Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
✝ ValgerðurHjörleifsdóttir
fæddist í Unn-
arholtskoti í
Hrunamanna-
hreppi 24. ágúst
1924. Hún lést 7.
september 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Hjörleifur
Sveinsson, f. 11.
febrúar 1887, d. 20.
desember 1964, og
Helga Gísladóttir, f. 15. maí
1886, d. 18. mars 1966. Eig-
inmaður hennar var Kjartan
Skúlason, hafnarverkamaður í
Reykjavík, f. 29. maí 1919 í
Hruna, d. 13. ágúst 1995. Barn
þeirra er Helgi Skúli Kjart-
ansson, sagnfræðingur í Reykja-
vík, f. 1. febrúar 1949. Kona
hans er Keneva Kunz, þýðandi,
f. 28. júní 1953.
Sonur þeirra er
Kári Tristan Helga-
son hugbúnaðar-
verkfræðingur, f.
12. september 1992,
til heimilis í Sví-
þjóð. Sonur Helga
af fyrra hjónabandi
er Burkni Maack
Helgason, véla- og
iðnaðarverkfræð-
ingur í Reykjavík.
Kona hans er Unnur Björnsdótt-
ir, véla- og iðnaðarverkfræðing-
ur í Reykjavík. Börn þeirra eru
Helga Lilja Maack, f. 18. maí
2008, Dagur Einar Maack, f. 22.
maí 2011 og Alda María Maack,
f. 2. júlí 2016.
Valgerður verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í dag, 23. sept-
ember 2016, klukkan 11.
Snemma á lífsleiðinni varð
okkur ljóst að hjá ömmu væri að
finna meira af manngæsku og
samúð en hjá flestu öðru fólki. Al-
veg sama hverjar aðstæðurnar
voru, alltaf tók hún afstöðu með
okkur, vildi allt fyrir okkur gera
og hjúpaði það í innileika og kær-
leik. Eldra fólk á það stundum til
að einangrast með árunum, börn
og barnabörn flytja burt og vin-
um fækkar. Þetta kom þó aldrei
fyrir ömmu Völu. Hvert sem hún
fór eignaðist hún nýja vini og hélt
sambandi við þá gömlu. Það virt-
ist alltaf vera líf og fjör þar sem
hún átti í hlut. Engu skipti hvort
um var að ræða nágrannana á
Grandavegi, heilbrigðisstarfsfólk
eða okkur bræðurna; félagsskap-
ur hennar var alltaf eftirsóttur.
Síðustu árin hægðist þó smám
saman á henni og erfiðara varð
fyrir líkamann að halda í við
hana. Okkur varð reglulega á orði
að amma „lafði saman á lyginni“
þótt alltaf væri hún kýrskýr í
kollinum og aldrei stutt í hár-
beittan og oft sótsvartan húmor-
inn. Alltaf gat amma „skakklapp-
ast“ erinda sinna þótt hægt færi.
Þessa endingu var auðvelt að
þakka þrotlausri jákvæðni, æðru-
leysi og fullkominni sátt við sjálfa
sig og þá í kringum sig. Sjálf tal-
aði hún oft um að hún hefði ekki
tórt svona lengi ef hún hefði ekki
gaman af eigin félagsskap. Þrátt
fyrir mikla og góða núvitund var
henni æska sín í sveitinni ofar-
lega í huga.
Þegar ganglimirnir fúnuðu
varð henni gjarna rætt um það
hvernig hún hljóp um túnin
heima sem ung stúlka og fannst
hún hreinlega fljúga. Eins þegar
yngsta barnabarnabarnið var
sett upp í spítalarúm til hennar á
síðustu metrunum, þá kjáðu þær
hvor framan í aðra og amma lagði
hönd á brjóst og sagði brosandi
en veikum rómi: „Veistu að það
er líka lítil stelpa hérna inni?“
Þannig er gott að hugsa sér að
amma sé núna aftur orðin lítil
stelpa, hlaupandi um heimahag-
ana í sólinni, með vindinn í
hárinu.
Hvíldu í friði, elsku amma, eft-
ir allt sem þú hefur gert fyrir
okkur og aðra. Þegar við verðum
stórir ætlum við að verða eins og
þú.
Burkni og Kári.
