Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kortleggja á alla efnahagslögsögu Íslands sem er 754.000 ferkílómetr- ar. Lögsagan er rúmlega sjöfalt stærri en sem nemur flatarmáli Ís- lands. Búið er að kortleggja innan við 100.000 ferkílómetra af hafsbotn- inum, að sögn Guðrúnar Helgadótt- ur, jarðfræðings hjá Hafrannsókna- stofnun og verkefnisstjóra kort- lagningarinnar. Þar af hefur Haf- rannsóknastofnun kortlagt um 92.000 ferkílómetra. Auk þess hafa Sjómælingar Íslands, eða sjómæl- ingadeild Landhelgisgæslunnar, kortlagt 4-5 þúsund ferkílómetra. Guðrún sagði að endurnýja þyrfti fjölgeislamælinn sem er um borð í Árna Friðrikssyni. Núverandi mælir er kominn á aldur miðað við upp- gefna endingu slíkra tækja. Nýi fjöl- geislamælirinn mun ekki aðeins mæla hafsbotninn heldur einnig vatnssúluna þar fyrir ofan. Hann getur m.a. sýnt loftbólur og merki um jarðhita á hafsbotni. Einnig vilja vísindamenn Hafrannsóknastofnun- ar fá mæli með aðeins þrengri geisla og meiri upplausn en núverandi mælir hefur. Auk þess á að kaupa nýjan jarð- lagamæli í hafrannsóknaskipið. Hann kemur í stað mælis sem kom árið 2009 og er ekki nógu fullkominn. Jarðlagamælirinn sýnir afstöðu efstu setlaga í botninum beint undir skipinu eða hvað djúpt er niður á klöpp. Hann getur séð nokkra tugi metra niður í hafsbotninn. Allt að 3.300 metra dýpi Mælingarnar á landgrunninu, á minna en 300 metra dýpi, eru tíma- frekari en þar sem dýpið er meira. Ástæðan er sú að geislinn þekur minni flöt af hafsbotninum eftir því sem dýpið er minna. Mesta dýpið innan efnahagslög- sögunnar er um 3.300 metrar. Það er á 66°N, djúpt út af Héraðsdjúpi sem er utan við Héraðsflóa. Á hafsbotn- inum er mikið landslag. Til dæmis má nefna svonefnt Gríðargljúfur, um 150 km langan dal og 1.500 metra djúpan, sem skerst inn á milli Fær- eyjahryggjar og ytri landgrunns- brúnarinnar. Guðrún sagði að fram til þessa hefði verið hægt að verja um hálfum mánuði á ári til fjölgeislamælinga á hafsbotninum. Aukin fjárveiting þýðir að hægt verður að stunda þessar mælingar í 60 daga á ári. „Það verður vonandi mikil framför í kortlagningu hafsbotnsins vegna þessa verkefnis,“ sagði Guð- rún. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Kortlagningin Nýju tækin til að rannsaka hafsbotninn verða sett um borð í hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson. Endurnýja tæki til að skoða hafsbotninn  Ætla að kaupa nýjan fjölgeislamæli og jarðlagamæli Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að hann eigi eftir að fara yfir mál Haraldar Bene- diktssonar alþingismanns og Guð- mundar Árnason- ar, ráðuneytis- stjóra í fjármála- ráðuneytinu. Það verði gert á næst- unni. „Ég á bara eft- ir að fara yfir þetta mál. Ég mun auðvitað þurfa að ræða við ráðuneytisstjór- ann vegna kvört- unar Haraldar. Ég á eftir að sjá bréf- ið frá Haraldi og kynna mér það, en get staðfest að það er komið í ráðu- neytið. Málið er bara á frumstigi í ráðuneytinu,“ sagði fjármálaráð- herra í gær. „Í samræmi við ráðleggingar um- boðsmanns skrifaði ég yfirmanni ráðuneytisstjórans, fjármálaráð- herra, formlegt kvörtunarbréf dags. 21. september 2016. Þar segir meðal annars: „Ummæli ráðuneytisstjór- ans voru ósamboðin stöðu hans og virðingu sem æðsta embættismanns fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ég sé mig tilneyddan með bréfi þessu að leggja fram formlega kvört- un yfir framkomu ráðuneytisstjór- ans og jafnframt að fara fram á að farið verði yfir mál hans og brugðist við eftir atvikum í samræmi við rétt- indi hans og skyldur, samkvæmt við- eigandi lögum,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu Haraldar Benediktssonar alþingismanns, sem hann hann sendi frá sér í fyrradag, í tilefni af símtali sem hann fékk í síðustu viku frá Guð- mundi Árnasyni ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Haraldur seg- ir að Guðmundur hafi hótað sér og fleiri þingmönnum í fjárlaganefnd „æru- og eignamissi“ tækju þeir þátt í því að afgreiða svonefnda Vigdís- arskýrslu í nefndinni. Birgir Ármannsson, varaformað- ur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd- ar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann ætti von á því að nefnd- in myndi fjalla um skýrslu Vigdísar Hauksdóttur í næstu viku. Ræði við ráðu- neytisstjórann  Ráðherra kveðst eiga eftir að kynna sér kvörtun Haraldar Benediktssonar Bjarni Benediktsson Aðalstóðréttahelgi ársins er fram undan. Drottning stóðréttanna, Lauf- skálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, verður á morgun, laugardag, og hefst klukkan 13. Að venju verður mikið um að vera í Skagafirði í tengslum við Laufskála- rétt. Hefst hátíðin í kvöld með stór- sýningu og skemmtun