Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.2016, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2016 ✝ Ingibjörg Har-aldsdóttir skáld fæddist í Reykjavík 21. október 1942. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund að morgni 7. nóv- ember 2016. Foreldrar Ingibjargar voru Haraldur Björns- son, sjómaður og afgreiðslumaður, f. 16. maí 1917, d. 16. september 1988, og Sigríður Elísabet Guðmunds- dóttir skrifstofumaður, f. 14. maí 1917, d. 6. apríl 1991. Ingibjörg ólst upp í Reykja- vík og Kópavogi og lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1962. Hún var elst barna foreldra sinna en áður hafði Haraldur eignast með Guðnýju Jóns- dóttur soninn Jón Gunnar Har- aldsson, f. 1938, d. 1989. Al- systkini Ingibjargar eru Rann- veig, f. 1945, og Þröstur, f. 1950. Ingibjörg hélt til náms í kvikmyndaleikstjórn við Kvik- myndaháskóla ríkisins í Moskvu haustið 1963. Þar eystra kynntist hún fyrri eig- inmanni sínum, Idelfonso Ra- mos Valdés, f. 1936, d. 2010, og vil ég fljúga, en frá 1981 vann hún eingöngu við þýðingar og skáldskap. Fyrsta bókin sem hún þýddi úr rússnesku var Meistarinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov sem kom út árið 1981, en alls þýddi Ingi- björg 13 skáldverk og jafn- mörg leikrit eftir helstu stór- menni rússneskra bókmennta. Einnig þýddi hún skáldsögur, leikrit og ljóð úr spænsku og fleiri málum. Árið 1983 kom út ljóðabókin Orðspor daganna, Nú eru aðrir tímar 1989, Höfuð konunnar 1995, Hvar sem ég verð 2002 og árið 2007 gaf hún út end- urminningar sínar í bókinni Veruleiki draumanna. Fyrir ljóð sín hefur hún hlotið Ljóða- verðlaun Guðmundar Böðvars- sonar árið 2000 og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002. Einnig fékk hún verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu árið 2001. Fyrir þýðingar sínar á verkum Dostojevskís hlaut Ingibjörg Menningarverðlaun DV og Ís- lensku þýðingarverðlaunin, auk þess sem sendiráð Rússlands veitti henni viðurkenningu í maí sl. Árið 1992 var Ingibjörg kjör- in í stjórn Rithöfundasambands Íslands og tveimur árum síðar varð hún formaður sambands- ins til fjögurra ára. Hún er heiðursfélagi sambandsins. Ingibjörg verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 17. nóvember 2016, kl. 15. flutti með honum til Kúbu að loknu mag.art-námi árið 1970. Þar starfaði hún sem aðstoð- arleikstjóri. Hinn 13. júní 1975 eign- uðust þau Ramos soninn Hilmar Ra- mos þýðanda. Hann var giftur Þórunni Ingu Gísladóttur, f. 1975, og eignuðust þau Maríu Ramos, f. 21. febrúar 1998, og Ingibjörgu Ramos, f. 6. mars 2003. Þau Þórunn skildu, en í sumar giftist Hilmar Sigríði Rögnu Kristjánsdóttur, f. 1975. Börn hennar eru Reginn Uni Ramsey, f. 1997, og Sölva Magdalena Ramsey, f. 2000. Ingibjörg flutti til Íslands með Hilmar í árslok 1975. Hér heima starfaði hún við leikhús og blaðamennsku fram til 1981. Hún giftist Eiríki Guðjónssyni, f. 1954, og eignuðust þau Krist- ínu rithöfund 3. nóvember 1981. Kristín er í sambúð með Inga Rafni Sigurðarsyni, f. 1980, og eiga þau soninn Kol- björn, f. 15. janúar 2016. Ingi- björg og Eiríkur skildu. Árið 1974 kom út fyrsta ljóðabók Ingibjargar, Þangað Elsku besta amma. Ég trúi því eiginlega ekki að ég sitji og skrifi minningargreinina þína. Mér finnst þú vera svo nálæg og hlý, jafnvel nær mér en áður. Kannski er það bara af því að ég sakna þín. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hefur skilið eftir þig, allt sem þú kenndir mér og allt sem þú gafst mér. Þú varst alltaf tilbúin til þess að taka á móti mér með opnum örmum í dyra- gættinni í Drápuhlíð og þaðan skoppuðum við saman út í Sunnubúð til að kaupa ís eða köku. Kannski komum við við á vídeóleigunni í leiðinni, ef ég ætlaði að gista. Þú varst alltaf jafn glöð að sjá mig, það var allt- af tími fyrir mig. Minningarnar sem við eigum saman úr Drápu- hlíðinni eru mér ómetanlegar og ég veit að það mun ekki líða dag- ur þar sem ég hugsa ekki til þín. Þá get ég dregið fram sögur sem við sömdum saman, hlut- verkaleiki sem við lékum eða bækur sem þú last fyrir mig. Þegar ég var hjá þér var heim- urinn okkar. Heimurinn var lítil kjallaraíbúð í Hlíðunum og ekk- ert skipti máli fyrir utan hann. Það er svo sannarlega ekki of djúpt í árinni tekið þegar ég segi að ég sé sú manneskja sem ég er vegna þín. Það er það svo sann- arlega ekki. Þú kenndir mér að semja, njóta lífsins og taka ekki neinu sem gefnu. Frá þér hef ég mína stærstu ástríðu, skrifin, sem ég er hvað allra þakklátust fyrir. Svo má ekki gleyma öllum þínum undraverðu ævintýrum sem hafa fyllt mig af sömu löng- un í hið ókunna og