Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Nú eins og oft áður er tekist á um það með hverjum hætti sjávarútvegur hér á landi skuli rekinn. Há- vær er sú krafa að auð- lindarentan renni til þjóðarinnar og arður- inn gangi til þjóðar- innar. Mögnuð hefur verið nú og áður óvild í garð þeirra sem stunda fiskveiðar og óbeint vinnslu, þar sem veiðar og vinnsla eru á hendi sama að- ila, og þeir kallaðir ýmsum illum nöfn- um. Ekki er unnt að mæla á móti því að þeir sem fengið hafa úthlutaðar afla- heimildir eru í sérstöðu og njóta vissu- lega sérréttinda. Eðlilegt er að þeir sem njóta sérréttindanna greiði sér- staklega fyrir þau, líkast til eru allir landsmenn sammála um það. Ágreiningurinn snýst í fyrsta lagi um það hvernig greiða eigi fyrir sér- réttindin og hversu há greiðslan eigi að vera. Inn í þennan ágreining blandast um- ræðan um arðinn af auðlindinni og óljós hugmynd um uppboð á frjálsum markaði (fiskmörkuðum). Andspænis tillögunni um markaðs- lausn til að ná auðlindarentunni (hver sem hún nú er) stendur til að ná henni með einum eða öðrum hætti í gegnum núverandi kerfi. Í síðari kostinum er vitað um uppbyggingu og eðli kerfisins og tiltölulega auðvelt að koma á sér- skattlagningu með hliðsjón af því hver auðlindarentan er talin vera og eigi að innheimta sérstaklega. Margt er óljóst um uppboðsleiðina og hver auðlindarentan sé, raunar má skilja á talsmönnum uppboðsleið- arinnar að auðlindarentan birtist á hin- um frjálsa markaði sem verð á markaði. Það er ekki óeðlileg krafa að tals- menn uppboðsleiðarinnar svari eft- irfarandi spurningum. – Hvað er auðlindarenta í fisk- veiðum? – Hver var auðlindarentan síðast- liðin sjö ár bæði í „absólút“ tölum og svo sem hlutfallstala annars vegar af heildarfjármagni bundnu í fiskveiðum og hins vegar af eigin fé? – Þegar rætt er um uppboð er þá verið að tala um 22 aðskilda markaði, einn markað fyrir hverja kvótasetta tegund? Hvernig á fara með fisk unninn úti á sjó (verksmiðjutogara)? – Þar sem tímalengd fenginnar veiðiheimildar gegnum markað skiptir miklu um þátttöku og samsetningu hinna ýmsu báta/skipaflokka er nauð- synlegt að fyrir liggi til hversu langs tíma veiðileyfin verða. Því er spurt: Hver yrði leyfistíminn? Vinnsla sjávarafurða er ýmist í höndum þeirra sem veiða fiskinn eða þeirra sem kaupa fisk á fiskmörkuðum í dag og byggist hún á eftirspurn er- lendra kaupenda. Huga þarf að því hvort boðuð uppboðsleið kynni að setja umrædd viðskipti í uppnám, í það minnsta til skamms tíma. Um fleira mætti spyrja svo sem byggðasjónarmið, samþjöppun og at- vinnuöryggi þeirra 7.800 einstaklinga sem hafa lifibrauð sitt af fiskveiðum og vinnslu, árið 2015 störfuðu 4.100 í fisk- veiðum og 3.700 í fiskvinnslu. Þetta eru raunar álitamál, hvort sem er í núver- andi kerfi eða umræddu uppboðskerfi, og kallar í báðum tilvikum á afskipti hins opinbera og ekki borðleggjandi að þau yrði viðráðanlegri/minni ef upp- boðsleiðin yrði farin. Það er vonandi að Íslendingar rasi ekki um ráð fram í viðleitni sinni til að ná sátt um eina af grunnstoðum eigin tilveru. Álitamál í sjávarútvegi Eftir Þorbjörn Guðjónsson Þorbjörn Guðjónsson » Í umræðunni nú og raunar fyrr hefur uppboðsleiðinni verið hampað og núverandi fyrirkomulagi talið allt til foráttu. Spurt er spurninga sem svara þarf. Höfundur er cand. oecon. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð 1. október 2014, í víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins, við samein- ingu Heilbrigðisstofn- unar Suð-Austurlands (HSSa), Heilbrigð- isstofnunar Suður- lands (HSu) og Heil- brigðisstofnunar Vestmannaeyja (HSVe). Formleg sameining tók gildi 1. janúar 2015. Heildarframlag til HSU á fjárlög- um 2016 er liðlega fjórir milljarðar króna og hjá stofnuninni starfa ríf- lega 500 manns. Fjöldi íbúa í umdæminu er um 27.000. Hlutverk HSU er að leggja grunn að skipulagi almennrar heil- brigðisþjónustu og tryggja íbúum í heilbrigðisumdæmi Suðurlands og öðrum þjónustuþegum, s.s. ferða- mönnum á svæðinu, jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Þessar upplýsingar er að finna inni á www.hsu.is: „… aðgang að bestu heilbrigð- isþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Þessi texti er bæði réttur og rang- ur, að því leyti að ekki eru heilsu- gæslurnar allar opnar á skrifstofu- tíma, þær heilsugæslur sem opnar eru á skrifstofutíma eru:  Hveragerði 8-16 alla virka daga.  