Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
✝ Almar Gests-son fæddist í
Reykjavík 29. októ-
ber 1932. Hann lést
á Landspítalanum í
Reykjavík 12. sept-
ember 2016.
Foreldrar Al-
mars voru Gestur
Kristinn Jónsson
byggingaverka-
maður, f. 11. des-
ember 1906 í Geirs-
hlíð í Miðdölum, Dalasýslu, d. 1.
júlí 1994, og Guðrún Sigurjóns-
dóttir, f. 20. ágúst 1905 í
Hreiðri í Holtum, d. 13. janúar
2003.
Systkini hans voru: 1) Sig-
urjón Hreiðar, f. 28. janúar
1930, 2) Trausti Hafsteinn, f. 28.
október 1931, d. 11. desember
1995, 3) Baldvin, f. 16. ágúst
1934, d. 11. sept-
ember 2015, 4) ósk-
írt meybarn, f. 24.
maí 1943, d. maí
1943, 5) Guð-
mundur Rúnar, f.
28. febrúar 1945, 6)
Kristinn, f. 13. apr-
íl 1947, 7) Gunnar,
f. 13. apríl 1947, d.
8. maí 1970.
Hinn 31. desem-
ber 1960 giftist Al-
mar Elínu Jónsdóttur, f. 24. júlí
1937, d. 31. júlí 2011. Elín og Al-
mar byggðu sér hús á Lind-
arbraut 31 á Seltjarnarnesi og
bjuggu þar frá 1967, en eftir
andlát Elínar flutti Almar að
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi.
Útför Almars fer fram frá
Seltjarnarneskirkju í dag, 23.
september 2016. kl. 15.
Elsku bróðir okkar kvaddi
þennan heim mánudaginn 12.
september eftir stutt veikindi.
Alli, eins og hann var oftast
nefndur, var gleðigjafi mikill og
ávallt kátína og gleði þar sem
hann fór. Hann var vinnusamur
og hjálpsamur og mikið snyrti-
menni, í kringum hann var allt í
röð og reglu. Heimili Alla og
Ellu stóð lengst af við Lind-
arbrautina á Seltjarnarnesinu, í
húsi sem þau byggðu sjálf frá
grunni. Þau voru ófá handtökin
sem Alli lagði í bygginguna og
lóðina í kringum húsið. Þar var
allt fágað og fínt. Eftir að Ella
féll frá fyrir nokkrum árum
flutti Alli sig um set að Skóla-
braut 3 á Nesinu og þangað var
alltaf gaman að koma. Maður
þurfti ekki lengi að ræða við
Alla til að finna að hann var
sanngjarn og heiðarlegur í öll-
um sínum athöfnum en hann
vildi hafa hlutina einfalda, ekki
flækja þá um of.
Foreldrar okkar áttu samtals
átta börn og heimilið var því
alla tíð mannmargt. Þau áttu
aldrei bíl en Alli og Sigurjón,
elsti bróðirinn, keyptu ungir bíl
í sameiningu. Fyrsti bíllinn var
svonefnd „Hagamús“ sem fékk
viðurnefni sitt af því að þessir
bílar stóðu lengi á geymslu-
svæði Eimskips á Högunum í
Vesturbænum sem var í raun
beint á móti heimili foreldra
okkar við Ægisíðuna. „Haga-
músin“ var svo vélarvana að í
flestum brekkum þurftu farþeg-
ar að stíga út og ýta. Síðar átti
Alli eftir að eiga margs konar
bíla sem hann nostraði við svo
eftir var tekið. Hann sinnti for-
eldrum okkar vel með alls kyns
snúningum og bílferðum með
aðdrætti fyrir heimilið, í kart-
öflugarðinn við Miklubrautina
þar sem Kringlan stendur núna
og ferðalög út á land. Í 12-13 ár
var það fastur liður hjá Alla að
aka og sækja móður okkar á
hverjum sunnudegi suður á
Kópavogshæli þar sem yngsti
bróðir okkar var vistmaður.
Fengum við yngri bræðurnir þá
iðulega kærkominn bíltúr.
Við kveðjum Alla bróður og
minnumst glaðværðar hans og
léttrar lundar. Genginn er góð-
ur og vammlaus maður. Við
bræðurnir munum sakna hans.
Við vorum heppnir að eiga Alla
að.
Við vottum öðrum aðstand-
endum hans og vinum og sam-
býlisfólkinu á Skólabrautinni
samúð okkar.
Sigurjón Hreiðar, Guð-
mundur Rúnar og Kristinn.
