Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 ✝ GuðmundaKristjana Jóns- dóttir fæddist á Saurum í Keldudal í Dýrafirði 29. október 1922. Hún lést 8. september 2016. Foreldrar hennar voru hjónin Halldóra Gests- dóttir, húsfreyja á Saurum, f. 19. mars 1884, d. 6. júlí 1972, og Magnús Jón Samúelsson bóndi þar, f. 13. september 1869, d. 26. júní 1931. Systkini Guðmundu voru: Ingibjörg Andrea Jónsdóttir, húsfreyja í Fremri-Breiðadal Ön., f. 23. jan- úar 1918, d. 24. júní 1993, og Gestur Jónsson, bóndi í Skaft- holti Gnúp., f. 7. október 1924, d. 27. janúar 2015. Uppeld- issystkini Guðmundu voru Guð- mundur J. Kristjánsson meina- tæknir, f. 11. júní 1911, d. 23. júlí 2000, og Svanhildur Á. Sig- urjónsdóttir þjónn, f. 5. maí 1927. Dóttir Guðmundu fyrir gift- ingu: 1) Svala Halldóra Stein- grímsdóttir, fv. starfsmaður Selfossbæjar, f. 1942, fv. maki 1, Hjörtur Sæmundsson lög- reglumaður, f. 1937, fv. maki 2, 1959, fv. maki Már Jónsson vél- fræðingur, f. 1953, þau eiga fimm börn. 8) Áslaug Ívars- dóttir kennari, f. 1959, maki Pálmi Vilhjálmsson mjólk- urverkfræðingur, f. 1959, þau eiga fjögur börn. 9) Ingibjörg Ívarsdóttir sjúkraþjálfari, f. 1961. Ömmubörn Guðmundu eru 26, langömmubörnin 28 og langalangömmubörnin tvö. Guðmunda missti föður sinn átta ára gömul og fór að vinna fyrir sér upp úr fermingu. Þá fór hún sem vinnukona að Úlfs- stöðum í Skagafirði í tvö ár og þaðan til Reykjavíkur í stríðs- byrjun. Þar var hún í vistum en fór svo að vinna á saumastofu Andrésar klæðskera og lærði herrafatasaum. Árið 1943 fór hún sem vinnukona að Baugs- stöðum með Svölu dóttur sína á fyrsta ári. Þá kynntist hún Ívari og þau fóru að búa á Vorsa- bæjarhóli árið 1946. Ívar lést ár- ið 1963 en Guðmunda bjó áfram á jörðinni með börnum sínum um fimm ára skeið. Hinn 1. júní 1968 giftist hún Ólafi Sigurðs- syni frá Syðri-Gengishólum, f. 27. janúar 1919, d. 17. júlí 2010, þau skildu. Þau bjuggu á Vorsabæjarhóli til 1977 en flutt- ust þá á Selfoss. Guðmunda fluttist að Grænumörk 5 Selfossi árið 2005 og þar var heimili hennar eftir það. Útför Guðmundu fer fram frá Gaulverjabæjarkirkju í dag, 23. september 2016, og hefst at- höfnin klukkan 14. Skúli Hróbjartsson vélamaður, f. 1946. Svala á fjögur börn. Faðir hennar var Steingrímur Egill Þorkelsson sjómaður, f. 27. september 1911, d. 18. apríl 1980. Hinn 25. október 1947 giftist Guð- munda Ívari Kr. Jasonarsyni bónda og hreppstjóra á Vorsa- bæjarhóli, f. 5. júlí 1910, d. 30. júlí 1963. Börn þeirra eru: 2) Helga Ívarsdóttir fv. skrif- stofumaður OR, f. 1946, maki Guðjón Hákonarson trésmiður, f. 1941, látinn, þau eiga fjögur börn. 3) Markús Kristinn Ív- arsson bóndi, f. 1947, fv. maki Helga Bjarnadóttir sjúkraliði, f. 1955, þau eiga tvö börn. 4) Jón Magnús Ívarsson rithöfundur, f. 1948, fv. maki 1, Jóna Bald- ursdóttir sjúkraliði, f. 1953, fv. maki 2, Katrín H. Jónsdóttir kennari, f. 1956. Jón á tvö börn. 5) Jason Ívarsson kennari, f. 1953, maki Hulda Sváfnisdóttir íþróttakennari, f. 1954, þau eiga fimm börn. 6) Drengur Ívars- son, f.d. 7.11. 1955. 7) Margrét Ólöf Ívarsdóttir kennari, f. Nú er hún mamma mín farin frá okkur. Hún hefur verið til staðar alla mína ævi en allt tekur víst enda að lokum. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um hana móður mína, sem fæddist í torfbæ í afskekktum dal undir vestfirskum fjöllum. Hún missti föður sinn barn að aldri og varð sem unglingur að fara í annan landshluta til að vinna fyrir sér hörðum höndum. Aðeins tvítug að aldri fór hún austur að Baugsstöðum með Svölu systur á fyrsta ári til að leita að nýrri framtíð fyrir þær mæðgur. Og hún fann hana þegar hún kynntist pabba og þau fóru að búa á Vorsabæjarhóli. Ekki var aðkoman glæsileg. Bærinn búinn að vera í eyði í ára- tug, húsin léleg, ekkert rafmagn, ekkert nothæft vatn. „En maður var svo bjartsýnn og var ekki að setja neitt fyrir sig,“ sagði mamma. Hún eignaðist okkur átta systkinin og við hin eldri ól- umst upp í litla gamla bænum þar sem vindar blésu inn um glugga og dyr í vestanátt. En börnin voru hraust, sagði mamma, og þakkaði það hreina loftinu. Mikið var nú gott að geta leit- að til mömmu þegar maður var lítill og hafði dottið og meitt sig og hún tók mann í fangið og reri með mann og söng fallegar vísur. Þá bötnuðu öll heimsins mein á augabragði. Mömmu fannst gaman að syngja, hún söng oft við verkin og hafði afar fallega söngrödd. Svo þýða og hljómmikla að hún bar uppi kirkjukórinn þegar hún söng við messu í Gaulverjabæ. Hún kunni öll lög og enn heyri ég hana fyrir mér að syngja Rósina, sem var einkennislag hennar. Það var engu líkt. Pabbi varð hreppstjóri og odd- viti og sá um skattaskýrslur fyrir marga í sveitinni. Það var mikill gestagangur og alltaf fannst mér mamma vera að baka og bera á borð fyrir gesti og fáir voru dag- arnir á vetrinum þegar enginn kom. Þetta bættist á hana auk þess að sjá um matinn, sjá um okkur börnin, sauma á okkur föt- in, prjóna sokka og peysur á allan hópinn og þegar hún komst út með hrífuna sína á sumrin fór nú heyvinnan aldeilis að ganga. Hún var bæði fljótvirk og velvirk. Prjónaði lopapeysur í hundraða- tali og seldi en andvirðið ýmist gaf hún eða lánaði, hún var gjaf- mild kona. Hvernig hún fór að þessu öllu skildi ég eiginlega aldrei en hún var ekkert mikið að velta því fyrir sér. Hún gerði þetta bara. Saumaklúbburinn í Vorsabæj- arhverfinu og nágrenni var líka mikil upplyfting fyrir konurnar á bæjunum. Þær voru svo miklar vinkonur, hittust þarna hálfs- mánaðarlega eftir áramót og saumuðu í og svo var alltaf veisla þegar karlarnir komu á jeppun- um sínum að sækja þær. Þetta gaf mömmu mikið, hún var svo mikil félagsvera. Ekki hafði hún síður gaman af að spila vist þegar árin færðust yfir og kunni betur við að vinna en tapa. Árin í Græn- umörkinni voru henni góð og þar átti hún mörgum vinum að mæta. Mamma var sérlega um- hyggjusöm og alltaf meira með hugann við velferð okkar barnanna en sína eigin. Kjarna- kona sem stóð keik til hinstu stundar. Ótrúlega minnisgóð og vel með á nótunum andlega en líkamsorkan var á þrotum og það var gott að hún fékk að fara þeg- ar svo var komið. Vertu sæl mamma mín og þakka þér fyrir allt. Jón M. Ívarsson. Mamma var ung þegar hún missti föður sinn og þá tók við hörð lífsbarátta sem gerði hana að þeirri dugnaðarkonu sem hún var alla tíð. Það var ekki auðvelt að hefja búskap á jörð