Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 ✝ Sigurður Jós-efsson fæddist að Torfufelli í Eyja- firði 21. september 1927. Hann lést 8. september 2016 á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri. Foreldrar hans voru Jósef Liljendal Sigurðsson, f. 2. desember 1899, og Bjarney Sigurðardóttir, f. 31. ágúst 1895. Systur hans voru Torfhildur, f. 1925, d. 1993, og Sigfríður, f. 1926, d. 1928 Sigurður kvæntist 8. nóv- ember 1953 Svövu Friðjóns- dóttur, f. 22. maí 1927, d. 3. mars 2015. Þau eignuðust átta börn: 1) Guðrún, f. 9. júlí 1954, eig- inmaður Loftur Gunnar Sig- valdason, f. 12. október 1951. 2) Jósef Liljendal, f. 14. nóvember 1955, d. 14. mars 1985. Hans kona var Soffía Árnadóttir, f. 4. september 1955. Þau skildu. 3) Árni Sigurðsson, f. 2. desember lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri en við sviplegt fráfall föður hans urðu áform um frekara nám að engu. Hann var bóndi í Torfufelli í fjóra áratugi og samhliða um- fangsmiklu búi og stóru og mannmörgu heimili var hann mjög virkur í félagsmálum og sat í stjórnum margra félaga auk ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveitina. Hann var um árabil kennari við barnaskólann að Sól- garði, hreppstjóri í Saurbæj- arhreppi í rúm 20 ár og með- hjálpari og söng í kirkjukórnum. Árið 1989 brugðu þau hjón búi og fluttu á Bjarmastíg 7 á Akur- eyri. Þar vann hann við ýmiss störf og var áfram virkur í fé- lagsmálum, m.a. Félagi eldri borgara á Akureyri og Park- insonfélagi Akureyrar og ná- grennis. Árið 2010 fluttu þau hjón á dvalarheimili aldraðra í Kjarna- lundi og tveimur árum síðar á hjúkrunarheimilið Lögmanns- hlíð þar sem hann bjó síðustu fjögur árin. Útför Sigurðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. sept- ember, klukkan 13.30. 1956, maki Björg Brynjólfsdóttir, f. 9. október 1954. Fyrri kona Árna var Hild- ur Sigurðardóttir, f. 16. mars 1958. 4) Jón Hlynur, f. 24. september 1958, eiginkona Sigríður Steinbjörnsdóttir, f. 25. desember 1960. 5) Bjarney, f. 30. desember 1960, eig- inmaður Pétur Halldór Ágústs- son, f. 3. september 1959. 6) Sig- rún Lilja, f. 12. febrúar 1964, eiginmaður Guðbergur Einar Svanbergsson, f. 2. ágúst 1961. 7) Hólmfríður, f. 8. september 1966, maki Haukur Tryggvason, f. 3. ágúst 1955. Fyrri maður var Einar Guðmann, f. 20. október 1966. 8) Sigurður Torfi, f. 10. janúar 1969, eiginkona Ragn- hildur Sigurðardóttir, f. 26. apríl 1966. Barnabörnin eru 28 og langafabörnin 21. Sigurður ólst upp í Torfufelli við almenn sveitastörf. Hann Kveðja til pabba. Elsku pabbi. Það er sárt að kveðja en við vitum að þú varst farinn að þrá hvíldina og vitum líka að mamma hefur tekið vel á móti þér og nú líður þér vel hjá henni og öðrum ástvinum þínum. Það voru forréttindi að fá að alast upp í sveitinni og þú kenndir okkur að umgangast dýrin og náttúruna af mikilli virðingu. Þið mamma gáfuð okkur góða æsku, umvöfðuð af ást og kærleika og voruð alltaf til staðar og studduð okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Þrátt fyrir að þrek þitt dvínaði smátt og smátt var hugurinn heill og þú fylgdist stoltur með stóra hópn- um þínum til hinstu stundar. Þú vissir alltaf hvað hver og einn hafði fyrir stafni, hvort sem var í námi eða starfi. Við munum varðveita í hjörtum okkar ótal fallegar minningar um þig, sem alltaf varst svo glaðlyndur, hlýr og traustur, kletturinn í lífi okkar allra. