Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
✝ Jón PálssonKristinsson
fæddist í Reykja-
vík 17. október
1946. Hann lést á
Hjúkrunarheim-
ilinu Mörk í
Reykjavík 13.
september 2016.
Foreldrar hans
voru Kristinn Vil-
hjálmsson fram-
kvæmdastjóri, f.
13. mars 1912, d. 4. apríl 1995,
og Guðný Torfadóttir, f. 15.
september 1914, d. 11. nóv-
ember 1993. Systir Jóns er
Anna Sigríður Kristinsdóttir
Fredriksen.
Jón ólst upp hjá foreldrum
sínum á Laufásvegi 59 í
Reykjavík. Hann
átti lengi heima
hjá þeim en síðari
hluta ævinnar að
Langholtsvegi
147.
Jón var trésmið-
ur að mennt og
vann að iðn sinni
bæði hér á landi
og í Noregi um
nokkurra ára
skeið.
Hann var félagi í
Góðtemplarareglunni, Reglu
Musterisriddara og Skíðadeild
Hrannar.
Útför Jóns verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
23. september 2016, og hefst
athöfnin klukkan 13.
Jón P. Kristinsson, góður vin-
ur okkar hjóna, er horfinn héðan
af heimi eftir erfið veikindi sem
hann tókst á við af æðruleysi.
Jón var góður smiður og rétti
okkur og mörgum öðrum oft
hjálparhönd. Hann var víða vel
metinn í starfi, bæði hér á landi
og í Noregi, en þar vann hann í
átta ár. Ekki síst má nefna hve
þakklátir íbúar á Hrafnistu í
Hafnarfirði voru honum þegar
hann var húsvörður þar, enda
sýndi hann þeim mikla hlýju og
umhyggju.
Jón iðkaði íþróttir af ýmsu
tagi, einkum á skíðum. Um tíma
æfði hann þolgöngu á bretti og
náði þá mjög góðum árangri svo
að eftir var tekið.
Hann var áhugaljósmyndari
með gott auga og næmi fyrir
myndefni. Hann fékk viðurkenn-
ingar fyrir myndir sínar bæði
hérlendis og á erlendum vett-
vangi, þegar hann hlóð úrvali
mynda á alþjóðlega vefi. Mikill
fjöldi fólks um allan heim dáðist
þá að myndum hans.
Jón átti góða vini og kunningja
og var glaður og reifur í þeirra
hópi.
Vandi hans var þunglyndi sem
var honum fjötur um fót í áratugi.
Ekki tókst að bæta nægilega úr
því. Fyrir nokkrum árum greind-
ist hann með sykursýki á háu
stigi. Þó að hann tæki lyf gekk illa
að halda veikinni að fullu í skefj-
um, en á stundum gætti hann sín
ekki nógu vel. Sár komu á fætur
og greru illa og að lokum varð að
taka þá báða af honum rétt neðan
við hné. Var það með tveimur að-
gerðum og leið nokkur tími á
milli. Hann varð vel fær til að aka
og ganga eftir þá fyrri en erfiðara
varð eftir seinni aðgerðina. Hann
fékk þó góða gervifætur og þjálf-
un. Að því kom að nýrun biluðu
og fleira varð honum að falli.
Sem gefur að skilja var Jón
langdvölum á sjúkrastofnunum,
til að mynda á Landspítalanum í
Fossvogi þar sem hann hafði
fyrrum átt mörg handtök við við-
hald og breytingar. Hann rifjaði
það oft upp.
Aðdáunarvert var að fylgjast
með hvernig hann tókst á við
veikindin með ótrúlega jákvæðu
hugarfari, ekki síst í lokin.
Anna systir hans stundaði
hann ákaflega vel. Um tíma voru
bæði Jón og Finn maður hennar á
sjúkrahúsi. Finn lést fyrir einu
ári eftir þunga glímu við mein.
Anna og Finn voru lengi búsett
í Noregi en fluttust hingað fyrir
allnokkrum árum. Þau voru Jóni
líka innan handar árin sem hann
var þar ytra.
Við hjónin þökkum Jóni vini
okkar góðar stundir um árin og
vottum Önnu og fjölskyldu henn-
ar samúð.
Karl Helgason og
Sigurborg Bragadóttir.
Jón Pálsson
Kristinsson
✝ Ingunn Krist-insdóttir Þor-
mar fæddist í
Reykjavík 21. nóv-
ember árið 1921.
