Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 30 ÁRA Frábær merino ullarnærföt sem henta í alla útivist: Göngur, hlaup, veiði, fjallgöngur, skíði, hjólreiðar, útilegur. og allt hitt líka. Útsölustaðir: Hagkaup • Afreksvörur – Glæsibæ • Bjarg – Akranesi • Fjarðarkaup – Hafnarfirði Jói Útherji – Reykjavík • JMJ – Akureyri • Icewear – Akureyri • Hafnarbúðin – Ísafirði • Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga • Nesbakki – Neskaupsstað • Skóbúð Húsavíkur – Húsvík • Blossi – Grundarfirði • Efnalaug Dóru – Hornafirði Efnalaug – Vopnafjarðar • Siglósport – Siglufirði • Heimahornið – Stykkishólmi • Grétar Þórarinsson – Vestmannaeyjum Höfðabakka 9, 110 Reykjavík • Sími 561 9200 • run@run.is • www.run.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Okkur langaði til að sýna aðra hlið á Jóni Kaldal en þá viðteknu,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, sviðsstjóri myndasafns Þjóðminjasafns Íslands, um ljósmyndasýninguna Kaldal í tíma og rúmi sem ásamt sýningunni Portrett Kaldals verður opnuð í Þjóðminjasafni Íslands á morgun, laugardag, kl. 15. Með sýningunum tveimur er þess minnst að 120 ár eru liðin frá fæð- ingu Jóns, en sýn- ingarnar standa fram í janúar. „Sýningin með portrettum Jóns er ákveðin klassík í íslenskri ljósmyndun. Úrvalið, sem telur 81 portrett, var upphaflega val- ið af Jóni sjálfum og þetta eru frum- myndir unnar af honum með aðstoð konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur. Á sýningunni eru fjölmargar myndir sem hafa orðið þjóðþekktar og eru í raun orðnar samofnar ímynd okkar af viðkomandi einstaklingum eins og Ástu Sigurðardóttur skáldkonu, Steini Steinarr ljóðskáldi, Jóhannesi Kjarval listmálara og Halldóri Lax- ness skáldi. Þeir sem eru nógu gaml- ir til þess þekkja þessi verk frá fyrri sýningum,“ segir Inga Lára og rifjar upp að Jón Kaldal hafi sjálfur sýnt myndirnar árið 1966 í tengslum við sjötugsafmæli sitt, en myndirnar hafi aftur verið sýndar árið 1996 þeg- ar Jón Kaldal hefði orðið 100 ára. Að sögn Ingu Láru hafa myndirnar tví- vegis verið gefnar út á bók, en ekkert jafnist á við að sjá sjálfar frummynd- irnar. „Sýningin 1966 var tímamótasýn- ing, því þá tíðkuðust ljósmyndasýn- ingar ekki nema hjá áhugaljósmynd- urum. Þetta eru frummyndir sem hann hefur sjálfur gert. Það er óvanalegt að eiga svona mikið úrval af stækkuðum frummyndum frá manni af hans kynslóð,“ segir Inga Lára og útskýrir að frummynd þýði að Jón Kaldal hafi unnið myndirnar sjálfur og stækkað eftir glerplötum. „Við eigum tugi þúsunda af glerplöt- um frá ljósmyndastofu Jóns, en í út- löndum þykja „vintage print“ eða það sem við köllum frummyndir vera al- vörugripir. Ef við gerðum nýjar myndir, jafnvel þó að við gerðum þær með gamalli aðferð þá þykja þær ekki eins fínar,“ segir Inga Lára, en frummyndir Jóns og safn frá ljós- myndastofu hans eru varðveitt í Þjóðminjasafni. Meistari portrettsins „Þegar brann á ljósmyndastofu Jóns við Laugaveg árið 1963 ákvað hann að afhenda Þjóðminjasafni Ís- lands eldri hluta safns síns, en um þremur áratugum síðar afhentu erf- ingjar hans afganginn af myndum hans til varðveislu.“ Að sögn Ingu Láru lærði Jón Kal- dal ljósmyndun á árunum 1915 til 1918 hjá Carli Ólafssyni ljósmynd- ara, sem rak ljósmyndastofu á Laugavegi 46. „Hún þótti sú fínasta í Reykjavík á sínum tíma. Eftir það fór hann til Danmerkur að stunda frek- ara nám í ljósmyndun,“ segir Inga Lára, en Jón sótti m.a. námskeið í Fagskolen sem Dansk fotografisk Forening rak í Kaupmannahöfn. Hann dvaldi þar til 1925 og starfaði sem ljósmyndari á stofu, fyrst hjá Emil Clausen og síðar hjá Peter El- felt, sem var konunglegur ljósmynd- ari og rak ljósmyndaverkstæði í Øs- tergade 25. „Jón vitnaði í sænskan ljósmyndara sem hann vann þar með og hét Johansson og sagðist hafa lært mest af honum af því sem hann lærði,“ segir Inga Lára. Árið 1925 flutti Jón til Íslands og keypti ljós- myndastofu Jóhönnu Pétursdóttur & Co. á Laugavegi 11 og rak hana til 1974. „En þá tók Ingibjörg Kaldal dóttir hans við rekstrinum og rak stofuna til 1981. Eftir að Jón hóf rekstur ljós- myndastofu sinnar í Reykjavík skap- aði hann sér fljótlega orð fyrir að vera listfengur ljósmyndari og taka öðruvísi portrett. Fyrst og fremst snýr það að samspili ljóss og skugga þar sem andlitið er lítið lýst. Gott orðspor hans leiddi til þess að fræga fólk þess tíma sóttist eftir því að fá Jón til að mynda sig, enda varð það ákveðið stöðutákn að sitja fyrir hjá Kaldal. Hann hefur verið kallaður meistari portrettsins.