Vala hafði ótrúlega skemmti-
lega sýn á lífið með jákvæðni og
bjartsýni að leiðarljósi. Hún tók
vel á móti mér inn í líf sitt og ég
var rétt búin að kynnast henni
þegar ég var farin að mæta viku-
lega í mat til hennar á Grund-
arstíginn og spjalla um kartöflu-
rækt.
Hún vildi alltaf eitthvað fyrir
mann gera þrátt fyrir að vera
máttfarin, sérstaklega undir það
síðasta. Var farin að bera fram
pönnukökur eða aðrar kræsingar
um leið og einhver rak inn nefið
og gerði sér sérstaklega far um
að vita hvað var í uppáhaldi hjá
hverjum og einum.
Við fórum í ófáa jólaleiðangra
og Vala lagði mikið upp úr því að
gefa mér eitthvað gott á ein-
hverju kaffihúsinu. Það sem var
þó notalegast var að gefa sér
tíma fyrir gott spjall og þægi-
lega samveru í jólaösinni. Það
var alltaf svo gaman að fá Völu í
veislur þar sem hún var alltaf
svo einstaklega glöð og þakklát
og hlakkaði til í fleiri daga á und-
an og eftir.
Elsku Vala, megi jákvæðni þín
lifa með okkur áfram.
Unnur.
Stórar persónur skilja eftir sig
stóra eyðu í mannlífinu, þannig er
það með Völu. Vala var um flest
mjög óvenjuleg manneskja; í afar
jákvæðum skilningi þó. Hún var
kona mikilla tilfinninga og jafn-
framt mikillar skynsemi og var
eins og líf hennar einkenndist af
að finna jafnvægi í þessu tvennu.
Svo mikið er víst að ég á eftir að
sakna samræðna okkar mjög, ég
gekk alltaf ríkari frá henni heldur
en til.
Ég var svo lásöm að kynnast
Völu og Kjartani árið 1982.
Heimili þeirra varð mér eins og
vin í eyðimörk stórborgarinnar.
Þar ríkti andi Hreppamanna,
enda hafði heimilið verið „útibú
frá sveitinni heima“, ekki það að
ég væri ættuð úr Hreppunum en
andblær sveitarinnar var það
sem ég sótti í. Þar hreiðraði ég
um mig í sófanum á Grundarstíg
6 umvafin hlýju og umhyggju
þeirra hjóna beggja, ekki gat ég
hugsað mér neitt betra en að
eyða dagsparti (sem oft lengdist í
annan endann) í þeirra félags-
skap. Ráða krossgátu eða
myndagátu með Kjartani, ræða
lífsgátuna við Völu og leyfa mér á
meðan á þeim samræðum stóð að
horfa á þegar Vala vann í eldhús-
inu, sem var hennar yndi. Öll
verk voru svo einstaklega mark-
viss og „skynsamlega unnin“.
Engan hef ég séð beita hönd-
unum með sama hætti; eins og
hver hreyfing væri svo meðvituð í
þágu verksins. Þannig gat skyn-
semi Völu náð hæðum.
Í heimsóknunum kynntist ég
Jónu „móðursystur“, Tótu
„frænku“ og Dóru best og urðu
þær að nokkurs konar platfrænk-
um og það ekki amalegum. Síðar
kom að því að ég kynnti Völu og
Kjartan fyrir verðandi eigin-
manni mínum og var honum tekið
sem tengdasyni og þegar sonur-
inn fæddist var honum tekið sem
barnabarni, enda göntuðumst við
oft með að ég væri „dóttir“ Kjart-
ans, það vantaði jú dóttur. Kjart-
an „afi“ varð mikil uppáhaldsper-
sóna sem fáir ef nokkrir hafa náð
að yfirskyggja, enda drengurinn
rétt þriggja mánaða þegar hann
sýndi fyrst viðbrögð við leik
„afa“. Kjartan kvaddi nokkuð
skyndilega 1995 og var sárt sakn-
að.
Öðru hvoru í gegnum tíðina og
meðan heilsa Völu leyfði fórum
við í heimsókn í Unnarholtskot á
æskuheimili hennar. Ekki brugð-
ust höfðinglegar móttökur Dóru,
systur Völu. Ávallt læri á borðum
og meðlæti sem höfðingjum
sæmir. Þegar leið að brottför var
tekið til við að fylla bílinn með
grænmeti ræktuðu af Dóru,
þannig að bíllinn seig til muna á
heimleiðinni.