Hún lést á heimili
sínu Hrafnistu í
Hafnarfirði 10.
september 2016.
Ingunn var dótt-
ir Guðrúnar Helgu
Sigurðardóttur
húsmóður, f. í
Keflavík, og Kristins Ingvars-
sonar, organista í Laugarnes-
kirkju, f. í Björnskoti í Skeiða-
hreppi. Hún var elst af þremur
systrum, yngri eru Sigrún og
Kristín, sem lifir systur sínar.
Eiginmaður Ingunnar var
Páll á níu börn, eitt er látið.
Barnabörn hans eru 26 talsins
og eitt barnabarnabarn. 4) Sig-
fríð, maki Jón Pétursson. Eiga
þau þrjú börn og þrjú barna-
börn. 5) Kristinn, maki Jónína
Guðrún Samúelsdóttir. Eiga
þau þrjú börn og fjögur barna-
börn. 6) Guðrún Helga, látin
2004. Hún á einn son og tvö
barnabörn.
Ingunn ólst upp í Reykjavík
og vann ýmiss afgreiðslu- og
þjónustustörf um ævina. Hún
hafði mikinn áhuga á fimleikum
og sýndi þá á yngri árum bæði
innanlands og utan. Ingunn hélt
heimili lengst af á Háaleitis-
braut í Reykjavík. Síðastliðið ár
bjó hún á dvalarheimili DAS að
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Ingunnar verður gerð
frá Grafarvogskirkju í dag, 23.
september 2016, klukkan 13.
Garðar Pálson Þor-
mar fæddur í Nes-
kaupstað. Garðar
var lengi bifreiða-
stjóri hjá Norður-
leið og síðar verk-
stjóri hjá Lands-
virkjun. Garðar lést
árið 2007. Börn
Ingunnar og Garð-
ars eru:1) Sigfús,
maki Sigríður
Svava Kristins-
dóttir, látin 2005. Þau eiga þrjú
börn og sex barnabörn. 2) Sig-
ríður, fyrrverandi maki Einar
V. Tryggvason. Þau eiga þrjú
börn og níu barnabörn. 3) Páll,
látinn árið 2008, maki Angela
Ragnarsdóttir, látin árið 2011.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
amma mín, en þakka þér um leið
samverustundirnar sem við átt-
um saman og minningarnar sem
ég hef eignast um þig.
Hversu ljúft var að fá að koma
og vera hjá ykkur afa á Háaleit-
isbrautinni, fá að valsast í fína
dótinu ykkar, gramsa í fína skart-
inu og fataskápnum þínum, mér
fannst þú svo fín frú, og svo ég
minnist ekki á þegar við systkinin
fengum fréttir af því að þið afi
væruð að koma í heimsókn til
Raufarhafnar, það var svo spenn-
andi og gaman.
Hvernig mundi amma bregð-
ast við að verða langamma og ég
bara krakki. Ójú, bara svona
ljómandi vel, langamma tæklaði
það eins og allt annað sem þurfti
að tækla.
Allar heimsóknirnar til okkar
Hödda eru ómetanlegar í okkar
huga, aldrei neitt annað í stöðunni
en að amma og afi og síðan þú
amma mín kæmir og myndir taka
þátt bæði í gleði og sorg með okk-
ur fjölskyldunni og veðum við æv-
inlega þakklát fyrir það.
Þó farir þú í fjarlægð kæra vina
og fætur þínir stígi ókunn skref,
þann draum er æðstan áttir, þú áður
sagðir mér,
þín ást var mín og brosin geymt ég
hef.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð,
góða ferð, já, það er allt og síðan bros,
því ég geymi alltaf vina, það allt er
gafst mér,
góða ferð, já vertu, sæl, já góða ferð.
(Jónas Friðrik Guðnason.)
Kristín, Hörður, Páll,
Þorgeir og Hákon.
Það er ekki langt síðan ég sett-
ist hjá þér amma mín og sagði við
þig þau orð sem mig langaði að
segja áður en að lífsgöngunni
þinni lyki. Í dag ætla ég að leyfa
mér að syrgja þig en í leiðinni ætla
ég að fagna lífinu.
Verða gömul, kynnast bæði
systrunum gleði og sorg, hafa
húmor og eljusemi að leiðarljósi í
lífinu og hafa góða heilsu. Ég leyfi
mér að sjá fegurðina í lífinu þegar
ég hugsa til þín og kveð þig með
söknuði.