í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Í kvöld verða síðan dansleikir í Mælifelli á Sauðárkróki og menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Í fyrramálið verður stóðið rekið úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar. Venjulega fer fjöldi fólks til móts við smalana og aðstoðar við að reka stóð- ið. Réttastörf hefjast klukkan 13 og ef að líkum lætur mæta þangað þús- undir gesta til að fylgjast með rétta- störfum, sýna sig og sjá aðra. Um kvöldið verður réttaball í reið- höllinni Svaðastöðum. Opið hús er á nokkrum hrossabúum um helgina. Í dag verður stóð réttað í Deildar- dalsrétt í Skagafirði og Unadalsrétt við Hofsós. Á morgun verður réttað í Auðkúlurétt við Svínavatn, Undir- fellsrétt í Vatnsdal og Þverárrétt í Vesturhópi, auk áðurnefndrar Lauf- skálaréttar. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Laufskálar Þúsundir gesta koma í stóðréttirnar í Hjaltadal. Drottning stóðrétt- anna í Hjaltadal Verja á 2,6 milljörðum króna til kortlagningar hafsbotns ís- lensku efnahagslögsögunnar. Verkefnið á að hefjast 2017 og standa til ársins 2029. Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2016 er tillaga um að verja 146,3 milljónum króna í stofnkostnað. Fyrir það á að kaupa nýjan fjöl- geislamæli í hafrannsókna- skipið Árna Friðriksson og einnig jarðlagamæli. Ráðist er í verkefnið í til- efni af 50 ára afmæli Haf- rannsóknastofnunar 2015. Verja á 200 milljónum króna til verkefnisins í 13 ár eða samtals 2,6 milljörðum. Búið er að gera ráð fyrir þeim framlögum í fjár- málaáætlun ár- anna 2017-2021. Verkefnið tekur 13 ár KORT AF HAFSBOTNINUM Guðrún Helgadóttir, verkefnisstjóri. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hótel- og matvælaskólinn í Mennta- skólanum í Kópavogi hefur útskrifað um 50% fleiri nemendur í fram- reiðslu eða þjóna í ár miðað við fyrir fimm árum. Fjölgunin í matreiðslu eða kokkinum nemur um 22% á sama tíma. Baldur Sæmundsson, áfangastjóri Hótel- og matvælaskólans, segir að þrátt fyrir að stöðugt bætist við í stétt þjóna og kokka sé ljóst að markaðurinn sé sprunginn og því þurfi enn fleiri að útskrifast í þess- um greinum til þess að fullnægja eft- irspurninni. „Síðan 2011 höfum við útskrifað um 200 til 250 meistara og þar af um 60 til 70 þjóna og um 100 matreiðslumenn,“ segir hann. Skólinn 20 ára Hótel- og matvælaskólinn heldur upp á 20 ára afmæli í ár. Tekið er inn í skólann í janúar og ágúst og verða nemendur að hafa tryggt sér námssamning hjá fyrirtæki eða stofnun áður en námið hefst. 13 þjónar útskrif- uðust frá skól- anum 2011 og í ár stefnir í að þeir verði 30, sem yrði sögulegt met. „Þeir þyrftu að vera 90 til þess að fullnægja þörfinni,“ segir Baldur. Um 40 matreiðslumenn útskrifuðust 2011 og verða 50 til 60 í ár. „Við þurfum um 100 nýja kokka á ári til þess að mæta eftirspurninni,“ segir hann. Eftirsóttir starfskraftar Baldur bendir á að íslenskir þjón- ar og matreiðslumenn hafi margir staðið sig vel í alþjóðakeppnum, þeir séu mjög eftirsóttir til starfa á veit- ingastöðum og hótelum heima og er- lendis auk þess sem þeir fari einnig í afleidd störf, meðal annars til fyr- irtækja sem flytji inn mat og vín, og vörur sem tengjast matvælum, eins og öryggistæki, ofna, eldavélar og fleira. „Atvinnumöguleikarnir eru miklir og það vill oft gleymast,“ seg- ir hann. Raunfærnismat Nám í framreiðslu tekur þrjú ár og fjögur ár í matreiðslu. Baldur segir að þeir sem séu orðnir 23 ára og hafi unnið í þrjú ár eða lengur í þessum greinum geti sótt um að fara í raunfærnimat og þá hefji þeir nám- ið miðað við hvar þeir séu staddir. Þannig hafi nokkrir aðeins þurft að taka lokaönnina. „Við erum bjartsýn á framhaldið, aukningin er mikil og ekki lát á, en við þurfum fleiri nem- endur til þess að anna eftirspurn á markaðnum,“ segir Baldur. Fleiri þjónar og kokkar Baldur Sæmundsson Helstu kostir kerranna eru: • 7 blaða blaðfjaðrir tryggja góða fjöðrun. • Stórar legur í hjólnáum og 6,50 x 16“ dekk. • Plast á fjaðraendum dregur úr hávaða. • Hraðlæsing á afturhlera. • Öryggislæsing á dráttarkúlu. • Hluti framhlera opnanlegur sem auðveldar upprekstur gripa á kerruna. • Heilsoðinn botnplata við hliðar einfaldar þrif og eykur styrk kerrana. Kr.1.390.000 Einnig sturtukerrur, flatvagnar og vélakerrur! + vs k Kr. 1.723.600 með vsk. Gripakerrur Höfum hafið innflutning á vönduðum breskum gripakerrum frá framleiðandanum Indespension. Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri Sólvangi 5 - 700 Egilsstaðir Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is www.jotunn.is Ve rð og bú na ðu rb irt ur m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og /e ða m yn da br en gl .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.