Rætur Völu lágu mjög djúpt í
heimasveitinni. Tengsl hennar
við fólk sitt og uppvöxt voru sterk
með afbrigðum. Það var gaman
að hlusta á hana segja frá upp-
vexti sínum og systkina sinna í
Unnarholtskoti. Baráttu foreldra
hennar í búskap sem bæði voru
mjög böguð af heilsuleysi, en fyr-
ir undraverðan dugnað komust í
ágætis álnir. Hvernig þau systk-
inin höfðu tekið þátt í þeirri bar-
áttu en þó fengið að njóta skóla-
göngu eins og foreldrarnir
framast gátu veitt. Fyrir utan
heimavistarskóla á Flúðum var
Vala í Héraðsskólanum á Laug-
arvatni og Húsmæðraskólanum á
Staðarfelli í Dölum.
Væmni á ekki við þegar Vala
er kvödd en engu að síður verður
erfitt að finna hversdagsleikann
án hennar.
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Heldur er ég illa að mér í jarð-
fræði Hreppanna, sem og ann-
arra staða. Þó mætti segja mér
að þar lægi víðast löngu kulnað
hraun undir gróðursælum sverði.
En þótt eldstöðvar hafi ekki bært
á sér þar um slóðir, það skráð er
af sjónarvottum, varð ég þeirrar
gæfu aðnjótandi að kynnast virku
eldfjalli úr þessari blómlegu
sveit. Þaðan er nú ekki frekari
umbrota að vænta. Þetta eldfjall
skar sig frá öðrum slíkum að því
leyti að það var ekki úr grjóti
gert, heldur holdi og blóði, en þó
umfram allt óvenjulega heitri,
umhleypingasamri og skarpri
sál. Og vefst nú vonandi ekki fyr-
ir þeim sem til þekkja að átt er
við Valgerði Hjörleifsdóttur frá
Unnarholtskoti.
Það var svo sem hvorugu okk-
ar Völu að þakka að fundum okk-
ar bar saman, heldur örlagaþráð-
um sem ekki verða raktir hér. Við
þreifuðum lengi vel fyrir okkur
og köstuðum ýmist hnútum milli
okkar í gáskafullri glettni milli
þess sem við ræddum sameigin-
leg hugðarefni okkar. Tel ég mér
óhætt að segja að milli okkar hafi
fljótlega ríkt gagnkvæm virðing
sem þróaðist í vináttu. Okkur var
báðum nokkur skemmtan af
spjótalögum og taldi hvorugt
okkar þörf á að bregða fyrir sig
skildi.
Enda þótt Vala væri oft sem
gjósandi eldfjall átti hún sér
einnig aðra hlið; hún var dimm-
blátt vatn kyrrðar og djúprar
visku. Og lærða samkennd hafði
hún ekki með þeim sem halloka
fóru í lífinu, heldur sýndi hún
þeim eðlislæga umhyggju og
virðingu. Slíkt er fáum gefið.
Skyldi það ekki hafa verið arf-
ur frá tengdamóður Völu að taka
þátt í safnaðarstarfi Dómkirkj-
unnar í Reykjavík? Best gæti ég
trúað því. En ólíkt því sem oft vill
verða var kirkjan Völu ekki
stofnun heldur kærleiksband ofið
vináttu og trú.
Ég minntist á tengdamóður
Völu. Elín hét hún, dóttir séra
Kjartans í Hruna. Vala sagði
okkur hjónum frá því með stolti
að eitt sinn er kunningjafólk El-
ínar taldi sig ekki getað tekið á
móti gestum langt að komnum
hafi hún sagt: „Það hefur jafnan
verið gæfa mín að búa aldrei svo
vel að ég gæti ekki tekið á móti
gestum.“ Þetta eru stórmannleg
orð og mættu þess vegna verið
tekin úr Njálu.
En þau gætu einnig hafa verið
mælt af vörum Valgerðar Hjör-
leifsdóttur, enda naut hún þess
að segja frá þessu.