Börnunum þínum sem öll voru
þér svo kær, og til annarra að-
standanda sendi ég mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Elsku besta amma mín, með
þökk fyrir samfylgdina.
Þín stolta nafna,
Ingunn Þormar Kristinsdóttir.
„Komdu sæl frú“ – „Komdu sæl
frú“, svona höfum við amma
ávarpað hvor aðra síðastliðin ár.
Þetta byrjaði í einhverju gríni hjá
okkur sem kom sér oft vel, t.d.
bara síðastliðin ár eftir að amma
fór að sjá verr, þá var nóg að segja
bara „komdu sæl frú“ og þá vissi
hún hver var komin.
Minningar mínar um ömmu eru
margar og góðar, ég gæti senni-
lega skrifað BA-ritgerð um þær
allar.
Lífið á Háaleitisbrautinni
stendur upp úr í svo mörgu, í eld-
húsinu kenndi amma mér t.d.
gömlu dansana (get nú ekki sagt
að ég muni þá enn en hún var góð-
ur kennari), amma kenndi mér að
baka pönnukökur, sagði mér sögur
af lífinu þegar hún var lítil, já, og
svo reyndi hún að kenna mér að
prjóna en sumum hundum er bara
ekki hægt að kenna og hef ég því
látið aðra um prjónaskapinn. Ég
fór oft til ömmu og afa og fannst
gott að vera hjá þeim, spilaði, jú,
Ólsen Ólsen, við afa og fékk að
borða hjá ömmu, gæti ekki verið
betra. Amma gerði, jú, líka grjóna-
graut handa mér, sem að hún vissi
að væri uppáhaldið. Hún spurði
alltaf þegar að maður kom hvort
maður vildi ekki eitthvað, maður
lærði það fljótt að segja bara já því
amma var, jú, sennilega eins og
flestar ömmur, hún gaf manni að
borða, svo ábót og svo aðeins
meira. Hún þurfti líka alltaf
skyndilega að standa upp og gera
eitthvað ef einhvern vantaði sæti.
Ég man eftir svo ótal mörgum
skiptum þar sem ég kom í heim-
sókn og eftir að hafa fengið svolít-
ið vel að borða lagðist ég á sófann
eða í rúmið inni í litla herbergi, þá
kom amma oftast með teppi og
breiddi yfir mig. Það eru bara
nokkrir mánuðir síðan að hún
breiddi síðast yfir mig (ég, jú, orð-
in 39 ára), en þá fannst ömmu ég
eitthvað þreytuleg og fannst ég
þurfa að leggja mig í smástund.
Ég held að alveg sama hvað við er-
um gömul, við erum alltaf litlu
börnin hennar. Hún var góð kona
sem að hugsaði um alla í kringum
sig.
Við amma vorum líka miklar
vinkonur, ég sagði henni frá því
helsta í fréttum, við ræddum um
lífið, við áttum leyndarmál, við
hlógum saman. Ég man t.d. hvað
ég var svakalega spennt að segja
henni frá því að ég væri ólétt að
strákunum, hún vissi það á undan
flestum öðrum. Ég er svo glöð í
hjartanu að amma hafi fengið að
hitta molana okkar og ég á eftir að
segja þeim sögur af bæði ömmu og
afa, eins og flestir vita þá voru þau
í miklu uppáhaldi hjá mér.
Við vitum að enginn er eilífur
en amma hefur alltaf verið í mínu
lífi og tilhugsunin að hún sé farin
frá okkur er skrýtin. Í gegnum
tárin er ég þó glöð, glöð yfir því að
hún og afi séu sameinuð á ný, að
það var hópur af góðu fólki sem að
tók á móti henni, að hún sé búin að
fá hvíldina sem hún var farin að
bíða eftir.
En minningarnar hlýja mér og
er þakklát fyrir árin okkar sam-
an.
Elsku amma, takk fyrir mig.
Svo að lokum,
„Vertu sæl frú“.
Kolbrún.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt.
(S. Egilsson)
Í dag kveðjum við elsku móð-
ursystur mína, Ingu. Hún var alla
tíð svo falleg og glæsileg, sann-
kölluð hefðardama. Minningarnar
streyma fram í hugann á kveðju-
stundu og er mér þakklæti efst í
huga. Þakklæti fyrir allar ótelj-
andi ánægjulegu samverustund-
irnar með Ingu og Sillu systrum
mömmu og öllum frænkunum í
gegnum árin. Nú eru báðar syst-
ur mömmu farnar í eilífðina og
minningarnar lifa áfram.
