Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Í dag kveðjum við Guðmund föður- bróður minn, glað- an, góðan og greindan mann. Hann var kvæntur móðursystur minni og tengsl fjölskyldnanna því mjög náin og telst stórfrænd- semi. Oft var sótt í hans lækn- iskunnáttu ef eitthvað bjátaði á og alltaf var því tekið vel og manni ráðið heilt. Stundum var það bara að maður skyldi bíða og sjá til, ekki síst þegar áhyggjufull móðir hringdi út af smákvilla hjá börnunum. Enda var það svo að þegar hann var búinn að segja við mann rólyndislegri röddu að þetta hefði nú allt sinn gang og gott væri að sjá til hvort hlutirnir löguðust ekki þá leið manni betur. Hann var bóngóður með afbrigð- um og alltaf reiðubúinn til að koma ef hann hafði tök á. Skildi líka manna best hvað það skiptir miklu að á mann sé hlustað, þó að hann væri sjálfur oft dulur um eigin hag. En Guðmundur var ekki bara læknir sem sinnti sínum sjúkling- um og sínu fólki afburðavel. Hann var líka einstaklega skemmtileg- ur maður, hafði lifandi áhuga á pólitík og samfélagsmálum. Hve breitt áhugasvið hans var má meðal annars merkja af því að lokaverkefni til meistaraprófs í heimilislækningum hans var um græðara og aðrar lækningar en þær sem kenndar eru í háskólum. Annars var Guðmundur alla tíð sérlega áhugasamur um tækni og tölvur. Það var stutt í bíladelluna, hann hafði gaman af því að föndra með græjur og sankaði að sér alls kyns tölvudóti. Fyrstu fartölvuna sem ég sá átti Guðmundur. Það var mikill kassi, sem var í hulstri á við tvær saumavélar, en skjár- inn svona álíka og og er á með- alsíma í dag. Hann hafði alla tíð gaman af því að ræða um menn og málefni, átti til kaldhæðni og ísmeygilega fyndni. Hennar höf- um við oft notið, bæði við eldhús- borðið í Skálatúni og í vinnuferð- um norður til Grenivíkur þar sem þurfti að dytta að ýmsu í sam- eignarhúsinu Ægissíðu. Þar naut Guðmundur sín vel í alls kyns stússi og ráðslagi um verkin sem við blasa í gömlu húsi. Síðasta árið var honum þung- Guðmundur Sigurðsson ✝ GuðmundurSigurðsson læknir fæddist 20. júlí 1942. Hann lést 5. september 2016. Útför Guð- mundar var gerð 19. september 2016. bært. Hann gekkst undir erfiða krabba- meinsmeðferð í fyrra og náði ekki fyrri kröftum þó að bugur ynnist á krabbameininu. Hann var engu að síður ákveðinn í því að hafa sig í gegnum veikindin og sneri aftur til vinnu á Hólmavík síðsum- ars. Þar ætlaði hann að leysa af um tíma en veiktist hastarlega og var fluttur suður. Ekki fékkst við ráðið og hann lést á Landspítalan- um eftir skamma sjúkdómslegu. Ég er afar þakklát fyrir að hafa hitt hann dagpart, síðasta daginn sem hann var á Hólmavík. Við komum þangað ég og Laufey í berjaferð, þáðum gistingu og við- gjörning í læknisbústaðnum, sát- um svo og spjölluðum um dæg- urmálin, pólitík og kynjabaráttu og sitt hvað fleira. Þrátt fyrir að Guðmundur væri veikur var samt bjart yfir honum og hann sæll að vera á Ströndum. Börnum hans og Gunnu vott- um við öll samúð okkar. Blessuð sé minning Guðmundar Sigurðs- sonar. Ég og Lalli, Laufey, Bensi og Gunna þökkum samfylgdina. Anna Kristín Jónsdóttir. Það hefur verið mér gæfa að þekkja Guðmund Sigurðsson. Okkar fyrstu kynni voru þegar ég var barn. Þá bjó Guðmundur í næsta húsi með fjölskyldu sinni og ég á minningu um hann sem fjölskylduföður á tali við föður minn. Síðar urðum við nágrannar á Seltjarnarnesi. Árið 1996 hófum við að starfa saman sem tilsjónarmenn tölvu- nefndar, forvera Persónuvernd- ar. Við höfðum í mörg ár tilsjón með vinnslu heilsufarsupplýsinga af ýmsu tagi sem fól í sér úttektir og skýrsluskrif. Á þeim tíma kynntist ég Guðmundi