Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 ERU ÞAÐ HEITU LAUGARNAR? „ “ HVERNIG KEMST 330.000 MANNA ÞJÓÐ Á EM? LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Haltu þínu strikið með áætlanir um að færa út kvíarnar heima fyrir. Spennan ger- ir aðstæður áhugaverðar. Þú ert þrátt fyrir það ragur að láta slag standa. Hættu því og fylgdu hjartanu svona einu sinni. 20. apríl - 20. maí  Naut Slys á vinnustað eru hugsanleg í dag. Farðu þér hægt því það er ekki farsælt að hrapa að lausnum slíkra mála. Reyndu að draga úr spennu á heimilinu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Á þessum tímapunkti í lífinu verður þú að gera þér grein fyrir aðstæðum þínum. Hið fyrra er gott og hið síðara er til þess fallið að hann leggi sig allan fram. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þú viljir mála á striga lífsins breiðar, ögrandi línur, er stundum betra að fara fínna í hlutina. Lífið blasir við þér og ekki gleyma að maður er manns gaman. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skemmtu þér eins vel og þú getur. En þótt gaman sé verður þú að halda áfram. Loftsmerki á borð við tvíbura, vog og vatns- bera aðstoða í hagstæðum innkaupum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það gengur ekki að þú hafir allt á hornum þér, bæði við ástvini og vinnufélaga. Notaðu tækifærið til að koma ár þinni sem best fyrir borð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er spenna í loftinu varðandi peninga og sameiginlegar eignir. Gefðu þér líka tíma til að vera með fjölskyldunni og rifja upp gamlar minningar. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú getur verið gáfaður og vitur, eða kátur eins og lítill krakki. það er allt ósköp ferkantað í kringum þig, leystu vand- ann með því að bæta svölu liði í vinahópinn. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Öðrum finnst þeir geta treyst á þig að láta sjá þig á uppákomum sem aðrir hafa lítinn áhuga á. Ekki blekkja sjálfan þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver leitar til þín í dag vegna persónulegra erfiðleika og þú mátt reikna með að þurfa að gefa honum drjúgan tíma. Einhver gæti komið með áhugaverða uppá- stungu. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er hætt við því að gömul fjöl- skylduvandamál komi upp að nýju. Að öðrum kosti kann að fara illa fyrir þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Mundu að grasið er ekki grænna handan hornsins. Haltu áfram á sömu braut. Kannski leynist eitthvað í geymslunni sem þú hefur engin not fyrir lengur. Strangtrúarmenn í bragfræði féll-ust í besta falli á að vísa Jóns Arnljótssonar væri undir limrulagi og þó félli þeim betur að hún væri skilgreind sem „ekki limra“: Margskonar eru nú vandamál okkar á volöld og voðalegt hvernig þau myndast hin einsömu holkvöld. Þetta er kvalræði vort, en veit nokkur hvort kúfskjótta merin hans Kristjáns í Stekkholti eignaðist folöld? Hér koma hins vegar „réttar limrur“ samkvæmt skilgreiningu. Sú fyrsta eftir Sigurlín Her- mannsdóttur en á mbl.is birtist frétt undir fyrirsögninni „Úrsmíði á hakanum“: Fátt er víst kennt hér á klakanum þeir kenna um efnahagsslakanum ef telja vilt tímann þú tekur upp símann því úrsmíðin er víst á hakanum. Sigurjóna Björgvinsdóttir yrkir: Haustgeislar hlýir á kinn hræða burt veturinn; já, sólin hún skín svo skært inn til mín til gleði um gluggann minn. Fía á Sandi kann frá mörgu að segja: „Ekki vantar mig vínföng og þó,“ sagði Valgerður gamla og hló. „Ein flaska á dag kemur flestu í lag,“ sagði hún, drakk hana og dó. Páll Imsland heilsaði Leirliði í sláturtíðinni og lét limru upp úr markaskránni fylgja – „hvað ann- að“: Markið það magnaða, hálft-af-er, munað er gjörvallt um Álftaver, hvar jörðin er frjósöm og feiknlega nógsöm, og fráleitt þar lúri neitt skjálftaver. Hér er limra eftir Gísla Jónsson: Svo var það hann Kári á Kletti með krullhár og dálaglegt smetti, en ýmislegt annað hálfaumlega hannað og ekki upp í nösina á ketti. Sturla Friðriksson orti: Þó Aþena alvopnuð stykki í undirfötum úr blikki út úr höfði á Seifi þá hafði ‘ann ei leyfi að gera ‘enni svo marga Grikki. Og þá kemur ein eftir Kristján Karlsson: Ef dytti ég niður dauður einn dag eins og hver annar sauður, þó að illt sé að kveðjast hlyti einhver að gleðjast sem á eftir mér sæi oní hauður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ekki limra, limrur og enn limrur Í klípu „EF ÞÚ ERT ÓSÁTTUR VIÐ ÞAÐ HVERNIG ÉG GERI HLUTINA SKALTU TALA VIÐ YFIRMANNINN. SKÚFFAN HANS ER ALLTAF OPIN.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VERTU KYRR! ÉG MISSTI LITLA SPEGILINN!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... brosið sem þú setur á varir mínar. ÉG ER EKKI SAMI KÖTTUR OG FORÐUM. ROP! NÚNA ERÉG ÞAÐ. ÉG ÆTLA AÐ BIÐJA UM HÖND HINNAR FÖGRU DÓTTUR KONUNGSINS, KVÆNAST HENNI, TAKA VIÐ KONUNGDÆMINU OG BJÓÐA ÞÉR Í KASTALANN Í TEBOLLA! ÞAÐ ER RÉTT... VEISTU HVERSU BRJÁLÆÐIS- LEGA ÞAÐ HLJÓMAR? ...ÞÚ DREKKUR EKKI TE! Víkverji botnar ekkert í þessu sam-félagi. Það er helst árangur í íþróttum sem sameinar þjóðina en jafnvel á því sviði er þráðurinn víða stuttur og sumir missa sig af minnsta tilefni. x x x Undanfarna daga virðist sem himinnog jörð hafi farist vegna þess að formaður Knattspyrnusambands Ís- lands stóð vörð um réttindi sambands- ins og leikmanna, jafnt karla sem kvenna, í sambandi við framleiðslu á tölvuleik og lét forsvarsmenn erlends fyrirtækis ekki teyma sig á asnaeyr- unum. x x x Hávaðatröllin töluðu um hve frá-bært markaðstækifæri hefði ver- ið látið fara forgörðum, landkynning farið fyrir bí og þar fram eftir göt- unum. Í öllum hamaganginum gleymdu niðurrifsöflin því að það er árangurinn inni á vellinum sem skiptir mestu máli. Þar liggur kynningin og athyglin á liðinu og landinu úti um víð- an heim. x x x Laga- og textasmiðurinn EinarBárðarson, rekstrarstjóri Ferða- skrifstofu Kynnisferða, vakti athygli á þessum fúkyrðaflaumi og varði for- mann KSÍ, til þess eins að fá skítinn yfir sig á netinu. x x x Víkverji tekur undir með Einari ogstyður Geir Þorsteinsson heils- hugar. Víkverji er líka sammála vinnu- félaganum Ívari Benediktssyni, sem í pistli í íþróttablaði Moggans í gær gerði góðlátlegt grín að fólki sem nær ekki upp í hár sér af reiði fyrir að geta hvorki verið tannlæknirinn í Eyjum né stjórnað íslenskum landsliðsmönnum í tölvuleik á meðan „heimsbókmennt- irnar rykfalla í bókaskápnum“. x x x Á meðan meirihluti Reykjavíkur-borgar sveltir börnin í leikskólum höfuðborgarinnar halda íþróttirnar áfram að sameina þjóðina. Árangur karla- og kvennalandsliðanna í fót- bolta og karlalandsliðanna í körfubolta og handbolta talar sínu máli. víkver- ji@mbl.is Víkverji Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljóm- andi málmur eða hvellandi bjalla. (F. Kor. 13:1)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.