Margar utanlandsferðir fór ég
með þeim systrum mömmu og
Ingu. Þær ferðir eru ógleyman-
legar, systurnar svo skemmtileg-
ar saman og nutu þess að þræða
stræti Edinborgar og Dublinar.
Við leystum allar lífsins gátur
saman þrjár og nutum þess að
skoða og kaupa fallegan varning.
Jóladótið heillaði okkur allar og
var alltaf hægt að bæta einhverju
fallegu í safnið.
Inga átti sex börn og stóran
barnabarnahóp og var hún einnig
amma allra minna barna. Minnið
hennar var einstakt fram á síð-
ustu stundu, hún mundi alla af-
mælisdaga allra sinna afkomenda
og annarra ættingja. Það var
hrein unun að hlusta á hana og
mömmu rifja upp gamla tíma er
við keyrðum um Kjósina og fleiri
staði á Suðurlandi fyrir nokkrum
árum á afmælisdegi mömmu. Þær
systur rifjuðu m.a. upp sumardvöl
hjá föðurbróður sínum Sigurjóni
Ingvarssyni í Sogni.
Ég geymi allar minningarnar í
hjarta mínu um Ingu og fólkið
hennar og okkar allra sem býr í
himnasölunum.
Ég sendi börnum Ingu, fjöl-
skyldum þeirra og öllum afkom-
endum hennar innilegar samúð-
arkveðjur. Megi góður Guð
geyma minningu elsku Ingu um
ókomna tíð. Hún hefur nú sam-
einast þeim sem gengnir eru og
eru okkur öllum svo kærir.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumson)
Gunnvör Kolbeinsdóttir.
Ingunn K. Þormar
Ég var ekki göm-
ul þegar ég áttaði
mig á því að ég átti
bestu ömmu í heimi og þegar ég
lít til baka sé ég hvað það voru
mikil forréttindi að hafa kynnst
henni og hvað hún kenndi mér
margt.
Amma var hörkukona, fyrir-
myndarhúsmóðir sem kunni allt
og gat allt. Hún eldaði, bakaði,
saumaði, prjónaði og sinnti bú-
störfum af miklum dugnaði og
féll sjaldan verk úr hendi. Hún
var yfirleitt fyrst af stað ef átti að
gera eitthvað eða fara eitthvað.
Amma mín átti átta börn og
stóran hóp af barnabörnum og
barnabarnabörnum. Þrátt fyrir
að fjöldinn væri mikill fylgdist
hún vel með öllum og sýndi því
áhuga sem við tókum okkur fyrir
hendur. Hún vissi nákvæmlega
hvað við vorum að læra, vinna
eða hvað við værum að gera.
Meira að segja að fylgdist hún
með fitnessmótum, hestamótum
og ferðalögum um allan heim.
Amma var mjög stolt af af-
komendum sínum og erfitt var að
greina lit veggjanna í litlu íbúð-
inni hennar fyrir myndum af
Sigríður
Ásgrímsdóttir
✝ Sigríður Ás-grímsdóttir
fæddist 30. janúar
1931. Hún andaðist
26. ágúst 2016.
Útförin hefur
farið fram í kyrr-
þey að ósk hinnar
látnu.
þeim.
Ég var spurð
hver uppáhalds-
minningin mín um
ömmu væri. Ég á
svo margar
skemmtilegar minn-
ingar að erfitt er að
gera upp á milli.
Fyrstu minningarn-
ar eru þegar ég var
lítil og skreið upp í
hjá ömmu á morgn-
ana og hún sagði mér sögur.
Amma kunni endalaust af sögum
og hafði gaman af að segja barna-
börnunum frá. Ótrúlegt hvað
Naglasúpusagan var alltaf jafn
góð, aftur og aftur, sögð af mikilli
innlifun og trúverðugleika.
Einnig á ég margar skemmti-
legar minningar frá sumrunum í
Skáleyjum þar sem amma kenndi
okkur frænkum að elda og baka
en Jói afi kenndi okkur handtök-
in í æðarvarpinu og fjósinu. Í
Skáleyjum lærðum við að nú-
tímaþægindi á borð við vatn, raf-
magn og heyskap með nútíma
vélum eru ekki sjálfsagður hlut-
ur.