Það var aldrei mulið undir
Völu í veraldlegu tilliti. En þess
fékk hún notið að vera stór í snið-
um og virt af okkur sem nutum
þeirrar gæfu að kynnast henni.
Það er nokkuð undarlegt frá
því að segja að í skammvinnu
dauðastríði Völu leitaði Kjartan
eiginmaður hennar, sem lést árið
1995, ekki aðeins á hug minn
heldur birtist mér ljóslifandi fyr-
ir hugskotssjónum. Hann vissi
hvert stefndi og var farið að
lengja eftir Völu sinni. Nú er
þeirri bið lokið.
Einkabarni þeirra hjóna,
Helga Skúla, og fjölskyldu hans
votta ég samúð mína. Þó get ég
ekki annað en fagnað því að sjá
byr í seglum bera hreina sál heim
á leið.
Pjetur Hafstein Lárusson.
Á níræðisafmæli Valgerðar
flutti ég ávarp í hófi sem hún
efndi til. Erindi mitt var þakklæti
okkar Dagbjartar konu minnar,
tjáð heilum hug og einlægum.
Valgerði þótti vænt um orð mín
og sagði að ég gæti vel birt þau
sem minningarorð um sig. Ég
hagræði því handriti mínu svo
það falli að hennar ósk.
Hugurinn flaug víða og þeim
til glöggvunar sem ekki þekktu
tengsl okkar minntist ég þess að
kynni mín af fjölskyldu Kjartans,
eiginmanns hennar, hófust fyrir
80 árum. Skúli Ágústsson,
tengdafaðir Völu, og faðir minn,
Ólafur Stephensen, voru vinir og
samstarfsmenn hjá Sláturfélagi
Suðurlands. Skúli var íshússtjóri
en faðir minn ökumaður. Ég var
mikið með pabba bæði í bílnum
og inni í Sláturhúsi og naut oft
skemmtilegra samræðna þeirra.
Eiginkona Skúla, Elín Kjartans-
dóttir, hlaut að koma inn í þessa
mynd og þá ekki síður Kjartan
sonur þeirra, sem oft var með
föður mínum í bílnum þegar ann-
ríki var mest.
Þótt hann væri 12 árum eldri
en ég tengdumst við hlýjum
böndum. Hann var maður þeirrar
gerðar er laðar að sér börn.
Ég fylgdist því vel með þegar
Kjartan og unga konan frá Unn-
arholtskoti giftu sig árið 1949.
Það fylgdi fréttunum að þar hefði
Kjartan stigið mikið gæfuspor.
Þau Elín og Skúli nutu og mikilla
mannkosta Valgerðar og ham-
ingja þeirra var einlæg.
Við hjónin hófum störf við
Dómkirkjuna haustið 1971.
Nokkru síðar gekk Valgerður til
liðs við kvenfélagið og þá hófust
okkar persónulegu kynni. Hún
reyndist bæði okkur og kvenfélag-
inu einstaklega vel, vann ötult
starf í sóknarnefnd og Ellimála-
ráði Reykjavíkurprófastsdæma.
Hún var tryggur kirkjugestur og
átti það til að segja sitt álit á ræð-
um prestsins. Yfirleitt fékk ég
góða umsögn en hlaut einnig að
viðurkenna að gagnrýni hennar
gat verið réttmæt. Hvað líkræður
snertir hafði hún eitt sinn afger-
andi áhrif. Mér hafði verið fengin
sem heimild minningargrein er
kom í Morgunblaðinu á útfarar-
daginn. Vala var í kirkju og í erf-
isdrykkjunni spurði ég hana hvort
þetta hefði ekki verið í lagi hjá
mér. „Jú, jú,“ var svarið. „Þú hafð-
ir þetta náttúrlega mikið úr minn-
ingargreininni.“ Þetta varð til
þess að ég þáði slíkar greinar
aldrei meir. Ég ákvað að glöggt
fólk eins og Valgerður Hjörleifs-
dóttir skyldi aldrei framar geta
núið mér því um nasir að ég kæmi
ekki með fróðleik minn milliliða-
laust og með mínu eigin orðalagi.