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Takk fyrir allt og allt, hvíl þú í friði. Börnin þín, Guðrún, Árni, Jón Hlynur, Bjarney, Sigrún Lilja, Hólmfríður, Sigurður Torfi og fjölskyldur. Ég hef alltaf litið á dvöl mína í Torfufelli sem dýrmæta gjöf. Það var sumarið 1989 sem ég fékk að dvelja í sveitinni hjá Sigga frænda og Svövu – með því skilyrði að ég yrði þeim inn- an handar við hin ýmsu störf heimilisins. Tilhlökkunin hjá 12 ára stelpu var ansi mikil og ég lof- aði að ganga í þau verk sem mér yrðu falin. Að loknu sumri áttaði ég mig hins vegar á því að ég hafði gert takmarkað af þeim verk- um sem mér var ætlað. Í Torfu- felli var bara svo rosalega gam- an, alltaf líf og fjör – og auðvelt að gleyma sér í leik á þessu stóra, yndislega heimili. Elsku Siggi frændi, ég bjóst ekki við því að fella svona mörg tár þegar ég fékk fréttirnar um að jarðvist þinni væri lokið – þar sem ég vissi að kallið gæti komið hvenær sem er. Á því augnabliki var ég ekki „hörku- tólið eða naglinn“, eins og þú lýstir mér alltaf þegar við hitt- umst. Takk fyrir að hafa kennt mér að sitja hest og fyrir alla skemmtilegu reiðtúrana. Takk fyrir að bjóða mér með í æv- intýralegu ferðina yfir Nýja- bæjarfjall og fyrir að hafa leyft mér að eiga frábæra hestinn Roða með þér. Takk fyrir að hafa í ótal skipti breytt litlu sjálfstrausti í stórt – með því að rifja stoltur upp sögur af stelpuskottinu sem vildi helst gera allt annað en að sinna skyldustörfum sumarið 1989. Nærvera þín var einstök, enda einlægnin alltaf í fyrir- rúmi. Takk fyrir að hafa gefið mér allar þessar frábæru minning- ar, sem hafa ósjaldan verið styrkur þegar á móti hefur blásið. Öll einlægu hrósin frá þér í gegnum tíðina geymi ég í hjartanu. Ég hugsa til þín, elsku Siggi frændi. Afkomendum Sigga og Svövu sendi ég mínar hlýjustu kveðjur. Hugur minn er hjá ykkur. Kristbjörg T. Haraldsdóttir. Alla tíð frá barnæsku hefur mér hlýnað um hjartað er ég hugsa til Sigga móðurbróður míns enda eru allar minningar tengdar honum bjartar og góð- ar. Mér hefur verið sagt að hann hafi gengið um gólf í litla bænum í Torfufelli þegar ég var að fæðast og lesið upphátt fyrir móður sína Bjarneyju úr Heilsufræði húsmæðra um barnsfæðingar. Ljósmóðirin var ekki komin og pabbi ekki heima en amma tók á móti mér með hjálp Sigga og allt gekk vel. Ég er honum þakklát fyrir það eins og allt annað sem hann hefur komið nálægt í mínu lífi. Á þessari kveðjustund átta ég mig á að mín fyrsta virki- lega skýra minning um hann og Svövu konu hans er frá annarri kveðjustund. Systkinin Siggi og mamma bjuggu félagsbúi í Torfufelli ásamt fjölskyldum sínum mín fyrstu æviár. Við fluttum þaðan árið 1958 og ég man að mér fannst erfitt að kveðja þau og litlu frændsystk- inin. Mig langaði ekki að fara. Við fluttum utar í sveitina þar sem pabbi fór að kenna. Alla tíð voru samskipti systk- inanna og fjölskyldna þeirra náin og sterk. Foreldrar mínir áttu áfram kindur í Torfufelli og tóku þátt í sauðburði, göngum, girðing- arvinnu o.fl. Við systurnar dvöldumst þar oft í lengri og skemmri tíma. Mér fannst ekkert – alls ekk- ert – dásamlegra en að fá að vera þar og taka þátt í lífi, störfum og leik heimilisfólks- ins. Guðrún, elsta dóttir Sigga og Svövu, var tveimur árum yngri en ég. Systkinin urðu alls átta, skemmtileg börn, dugleg og vel gerð eins og foreldrarnir. Siggi var myndarmaður með dökkt, þykkt hár. Mér fannst hann bera með sér hlýja festu og ferskleika sem snerti