Í huganum er fyrst og fremst
þakklæti fyrir allt sem þú kennd-
ir mér og allar stundirnar okkar
saman.
Þú ert fyrirmynd og ef ég
kemst með tærnar þar sem þú
varst með hælana verð ég mjög
sátt.
Hvíldu í friði, elsku amma.
Þín,
Sandra.
✝ Halldór Guð-brands Bárð-
arson múrara-
meistari fæddist í
Njarðvík 3. nóv-
ember 1939 á Sól-
bergi sem er í dag
Þórustígur 12 í
Njarðvík. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja 13.
september 2016.
Foreldrar hans
voru Bárður Olgeirsson, f. 4.
ágúst 1905, d. 17. janúar 1992,
og Árný Eyrún Ragnhildur
Helgadóttir, f. 18. janúar 1910,
d. 15. febrúar 2001. Systkini
Halldórs eru Olgeir
Magnús, f. 22. des-
ember 1935, d. 29.
júlí 1998, Ingólfur
Bárðarson, f. 9.
október 1937, d. 27.
desember 2011,
giftur Halldóru J.
Guðmundsdóttir,
Guðlaug, f. 12. jan-
úar 1943, gift Ólafi
Þ. Guðmundssyni,
Oliver, f. 4. mars
1948.
Útför Halldórs verður gerð
frá Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag,
23. september 2016, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Halldóri Bárðarsyni, eða
Hadda eins og hann var gjarnan
kallaður, kynntist ég fljótlega eftir
að við hjónin fórum að stinga sam-
an nefjum. Haddi var bróðir
tengdaföður míns, Ingólfs Bárðar-
sonar. Kynni okkar Hadda hófust
með spjalli í fjölskylduveislum.
Það var oft gaman að setjast hjá
Hadda í veislum því hann var
áhugasamur að heyra hvað væri
um að vera í lífi annarra. Vinátta
okkur hófst þó ekki fyrir alvöru
fyrr en við hjónin réðum Hadda til
að aðstoða okkur við múrverk og
steypu þegar við byggðum okkur
hús fyrir um 17 árum. Með Hadda
múrara um borð í byggingarteym-
inu var ákveðið að steypa upp með
„gamla laginu“ og hlaða og múra
alla veggi, innan sem utan. „Gifs á
bara að nota þegar maður fót-
brotnar“ var viðkvæðið hjá
Hadda, þegar ég sagði honum að
ég hugðist hlaða og múra alla
veggi frekar en að reisa gifsveggi.
Mörgum stundum eyddum við
Haddi saman í múrverki, steypu
eða steinhleðslum. Haddi var
óþreytandi að gefa ráð, hvor held-
ur var í tengslum við byggingu eða
öryggisatriði. Fljótlega kom í ljós
sú umhyggja sem hann hafði fyrir
velferð okkar hjóna og verkefn-
inu. Í brjáluðu veðri brá hann sér
jafnvel í göngutúr heiman frá sér
til að líta eftir hvort ekki væri allt í
góðu standi á byggingastað. Það
voru ófáar sögur sem Haddi sagði
mér frá sínum fyrri árum, þegar
við sátum í kaffipásum í hálf klár-
uðu húsinu. Sögur af skemmtana-
lífinu í gamla daga og ýmsum
ferðalögum hans voru fyrirferða-
mestar. Nokkrum sinnum í hverri
sögu opnuðust augu Hadda upp á
gátt og um leið heyrðust smitandi
hlátrasköll frá honum, sem gerði
hverja sögu enn skemmtilegri.
Okkar góða vinátta hélst áfram
að lokinni byggingu hússins, þótt
samverustundir okkar hefðu mátt
vera fleiri á hverju ári. „Eigum við
ekki örugglega mola út í kaffið“
var alltaf fyrsta hugsun þegar
Haddi hringdi og sagðist ætla að
kíkja á mig, stundum með skatt-
framtalið sitt í gömlu leður-
töskunni, því honum þótti gott að
láta mig kíkja á „pappírsmál“ fyrir
sig. Seinni árin snerist þetta við,
og ég sótti hann frekar heim,
stundum í spjall en stundum til að
aðstoða hann við smá viðvik.
Ég kveð Hadda vin minn með
söknuði, þakka fyrir þær stundir
sem ég átti með honum og votta
aðstandendum hans innilega sam-
úð.
Jóhann B. Magnússon.
Halldór Guðbrands
Bárðarson