef á þurfti að halda því ekki var
langri skólagöngu fyrir að fara.
Það leyndi sér ekki að hún sakn-
aði þess alla tíð að hafa ekki átt
kost á að mennta sig á yngri ár-
um. Það bætti hún sér upp með
sjálfsnámi enda áhugasöm og
dugleg að afla sér þekkingar á
ýmsum sviðum.
Hún Valla var listakona af
guðs náð, sama hvað hún tók sér
fyrir hendur; hvort sem var mat-
seld, handavinna, teikning, mál-
un, útskurður, garðyrkja eða
skrifaður texti, allt lék þetta í
höndum hennar. Hún vildi aldrei
gera mikið úr hæfileikum sínum
og mannkostum, var ætíð lítillát
og hógvær. Hún bar hins vegar
mikla virðingu fyrir hæfileikum
annarra og var umhugað um að
fólkið í kringum hana fengi að
njóta sín.
Yndisleg ljúf kona er fallin frá,
kona sem ég á svo mikið að þakka
og reyndist mér ávallt sem móðir,
vinkona og góð fyrirmynd.
Blessuð sé minning hennar.
Kæra fjölskylda, við Grétar
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Agnes Eymundsdóttir.
Valgerður
Sigurðardóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu
við andlát og útför
REYNIS ZOËGA,
Norðfirði.
.
Jóhann, Tómas, Ólöf og Steinunn,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarn.
Okkar elskulegi
KARL KRISTJÁN JÓNSSON,
Drekavöllum 18, Hafnarfirði,
andaðist á Spáni 10. september. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
.
Erla Kristjánsdóttir, Skúli Magnússon,
Jón Carlsson
og vandamenn.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÁSGEIR HALLDÓRSSON
málarameistari,
Sólvallagötu 1, Hrísey,
lést á Dalbæ föstudaginn 16. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og starfsfólki Dalbæjar einstaka
umhyggju og hlýhug.
.
Rósamunda Káradóttir,
Linda María, Ómar,
Halldór Kári, Carmen Maria,
Emil Örn,
Ófeigur Ásgeir, Berglind Ása,
barnabörn og barnabarnabarn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samhug og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
PÁLS LÁRUSSONAR RIST
bónda og fyrrum lögreglumanns,
Litla-Hóli, Eyjafjarðarsveit.
.
Kristín Þorgeirsdóttir,
Þórður Rist, Lára Jósefína Jónsdóttir,
Jóhann Pálsson Rist, Brynhildur Pétursdóttir,
Þorgeir Jóhannesson, Ragnheiður Sigfúsdóttir,
Margrét Rist, Björgvin Tómasson,
Vilhjálmur Rist, Jane Victoria Appleton,
Ólöf Rist, Stéphane Aubergy,
afabörn og langafabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
HELGA PÁLSDÓTTIR,
Vogatungu 103,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum í Fossvogi 5. sept-
ember. Útför hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Kærar þakkir til allra
þeirra sem hafa annast hana á einhvern hátt á liðnum árum.
Þeir sem vildu minnast hennar vinsamlega láti líknarstofnanir
njóta þess.
.
Erna Þórisdóttir, Magnús E. Eyjólfsson,
Guðrún K. Þórisdóttir, Aðalsteinn H. Jóhannsson,
Helga Kristín Magnúsdóttir,
Dóra Jóna Aðalsteinsdóttir,
Þórný Edda Aðalsteinsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN HANNESSON
læknir,
lést á dvalarheimilinu Ísafold 9. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
.
Drífa Jónsdóttir,
Gunnar Jónsson,
Hannes Jónsson,
Kristján Jónsson,
Hrafnhildur Jónsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN JÓHANNESSON
frá Ytri Hjarðardal í Önundarfirði,
Unnarstíg 6, Flateyri,
andaðist að heimili sínu 21. september.
Útför hans verður auglýst síðar.
.
Guðrún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og afabörn.