Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Árásin á bíla-lest meðhjálpar- gögn á leið til Aleppo var eitt óhæfuverkið af mörgum, sem framin hafa verið í Sýrlandi frá því að stríðið hófst þar fyrir hálfum áratug. Árásin var framin samhliða friðarumleitunum og er það til marks um bilið á milli þess, sem rætt er við samninga- borðið og gerist á jörðu niðri. Á miðvikudag fóru fram fróðlegar umræður í Örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna. Þar sökuðu John Kerry, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, hvor annan um að hafa rofið vopnahléið í Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa sak- að Rússa um að standa að árásinni á bílalestina með hjálpargögnunum. Rússar hafna því alfarið. Lavrov krafðist „rækilegr- ar og hlutlausrar rannsókn- ar“ á árásinni. Kerry sagði að sér hefði liðið eins og hann væri í „hliðarveröld“ þegar hann hlýddi á Lavrov og skor- aði á Rússa að axla ábyrgð- ina: „Þetta er stund sannleik- ans fyrir Pútín forseta og Rússland.“ Rússar hafa þvertekið fyrir að eiga nokkra sök á um- ræddri árás. Skýringar þeirra hafa verið af ýmsum toga og síst samhljóða. Her- foringinn Ígor Konasjenkov, talsmaður rússneska varnar- málaráðuneytisins, þrætti fyrir að ráðist hefði verið á bílalestina og birti myndskeið þar sem hann sagði að aðeins sæjust ummerki um bruna. Gögn frá vettvangi sýna reyndar ummerki um árás, þar á meðal ljósmyndir frá fréttastofunni AFP. Lavrov sagði hins vegar í fyrradag að bílalestin gæti hafa orðið fyrir árás stór- skotaliðs, þyrlu eða orrustu- þotu. Á miðvikudagskvöld hélt Konasjenkov því síðan fram að ómannað loftfar af gerð- inni Predator hefði verið í ná- munda við bílalestina og gaf til kynna að Bandaríkjamenn bæru ábyrgð á ódæðisverk- inu. Því neituðu Bandaríkja- menn alfarið og sögðu að svo hefði ekki verið. Í gær lýsti svo Joe Dunford, yfirmaður bandaríska herráðsins, því yfir að tvær rússneskar her- flugvélar hefðu verið á sömu slóðum og bílalestin þegar árásin var gerð. Þar hefðu einnig verið sýr- lenskar vélar. „Það er enginn vafi í mínum huga að Rússarnir eru ábyrgir, ég veit bara ekki hver átti vélina, sem lét sprengjuna falla,“ sagði Dun- ford. Hin hörðu orðaskipti Ker- rys og Lavrovs áttu sér stað aðeins 11 dögum eftir að ráð- herrarnir tilkynntu að þeir hefðu gert samkomulag um að koma á vopnahléi í Sýr- landi. Vopnahléið átti að hefj- ast 12. september, en reynd- ist haldlítið. Reyndar dró úr átökum, en þau hafa blossað upp á ný. Á meðan bíða hjálpargögn á landamærum Tyrklands og Sýrlands og er ekki hleypt í gegn. 40 flutningabílar hafa beðið þar í tíu daga og þolir maturinn geymslu fram á mánudag. Halda átti tilraunum til að koma á friði í Sýrlandi áfram í gær. Kerry sagði að þær yrðu erfiðar. Stríðið í Sýrlandi virðist engan enda ætla að taka. Erf- itt er að fá yfirsýn yfir alla þá hópa, sem bítast um völdin í landinu. Enginn þeirra hefur hins vegar burði til að ná yf- irhöndinni. Enginn þeirra er heldur tilbúinn að gefa neitt eftir. Ekki hjálpar til að þeir, sem eru í stöðu til að hafa áhrif á gang mála, hafa ólík markmið. Rússar og Íranar óttast að missa ítök falli stjórn Bashirs al-Assads og hjálpa honum því að halda völdum. Helsta markmið er að ganga milli bols og höfuðs á Ríki íslams, sem hefur sölsað undir sig hluta landsins. Tyrkjum hugnast hins vegar lítt hvað Kúrdum í Sýrlandi hefur orðið ágengt í átökun- um og óttast að það kunni að ýta undir ólgu og kröfur heima fyrir. Til marks um þessar flækjur er að Banda- ríkjamenn íhuga nú að vopna Kúrda og telja þá sína helstu bandamenn í baráttunni við Ríki íslams. Augljóst er að slíkt skref myndi reyna enn á sambandið við Tyrki, banda- menn þeirra í Atlantshafs- bandalaginu, og er