Í dag kveð ég Almar Gests-
son, eða Alla frænda, eins og ég
kallaði hann alltaf, en Alli var
eiginmaður móðursystur minn-
ar, Elínar Jónsdóttur, sem
kvaddi okkur þann 31. júlí 2011.
Alli var alveg einstakur maður,
algjör öðlingur og góð sál, með
jafnaðargeð, enda alltaf stutt í
gamansemi og hlátur.
Ella og Alli eignuðust aldrei
börn og voru þau okkur systra-
börnum afskaplega kær. Ég
man eftir fyrstu árunum sem við
fjölskyldan komum í heimsóknir
til Íslands, þá var alltaf gist hjá
Ellu og Alla. Seinna byggðu
mamma og pabbi hús við hliðina
á Ellu og Alla og þó að við hætt-
um þá að gista hjá þeim var allt-
af hlaupið yfir til þeirra við
komu til landsins – enda beið
okkar súkkulaðilengja frá Sír-
íusi og mjólkurglas (eða gos fyr-
ir þau sem það vildu). Alli var
mikill barnakarl og einstaklega
þolinmóður og góður, enda man
ég bara eftir einu skipti sem
hann reiddist við okkur og átt-
um við það svo sannarlega skil-
ið. Þegar ég kom til þeirra með
tvíburana mína í heimsókn sat
Alli eða lá með þeim á gólfinu,
lék við þau og sýndi þeim ein-
lægan áhuga og væntumþykju.
Alla fannst gaman að fara í
bíltúra og var hann duglegur að
fara í smárúnta. Hann hafði
gaman af því að hitta fólk og
ættingja. Honum fannst nú
heldur ekki leiðinlegt þegar
strákarnir, eins og hann kallaði
Jónda og Ásgeir, kíktu við hjá
honum og alltaf var hann glaður
þegar pabbi eða önnur systra-
börn kíktu til hans. Alli var dug-
legur að hreyfa sig, fór í sund,
göngutúra og billjard og prufaði
einnig jóga, en við það kynntist
hann samferðafólki sínu á
Skólabrautinni og þar með talið
Soffíu, vinkonu sinni.
Því miður höfðu heimsóknir
mínar til Alla fækkað síðastliðin
ár, en eins og gerist oft gleymir
maður sér í eigin fjölskyldu og
vinnu og ræktar því ekki sam-
böndin eins og maður vildi gera.
Það breytti því þó ekki að þegar
ég kom til hans fékk ég alltaf
innilegt faðmlag frá honum og
svo sátum við í 2-3 klukkustund-
ir og ræddum um daginn og
veginn. Ég taldi mig hafa tíma
til að gera betur og heimsækja
hann oftar, en svo reyndist ekki
vera. Ég hitti Alla einmitt á
spítalanum tæpri viku áður en
hann kvaddi. Var hann orðinn
mjög lasinn, en samt var stutt í
hláturinn hjá honum og því
reiknaði ég með því að hann
mundi stíga upp úr þessum
veikindum. En allt fór fyrir ekk-
ert.
Ég kveð því Alla frænda
minn, með þökk fyrir allt og allt.
Ég er viss um að tekið hafi ver-
ið vel á móti honum hinu megin,
enda fengur að fá hann til liðs
við sig.
Halldóra.
Elsku spræki, glaðlyndi,
brosmildi og umfram allt góð-
hjartaði Alli okkar. Við trúum
því varla enn að þú sért farinn
frá okkur. Þú hefur alltaf verið
hressleikinn uppmálaður og ein-
hvern veginn gerðum við ráð
fyrir að þannig yrði það áfram
og þú yrðir einn af þessum sem
lifa til 100 ára. En lífið er hverf-
ult og fráfall þitt góð áminning
þess.
Þær eru góðar og hlýjar
minningarnar sem við eigum
um elsku Alla. Við systur vor-
um alla tíð duglegar að heim-
sækja þau Alla og Ellu á
Lindarbrautina og síðar Alla á
Skólabrautina. Það var ávallt
vel tekið á móti okkur og oftar
en ekki var það Alli sem bar
fram veitingarnar. Appelsín,
suðusúkkulaði og Homeblest-
súkkulaðikex var yfirleitt á boð-
stólum, sem var heldur betur
ljúft fyrir smástelpur eins og
okkur sem fengum slík sætindi
sjaldan. Svo var spilað og
spjallað um allt milli himins og
jarðar og rökrætt og hlegið
þess á milli. Töfrabrögð Alla
eru okkur einnig minnisstæð,
en hann gat til að mynda tekið
af sér þumalfingurinn og notað
gleraugun til stækka á sér aug-
un, sem okkur fannst mjög
merkilegt á yngri árum.