sam- ferðafólk hans. Hann átti auð- velt með að sjá spaugilegar hliðar á málum og þegar ég set þessar línur á blað finnst mér sem ég sjái fyrir mér blikið í augum hans og heyri hlátur hans óma. Fyrst og fremst var hann góður maður, vel greindur og vel gerður á allan hátt. Lífs- starf hans var að vera bóndi og hann unni landinu sínu. Hann var valinn til ýmissa ábyrgðarstarfa fyrir sveitarfé- lagið og starfaði einnig sem kennari við hlið föður míns um tíma og sá um keyrslu skóla- barna. Hann hafði gott lag á að ná til barnanna, hreif þau með sér og var þeim góð fyr- irmynd. Siggi frændi var gæfumaður í sínu einkalífi. Þau Svava voru samhent hjón sem elskuðu og virtu hvort annað. Þau voru ást- ríkir foreldrar og reyndust öll- um börnum sem dvöldust á þeirra heimili – og þau voru mörg – jafnvel og eigin börnum. Bæði ég og dætur mínar seinna voru svo lánsamar að vera í þeim hópi. Siggi og Svava áttu sameiginleg áhuga- mál, voru félagslynd og nutu þess að ferðast og vera innan um fólk. En lífið lagði líka á þau þungar sorgir. Lilla son sinn misstu þau tæplega þrítugan og Svavar Árnason sonarson tæp- lega sex ára gamlan. Síðustu árin voru frænda mínum mjög erfið vegna veikinda hans og Svövu sem lést fyrir rúmu ári. Að leiðarlokum vil ég þakka þeim báðum birtuna sem þau breiddu yfir bernsku mína og góðvild þeirra til mín og minn- ar fjölskyldu alla tíð. Frænd- systkinum mínum og öllum af- komendum sendi ég og fjölskylda mín innilegar sam- úðarkveðjur. Elínborg Angantýsdóttir. Hann fæddist í Torfufelli 21. september 1927. Þann dag var réttað í Borgarrétt og Jósef Liljendal, Lilli bóndi í Torfu- felli, hefði þurft að vera þar. En Lilli sendi Ingólf fóstur- bróður sinn í réttirnar og var heima hjá konu sinni, Bjarn- eyju, sem ól þeirra þriðja barn, soninn Sigurð. Sigurður, Siggi í Torfufelli, ólst upp við ástríki foreldra sinna og föðurfjölskyldu, fyrstu árin hans bjuggu þrír ættliðir í Torfufelli, Sigrún Sigurðardótt- ir ættmóðirin, ásamt dætrum sínum föðursystrum Sigga. Létt lund og jákvætt viðhorf til lífsins og samferðamannanna einkenndi þetta fólk og vafalítið mótaði það börnin á bænum. Um tveggja ára aldur var Siggi í fóstri mánuðum saman, hjá Margréti móðursystur sinni á Grund í Eyjafirði þar sem Bjarney móðir hans veiktist al- varlega. Dvaldi hún á sjúkra- húsinu á Akureyri og var um tíma vart hugað líf. Móðurfor- eldrar Sigga, Hólmfríður Jóns- dóttir og Sigurður Bjarnason, fræðimaður frá Snæbjarnar- stöðum, voru þá komin í hornið til dóttur sinnar á Grund. Systkinin frá Snæbjarnarstöð- um voru níu, sex af þeim bjuggu á þessum tíma á Eyja- fjarðarsvæðinu. Bjarney hafði ávallt mikil samskipti við systk- ini sín, og þau sýndu henni og Torfufellsfólki ræktarsemi og tryggð. Frændgarðurinn var stór beggja vegna, ættræknin í há- vegum höfð og fólk gladdist saman á góðum stundum. Árin liðu. Siggi hugðist ganga menntaveginn og leiðin lá í Gagnfræðaskólann – nú Menntaskólann á Akureyri. Hann var 18 ára gamall er faðir hans lést eftir alvarlegt slys en síðasta bón föðurins var að Sigga yrði gert kleift að halda áfram námi. Siggi lauk gagnfræðaprófi en að því búnu hvarf hann heim í Torfufell og tók við búrekstr- inum með móður sinni Bjarn- eyju. Systir hans og mágur, höfðu gert ráð fyrir að búa í Torfufelli en lömunarveikin kom í veg fyrir þau áform. Svava kom síðan í sveitina, Siggi kvæntist þeirri fallegu og lífsglöðu stúlku og börnin urðu