Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Í fjáraukalögum ársins 2016 er lögð til 319,4 milljóna króna fjárheimild vegna óvæntra og ófyrirséðra út- gjalda sveitarfélaga og ríkis við brýnustu viðbrögð og framkvæmdir í kjölfar óveðurs og sjávarflóða í lok síðasta árs og vegna afleiðinga síð- asta Skaftárhlaups. Fram kemur í greinargerð að ík- jölfar óveðurs og sjávarflóða á Austfjörðum í lok síðasta árs hafi samráðshópur ráðuneytisstjóra fjögurra ráðuneyta haldið stöðu- fundi með aðilum sem að málum hafa þurft að koma. Með hópnum störfuðu fulltrúar frá Viðlagatrygg- ingu Íslands og fulltrúar frá al- mannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra, Minjastofnun Íslands og Ofanflóðasjóði. Samráðshópurinn hefur einnig fjallað um þörf á viðbrögðum í kjöl- far síðasta Skaftárhlaups. Upplýs- ingar um kostnað við brýnustu landgræðsluframkvæmdir voru fengnar frá Landgræðslu ríkisins sem og Veðurstofu Íslands vegna mats á hættu við Skaftárhlaup. Skipting á upphæðinni er sem hér segir: Vegagerðin vegna við- halds 143 milljónir króna, aðstoð við sveitarfélög 63,2 milljónir, Landgræðsla ríkisins 40 milljónir, Hafnarbótasjóður 38,2 milljónr og Húsfriðunarsjóður 35 milljónir. Framlagið til sveitarfélaga skipt- ist þannig: Fjarðabyggð 46,3 millj- ónir króna, Breiðdalshreppur 13,7 m.kr., Borgarfjörður eystri 1,5 m.kr. og Djúpavogshreppur 1,7 m.kr. sisi@mbl.is Tjón vegna óveðurs og sjávarflóða Skaftá Mikið tjón varð í hlaupinu. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í frumvarpi um fjáraukalög ársins 2016, sem lagt var fram á Alþingi í fyrrakvöld, er gerð tillaga um 242 milljóna króna framlag vegna bið- launa og orlofsuppgjörs þingmanna og ríkisstjórnar. Inni í þessari tölu eru einnig ýmis útgjöld í kjölfar kosninganna, s.s. vegna kaupa á tækjum og búnaði fyrir nýja al- þingismenn og standsetningu hús- næðis. Óskað er eftir 121 milljónar króna framlagi vegna biðlauna og orlofsuppgjörs vegna fráfarandi þingmanna sem reiknað er með að muni falla til eftir fyrirhugaðar alþingiskosningar í lok október. Þá er sótt um 74 milljóna króna fram- lag vegna biðlauna til fráfarandi ráðherra og aðstoðarmanna þeirra. Samtals eru þetta 195 milljónir. Helmingur kemur til útborgunar árið 2017 Fram kemur í greinargerð að áætlun um útgjöld vegna kosning- anna miðist við hliðstæðan kostnað eftir kosningarnar árið 2013 en að teknu tilliti til þess að nú gefa fleiri þingmenn ekki kost á sér til endur- kjörs en þá. Um er að ræða áætl- aðan heildarkostnað við þessa út- gjaldaþætti en reiknað er með að rúmlega helmingur biðlaunanna muni þó ekki koma til útborgunar fyrr en á árinu 2017. Er því gert ráð fyrir að afgangur af þessari fjárheimild í árslok verði fluttur yf- ir til ársins 2017. Nú liggur fyrir að a.m.k. 24 af 63 núverandi þingmönnum munu ekki taka sæti á næsta alþingi. Í þeim hópi eru þrír ráðherrar. Þessir þingmenn eru að hætta að eigin ósk eða hafa ekki hlotið brautar- gengi í prófkjörum hjá sínum flokki. Fleiri þingmenn gætu bæst í þennan hóp eftir alþingiskosning- arnar 29. október næstkomandi. Samkvæmt lögum um þingfarar- kaup alþingismanna og þingfarar- kostnað frá 1995 á alþingismaður rétt á biðlaunum er hann lætur af þingmennsku. Biðlaun jafnhá þing- fararkaupi skal þá greiða í þrjá mánuði. Eftir þingsetu í tvö kjör- tímabil eða lengur skal þó greiða biðlaun í sex mánuði. 