Alli hafði alltaf mikinn áhuga
á því sem við vorum að gera og
skildi ósköp vel íþróttaáhuga
okkar systra enda íþróttamaður
sjálfur og fyrrverandi fimleika-
strákur. Á móti vorum við sér-
staklega áhugasamar um bak-
grunn hans úr fimleikum, sem
hann hafði gaman af að segja
okkur frá. Síðustu árin var Alli
duglegur að fara í sund og
hreyfa sig og oftar en ekki tók
hann nokkrar hnébeygjur fyrir
okkur heima í stofu. Hann eign-
aðist marga góða vini á Skóla-
brautinni sem hann kunni vel
að meta og honum virtist líða
vel enda einn sá allra jákvæð-
asti gagnvart lífinu og tilver-
unni.
Elsku Alli okkar. Við trúum
því að þú sért kominn á góðan
stað og að Ella frænka hafi tek-
ið vel á móti þér. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar um
ókomin ár.
Þínar frænkur
Elín og Jakobína.
Þegar faðir minn, Baldvin,
lést fyrir ári grunaði mig ekki
að ári og einum degi betur
myndi ég kveðja Almar bróður
hans. Ég minnist Almars með
mikilli hlýju enda var hann afar
hlýr og góður maður. Ævinlega
léttur í skapi og hress og það
var ekki annað hægt en að hrí-
fast með. Hann hafði smitandi
nærveru gleði og jákvæðni.
Þegar við systkinin vorum
lítil kom alltaf pakki fyrir jólin
frá Almari og Elínu. Í honum
var annaðhvort spil eða hljóm-
plata og alltaf var spennandi að
opna pakkann frá þeim. Mið-
stöð fjölskyldunnar var á Æg-
isíðunni þar sem amma og afi
bjuggu og þar hitti maður
gjarnan einhverja úr fjölskyld-
unni og fékk fréttir. En eftir að
amma dó minnkaði samgang-
urinn en Almar var þó duglegur
að kíkja í heimsókn og hringja í
bræður sína og spyrja tíðinda.
Þegar maður hitti hann þá
fengum við gjarnan fréttir af
hinum úr fjölskyldunni í leið-
inni. Að leiðarlokum kveð ég
þig, minn kæri frændi, og
þakka þér allar góðar stundir.
Dagný Baldvinsdóttir.
Mig langar til að minnast
míns kæra vinar, hans Almars,
með fáeinum orðum. Við kynnt-
umst fyrir nokkrum árum og
nutum félagsskapar hvor ann-
ars daglega upp frá því. Sú ná-
vist var mjög gefandi enda
hafði Almar sérlega góða nær-
veru, hann var skapgóður og
traustur vinur. Mikið ljúfmenni
og sérlega bóngóður við alla
sem í kringum hann voru. Ég
mun minnast hans með hlýju
alla daga og á eftir að sakna
hans mikið. Þakka þér, Almar
minn, alla þína elsku í minn
garð.
Leiði þig í hæstu heima
höndin drottins kærleiks blíð.
Ég vil biðja Guð að geyma
góða sál um alla tíð.
Öðrum stærra áttir hjarta
æ þín stjarna á himni skín.
Myndin geymir brosið bjarta
blessuð veri minning þín.
(Friðrik Steingrímsson)
Sértu ljósinu falinn.
Þín
Soffía.
Í dag kveðjum við Almar
Gestsson, eða Alla eins og hann
var jafnan kallaður. Alli var
giftur Ellu frænku og áttu þau
heima í næsta húsi við okkur á
Lindarbrautinni. Ella og Alli
voru stór hluti af lífi okkar syst-
kinanna og voru heimsóknir
reglulegar í gegnum tíðina,
enda alltaf gaman að heim-
sækja þau því Ella átti alltaf
eitthvað góðgæti á borðið og
Alli gosdrykki í búrinu. Það
ríkti því alltaf svolítill hátíðar-
blær yfir heimsóknunum. Ekki
var það verra að oft voru rædd
ýmis mál sem ekki komust upp
á borð í foreldrahúsum og þótt
Ella hefði hefðbundnar skoðan-
ir lagði Alli alltaf eitthvað til
málanna sem opnaði dyr inn í
annars konar sýn. Alli var sér-
staklega verklaginn maður og
hjálplegur þegar leitað var ráða
varðandi byggingarmálefni
enda hafði hann unnið við að
reisa heimili þeirra hjóna á sín-
um tíma.