átta. Á heimilinu voru jafnan börn og unglingar í sumardvöl, kaupafólk, ömmur, frænkur og frændur, alltaf var pláss. Siggi var félagslyndur, naut þess að fá gesti og gleðjast með vinum og frændum. Í dagsins önn sást hann þó mögulega með fjarrænt blik í auga, halla undir flatt með hönd á eyra. Þá var hann að leysa lífsgátuna. Siggi var aldr- ei „stressaður“, hann kunni að lifa í núinu þótt hugmynda- fræðin núvitund þekktist ekki í okkar ungdæmi. Hann var íhugull, þrautseigur og fróð- leiksleitandi og í eðli sínu fræðimaður. Sigurður Jósefsson var ekki bróðir minn þótt móðir hans væri mér móðir. Hann var heldur ekki faðir minn þótt ég liti á eldri börnin hans sem systkini mín og Svava sendi mig ósjaldan til hans með orð- um eins og: „Biddu pabba þinn að finna mig“. Hann var móðurbróðir minn en var mér sem bróðir og síðar faðir. Hann bjargaði lífi mínu þegar ég var fjögurra ára. Ég var á heimilinu til 12 ára ald- urs, þrjú sumur eftir það og síðan urðu ferðirnar tíðar heim í Torfufell eftir að ég flutti að heiman. Ég á honum líf mitt að þakka, handleiðslu og fóstur. Blessuð sé minning hans. Sigfríður Liljendal Angantýsdóttir. Í dag kveðjum við Sigurð Jósefsson, fyrrum bónda í Torfufelli í Eyjafjarðarsveit. Svövu lífsförunaut sinn missti hann á síðasta ári. Þau hjón og fjölskylda þeirra voru áratug- um saman nágrannar okkar í Villingadal og samskipti milli bæjanna mikil, bæði í leik og starfi. Í Torfufell var gaman að koma, börnin mörg og glað- værð og gestrisni réði þar ríkj- um. Búskapur var ævistarfið. Það krafðist hagsýni og dugnaðar að takast á við nýja búskap- arhætti, rækta landið, vélvæða bústörfin og byggja ný hús yfir fólk og fé. Það gerðu Siggi og Svava af myndarbrag. Siggi var hlýr maður og myndarlegur, rólyndur, íhugull og glaðsinna. Hann var hug- sjónamaður, sannur ungmenna- félags- og samvinnumaður og margreyndur á því sviði. Ræðu- maður var hann ágætur, fór oft vítt yfir í hugleiðingum sínum og reifaði mál frá mörgum hlið- um. Siggi studdi ötullega að betra mannlífi hvar sem hann var og því oft valinn til forystu. Hann var m.a. hreppstjóri, sat í hreppsnefnd og í stjórnum ým- issa félaga, söng í kórum og var áhugasamur um náttúruvernd og skógrækt. Hann unni ís- lenskri náttúru og var góður að lesa hana, gjörþekkti sveitina sína og hálendið fram af Eyja- firði, fór þar oft um á hestum og bílum. Áhugasamur var hann um þjóðmál, hafði gott minni og var oft til hans leitað um fróð- leik um menn og málefni fyrri tíðar. Siggi var vel pennafær og hefði þurft að gefa sér meiri tíma til ritstarfa því frá mörgu hafði hann að segja. Um árabil kenndi Siggi við barnaskólann í Sólgarði og ók skólabílnum. Á vegum að skóla- stað voru torleiði á vetrum en alltaf hélt bílstjórinn ótrauður áfram. Kom fyrir að liðið var nokk- uð á dag þegar sest var á skóla- bekkinn. Þá gat heimferðin líka verið tafsöm. Hér hefur aðeins verið tæpt á nokkrum þáttum í fari Sigga og málefnum sem hann helgaði krafta sína. Minningargrein nægir engan vegin til að gera ævi hans skil. Við þökkum honum allar samverustundir, þær voru bæði gefandi og fræðandi. Börnum Sigurðar og öðrum aðstandendum hans sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ingibjörg, Gunnar og Guðrún og fjölskyldur. Sigurður Jósefsson Fyrir tæpum 40 árum settist ég í fyrsta bekk Stýri- mannaskólans í Reykjavík og hóf þar nám sem mótað hefur allt mitt líf síðan. Óhætt er að segja að það hafi