Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 HVAR ER SÓSAN? Það má deila um hvort franskar kartöflur komi frá Frakklandi eða Belgíu. En það er óumdeilanlegt að þær eru mun betri með cocktailsósunni okkar. Þú gleymir ekki sósunum frá E. Finnsson. 23. september 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.6 115.14 114.87 Sterlingspund 148.93 149.65 149.29 Kanadadalur 87.05 87.55 87.3 Dönsk króna 17.128 17.228 17.178 Norsk króna 13.819 13.901 13.86 Sænsk króna 13.33 13.408 13.369 Svissn. franki 117.33 117.99 117.66 Japanskt jen 1.1296 1.1362 1.1329 SDR 159.78 160.74 160.26 Evra 127.69 128.41 128.05 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.2347 Hrávöruverð Gull 1319.6 ($/únsa) Ál 1563.0 ($/tonn) LME Hráolía 46.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Aðeins 14% lána íslenskra fyrirtækja eru eingöngu verð- tryggð samkvæmt nýrri könnun Sam- taka atvinnulífsins meðal aðildar- fyrirtækja sinna. Ekki er mikill munur á hlutfalli milli verð- tryggðra og óverðtryggðra lána eftir því hvort fyrirtækin eru í útflutnings- starfsemi eða ekki. Til dæmis eru 51% útflutningsfyrirtækja eingöngu með óverðtryggð lán. Alls var í 49% tilvika eingöngu um óverðtryggð lán fyrirtækja að ræða og í 21% tilvika voru 51-90% lánanna óverð- tryggð. Í 14% tilvika voru lánin eingöngu verðtryggð, eins og fyrr segir, og í 16% tilvika voru 10-50% verðtryggð. Þá kemur fram í könnuninni að láns- fjármögnun er í yfirgnæfandi meirihluta tilvika, eða 72%, einungis innlend. Í 9% tilvika voru þau eingöngu erlend. Fyrirtækin taka mest óverðtryggð innlend lán STUTT BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Núverandi félagsmaður í Kaup- félagi Kjalarnessþings hefur, ásamt fyrrverandi stjórnarmanni í félaginu, kært framkvæmd fé- lagsfundar í kaupfélaginu sem haldinn var 23. ágúst síðastliðinn. Er kærunni beint til stjórnar kaup- félagsins. Sömuleiðis hefur iðnað- ar- og viðskiptaráðherra verið gert viðvart sem og samvinnufélagaskrá hjá ríkisskattstjóra. Á fundinum var ákveðið samhljóða að slíta fé- laginu, greiða félagsmönnum úr stofnsjóði og verja eigin fé þess til góðargerðarmála á félagssvæðinu. Kæra tvímenninganna lýtur að því að fyrrverandi stjórnarmaður, sem einnig er fyrrverandi félags- maður í kaupfélaginu, mætti til fundarins með umboð frá núver- andi félagsmanni þess, en formað- ur stjórnar kaupfélagsins og lög- maður þess hafi meinað stjórnar- manninum fyrrverandi að sitja fundinn. Vísuðu þeir í því tilliti til laga um samvinnufélög en þar er kveðið á um að félagsmenn einir geti sótt umboð til annarra fé- lagsmanna til að ráðstafa atkvæði viðkomandi. Þau skilyrði hafi stjórnarmaðurinn fyrrverandi ekki uppfyllt þar sem hann er fluttur af félagssvæðinu. Stjórnarmaðurinn fyrrverandi á lögvarða hagsmuni í stofnsjóði kaupfélagsins og verði því slitið munu greiðslur úr sjóðn- um renna til viðkomandi. Neita að greina frá tilboðsgjafa Fyrir skilanefnd félagsins liggur tilboð í eignir þess að fjárhæð 130 milljónir króna. Á fyrrnefndum fé- lagsfundi hinn 23. ágúst kom fram gagnrýni á það að félagsmenn hefðu engar upplýsingar undir höndum um það hver stæði að baki tilboðinu í eignirnar. Morgunblaðið leitaði svara við því hjá Ragnheiði Þorkelsdóttur. Í skriflegu svari frá henni kemur fram að viðræður standi yfir við ákveðinn aðila en að skilanefndin sé bundin trúnaði um þann aðila meðan á þeim stendur. „Þegar og ef samningar takast um sölu eignanna verður hins vegar að sjálfsögðu upplýst hver kaupandi þeirra er.