vel og með okkur tókst traust vinátta. Sem læknir var Guðmundur eftirsótt- ur og til hans leitaði fólk alls stað- ar að af landinu. Í samstarfi okkar kom vel í ljós hversu vel gerður, traustur og hæfileikaríkur Guð- mundur var. Hann var skarp- greindur og hafði afar gott tækni- legt innsæi. Upplýsingatækni var mikið áhugamál hjá honum. Hann er forfaðir sjúkraskrárkerfa á Ís- landi og hannaði svokallað Egils- staðakerfi meðan hann starfaði þar. Síðar tók hann þátt í stofnun Gagnalindar, fyrirtækis sem hóf að þróa sjúkraskárkerfið Sögu. Guðmundur vann í mörg ár sem verktaki fyrir Stika og við unnum saman margvíslegar úttektir á vinnslu persónuupplýsinga fyrir stjórnvöld. Þessi störf vann Guð- mundur að mestu leyti til hliðar við læknisstörf sín en um tíma urðu verkefni okkar svo umfangs- mikil að hann varð að taka sér leyfi frá læknisstörfum. Við tilsjónarstörfin kynntist ég vel mannkostum Guðmundar. Hann átti auðvelt með að setja sig í spor annarra og mjög gott með að tala við fólk. Þegar Guðmund- ur tók til máls hlustuðu allir. Hann var stundum sá síðasti sem til máls tók og stundum hélt fólk að hann hefði jafnvel dottað á löngum fundum. En þegar Guð- mundur loks tók til máls kom í ljós að hann hafði hlustað á allt sem sagt var, skilið það og var tilbúinn að koma með skynsamleg ráð og tillögur. Oft voru verkefnin þess eðlis að við urðum að vinna um helgar eða á kvöldin. Guð- mundur setti það ekki fyrir sig, enda afar starfsamur maður. Í eitt sinn er við sátum á skrifstofu Stika og unnum að niðurstöðum úttektar var hringt í mig að heim- an. Mér var sagt að ungur sonur minn hefði dottið og fengið skurð á höfuð. Mér brá við ótíðindin en Guðmundur var fljótur að róa mig. Hann ók með mér heim, við sóttum drenginn, fórum út á Heilsugæslustöð sem var lokuð. Þar opnaði Guðmundur skurð- stofu, lagði organdi barnið fum- laust á borð, sagði mér að halda fast meðan hann deyfði og saum- aði síðan sárið saman svo vel að örið sést ekki. Guðmundur hafði eiginleika frumkvöðuls. Hann sá tækifæri og hugsaði í lausnum. Hann var víðlesinn, fljótur að átta sig og greina kjarnann frá hisminu. Það hefur verið mér ómetanlegt að eiga Guðmund að trúnaðarvini. Einnig hef ég verið svo heppin að kynnast fjölskyldu Guðmundar en Sigurður, sonur hans, starfaði um árabil sem verkfræðingur hjá Stika. Ég hefði viljað að æviár hans yrðu fleiri því hann hafði svo margt að gefa samferðafólki sínu. Ég bið Guðrúnu, Önnu, Sigurði, Kristínu, Jóni og fjölskyldunni allri Guðs blessunar. Megi kær- leiksríkur Guð umvefja þau og styrkja. Svana Helen Björnsdóttir. Nú þegar lífshlaupi Guðmund- ar Sigurðssonar læknis er lokið er ljúft og skylt að staldra við og horfa um öxl til Egilsstaðaára hans. Þegar Guðmundur kom austur til Egilsstaða árið 1971 var þar hafin bygging fyrstu heilsu- gæslustöðvarinnar á landinu. Hófst Guðmundur þegar handa við að útbúa stöðina og skipu- leggja starf hennar. Í framhaldi af því réðst Guðmundur í viða- mikla rannsókn í norrænni sam- vinnu á gagnsemi tölvuskráning- ar í heilsugæslunni, þá í árdaga tölvualdar. Þessi rannsókn, Egils- staðarannsóknin, NOMESKO 1980, var brautryðjendaverk á al- þjóðavísu og vakti athygli víða. Á grunni þessarar rannsóknar var síðan útbúið rafrænt sjúkraskrár- kerfi sem var víða notað hérlendis fram undir aldamótin. Upplýsing- ar sem þannig söfnuðust lögðu grunn að skilningi á hlutverki og verkefnum heilsugæslunnar og urðu helsta undirstaða rannsókna hinnar nýju sérgreinar heimilis- lækninga. Það tók síðan heil- brigðiskerfið tuttugu ár að stíga næsta skref. Guðmundur var einnig hvata- maður að