verið okkur bekkj- arfélögunum mikið gæfuspor að fá Vilmund Víði Sigurðsson, eða bara Víði eins og hann var ævinlega kallaður, sem umsjón- arkennara bekkjarins. Frá fyrsta degi var hann minn men- tor allt þar til ég kvaddi hann hinstu kveðju nokkrum dögum fyrir andlátið. Við vissum báðir að hverju stefndi, hann sagðist vera kominn á beinu brautina og tilbúinn að takast á við næstu verkefni. Rólegur, yfir- vegaður og undir það búinn að kveðja okkur samferðamenn Víðir Sigurðsson ✝ VilmundurVíðir Sigurðs- son fæddist 5. maí 1944. Hann lést 26. júlí 2016. Útförin fór fram 4. ágúst 2016. sína og hverfa til næstu starfa. Áar mínir og frændur hafa sótt sér skip- stjórnarmenntun í gegnum tíðina og þegar ég settist forðum í bekkinn hans Víðis vildi ég feta í fótspor þeirra. Víðir gerði ekki mannamun, hann var jafn kurt- eis við háa sem lága og sýndi öllum sömu alúðina við námið og fáguðu framkomuna. Hann þoldi illa ruddaskap og lét menn heyra það ef svo bar und- ir. Í bekknum hans var agi. Auk hinnar yfirgripsmiklu þekking- ar sem Víðir hafði á skipstjórn- armenntun og siglingum var hann ótrúlega bóngóður maður og hefur það eflaust leitt til þess að oftar en ekki hefur meira verið hlaðið á hann af störfum og margs konar við- fangsefnum en annars hefði orðið. Á þeim grunni sem Víðir lagði í upphafi námsins hef ég byggt ætíð síðan og nú tala ég örugglega fyrir munn fjöl- margra nemenda Víðis allt frá því að hann byrjaði að kenna 1968, þá aðeins 24 ára og þar til hann hætti alfarið kennslu nú nýlega vegna veikinda. Ævi hans er því samofin starfi og sögu Stýrimannaskólans um nærri hálfrar aldar skeið. Ég var fenginn til að kenna við skólann haustið 1989 og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vinna með mínum gömlu kenn- urum og einna vænst þótti mér um að fv. skólastjóri skólans, Jónas Sigurðsson, var öll árin prófdómari hjá mér í stærð- fræði. Þessi sex ár eru mér einkar kær í minningunni og átti Vil- mundur Víðir ekki minnstan þátt í því. Við höfum í gegnum tíðina unnið saman að fjölmörg- um verkefnum er lúta að sigl- ingafræði og sjómennsku al- mennt. Nú síðast las hann yfir, ásamt öðrum, bók mína Sjó- mannabók sem út kom fyrir nokkrum árum á vegum Sigl- ingastofnunar. Auk þess þýdd- um við nokkrir kennarar skól- ans norska bók fyrir sjómenn undir handleiðslu Víðis, en Ör- lygur Hálfdánarson bókaútgef- andi fékk hann til verksins. Við þessir sömu tókum líka saman kennsluefni í siglingafræði meðan ég kenndi við skólann. Undanfarin misseri ræddum við Víðir heilmikið um siglingar norrænna manna á landnáms- öld og með hvaða hætti þeir notuðu silfurberg og önnur áhöld til að rata á milli landa. Þetta þarf að kanna mun betur sagði hann og bað mig að halda áfram þeirri athugun sem ég geri með glöðu geði og lít á sem okkar verkefni. Nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka Víði fyrir einkar góða kennslu í upphafi, hvatningu, ráðleggingar og föðurlegar um- vandanir að sjálfsögðu í gegn- um tíðina. Vilmundur Víðir er í hópi allra bestu kennara sem ég hef kynnst, fagmaður fram í fingurgóma, kennari af lífi og sál en fyrst og fremst góður maður. Jóhönnu, vinkonu minni, og fjölskyldunni sendi ég innilegar samúðarkveðjur og þakka fyrir allt og allt. Á heim- ili þeirra hef ég átt margar góðar stundir og ætíð notið gestrisni og vináttu. Hvíli minn kæri vinur í friði. Páll Ægir Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.