12 þingmenn auk ráðherra eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. Ráðherra á rétt á biðlaunum úr ríkissjóði er hann lætur af emb- ætti. Biðlaun jafnhá ráðherralaun- um eru þá greidd í þrjá mánuði. Eftir ráðherrastörf í samfellt eitt ár eða lengur eru greidd biðlaun í sex mánuði. Allir þrír ráðherrarnir sem nú hætta, þau Illugi Gunnars- son, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Sigrún Magnúsdóttir, eiga rétt á biðlaunum í sex mánuði. Aðstoðarmenn ráðherra eiga rétt á biðlaunum í þrjá mánuði. 195 milljóna króna framlag vegna biðlauna þingmanna  Óvenjumargir þingmenn hætta  Fjöldi þeirra á rétt á biðlaunum í 6 mánuði Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Yfirstandandi þingi, 145. löggjafarþinginu, lýkur innan skamms. Fjölmargir þingmenn munu þá hætta. Borgarstjórn Shanghai-borgar í Kína sæmdi nýlega Arnþór Helga- son, formann Kínversk-íslenska menningarfélagsins (KÍM), heið- ursmerki hinnar hvítu magnolíu. Magnolían er borgablóm Shanghai. „Þetta kom mér mjög á óvart og mér þótti mjög vænt um þann heiður sem mér var sýndur,“ sagði Arnþór. Hann sagði að KÍM hefði lengi unnið með Shanghai. Fyrsta sendinefnd Íslendinga til Kína kom við í borg- inni árið 1952 og aftur 1956. Arnþór kom þangað fyrst í lok menning- arbyltingarinnar 1975. KÍM hefur haft mikil samskipti við Vináttusamtökin í Shanghai sem tilnefndu Arnþór. „Ég lít einnig á þetta sem viðurkenningu fyrir það starf sem Kínversk-íslenska menn- ingarfélagið hefur unnið,“ sagði Arnþór. Hann var í hópi 50 erlendra ríkisborgara sem borgarstjórnin heiðraði 7. september síðastliðinn. Viðurkenningin hefur verið veitt á hverju ári frá 1989. Tilnefningar koma frá fjölda samtaka, svo sem samtökum iðnaðar, verslunar, menntastofnana og utanríkismála. Arnþór var kjörinn vináttusendi- herra Kína 2009, sá fyrsti á Norð- urlöndum. Í því felst viðurkenning og er leitað til hans um ýmsa fyrir- greiðslu. gudni@mbl.is Shanghai Formaður utanríkismálanefndar Shanghai sæmdi Arnþór Helga- son (t.v.) heiðursmerki hinnar hvítu magnolíu 7. september sl. Var sæmdur heiðurs- merki í Shanghai Á fjáraukalögum er sótt um 10 milljóna króna framlag vegna kostnaðar í tengslum við og í framhaldi af emb- ættistöku nýs forseta. Í fyrsta lagi er talið nauðsynlegt að ráða starfsmann til að sinna almennum verkefnum á Bessastöðum, en starfsmannafjöldi embættis forseta hefur haldist óbreyttur undanfarna áratugi. Í annan stað hafði brotthvarf fyrri forseta úr embætti og emb- ættistaka nýs forseta í för með sér margvísleg útgjöld. Heildarkostnaður vegna þessa í ár er talinn nema fimm milljónum króna. Í þriðja lagi hefur heimasíða embættis forseta verið óbreytt undanfarin sextán ár, en brýnt er talið að færa vefinn til nútíma horfs, auka gagnvirkni og aðgengi snjalltækja. Stefnt er að því að efna til útboðs síðar í haust og opna nýja heimasíðu forseta Íslands fyrir lok þessa árs. Áætlaður kostnaður við það verk nemur fimm milljónum króna. Starfsmaður og ný heimasíða FORSETAEMBÆTTIÐ FÆR AUKAFRAMLAG Guðni Th. Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.