sem hafði verið í eyði í nokkurn tíma. Hún eign- aðist níu börn og átta þeirra kom- ust á legg. Þrátt fyrir mikið ann- ríki á stóru heimili þá gaf hún sér alltaf tíma til þess að leggja sig eftir matinn. Það hefur væntan- lega hjálpað til við það hversu heilsuhraust hún var. Söngur var hennar yndi og hún hafði mikla og góða söngrödd og var einn af máttarstólpum kirkjukórsins í sveitinni. Eftir að hún flutti á Selfoss söng hún með Hörpukórnum. Mamma kunni að meta góðan kveðskap og gat farið með ljóð og vísur fram á síðasta dag. Við dáðumst að því hversu minnug hún var. Sem dæmi þá mundi hún afmælisdaga allra af- komenda sinna og margra sam- ferðamanna. Fyrr á árum saumaði hún föt og prjónaði eftir því sem heim- ilisfólkið þurfti. Í seinni tíð prjón- aði hún lopapeysur sem voru eft- irsóttar. Þrátt fyrir sjóndepurð síðustu árin prjónaði hún sokka eftir minni. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur og vildi ekki skulda neinum neitt. Þessu kom hún til skila til okkar. Við systkinin höfðum oft gam- an af því hversu sterkar skoðanir hún hafði á mönnum og málefn- um og lá ekkert á þeim. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængja víddir vorsins yl og sólarljós. Ég held ég skynji hug þinn allan hjartasláttinn rósin mín. Er kristallstærir daggardropar drjúpa milt á blöðin þín. (Guðmundur Halldórsson) Við kveðjum mömmu með þökkum og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Helga, Markús, Jason, Áslaug og Ingibjörg. Það var alltaf gaman að koma til ömmu á Selfossi. Hún átti yf- irleitt nýbakaðar kleinur og ann- að góðgæti en upp úr stóð kand- ísinn í skúffunni. Þegar pabba þótti nóg um sælgætið var því skipt út fyrir harðfisk með smjöri. Amma var mikil prjónakona og átti kistu sem var alltaf full af prjónagersemum. Hún bauð okk- ur oft að velja eitthvað úr henni og sá þannig til þess að okkur væri hlýtt á tám og fingrum. Jólaboðin í Lambhaganum voru eftirminnileg með heitu súkkulaði og spilamennsku. Einnig er minnisstætt hvað hún söng mikið fyrir okkur og sagði sögur frá fyrri tíð. Eitt af því sem við gerðum saman var að setja niður lauka á haustin og á sumrin gekk amma með okkur um fallega garðinn sinn og sýndi okkur afraksturinn. Hvíl í friði, elsku amma. Anna Elín, Inga, Sigríður, Linda og Ívar Kristinn Jasonarbörn. Nú þegar við kveðjum Guð- mundu Jónsdóttur, eða Mundu í Hól, eins og hún var venjulega kölluð, verður okkur hugsað til æskuáranna. Þrír bæir voru í hverfinu okkar; Vorsabær, Vorsabæjarhóll og Vorsabæjar- hjáleiga, og voru allir bændurnir skyldir. Faðir okkar og Ívar, maður Mundu, voru bræður, en þriðji bóndinn og bræðurnir voru systkinasynir. Allir krakkarnir voru því frændfólk og voru það samtals 17 börn fædd á 22ja ára tímabili. Auk þess voru alltaf ein- hver aukabörn á heimilunum, sem send voru í sveit á sumrin og þótti okkur góð tilbreyting að fá þau. Samband var mikið á milli bæjanna og bar þar aldrei skugga á. Það var mikið leikið saman og hið mesta fjör oft á tíð- um. Við höfðum leggjabú á milli bæjanna og bjuggum til sveitar- félög. Þangað hlupum við í mat- artímunum á sumrin á meðan foreldrarnir lögðu sig eftir há- degið. Svo var hrópað