“ Takmörkuð tímasneið Spurður hvort Jón hafi sótt sér innblástur eitthvað segir Inga Lára ábyggilegt að Jón hafi þekkt til er- lendra strauma í ljósmyndun. „Það er ákveðinn expressjónismi í sumum mynda hans, þannig að hann hlýtur að hafa séð erlend blöð og bækur og getað tileinkað sér eitthvað út frá þeim. Portrett hans eru ekki hefð- bundin heldur reynir hann að lyfta þeim á hærra listrænt plan,“ segir Inga Lára og bendir á að í ljósi þess hversu frægur Jón er fyrir portrett sín gleymist oft að hann átti sér auð- vitað fleiri hliðar sem ljósmyndari. „Á Veggnum framan við Myndasal- inn munum við sýna 38 ljósmyndir sem eru úrval af myndum sem hann tók innan dyra bæði af einkarýmum og opinberum rýmum, en þarna eru myndir frá skólum, heimilum fólks, heimavistarskólum, vinnustöðum og verslunum. Það er ákaflega fróðlegt að sjá svona takmarkaða tímasneið af húsakynnum Íslendinga,“ segir Inga Lára og bendir á að myndirnar séu teknar á tólf ára tímabili, þ.e. frá 1926 til 1938. „Á myndunum má sjá hvernig að- búnaðurinn var, t.d. á heimavist- arskólum á Hvítárbakka, í Reykholti og á Laugarvatni. Þar má má sjá bæði gamaldags heimili og rými þar sem módernisminn er að hefja inn- reið sína, t.d. í húsbúnaði. Í mynd- unum birtast og mætast ólíkir tímar. Þetta er gríðarlega mikilvæg heimild um tíðaranda,“ segir Inga Lára og bendir á að myndirnar séu ný tölvu- útprent sem gerð eru eftir glerinu. „Í flestum tilvikum eru myndirnar mannlausar, en í sumum tilvikum hefur fólk kosið að sitja fyrir. Sem dæmi má sjá mynd sem Jón tók á heimili Haraldar Árnasonar kaup- manns sem rak mestu og fínustu búð í Reykjavík á sínum tíma. Einnig er- um við með myndir úr nýjum húsum við Laufásveg, nýjum húsum úr Samvinnubústöðum, myndir innan úr herbergjum frá Gamla-Garði, sem þá var nýbyggður, þar sem sjá má hvernig aðbúnaður námsfólks var.“ Þess má að lokum geta að í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá fæðingu Jóns hafa afkomendur hans unnið að nýrri bók sem væntanleg er frá Crymogeu fljótlega. „Sýna aðra hlið á Jóni Kaldal“  Tvær sýningar með ljósmyndum Jóns Kaldals verða opnaðar í Þjóð- minjasafni Íslands á morgun kl. 15 Skeggjaður Sr. Arnór Árnason á Hofi í Skagafirði. Listmálari Finnur Jónsson lést 1993 á 101. aldursári. Inga Lára Baldvinsdóttir Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is „Mig hefur alltaf langað að verða leikstjóri,“ segir Gréta Kristín Óm- arsdóttir, sem útskrifaðist af Sviðs- höfundabraut Listaháskóla Íslands síðasta vor. „Ef maður hefur áhuga á leikhúsi er þetta þverfagleg leið inn í það, maður fær að kynnast mörgum hliðum sviðslistar.“ Nú hef- ur draumur hennar orðið að veru- leika og verður fyrsta leikritið undir stjórn hennar frumsýnt í Þjóðleik- húsinu í kvöld. Um er að ræða útskriftarsýningu Grétu, Stertabendu, sem verður settu upp í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið og aðeins eru örfáar sýningar á dagskrá. Íslensk þýðing, leikgerð og leikstjórn er í höndum Grétu. Stertabenda er hárbeitt og meinfyndin rannsókn á starfi leik- arans og eðli sviðsetningar. Verkið er eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg og var frumsýnt í Schaubühne-leikhúsinu í Berlín árið 2010. „Titillinn á frummálinu, Per- plex, er skemmtilega margrætt orð. Það getur þýtt bæði óreiða og ringulreið og að gera einhvern ringl- aðan. Stertabenda er eina orðið sem mér fannst standa upp úr þegar ég skoðaði samheitaorðabók. Maður þekkir þetta orð ekki alveg en það er grípandi og hljómar eins og eitt- hvað sem maður myndi segja,“ segir Gréta. Elskar óskiljanlegt verkið Verkinu kynntist hún í Austur- ríki, en það datt í fangið á henni af himnum ofan, eins og hún lýsir því sjálf. „Það var einhver ráðgáta í verkinu sem ég skildi ekki og fannst spennandi. Ég fann handritið og ákvað að ég yrði að setja þetta upp. Frá fyrsta degi hefur þetta verið al- gjör ráðgáta, þetta verk. Ég skil það ekki enn og þess vegna elska ég það svona mikið og finnst það spennandi og gaman að vinna með það.“ Gréta Ringulreið sem hægt er að túlka á marga vegu  Útskriftarsýning Grétu Kristínar Ómarsdóttur ratar í Þjóðleikhúsið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.