Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Arctic Trucks Kletthálsi 3 110 Reykjavík sími 540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.isEXPLORE WITHOUT LIMITS ® Vandaðar plasthlífar á flestar gerðir bifreiða. Hlífa bílnum gegn grjótkasti og varna lakkskemmdum. • Húddhlífar • Gluggavindhlífar • Ljósahlífar PLASTHLÍFAR Páll Vilhjálmsson skrifaði í gær-kvöldi í tilefni af því að þrjár konur sögðu sig úr Sjálfstæðis- flokknum vegna óánægju með nið- urstöðu í prófkjöri: „Kynjakvóti er valdboð um hlutföll kynja á framboðs- lista. Valdboð getur ekki verið merki um frjálslyndi, eins og þrjár sjálfstæðis- konur segja á fés- bók.    Og að lýðræð-islegar kosn- ingar séu merki um íhaldssemi er enn langsóttara. En það hentar Viðreisn ágætlega að fá vottorð frá sjálfstæðiskonum að handval Bene- dikts formanns á framboðslista sé merki um frjálslyndi.“    Sigurður Sigurðarson brást viðsömu fésbókarfærslu og sagði: „Þrjár mætar konur segja sig úr Sjálfstæðisflokknum. Ekki af því að þær séu á móti stefnu flokksins, framkvæmd hennar, fólkinu sem skipar forystuna … Nei, þær eru á móti þeim sem tóku þátt í prófkjör- unum. Þetta er undarlegt og fátítt.    Aldrei hefur óánægja með kjós-endur og stuðningsmenn orðið til þess að fólk hafi sagt sig úr stjórnmálaflokki. Yfirleitt er þetta á hinn veginn. Þá fylgja oftast for- mælingar og tal um að flokkur og forysta hafi brugðist, gengið gegn lýðræðinu og svo framvegis. Núna segja hinar burtflúnu kon- ur að lýðræðislegt val kjósenda hugnist þeim ekki.“    Pólitísk umræða er vissulegakomin í miklar ógöngur þegar því er haldið fram að lýðræðisleg niðurstaða sé andstæð frjálslyndi. Páll Vilhjálmsson Er frjálslyndi ólýðræðislegt? STAKSTEINAR Sigurður Sigurðarson Veður víða um heim 22.9., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 9 skýjað Akureyri 11 skýjað Nuuk 2 heiðskírt Þórshöfn 11 heiðskírt Ósló 15 rigning Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Stokkhólmur 13 alskýjað Helsinki 11 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 16 skýjað Dublin 14 léttskýjað Glasgow 13 heiðskírt London 19 rigning París 21 skýjað Amsterdam 21 skýjað Hamborg 19 heiðskírt Berlín 18 léttskýjað Vín 16 heiðskírt Moskva 8 rigning Algarve 23 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 23 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Róm 22 rigning Aþena 20 rigning Winnipeg 12 heiðskírt Montreal 21 léttskýjað New York 26 léttskýjað Chicago 23 léttskýjað Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:16 19:25 ÍSAFJÖRÐUR 7:20 19:30 SIGLUFJÖRÐUR 7:03 19:13 DJÚPIVOGUR 6:45 18:55 Í tilefni 50 ára afmælis Mennta- skólans við Hamrahlíð verður hald- ið minningarmót um Guðmund Arn- laugsson, fyrsta rektor skólans, sunnudaginn 25. september. Skák- mótið er síðasti viðburður afmæl- isdagskrár sem staðið hefur yfir þessa viku. Heildarverðlaun eru 100.000 kr. og tefldar verða 11 umferðir með umhugsunartímanum 4+2. Eldri nemendur úr MH er boðnir sér- staklega velkomnir til leiks, segir í frétt á heimasíðu Skáksambands- ins. Meðal þegar skráðra keppenda má nefna stórmeistarana Jóhann Hjartarson, Hjörvar Stein Grétars- son og Þröst Þórhallsson. Mótið hefst kl. 14 og teflt verður í hátíðarsal skólans. Í upphafi móts verður Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslend- inga, með stuttan fyrirlestur um mikilvægi Guðmundar Arnlaugs- sonar fyrir íslenskt skáklíf. Guð- mundur var á sinni tíð mjög öflugur skákmaður og varð Íslandsmeistari árið 1949. sisi@mbl.is Minningar- mót um Guðmund Guðmundur Arnlaugsson Formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna og tveir fyrrverandi formenn hafa sagt sig úr Sjálfstæð- isflokknum. Helga Dögg Björgvins- dóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Jar- þrúður Ásmundsdóttir sendu tilkynningu til fjölmiðla í gær um úr- sögn sína. Landssambandið var gagnrýnið á kynjahlutföllin á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi og segir í til- kynningunni að þær telji nú full- reynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum. „Af þessari kröfu viljum við ekki gefa neinn afslátt. Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir áhyggjur af niðurstöðunni og bendir á að prófkjörsleiðin sé ekki galla- laus. „Við höfum séð of mörg dæmi á undanförnum árum um að prófkjör sé ekki leið til breytinga, þ.e.a.s. þeir sem sitja fyrir á fleti eru almennt líklegri til að komast betur frá próf- kjörum en nýir frambjóðendur.“ Hann segir þó að einblínt sé um of á niðurstöðuna í Suður- og Suðvest- urkjördæmi, konur hafi unnið glæsi- lega sigra í öðrum kjördæmum. Þrjár ganga úr Sjálfstæðisflokknum  Ósáttar með kynjahlutföll á framboðslistum Prófkjörsleiðin ekki gallalaus Úrsögn Helga Dögg Björgvins- dóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir og Jarþrúður Ásmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.