Morgunblaðið - 23.09.2016, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 2016
Ragnheiður Elín.
Þakka heimsókn
þína til fyrirtækis okk-
ar í Borgarfirði fyrir
þremur árum. Eins og
aðrir gestir varstu
mjög hrifin af starf-
seminni. Traust Þekk-
ing er verkfræði- og
hugverkafyrirtæki
sem framleiðir og
smíðar eigin hönnun á
fiskvinnsluvélum og öðrum tækja-
búnaði og nær öll framleiðslan er
flutt út. Vélar okkar auka afköst
sjávarútvegsins svo um munar. Vél-
ar frá okkur hafa oft borgað sig,
ekki á nokkrum árum, heldur á
nokkrum dögum, í betri nýtingu á
hráefninu.
Þú lofaðir að þú skyldir beita þér
og ráðuneyti þínu fyrir því að að-
stoða okkur og að starfsmenn
Iðnaðarráðuneytisins myndu leggja
okkur lið. Þetta hefur reynst mark-
laust. Við höfum sent þér og ráðu-
neytinu tugi rafbréfa í þeirri von að
þið mynduð skilja stöðuna. Í eina
svarinu sem við fengum frá þér
viðurkennir þú að vera ráðalaus um
hvernig megi aðstoða okkur. Vil ég
trúa því að þetta ráðaleysi þitt sé
vegna þess að í raun hafi stjórn-
sýsla landsins engin raunveruleg
völd lengur.
Smáfyrirtæki eins og okkar eru
mikilvæg. Störf á landsbyggðinni
skipta líka miklu máli. Þrotlaust
höfum við skýrt út fyrir þér að
fyrirtæki sem starfa við að finna
upp og þróa betri tæki sem nýtast
um allan heim þurfa á vinsamlegu
rekstrarumhverfi að halda heima
fyrir. Með örfáum aðgerðum mætti
stórbæta þetta umhverfi og skapa
grundvöll fyrir miklu blómlegri
starfsemi.
Hafa stjórnvöld á Íslandi misst
allan mátt í hendur fjármagnseig-
enda?
Hvað er til bóta?
Eins og ég hef oft bent þér á eru
nokkur augljós atriði sem má bæta
til að efla hag iðnaðar í landinu. Í
fyrsta lagi er hægt að koma á út-
flutningslánakerfi fyrir iðnað sem
flytur afurðir sínar úr landi. Fisk-
vinnslufyrirtæki um allan heim hafa
bæði áhuga og þörf
fyrir að kaupa tækin
okkar en mörg þeirra
vantar fjármagn við
kaupin. Við hjá
Trausti Þekkingu höf-
um ekki bolmagn til
þess að veita lán. Við
höfum misst af mörg-
um sölum í hendur er-
lendra samkeppn-
isaðila, til dæmis í
Noregi og Þýskalandi,
en þar veita yfirvöld
fyrirtækjum útflutn-
ingslán, svo að kaupandinn geti
borgað tækin niður á einhverjum
tíma. Yfirvöld fá sitt fé til baka með
vöxtum. Þetta er því ekki góðgerð-
arstarfsemi eða niðurgreiðsla, held-
ur bara sjálfsögð aðstoð til að liðka
fyrir viðskiptum. Þú hefðir til dæm-
is getað beitt þér fyrir því að slík
lán yrðu í boði á Íslandi. Er iðn-
aðarráðuneytið svona atkvæðalítið?
Bankar á íslandi veita ekki slík lán,
enda hafa þeir ekki hag landsins í
huga, það er hlutverk stjórnvalda.
Bankakerfið
Annað sem hindrar eðlilegan
vöxt hjá íslenskum iðnaði er ís-
lenska bankakerfið, sem græðir á
tá og fingri meðan fyrirtæki og al-
menningur eru svipt eignum sínum.
Ég vil nefna okkar eigin reynslu,
stórfellt tap okkar á viðskiptum við
Íslandsbanka. Skömmu fyrir hrun
fjármagnaði bankinn á móti okkar
framlögum byggingu á hentugra
framleiðsluhúsnæði fyrir starfsemi
okkar sem reist var á Esjumelum.
Svo kom hrunið og bankinn eign-
aðist húsið og fékk skuldina á 15%
af nafnvirði. Bankinn seldi síðan
með góðum hagnaði. En bankinn
lét það ekki nægja, heldur sækir
hart að því að gera okkur gjald-
þrota núna og krefst nú um 30
milljóna króna til viðbótar – eftir
hans eigin útreikningum. En bank-
inn er löngu búinn að fá allt sitt til
baka með hagnaði. Engu að síður
heldur hann áfram að reyna að
knésetja okkur í skjóli krafna sem
eru tilbúningur einn og standast
ekki landslög. Ég reyndi margoft
að benda á þetta en þú og iðn-
aðarráðuneytið sáu það ekki sem
ykkar hlutverk að vera okkur hlið-
holl, heldur bakkið þið upp fjár-
magnseigendurna.