á okkur að koma heim og halda áfram í hey- skapnum. Konurnar voru heimavinnandi á þeim árum enda nóg að gera með hóp af börnum. Þær saum- uðu, prjónuðu, bökuðu og suðu. Munda var sérstaklega flink í prjónaskapnum og skipta þær tugum eða hundruðum lopapeys- urnar sem hún prjónaði. Dugn- aður hennar var einstakur og grunar mig að oft hafi verið vak- að fram eftir nóttu við sauma- skap og annað sem gera þurfti. En Munda hafði líka gaman af að lesa. Ívar gaf henni bók eftir Guðrúnu frá Lundi á hverjum jól- um og munum við vel þegar hún var að segja mömmu okkar frá nýjustu bókinni, yfir sig hrifin. Þær gerðu sér fleira til gamans konurnar í hverfinu. Þær stofn- uðu saumaklúbb og buðu fjórum konum á næstu bæjum að vera með. Þetta voru hátíðisdagar og stórveislur sem stóðu frá hádegi fram eftir degi. Munda var hrók- ur alls fagnaðar og glaðbeitt. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær óspart í ljós. Okkur krökkunum þótti ekki slæmt að fylgjast með umræðun- um, svona álengdar, en við mátt- um ekkert trufla. Á einhverju stórafmæli klúbbsins buðu þær eiginmönn- um sínum til Reykjavíkur og var borðað og skemmt sér á Hótel Sögu, sem var óalgengt í þá daga. Munda var mjög söngelsk kona og hafði mikla og fallega rödd. Hún var í kirkjukórnum og það voru foreldrar okkar líka. Þegar söngæfingar voru kom hún alltaf gangandi yfir til okkar, bað um vatn að drekka og svo fóru þau þrjú saman á æfingarn- ar. Það var alltaf svo mikil til- hlökkun í svip Mundu og þau ræddu óspart hvaða sálma eða stólvers Pálmar söngstjóri mundi nú hafa á næstu hátíð. Ívar lést árið 1963 af slysför- um og var það mikill harmur fyrir okkur öll en Munda hélt áfram búskap af einskærum dugnaði og kom upp sínum átta mannvæn- legu börnum, ásamt barna- barninu Jónínu. Ólafur Sigurðs- son var seinni maður Mundu, byggði upp á jörðinni og studdi hana vel. Í okkar augum var Munda hetja. Hún náði að verða 93ja ára gömul. Við systkinin frá Vorsabæ þökkum Mundu af alhug sam- veruna. Okkur er söknuður í huga. Helgi, Ragnheiður, Kristín og Sveinbjörg Stefánsbörn. Guðmunda Kr. Jónsdóttir ✝ Steindóra Sig-ríður Steins- dóttir fæddist 18. júlí 1934 í Reykja- vík. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 14. september 2016. Hún var dóttir hjónanna Stein- dóru Kristínar Al- bertsdóttur, f. 31. júlí 1903 á Bíldudal, d. 7. febr- úar 1980, og Steins Jónssonar, f. 24. júlí 1902 í Reykjavík, d. 20 júlí 1973. Systkini Steindóru eru Sigurður, f. 5 október 1930, d. 22 september 2002, Gyðríður, 17. desember 1931, d. 30. ágúst 1996, Jóhanna Guðrún, f. 18. Elínu Klöru Svavarsdóttur, f. 23. desember 1953. Börn þeirra eru: a) Steindóra Sigríður og á hún tvö börn, sambýlismaður hennar er Kristinn Guðbrands- son. b) Íris Dögg, gift Einari Guðberg Einarssyni, og eiga þau tvö börn. c) Helgi Dan, gift- ur Júlíu Jörgensen og eiga þau tvö börn. d) Helena Rut, gift Trausta Frey Jónssyni og eiga þau þrjú börn. e) Marella, gift Valgeiri Sigurðssyni. 