stofnun Flugfélags Austurlands 1972 og stýrði því í áratug. Þetta færði sjúkraflug inn í fjórðunginn sem jók þjónustu- öryggi og viðbragðsflýti þess til mikilla muna. Það var svo ekki fyrr en árið 2002 að það tókst að stíga næsta skref og viðurkenna sjúkraflug sem hluta af íslenskri heilbrigðisþjónustu. Þessi þrek- virki vann Guðmundur samhliða erilsamri vinnu í víðáttumiklu læknishéraði og hljóp þar að auki oft undir bagga í læknisleysi á Fáskrúðsfirði, Djúpavogi og Höfn. Sem læknir var Guðmundur vel að sér, bjó yfir góðu innsæi og var nærgætinn, ekki síst við þá sem minnimáttar voru. Hugsa margir hlýtt til hans æ síðan. Þetta var ekki nóg. Guðmundur varð fyrstur lækna til að taka að sér nýtt embætti héraðslæknis Austurlands sem stofnað var til árið 1978. Það embætti lagði hon- um á herðar formlegar skyldur á vegum heilbrigðisyfirvalda fyrir fjórðunginn allan án þess að dreg- ið væri úr öðrum starfsskyldum hans. Af þessu má marka að það var í raun ofurmannlegt það starf sem Guðmundur vann á Egils- staðaárum sínum, ekki síst í ljósi þess að í einkalífinu varð hann fyrir miklu áfalli þegar fyrri kona hans andaðist á fyrsta ári þeirra eystra frá þrem ungum börnum. Guðmundi hefði verið ógerlegt að skila þessu mikla starfi hefði hann ekki notið þeirrar gæfu að kvæn- ast Guðrúnu Þorbjarnardóttur sem staðið hefur þétt við hlið hans allt til síðustu stundar. Framlag maka lækna í dreifbýli hefur löngum verið vanmetið. Læknir- inn þarf að geta kastað frá sér öll- um skyldum föður og maka hve- nær sem kall kemur sem aftur leggur kvaðir á maka hans. Læknar á landsbyggðinni búa í raun alla daga inni í vinnu sinni sem óhjákvæmilega mótar fjöl- skyldulíf þeirra. Með Guðmundi er genginn einn allra merkasti fulltrúi þessara lækna sem sýndi með ævistarfi sínu að það þarf ekki hátimbraðar hallir utan um starfið til þess að skila arfi sem um munar. Við Helga Jóna vott- um Guðrúnu og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð og þökkum fyrir allt gott í okkar lífi sem tengist þeim hjónum. Stefán Þórarinsson. Guðmundur Sigurðsson læknir var meðal mestu hæfileikamanna sem læknastéttin hefur átt innan sinna vébanda. Hann hafði mikla mannkosti, en þar fóru saman af- burðagáfur, nákvæmni, ósérhlífni og samviskusemi. Hann hafði ætíð velferð skjólstæðinga sinna í huga og með þetta veganesti tókst hann á við það stórvirki að hanna og byggja upp kerfis- bundna skráningu á samskiptum sjúklinga við heilsugæsluna með það í huga að bæta þjónustuna. Þessi vinna hófst skömmu eftir að hann gerðist héraðslæknir á Eg- ilsstöðum 1971. Verkefnið, sem fékk nafnið Egilsstaðarannsókn- in, var hluti af norrænu rannsókn- arstarfi og stutt af landlæknis- embættinu. Þetta var brautryðjendastarf í vísindavinnu í heilsugæslunni og krafðist mik- illar útsjónarsemi og tíðra fund- arhalda innan lands sem utan. Samhliða stundaði hann svo læknisstörfin á Héraði. Ekki er að efa að það hefur verið anna- samt hjá Guðmundi á þessum tíma. Ég hef verið svo lánsamur að vera samtímamaður Guðmundar. Þegar ég var við nám í læknadeild var hann nýkominn til starfa sem héraðslæknir á Egilsstöðum. Guðmundur var fyrirmynd okkar læknanemanna. Mörgum er minnisstæður sjónvarpsþáttur frá RÚV um læknastörf Guð- mundar á Héraði á þessum tíma, sem í mínum huga varpaði ljóma á dreifbýlislækningarnar. Mér gafst síðar kostur á að vinna í stuttan tíma sem læknir á Egilsstöðum árið 1978. Þar kynntist ég Guðmundi nánar í starfi. Á þeim tíma var ég að skrifa „stílinn“, en það var einföld ritgerð eða rannsókn til þess að öðlast sérfræðiviðurkenningu í læknisfræði. Efnistök mín fjöll- uðu