Í bernsku eru minningar frá
útilegum á Mývatn en þar sem
Ella var ekki mikil útilífsmann-
eskja var það ekki það sem þau
hjónin lögðu mesta áherslu á.
Þau áttu þó sumarbústað í
Skorradal í nokkur ár sem var
gaman að heimsækja og þar
eins og alltaf stóð Alli í því að
byggja og betrumbæta enda
naut hann þess að komast í þá
sælu sem sá bústaður veitti
þeim. Ein af skemmtilegustu
minningum okkar í gegnum ár-
in er gamlársárskvöldin, en
þeim deildum við fjölskyldan
ávallt með Ellu og Alla. Fyrir
þau og okkur var þetta sérstakt
kvöld því þar var ekki bara
kvatt gamalt ár heldur var
fagnað brúðkaupsafmæli þeirra
hjóna. Þegar Ella veiktist var
Alli eins og alltaf stoð hennar
og stytta og þó að hann án efa
ætti erfitt þegar hún kvaddi, þá
eins og alltaf tókst hann á við
breyttar aðstæður og byggði
sér nýtt líf af þeirri bjartsýni
sem honum var einum lagið.
Það er skrítið að hugsa til þess
að Alli sé farinn, hann var ávallt
svo hress og fullur af lífi. Við
fjölskyldan syrgjum ástkæran
vin og frænda með þakklæti í
huga fyrir þær góðu minningar
sem eftir standa.
Bryndís Snæbjörnsdóttir.
Almar Gestsson
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUNNAR L. HJARTARSON,
Víðilundi 20, Akureyri,
lést föstudaginn 16. september á Sjúkra-
húsinu á Akureyri. Útför hans fer fram frá
Akureyrarkirkju þriðjudaginn 27. september kl. 13.30. Þeim sem
vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á
Akureyri.
.
Anna Gunnarsdóttir, Girish Hirlekar,
Hjördís Gunnarsdóttir, Grétar Viðarsson,
Ómar Gunnarsson, Árný Helga Reynisdóttir,
Gunnar G. Gunnarsson, Valgerður L. Gísladóttir,
afabörn og langafabörn.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
GÍSLI MÁR HELGASON,
fyrrum póstmaður,
lést á Landspítalunum í Fossvogi
fimmtudaginn 15. september.
Útför hans fer fram frá Áskirkju í Reykjavík
mánudaginn 26. september klukkan 15.
Þökkum auðsýnda samúð.
.
Helgi E. Helgason, Ásdís Ásmundsdóttir,
Gunnar H. Helgason, Sigrún Þórðardóttir,
Ásdís Stefánsdóttir,
Sigurður Helgason, Anna Ólafsdóttir,
Bárður Helgason, Svanhildur Jónsdóttir
og fjölskyldur.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA INGÓLFSDÓTTIR,
Kveldúlfsgötu 24, Borgarnesi,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
miðvikudaginn 28. september klukkan 14.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Krabbameinsfélag Borgarfjarðar.
.
Helga Ólöf Halldórsdóttir
Lilja Guðrún Halldórsdóttir Guðmundur Jónsson
Garðar Halldórsson Guðlaug S. Guðlaugsdóttir
Ingólfur Halldórsson Rut Olsen
Ólöf Halldórsdóttir Sveinn Guðnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskaður eiginmaður minn, besti vinur og
okkar yndislegi faðir,
PÉTUR PÉTURSSON,
osteopati og matreiðslumeistari,
Háholti 12, Reykjanesbæ,
lést á líknardeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja miðvikudaginn 21. september.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 30. september
klukkan 13.
.
Margrét Þórarinsdóttir
Tara Lynd Pétursdóttir
Magnús Pétursson
Baldvin Þeyr Pétursson
Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
HALLA JÖKULSDÓTTIR
frá Núpi,
Húnabraut 11, Blönduósi,
lést á gjörgæsludeild sjúkrahússins á
Akureyri 16. september. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju á
Skagaströnd föstudaginn 30. september klukkan 14. Jarðsett
verður í Höskuldsstaðakirkjugarði.
.
Gísli Jóhannes Grímsson,
Valgerður Kristjánsdóttir,
Valgerður Soffía, Anna, Rannveig Lena,
Árný Sesselja og Jökull Snær Gíslabörn,
tengdabörn, ömmubörn og langömmubarn.