Selfoss 8-16 alla virka daga.  Heilbrigðisstofn- unin í Vestmannaeyjum 8-16 alla virka daga.  Heilbrigðisstofnun Suðurlands 8-16 alla virka daga.  Þorlákshöfn 8-16 alla virka daga.  Hornafjörður 8-16 alla virka daga.  Ragnárþing 8-16 alla virka daga.  Laugarás er opinn 8.30-16.30 alla virka daga. Hjá þeim sem eru í smærri sveit- arfélögum er opið í mjög stuttan tíma.  Kirkjubæjarklaustur: mánudagar 13-16 þriðjudagar 9-12 miðvikudagar 9-12 fimmtudagar 13-16 föstudagar 9-12  Vík, 9-12 alla virka daga. Flúðir: Yfir vetrartímann tekur læknir á móti eldri borgurum að Heimalandi, Flúðum, þriðja fimmtudag í mánuði. Utan afgreiðslutíma er vaktþjónusta lækna á Selfossi alla virka daga frá kl. 16-18 og um helgar frá kl. 10-12. Á öðrum tímum sinnir vaktlæknir þjónustunni á Bráða- og slysamót- töku, ef þú býrð ekki í grennd við Selfoss þá mátt þú bara kaupa lík- kistuna þína og greiða fyrir leiði, þær upplýsingar sem þú færð frá HSU eru þessar: „Sími vaktþjónustu lækna og hjúkrunarfræðinga á HSu er 1700, í neyðartilvikum hringið í 112 ef um slys eða alvarleg veikindi er að ræða þar sem bráðrar þjónustu er þörf.“ Nú rennur sú spurning upp hvað skuli gera ef þú þarft að komast á spítala sem fyrst, gefum okkur það að þú búir í Vík, þú veikist skyndi- lega og verður að hringja á sjúkra- bíl, þá kemur sjúkrabíll frá Vík sem þarf að keyra þig til Selfoss, þar mætir hann sjúkrabíl frá Selfossi sem tekur við sjúklingnum og keyrir hann til Reykjavíkur, nú hefur dýr- mætum tíma verið eytt í að færa sjúkling á milli bíla, þetta býður hættunni heim. Hversu lengi eigum við lands- byggðaríbúar að taka því að við fáum ekki þá grunnþjónustu þar sem við búum? Hversu margir þurfa að deyja áður en fjármagnið verður aukið? Það bíður næstu ríkisstjórnar stórt verkefni að lagfæra þetta kerfi sem hefur verið fjársvelt árum sam- an. Kæru íbúar Suðurkjördæmis, ég náði ekki sæti á listanum í prófkjör- inu en það þýðir ekki að ég muni ekki halda áfram að berjast fyrir réttlætinu, skattafslætti eða stór- auknu fjármagni, okkur vantar að minnsta sex milljarða á ári í okkar kjördæmi fyrir heilbrigðismálin. Á næstu mánuðum mun ég heim- sækja kjördæmið frá Höfn og alla leið í Vogana, vona að þið takið öll vel á móti mér og mætið á þá fundi sem ég mun auglýsa þegar nær dregur á Facebook-síðu minni. Sex milljarðar aukalega á ári Eftir Kristján Óla Níels Sigmundsson » Til hvaða sveitarfé- laga getur þú farið ef þú veikist og hvenær? Þeir sem búa í Reykja- vík búast við því að þeir geti leitað sér þjónustu hvenær sem er. Kristján Óli Níels Sigmundsson Höfndur er fv. frambjóðandi í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Suður- kjördæmi. Í Morgunblaðinu 12. september sl. er frétt frá umhverfis- og auðlinda- ráðherra er varðar rjúpnaveiði í október og nóvember nk. Ekki ætla ég að leggja mat á þær upplýsingar sem hafðar eru til hlið- sjónar hjá ráðherra þegar hann ákveður veiðidagafjölda og fjölda veiddra fugla. Hver skyldi vera ástæða þess að rjúpnastofninn er að nokkrum hluta ekki stærri en hann mælist undanfarin ár? Ég hef áður beint orðum mínum til umhverfis- og auðlindaráðherra þess efnis hversu villti íslenski refastofninn heggur stór skörð í fulgalífið á landinu, en án áheyrnar um að fækka refum í landinu með því að leggja til fjár- magn í þeim tilgangi. Á vetrum er rjúpan stór liður í fæðu refa og lík- legt má telja að minnst 10 þús. refir éti fjölda rjúpna á ári og eyðileggi rjúpnavarp. Núverandi umhverfisráðherra er á förum úr sínu ráðuneyti innan skamms og vona ég að sá er við tek- ur horfi betur til umræddra þátta í íslenskri náttúru. Þorgils Gunnlaugsson. Port Salut er veislukostur Ég óska eftir því að Port Salut-ostur verði framleiddur aftur hér á landi. Nokkur ár eru liðin síðan fram- leiðslu hans var hætt og finnst mér það ótækt. Örn Jónsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Refir éta rjúpur Rjúpur Fjármagn ætti að auka til að fækka ref að mati bréfritara. Ráðgjöf og þjálfun nolta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.