um „local steroids“ sem ég kallaði á þeim tíma staðbundna sterameðferð, en það skorti hnyttnara íslenskt orð. Eftir nokkrar vangaveltur sagði Guð- mundur: Af hverju nefnirðu þetta ekki bara „húðstera“? Ritgerðin birtist með því nafni í Lækna- blaðinu. Nýyrðið náði fljótt fót- festu meðal fagfólks og almenn- ings. Starfsþjálfun mín á Egilsstöðum setti sín djúpu spor og mótaði mig sem fagmann. Þeg- ar ég hugsa til baka hafði ég ef- laust meira gagn af þeirri dvöl en Héraðsbúar af mér. Guðmundur var um tíma lektor í heimilislækningum. Sem pró- fessor í læknadeild frá 1991 átti ég síðan áratuga samstarf við Guðmund, einkum á sviði kennslu í læknadeild, heilbrigðisþjónustu í dreifbýli og vísindastarfa. Á Fræðadögum heilsugæslunnar haustið 2015 tjáði Guðmundur mér að hann væri kominn með lungnakrabbamein og erfiðir tímar framundan. Ég bý erlendis um þessar mundir, en gafst kost- ur á að heimsækja hann og Guð- rúnu konu hans á hlýlegu heimili þeirra hjóna í sumar. Við ræddum þá um sögulegan aðdraganda að tölvuvæddri samskiptaskráningu í heilsugæslunni og alþjóðasam- starfið á þeim tíma. Meiningin var að hljóðrita fleiri viðtöl ef tími gæfist til. Svo varð ekki. Heimilislæknar sjá á eftir ágætum kollega, kennara og lækni, sem jók hróður íslenskrar læknastéttar innan lands sem ut- an. Fyrir hönd Heimilislæknis- fræði Læknadeildar Háskóla Ís- lands færi ég Guðrúnu, börnum og barnabörnum hans innilegar samúðarkveðjur. Jóhann Ág. Sigurðsson, prófessor. Öflugur frumkvöðull heimilis- lækninga á Íslandi er allur, 74 ára að aldri. Guðmundur nam lækn- isfræði á Íslandi og lauk sérnámi í heimilislækningum í Kanada. Hann starfaði víða á ferlinum, m.a. frá 1971-1982 sem héraðs- og heilsugæslulæknir á Egilsstöð- um. Auk læknisstarfa var hann brautryðjandi í gerð nútímalegs skráningarkerfis í heimilislækn- isfræði. Lagði hann þar ákveðinn grunn að þeirri tölvuskráningu sem við þekkjum í dag. Hann hóf störf sem heimilis- læknir og síðar yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni á Seltjarn- arnesi 1985 og starfaði þar til 2004. Hann var hugsuður og hug- sjónamaður og átti stóran þátt í að móta og efla starfsemi stöðv- arinnar. Áhersla var lögð á gott viðmót við skjólstæðinga og úr- lausnir í anda bestu læknisfræði. Guðmundur var náma fróð- leiks í læknisfræði sem og á mörgum öðrum sviðum. Ráðagóð- ur er til var leitað. Hann studdi við starfsfólk sitt og lagði sig fram um að greiða götu ungra sérfræð- inga til starfa hér heima. Á ferlinum gegndi Guðmundur einnig starfi lektors í heimilis- lækningum og leysti af sem að- stoðarlandlæknir og landlæknir. Þar nýttist vel víðtæk reynsla og djúp þekking á heilbrigðismálum. Hann átti sæti í mörgum nefnd- um og ráðum og var rödd hans og innlegg ávallt nokkuð sem hlust- að var eftir. Síðasta hluta starfsævinnar söðlaði Guðmundur um og réðst til starfa á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík og gegndi þar starfi frá 2004 til dán- ardags. Skjólstæðingar hans hvarvetna bera honum vel sög- una. Hann lagði áherslu á heild- ræna nálgun og fylgdi málum vel eftir. Að leiðarlokum viljum við þakka leiðtoga, leiðsögn og sam- vinnu. Við minnumst hans með vinsemd og virðingu. Eiginkonu hans, börnum og fjölskyldu allri vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. starfsfólks Heilsugæsl- unnar á Seltjarnarnesi, Árni Sch. Thorsteinsson, yfirlæknir. Guðmundur Sigurðsson læknir er látinn um aldur fram. Guð- mundur var skarpgreindur hug- sjónamaður. Hann var gæddur skapandi gáfum brautryðjand- ans, óvenju fundvís á framfara- spor og kom þeim í framkvæmd. Ég kynntist