það stirt fyrir, svo ekki sé meira sagt. Þetta er flókin mynd og er hún þó einfölduð. Óbærilegt er að horfa upp á þjáningarn- ar og eyðilegginguna vegna stríðsins í Sýrlandi, en erfitt er að sjá hvernig leiða á sam- an hina gerólíku hagsmuni þannig að úr verði friðarsam- komulag, sem haldi. Í Sýrlandi hefur eng- inn bolmagn til að ná yfirhöndinni og enginn er tilbúinn að gefa eftir} Ásakanir ganga á víxl P rófessor nokkur var í viðtali á dög- unum í Ríkisútvarpinu þar sem hann ræddi fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Fræðimaðurinn, sem starfar við virtan brezkan háskóla, var ljóslega ekki sér- lega sáttur við þá niðurstöðu að segja skilið við sambandið og þeirrar skoðunar að meiri- hlutinn hefði komizt að rangri niðurstöðu. Ekki vantaði skýringar í þeim efnum. Kjós- endur voru ekki nógu upplýstir. Þeir höfðu látið afvegaleiðast af áróðri þeirra sem vildu úr Evrópusambandinu. Prófessorinn minntist hins vegar ekki einu orði á áróður hinna um efnahagslegar hamfarir og jafnvel endalok vestrænnar siðmenningar ef niðurstaðan yrði sú sem hún varð. Fyrirlitning á lýðræðinu tekur á sig ýmsar birtingarmyndir. Margir líta þannig greinilega svo á að lýðræðið sé ágætt á meðan það skilar ásættanlegum niðurstöðum. Þegar það hins vegar gerir það ekki að mati sömu aðila er brugðist við með ýmsu móti. Kjós- endur eru sagðir óupplýstir, niðurstaðan er hörmuð og kallað eftir því að lýðræðið sé lagt til hliðar eða boðað til nýrra og nýrra kosninga þar til ásættanleg niðurstaða fæst. Líkt og tíðkast hefur gjarnan innan Evrópusam- bandsins. Forystumenn kommúnistastjórna í Austur- Evrópu fóru talsvert einfaldari leið á sínum tíma þegar þeim datt í hug að halda kosningar til málamynda. Niðurstaðan var einfaldlega fölsuð. Þegar tekin er ákvörðun um að boða til lýð- ræðislegra kosninga er almennt litið svo á virða beri niðurstöðuna. En ekki hvað? Hug- myndir um kosningar með fyrirvara um að niðurstaðan teljist rétt að mati ráðandi aðila eða annarra geta einfaldlega ekki talizt sér- lega lýðræðislegar. Þegar boðað er til lýð- ræðislegra kosninga og síðan átt við niður- stöðurnar að þeim loknum til þess að gera þær ásættanlegri getur það ekki kallast ann- að en argasta forsjárhyggja svo ekki sé meira sagt. Þá gildir einu hvort vísað er í reglur því til stuðnings. Framgangan verður ekkert lýð- ræðislegri fyrir vikið. Slík framganga er enn verri þegar í hlut eiga yfirlýstir andstæðingar forræðishyggju. Treysti fólk sér ekki til að virða niður- stöður lýðræðislegra kosninga er líklega bet- ur heima setið en af stað farið. Þetta á ekkert síður við um prófkjör innan stjórnmálaflokka en til að mynda þingkosningar. Hvar endar það ef farið verður að líta á það sem sjálfsagðan hlut að breyta niðurstöðum kosn- inga eftir á ef þær eru ekki taldar ásættanlegar? Sér í lagi ef það eru ráðandi aðilar sem eru ósáttir? Hvert er- um við þá komin? Á að breyta niðurstöðum þingkosninga af sömu ástæðum? Slík sjónarmið hafa raunar heyrst. Lýðræðið er ekki fullkomið. Líklega verða alltaf ein- hverjir ósáttir við niðurstöður þess. Engu að síður er um að ræða skásta stjórnarfyrirkomulagið sem við höfum. Það sama á við um prófkjör. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Skilyrt lýðræði STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Þótt söluárinu hjá minka-bændum hafi lokið meðágætri verðhækkun áheimsmarkaði er árið það erfiðasta í langan tíma. Söluverðið er langt undir framleiðslukostnaði, bændur eru að tapa um 3.000 krón- um á hverju skinni sem þeir selja. Flestir telja að betri tíð sé í vændum vegna mikils samdráttar í skinna- framleiðslunni. Snörp verðlækkun varð á minkaskinnum á síðasta söluári og í ár, vegna mikillar offramleiðslu í kjölfar þess að verðið náði áður óþekktum hæðum á árinu 2013. Í þessari atvinnugrein virka markaðs- lögmálin, fylgni er á milli framboðs og verðs auk þess sem sveiflur í eft- irspurn vegna veðurfars og annarra aðstæðna hafa áhrif. Illbúandi við gengissveiflur „Segja má að endirinn á söluár- inu hafi verið góður hjá uppboðshús- inu Kopenhagen Fur. Allt seldist á septemberuppboði og verðið hækk- aði um 19% í erlendri mynt. En ís- lenska krónan hefur tekið sinn toll,“ segir Einar E. Einarsson, minka- bóndi á Syðra-Skörðugili í Skaga- firði. Öll íslenska framleiðslan er seld í Kaupmannahöfn. Heimsframleiðslan hefur minnk- að úr um 82 milljónum skinna í um 54 milljónir skinna á örfáum árum. Minnkað framboð kemur fram í sölu á næsta ári þegar framleiðsla þessa árs verður seld á uppboðum. Sérfræð- ingar uppboðshússins og bændur hafa reiknað með að það muni skila sér í verðhækkunum þegar kemur fram á næsta ár. Þótt staðan sé erfið í ár sjá menn fram á bjartari tíma. „Ég trúi að verðið hækki í er- lendri mynt en hef miklu meiri áhyggjur af íslensku krónunni,“ seg- ir Einar og bendir á að krónan hafi hækkað hátt í 15% á stuttum tíma. Það þýðir að tekjur bænda minnka þeim mun meira en nemur verðfalli á mörkuðum. „Það er illbúandi við það að krónan geti tekið 15% af útflutn- ingstekjunum á einu ári. Þetta eru sveiflur sem framleiðendur í öðrum löndum þekkja ekki. Það vantar stöðugleika í framleiðsluumhverfið, sérstaklega fyrir útflutningsgrein- arnar.“ Eftir september er meðalverð minkaskinna 184 danskar krónur. Mikill breytileiki er í verði og fer eft- ir gæðum skinnanna. Bestu skinnin koma frá Norðurlöndum. Þar fara Danir fremstir í flokki og fá 235 krónur að meðaltali fyrir hvert selt skinn. Íslendingar eru nú í öðru sæti með 220 krónur danskar og Norð- menn í því þriðja. Endurheimtu ís- lenskir minkabændur silfurverð- launin af Norðmönnum eftir eins árs hlé. Þetta verð í dönskum krónum er innan við helmingur af því verði sem fékkst á árinu 2013, þegar það náði hámarki. Það þýðir að sölu- verðið er mun lægra en kostar að framleiða skinnið. Framleiðslu- kostnaður er áætlaður rúmar 7.000 krónur íslenskar. Söluverðið er inn- an við 3.800 krónur, á núgildandi gengi, og tapar bóndinn því rúmum 3 þúsund krónum á hverju seldu skinni. Einar segir að gamalgróin bú sem nutu góðærisins ættu að komast í gegnum erfiðleikana með góðri samvinnu við viðskiptabanka sinn. Þeir sem byrjuðu á góðæristímanum og náðu ekki í skottið á háa verðinu séu í verri stöðu. Veit hann um einn bónda sem ætlar að hætta eða taka sér hvíld. „En það lyftist aðeins brúnin á þeim, eins og öðrum, þegar sölutímabilinu lýkur með góðri sölu og verðhækkun,“ segir Einar. Bændur telja betri skinnatíð í vændum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Flokkun Skarphéðinn Pétursson, Björn Harðarson og Jesper Lauge Chris- tensen skoða skinn í flokkunarstöð uppboðshússins Kopenhagen Fur. „Fyrir okkur sem erum til- tölulega nýir og skuldugir er ástandið mjög erfitt. Bankinn hefur verið liðlegur, hingað til. Við fáum tekjur fyrir fóðrinu en eigum ekki fyrir afborg- unum lána,“ segir Björn Harð- arson, bóndi í Holti í Flóa en tekur um leið fram að það sé dýrt að vera með yfirdrátt í bankanum. Björn hóf minkaræktun fyrir nokkrum árum. Byrjaði í göml- um fjárhúsum en byggði sér stóran minkaskála á árinu 2014. Fyrsta fulla framleiðslan var því á síðasta ári og hún var seld í ár þegar verðið var með allra lægsta móti. „Við þurfum verðhækkun á næsta ári og eru bundnar vonir við að svo verði,“ segir Björn. Hann segir að lok söluársins séu á góðu nótunum, auki mönnum bjartsýni og hjálpi þeim í bönkunum. Eiga bara fyrir fóðrinu MINKABÓNDI Í FLÓA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.