Fyrir nokkrum vikum seldum við
tækjabúnað fyrir um 200 milljónir
króna. Þegar við fengum greitt
hafði gengi dollarans styrkst um
10% og við fengum bara 180 millj-
ónir. Það vantaði 20 milljónir, sem
dregst auðvitað frá hreinum hagn-
aði. Þú átt ekki sök á peningastefn-
unni en hlýtur að skilja það að
þetta stórskaðar allan útflutnings-
iðnað. Mann grunar að stefnan í
gengisskráningu sé sniðin að óskum
þeirra sem eiga aflandskrónur og
vilja fá sem mestan gjaldeyri fyrir
krónurnar sínar. Aftur og enn sýn-
ist mér stjórnvöld vera máttlaus
gagnvart fjármagnseigendum.
Rafmagnskostnaður
Kostnaðurinn við rafmagn til
upphitunar á landsbyggðinni þar
sem engin hitaveita er til staðar er
að sliga okkur. Ráðuneytið ætti að
beita sér fyrir því að minnka þenn-
an kostnað. Þess í stað er það með
bollaleggingar um að leggja streng
til útlanda og selja rafmagnið úr
landi. Allt bendir til þess að slíkt
muni hækka rafmagnsverð til al-
mennings í landinu. Hóflegur raf-
magnskostnaður myndi ekki bara
koma okkur vel, heldur öðrum fyr-
irtækjum sem nota mikið rafmagn,
til dæmis fiskeldi og gróðurhús.
Vaktaskipti fram undan
Nú berast þær fréttir að þú sért
að hætta í stjórnmálum. Óska þér
alls hins besta við ný störf. Vonandi
getur eftirmaður þinn kippt þessum
málum í lag með einu pennastriki…
eða kannski tveimur.
Þótt ég sé að verða sjötugur er
heilsan og baráttuviljinn enn í góðu
lagi. Tel það skyldu mína gagnvart
íslenskum iðnaði að halda áfram í
þessari sókn fyrir betra rekstrar-
umhverfi.
Opið bréf til iðnaðarráðherra
Eftir Trausta
Eiríksson »Hafa stjórnvöld á Ís-
landi misst allan
mátt í hendur fjár-
magnseigenda? Ræður
iðnaðarráðuneytið engu
lengur?
Trausti Eiríksson
Höfundur er vélaverkfræðingur
og stjórnarformaður Trausts
Þekkingar ehf.
Þess sem menn
þekkja ekki sakna
þeir ekki. Eitt af því
sem við hér á landi
þekkjum ekki er
skóli verzlunar og
viðskipta sem tekur
við af grunnskóla-
stigi. Skóli, sem
kennir gildi mann-
auðs, að velja starfs-
fólk og kanna getu
þess og nýtingu, að
reikna út fjárfesting-
ar, stýra lagerstöðu, leita og
skynja möguleika á markaði,
þekkja efni og uppruna þess og
svo margt, margt fleira þarf að
vera hægt að læra í skóla, verzl-
unarskóla, en til þess þurfum við
fyrst að gera okkur grein fyrir
því, að hann vantar. Allt frá því að
Verzlunarskóla Íslands var breytt
í menntaskóla á sjötta áratugnum,
og jafnvel fyrr, hefur hugtakið
„verzlun“ verið tengt afgreiðslu-
störfum. Afgreiðsla er ekki versl-
un, heldur lítill hluti vettvangsins,
þar sem því miður, nú til dags, öll
þekking byggist á reynslu starfs-
manna sem fyrir eru.
Mannauður, tækni, sölu-
mennska, innheimta, glöggskygg-
ni, þekking, skilningur, allt eru
þetta hugtök, sem vega minna í
mannaráðningum en lágar launa-
kröfur starfsfólks í ótrúlega mörg-
um fyrirtækjum hérlendis, enda
leita menn utan á netinu, eða fara
utan til innkaupa. Við stöndumst
öðrum þjóðum ekki snúning i við-
skiptum, þó í allmörgum tilfellum
séu auðvitað undantekningar.
Markaðsáætlanir byggjast oftast á
ruðningi inn á ríkjandi markað,
reikna út væntanlega hlutdeild og
hvernig eigi síðan að drepa keppi-
nautana, þannig miðast kannanir á
markaðnum sjaldnast við hvað
vantar, heldur það sem fyrir er og
hverju til þarf að kosta í undirboð.
Innkaup fyrirtækja og heimila
miðast í flestu við lágt verð, því
vöruþekkingu skortir.