3) Helgi Valur, f. 22. júní 1956, giftur Erlu Skarphéðinsdóttur, f. 10. janúar 1959, barn þeirra er Helga Vala. Dóttir Helga er Helma Ýr, gift Ólafi Erling Ólafssyni og eiga þau tvo syni. Börn Erlu eru Sara Ósk og á hún eina dóttur og Skarphéðinn Örn, d. 2012. Steindóra stundaði aðallega verslunarstörf, lengst hjá Hag- kaupum í Reykjavík. Útför Steindóru verður gerð frá Akraneskirkju í dag, 23. september 2016, klukkan 13. júlí 1934, Guð- mundur Alberts, f. 21. apríl 1937. Þann 19. sept- ember 1953 giftist Steindóra Helga B. Daníelssyni, f. 16. apríl 1933, d. 1. maí 2014. Synir þeirra eru: 1) Friðþjófur Arn- ar, f. 27. febrúar 1953, giftur Guð- finnu S. Svavarsdóttur, f. 3. ágúst 1950. Börn þeirra eru Þórdís Eik, gift Atla Ágústi Jakobssyni og eiga þau þrjú börn. Helgi Berg, giftur Ragn- hildi Þórunni Óskarsdóttur og eiga þau þrjú börn. 2) Steinn Mar, f. 18. febrúar 1954, giftur Elsku amma Dódó. Við syst- urnar kveðjum með hjarta fullt af þakklæti og ást. Minningarnar og allar góðu stundirnar eru okkur efstar í huga nú þegar komið er að kveðjustund. Við minnumst góða tímans með ykkur afa í Fellsmúlanum, þar sem við vorum ávallt vel- komnar, hvort sem við vorum einar á ferð eða með heilu fót- boltaliðin í eftirdragi. Allar Reykjavíkur ferðir hóf- ust á því að afi sótti mann í Akraborgina og þaðan var brunað beint í Hagkaup þar sem amma beið okkar með út- breiddan faðm og leyfði okkur að velja leikfang eða gotterí. Amma var frábær handa- vinnukona, því miður erfðist það ekki til okkar systra, en hún saumaði út í heilu sófasett- in og heklaði mörg meistara- verk. Á virkum dögum var hún úti- vinnandi framakona sem breyttist svo í fágaða Chanel no.5 drottningu á kvöldin og um helgar. Pelsarnir, dragtirnar, leðurhanskarnir, háu hælarnir, sokkabuxurnar, naglalakkið, rauði varaliturinn og fallegu veskin sem settu punktinn yfir i-ið. Við fylgdumst með henni klæða sig upp með stjörnur í augunum, og auðvitað passaði hún upp á að afi væri vel til fara líka. Jólin í Fellsmúlanum voru alltaf hápunktur fyrir okkur þar sem stórfjölskyldan kom saman og fagnaði. Amma í ess- inu sínu með allt hreint og fínt og veitingarnar upp á tíu. Það fór samt fyrir brjóstið á okkur ein jólin þegar maturinn var búinn og pakkarnir biðu en ömmu fannst eldhúsgólfið eitt- hvað skítugt og skellti sér á fjórar fætur og byrjaði að skrúbba. Með gúrkur á augunum að „horfa“ á Glæstar á VHS frá því fyrr um daginn minnumst við þín með bros á vör. Takk fyrir allt, elsku amma. Loksins færðu hvíld og færð að vakna með afa þér við hlið. Elskum þig. Þínar, Steindóra, Íris, Helena og Marella. Steindóra Sigríður Steinsdóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI EYVINDS, Klausturhólum, lést á Grenivík föstudaginn 16. september. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 24. september klukkan 11. . Arnar Helgason, Lilja Þóra Stephensen, Ívar Helgason, Sveinlaug Friðriksdóttir, Sævar Helgason, Aný J. Saithong, Rúnar Helgason, Edda Ólafsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, TRAUSTA KLEMENZSONAR rafvirkjameistara, Álfheimum 13, Reykjavík, sem lést af slysförum 3. september. Sérstakar þakkir fær starfsfólk gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut, starfsmenn sjúkraflutninga og sr. Bragi Skúlason. . Klemenz Kr. Traustason, Óskar Traustason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.