Vala var bæði hreinskilin og
orðheppin. Því hafa reyndar ekki
allir kunnað að taka, hvað þá að
láta það verða til góðs eins og
mér tókst. Um hana má segja
með orðum Stephans G, að hjart-
að getur verið
– viðkvæmt og varmt,
þó varirnar fljóti ekki í gælum.
Við hlutum að hrífast af greind
hennar, gríninu sem fékk falleg
augun til að tindra og ekki síst af
gullinu í sál hennar, þeirri mann-
auðgi sem hún bjó yfir. Það voru
þessi þrjú g, greind, grín og gull,
sem fengu okkur til að skynja að
Valgerður Hjörleifsdóttir var að-
alskona í alþýðustétt og sannaði
vel önnur fleyg orð Klettafjalla-
skáldsins:
Þitt er menntað afl og önd,
eigir þú fram að bjóða
hvassan skilning, haga hönd,
hjartað sanna og góða.
Við hljótum að þakka einlæga
vináttu og drengskap í okkar
garð, dugnað, fórnfýsi og stór-
huga rausn í starfinu fyrir kirkj-
una og kvenfélagið. Góður Guð
blessi Valgerði Hjörleifsdóttur
fyrir þetta allt. Hann gefi ís-
lenskri kirkju sem flestar slíkar
höfðingskonur.
Þórir Stephensen.
Valgerður
Hjörleifsdóttir
✝ Björn Þor-steinsson
fæddist í Árnesi,
Árneshreppi í
Strandasýslu, 7.
janúar 1940. Hann
lést 15. september
2016 á Landspít-
alanum í Fossvogi.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Björnsson prestur,
f. 1. júlí 1909, d. 7.
febrúar 1991, og Sigurrós
Torfadóttir húsfreyja, f. 18.
nóvember 1920, d. 22. apríl
1991. Systkini Björns eru Torfi,
f. 23. júní 1941, Páll, f. 20. mars
1943, Þorsteinn, f. 23. júlí 1944,
Ingigerður, f. 21.október 1945,
Þingeyrar. Þar þjónaði séra
Þorsteinn til 1950 er hann gerð-
ist Fríkirkjuprestur í Reykja-
vík. Þar bjó Björn síðan. Björn
starfaði lengst af sem banka-
maður í Útvegsbanka Íslands,
síðar Íslandsbanka. Hann lét af
störfum vegna aldurs 1. mars
2001. Björn hóf skákiðkun ung-
ur að árum og tók þátt í sínu
fyrsta opinbera skákmóti
sautján ára gamall. Á ferli sín-
um varð hann m.a. Skákmeist-
ari Taflfélags Reykjavíkur
fimm sinnum, Skákmeistari
Reykjavíkur fjórum sinnum og
Skákmeistari Íslands tvisvar.
Björn tefldi alls nítján sinnum í
landsliðsflokki og fimm sinnum
fyrir Íslands hönd á Ólympíu-
skákmótum.
Jarðarför Björns fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
23. september 2016, klukkan 11.
Gunnlaugur, f. 24.
ágúst 1947, Þor-
geir, f. 19. júlí 1952,
og Guðmundur, f. 5.
október 1953. Björn
kvæntist Eddu
Svavarsdóttur, f. 1.
ágúst 1945, d. 14.
mars 2016. Sonur
þeirra er Þorsteinn
Björnsson, f. 7. jan-
úar 1980. Börn
Eddu af fyrra
hjónabandi eru Ingi Fernandez,
f. 23. desember 1968, og Emilía
Benignosdóttir Fernandez, f.
24. júlí 1970.
Björn átti heima á Árnesi á
Ströndum til fjögurra ára ald-
urs en þá fluttist fjölskyldan til
Sem ungur gutti, með óbilandi
áhuga á skák, fór ég oft í heim-
sókn í Útvegsbankann við Lækj-
artorg þar sem móðir mín vann.
Þar sat ég, algjörlega dáleiddur,
horfandi á skáksnillingana sem
þar tefldu í hádeginu. Bestur
þeirra var Björn Þorsteinsson.
Einnig sótti ég fjöltefli í Útvegs-
bankanum en bankinn fékk iðu-
lega sterka skákmenn í kringum
Reykjavíkurskákmótin til að
tefla. Furðuðu þeir sig á styrk-
leika Útvegsbankamanna.