Henry Ford, bílaframleiðandinn,
var með afbrigðum þroskaður
verzlunarmaður. Hann leitaði að
því sem vantaði á markaðinn, vann
á sínum eigin forsendum, laðaði að
sér fagmenn og skynsama, sótti til
þeirra allt það sem að gagni mátti
verða, framleiddi það
besta á sanngjörnu
verði og þess vegna
sóttu allir í að verzla
við hann. Hann ávann
sér traust, bæði
starfsmanna og við-
skiptavina, og hvort
tveggja var honum
jafn mikils virði. Þeg-
ar hann gekk gegnum
verksmiðjur sínar, var
hann með vasa sína
fulla af samankrump-
uðum peningaseðlum
og ef starfsmaður vék sér að hon-
um með hugmynd sem honum lík-
aði, þá rétti hann manninum lúku-
fylli af seðlum sem hvatningu til
allra að vinna og hugsa. „Við erum
hér ekki til að vera stærstir, held-
ur beztir,“ sagði forstjóri nokkur
við mig. Þannig hugsun skapar
auð og honum verður ekki við
haldið nema með þekkingu allra
starfsmanna.
Þegar Danir gáfu okkur fyrsta
spítalann, í lok nítjándu aldar,
gerðu þeir þá kröfu, að allri hjúkr-
un yrði sinnt af menntuðum
hjúkrunarkonum. Lögðu þeir þar
grunn að þeim skilningi hér á
landi, að menntun starfsfólks væri
undirstaða samfélagsins. Nokkru
seinna var stofnaður í Reykjavík,
af miklum metnaði og skilningi,
Verzlunarskóli, sem gjörbreytti
viðhorfi til verzlunar, og var gíf-
urlegt framfaraspor í átt að nú-
tíma samfélagi. Samt var hér allt
of lengi, og er jafnvel enn,
ríkjandi sú skoðun, að magn væri
meira virði en gæði, verðmæti
sjávarafla væri metið í magni, án
tillits til nokkurs annars, rétt eins
og þekking á vinnslu og mörk-
uðum skipti engu máli í umræð-
unni.
Kepp ötul fram
vor unga stétt
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
»Mannauður, tækni,
sölumennska, inn-
heimta, glöggskyggni,
þekking og skilningur
eru hugtök sem vega
minna í mannaráðn-
ingum en lágar launa-
kröfur
Höfundur er á eftirlaunum.
„Laun 75% ör-
yrkja hækka um
mánaðamótin um
hátt í 40% sam-
kvæmt nýlegum úr-
skurði Kjararáðs.
Laun 50% öryrkja
hækka um 30%.
Þetta kom fram í
kvöldfréttum Út-
varpsins. Kjararáð
úrskurðaði um laun
75% og 50% öryrkja
í Stjórnarráði Íslands fyrr í mán-
uðinum. Lesa má úrskurðina
hvergi. Samkvæmt úrskurðinum
hækka laun 50% öryrkja um á
bilinu 28 til 35 prósent og laun
75% öryrkja um 36 til 37 prósent.
Í frétt Útvarpsins kemur fram
að mesta hækkunin sé tilkomin
vegna yfirvinnu, en hún hækkar
úr um það bil 50 þúsund krónum
í nærri 500 þúsund krónur. Yfir-
vinnugreiðslur eru greiddar allt
árið, einnig í sumarleyfum.
Eftir hækkunina munu laun
75% öryrkja forsætisráðuneyt-
isins verða 1,8 millj-
ónir í stað 1,1 millj-
ónar á mánuði áður.
Hækkunin nemur 674
þúsund krónum.
Laun 75% öryrkja
annarra ráðuneyta
hækka úr 1,1 milljón í
rúmar 1,7 milljónir á
mánuði. Föst yfir-
vinna 50% öryrkja fer
úr 55 þúsund krónum
í allt að 315 þúsund
krónur. Alls nemur
hækkun þeirra á
bilinu 330 þúsund krónum til 482
þúsund sem er hækkun upp á 28
til 35%.“
Þetta er frétt sem ég vil sjá.
Lumar þú á frétt sem þú vilt sjá?
Byggt á frétt mbl.is, sjá: www.mbl.is/
frettir/innlent/2016/06/30/launin_ha-
ekka_um_allt_ad
_40_prosent/
Laun öryrkja hækka
um allt að 40%
Eftir Lárus Jón
Guðmundsson
Lárus Jón
Guðmundsson
» Þetta er frétt sem ég
vil sjá.
Höfundur er sjúkraþjálfari.
Óstöðvandi
með Gerber
Bear Grylls
Gerber Bear Grylls hnífar og
fjölverkfæri eru heimsþekktar,
amerískar gæðavörur.
Hnífur
GERBER Bear Grylls
Ultimate Knife ™
Verð: 8.370 kr.
Fjölverkfæri
GERBER Bear Grylls
Ultimate Multi-Tool™
Verð: 9.114 kr.