“ Leita farsællar niðurstöðu Eftirgrennslan Morgunblaðsins hefur leitt í ljós að félagið sem gert hefur tilboðið nefnist P102. Félagið er að 100% hluta í eigu einkahluta- félagsins Stekkeyrar sem aftur er jafnri eigu hjónanna Erlu Sesselju Jensdóttur og Gunnars Friðriks Birgissonar. Gunnar segir að á um- liðnum árum hafi leiða verið leitað til að tryggja hagsmuni kaup- félagsins og Mosfellsbæjar. „Stjórn kaupfélagsins og for- svarsmaður P102 hafa undanfarin þrjú ár leitað leiða til að ná sam- komulagi og sátt við Mosfellsbæ um framtíðarnýtingu á lóðunum við Háholt 22-24 sem kaupfélagið á, í kjölfar útburðarmáls sem Mosfells- bær höfðaði vegna leigulóðanna við Háholt 16-18. Viðræðurnar hafa gengið út á að gæta hagsmuna kaupfélagsins en jafnframt að liðka fyrir því að Mosfellsbær fái full yf- irráð yfir lóðunum að Háholti 16-18 til byggingar kirkju og menningar- húss í samræmi við núverandi deiliskipulag. Ekki hefur enn náðst samkomulag við Mosfellsbæ en þess ber að geta að komi til sölu lóðanna í núverandi stöðu hefur Mosfellsbær forkaupsrétt á öllum lóðum og fasteignum félagsins samkvæmt skipulagslögum,“ segir Gunnar. Segja bolabrögðum beitt við slit á kaupfélaginu Deilur Harðar deilur hafa risið um rekstur og slit Kaupfélags Kjalarnessþings en það hætti verslunarrekstri 1997. Ris og fall félagsins » Kaupfélagið var stofnað árið 1950. » Eftir erfið ár hætti það rekstri verslunar í Mosfellsbæ árið 1997. » Um árabil hefur verslunar- húsnæði félagsins við Háholt staðið autt. » Félagið hefur samfellt skilað tapi frá árinu 2007. » Brunabótamat fasteigna þess er 218 milljónir króna.  Félagið P102 á í viðræðum um kaup á eignum félagsins fyrir 130 milljónir króna „Mest aukning í nýskráningu vöru- merkja síðustu ár hefur komið frá ferðaþjónustunni,“ segir Árni Hall- dórsson, sérfræðingur hjá Einka- leyfastofu, en hann flutti erindi ásamt Hönnu L. Karlsdóttur, lög- fræðingi Einkaleyfastofu, á fundi Félags íslenskra gullsmiða í gær. Á Íslandi eru skráð um 60 þúsund vörumerki að sögn Árna og segir hann mikilvægt að eigendur og stjórnendur fyrirtækja séu meðvit- aðir um skráningu vörumerkja sinna, en í ferðaþjónustu starfa mörg smærri fyrirtæki, líkt og gildir í gull- smíði og hönnun. „Skráning vörumerkja er alla jafna ekki vandamál hjá stærri fyrirtækjum, enda eru gjarnan starf- andi lögfræðisvið innan þeirra. Það eru eigendur og stjórnendur smærri og meðalstórra fyrirtækja sem þurfa að vera meðvitaðir um skráningu á vörumerkjum fyrirtækja sinna.“ Skráning eykur vernd Skráning er ekki forsenda vernd- unar vörumerkis en hún tryggir rétt eigenda þess betur. Árni segir fundi Einkaleyfastofu með hagsmunaaðil- um, til dæmis með Félagi íslenskra gullsmiða í gær, því vera mikilvæga. „Skráning getur bæði komið í veg fyrir vandamál og verndað rétt, en helsti kostur skráningar er vernd áður en notkun hefst á merki. Auk þess er hægt að fá úr því skorið, áður en farið er út í kostnaðarsamt mark- aðsstarf, hvort hægt er að fá einka- rétt á merkinu og þá er auðvelt að sanna rétt til vörumerkis ef ágrein- ingur verður. Þess vegna er mikil- vægt að skrá vörumerki.“ vilhjalmur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gull Einkaleyfastofa segir skrán- ingu vörumerkja geta verndað rétt. Hvetja til skrán- ingar vörumerkja  Um 60 þúsund vörumerki skráð hér á landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.