Guðmundi er hann var kandídat á Landspítalanum og ég deildarlæknir þar. Hann varð mér strax minnugur. Okkar samstarf og vinátta hófst fljótlega eftir að ég varð landlæknir og hann gegndi hér- aðslæknisstörfum á Egilsstöðum. Erindi hans á minn fund var að kanna hvort möguleiki væri á að nýta tölvuskráningu í rannsókn- argögnum Hjartaverndar í heilsugæslustarfinu. Þetta var sannarlega háþróuð nýjung og ef vel tækist bylting í gæðaþróun er varðar upplýsingaöflun og úr- vinnslu í heilbrigðisþjónustunni. Í upphafi fékkst ekkert fé frá Al- þingi. Þá buðum við norrænni nefnd (NOMESCO) til fundar í Reykjavík. Guðmundur lagði fram rannsóknaráætlun fyrir nefndina. Nefndarmenn tóku þessari til- lögu mjög vel og virtust gjörskilja málið. Nefndin samþykkti að veita okkur allt að fimm milljón- um norskra króna til rannsókn- arinnar. Fundarmenn töldu þessa aðgerð geta stóraukið gæði þjón- ustunnar og álitu hana ekki hafa verið þróaða áður í Evrópu í þess- um stíl. Hafist var handa og fimm árum síðar skilaði embættið skýrslu sem Guðmundur hafði að mestu unnið og skrifað. NO- MESCO dreifði þessari skýrslu á tug þúsunda heilsugæslustöðva í Evrópu. Skýrslan varð að kennslubók í heilsugæsluskrán- ingu. Guðmundur lauk meistara- námi í stjórnun heilsugæslu í Há- skólanum í Ontario í Kanada. Meistararitgerð hans fjallaði um samskipti lækna og sjúklinga og í dag fylgjum við til grafar ömmu Sveinu sem við minnumst sem kærleiksríkrar konu. Amma var einstaklega glæsileg kona og af henni skein góð- mennska og hlýja. Hún var trúuð og afar nægju- söm manneskja sem lét sér varða um hag okkar allra. Fjölskyldan var henni dýrmæt- ara en allt. Amma og afi voru sam- heldin hjón og viljum við trúa því Sveinbjörg Eyþórsdóttir ✝ Sveinbjörg Ey-þórsdóttir fæddist 19. sept- ember 1926. Hún lést 7. september 2016. Útför Svein- bjargar var gerð 21. september 2016. að nú séu þau sam- einuð á ný. Við kveðjum elsku ömmu Sveinu með þessum orðum og þökkum henni fyrir kærleikann, ör- lætið og hlýjuna. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gim- steinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Diljá Þórhalldóttir og Borgþór Rafn Þórhallsson. Eitt ár og einn mánuður mínus einn dagur var aldursmunurinn á mömmu og Sveinbjörgu, Sveina var litla systir mömmu yngst fimm systra sem bjuggu í b-inu á Laugaveginum. Saman voru þær settar í bala þegar þær voru litlar þar sem þær rugguðu sér og léku á eld- húsgólfinu í b-inu, notaði mamma þetta oft þegar lýsa átti þrengslum og þröngum kosti: „Það er ekki létt að vera lítill og settur í bala“. Samferða fóru þær af stað út í lífið. Báðar giftust þær lögreglumönnum, eignuðust báð- ar tvö börn í b-inu og fluttu svo saman burt úr b-inu eftir að hafa byggt með byggingafélagi Lög- reglumanna á Miklubrautinni, mamma og pabbi í Miklubraut 84 og Sveina og Borgþór í Miklu- braut 86, báðar á fyrstu hæð, rétt 10 metrar milli útidyra. Fyrir rúmum sex árum dó mamma eftir að hafa verið ekkja í 40 ár. Alltaf var Sveina tilbúin að leggja okk- ur hjálpahönd ef eitthvað bjátaði á. Held ég að á engan sé hallað ef ég segi að enginn hafi reynst mér og mömmu betur en Sveina þeg- ar ég var að alast upp. Þegar ég var lítill voru alltaf stærstu hörðu pakkarnir frá Sveinu og Góa, svo þegar ég var eldri voru flottustu mjúku pakkarnir frá þeim. Sveina var alltaf smart og vissi al- veg hvað klukkan sló þegar kom að því að vera smart. Elsku Sveina takk fyrir mig. Elsku Þórhallur, Eyþór, Sig- urborg (Sibba), Halldór og fjöl- skyldur, ykkur votta ég mína innilegustu samúð. Eyþór Leifsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.