Leiðir okkar Björns lágu síðar
saman þegar ég hóf störf í Ís-
landsbanka árið 1990. Þá tefldum
við saman með skáksveit Íslands-
banka í Skákkeppni stofnana og
fyrirtækja. Björn tefldi þar á
fyrsta borði. Ekki amalegt fyrir
mig sem mikinn áhugamann um
skáksögu að vera í liði með tveim-
ur Íslandsmeisturum en í liðinu
var einnig annar fyrrverandi Ís-
landsmeistari, Gunnar Gunnars-
son.
Björn var lengi vel einn sterk-
asti skákmaður landsins. Hann
varð Íslandsmeistari 1967 og
1975. Björn tefldi fjórum sinnum
með ólympíuliði Íslands á árunum
1962-1976. Árið 1964 tefldi hann á
fyrsta borði. Hann var margfald-
ur skákmeistari Reykjavíkur og
Taflfélags Reykjavíkur.
Þegar Björn hætti að vinna fór
hann að tefla á mótum af auknum
krafti og var ávallt mjög sterkur
skákmaður. Að mæta gömlum
jöxlum var vel þegið af yngri
skákmönnum sem fögnuðu end-
urkomu Björns mjög.
Skákmenn minnast Björns
með miklum hlýhug. Aðstandend-
um votta ég samúð mína.
Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands
Íslands.
Fyrir fimmtíu árum lágu leiðir
okkar Björns Þorsteinssonar
saman í Útvegsbanka Íslands,
nánar tiltekið innheimtudeild.
Bjössi var mikill rólyndismaður,
vinsæll bæði af samstarfsfólki og
viðskiptavinum bankans, enda
eldklár dugnaðarforkur sem aldr-
ei féll verk úr hendi. Raulaði hann
iðulega fyrir munni sér og virtist
alltaf ánægður með lífið og til-
veruna, þótt á haus væri í papp-
írsvinnu. Kom einbeitingin úr
skákinni honum að góðu haldi og
afgreiddi hann erfið mál á met-
tíma. Mestur partur þessarar
tuttugu manna deildar var ungt
fólk og var oft bryddað upp á
ýmsu spaugilegu. Minnist ég þess
þegar við tvær stöllur hnýttum
rósóttan klút – sem einhver kúnn-
inn hafði gleymt – á höfuð Bjössa
sem uggði ekki að sér í miðju sím-
tali og hélt áfram að tala eins og
ekkert hefði ískorist. Bjössi var
lítillátur maður og kvartaði ekki
þótt hann sæti í mörg ár á borð-
stofustól við skrifborðið sitt, þar
til undirrituð kríaði út skikkan-
legan stól undir stórmeistarann.
Held reyndar að hann hafi vart
tekið eftir muninum.
Í Garðastræti 36 kom ég oft
vegna vinfengis við Ingigerði
systur Bjössa, en á heimili for-
eldra þeirra, Sigurrósar Torfa-
dóttur og séra Þorsteins Björns-
sonar, voru vinir barnanna
aufúsugestir. Er Sigurrós, eða
Sissa eins og hún var kölluð, ein
sú skemmtilegasta manneskja
sem ég hef kynnst á lífsleiðinni.
Vildi hún fá mig fyrir tengdadótt-
ur til að frelsa Bjössa frá Bakk-
usi, en við aftókum bæði. Veit ég
að dýrkun elsta sonarins á víng-
uðinum var þeim hjónum þung
raun og þyngst honum sjálfum.
Lífsbók Björns Þorsteinssonar
hefur væntanlega verið opnuð við
himnaríkishlið, eins og verða mun
hjá oss syndugum. Tel ég víst að
Lykla-Pétur hafi tekið Bjössa
fagnandi þrátt fyrir vinfengi við
vínguðinn, enda kærkomin til-
breyting frá guðinum Mammoni
og bankamannastrollunni sem
honum tengist og reynir að ryðj-
ast inn um hið Gullna hlið í hans
nafni.
Syninum Þorsteini, systkinum
Bjössa og fjölskyldum þeirra
votta ég innilega samúð.
Sértu Guði falinn, Bjössi minn,
og þakka þér allt gott.
Ólöf Þórey Haraldsdóttir.
Björn Þorsteinsson