fyllti þig fyrir mörgum, mörgum árum síðar. Þú varst svo hugrökk, svo sterk, að ef ég kemst nokkurn tímann með tærnar þar sem þú hafðir hælana þá verð ég ánægð. Það er samt líklega ógjörningur að feta í fótspor þín þar sem þú settir markið svo ótrúlega hátt. En elsku amma, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af mér. Ég spjara mig. Ég hef nefnilega ákveðið að alltaf þegar ég sakna þín þá ætla ég ekki að horfa til baka með trega. Ég ætla ein- göngu að minnast þín með gleði og þakklæti í hjarta vegna þess að þú átt það skilið. Þú sem varst alltaf í góðu skapi þegar ég kom í heimsókn, sama hvað bjátaði á. Þú átt skilið að minn- ing þín sé hamingjurík og hlý. Nú ertu aftur heil á ný, þú hefur sameinast sjálfri þér og fyrir það er ég þakklát. Þó svo að ég syrgi þig þá get ég yljað mér við ljóðin mín og svo lengi sem ég lifi þá get ég fundið þig í þeim. Takk fyrir þau. Takk fyrir lífið. Takk fyrir útlandaþrána, skrift- in og sjálfstæðið. Takk fyrir allt. Þín augu mild mér brosa á myrkri stund og minning þín rís hægt úr tímans djúpi sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Ætíð ömmustelpan þín, María. Mig langar að minnast Ingu frænku í örfáum orðum eins og ég upplifði hana. Bæði persóna hennar og verk hennar hafa haft þannig áhrif á mig að það mun endast mér æv- ina á enda. Fyrir mér var hún hugrökk, brosmild, kaldhæðin, lágvær, gagnrýnin, vinnusöm, glettin, hvetjandi, lítillát, næm, spaugsöm, styðjandi, feimnis- leg, lífsreynd, fyrirmynd, braut- ryðjandi. Hún var kröfuhörð í eigin garð en tók sig samt ekki of alvarlega. Hún vildi betri heim en fannst engu að síður veröldin fögur og hún „gat glaðst yfir litlu“ (úr ljóðinu Eft- irmæli). Hún veitti innblástur. Lítið, glettið, næmt, hvetjandi augnaráð með örfáum, vel völd- um, lágstemmdum orðum höfðu jafnvel langvarandi, lífsbreyt- andi áhrif. En hún vissi ekki af því. Verkin hennar hafa samofist mínu lífi. Sem unglingur valdi ég mér ljóð hennar Kona sem upplestrarljóð í grunnskóla. Það er þess konar ljóð að það greyptist í undirvitundina þá og fer líklega aldrei þaðan. Jafn- framt lá ég yfir ljóðum hennar Orð og Kaffihlé sem barn og unglingur enda voru þau stöð- ugt nálægt í kennslubókum. Ég valdi ljóð hennar Land til að hengja upp á áberandi stað á heimilum mínum erlendis til huggunar þegar heimþráin gerði vart við sig. Það hékk áfram þrátt fyrir flutninga heim til Íslands. Aðdáun mín á ljóðinu var orðin svo einkennandi fyrir mig að systir mín las það upp þegar ég gifti mig. Ég hlustaði á lestur Ingu sjálfrar á eigin ljóð- um á hljóðbók á ferðum mínum með lestum, sporvögnum og flugvélum. Fjarri heimahögum og fólkinu manns hitti ljóðið Bolungarvík um Rannveigu langömmu mann beint í hjartað. Þannig áhrif gleymast seint. Einu sinni hittum við hjónin Ingu og Stínu, dóttur hennar, í Amsterdam þegar við maðurinn minn bjuggum í Hollandi og Inga dvaldi í rithöfundabústað í Þýskalandi. Eftir að hafa gengið tilneydd í gegnum Rauða hverf- ið var Ingu létt – þetta hafði ver- ið skárra en hún hélt. Og maður spurði sig hvað hún hafði séð í Moskvu og á Kúbu. Lífsreynsl- an leyndi sér ekki. Ég er þakklát fyrir ættar- tengslin – annars hefði ég ein- ungis fengið að kynnast verkum hennar og þá hefði bara hálf sagan verið sögð. Út ævina mun ég segja börn- um mínum sögur af Ingu frænku og kynna þau fyrir verk- um hennar. Samúðarkveðja til Hilmars, Stínu, Rönnu, Þrastar og fjöl- skyldna þeirra. Ragnhildur. Ég kynntist Ingibjörgu ekki fyrr en eftir aldamótin en samt þekkti ég hana miklu fyrr. Ég þekkti hana bæði sem afburða- gott ljóðskáld og sem framúr- skarandi þýðanda. Í mínum huga var hún kona sem hafði af- rekað svo margt í lífinu, í raun- inni einmitt það sama og mig langaði til að hafa fyrir stafni. Ég vissi sem sagt af henni löngu áður, þekkti hana áður en ég kynntist henni í lifanda lífi. Við komumst líka að því síðar að við áttum margt sameiginlegt. Báð- ar höfðum við dvalið í Moskvu, hún þó talsvert lengur en ég. Báðar höfðum við gifst erlend- um manni og átt með honum barn, skilið og alið barnið upp á Íslandi. Báðar höfðum við hrifist af rússneskum bókmenntum. Mér þótti líka afskaplega vænt um að Ingibjörg skyldi stinga upp á mér sem spyrli þegar rit- þing var haldið um hana í Gerðubergi í janúar 2007. Einn vetur stofnuðum við rússneskan kvikmyndaklúbb ásamt nöfnu hennar Hafstað. Við hittumst þrjár heima hjá Ingibjörgu í Drápuhlíðinni á mánudags- kvöldum þegar heilsa hennar leyfði og horfðum saman á rúss- neskar kvikmyndir. Það var skemmtilegt. Kæra Ingibjörg, við kynntumst of seint, ég hefði viljað kynnast þér enn betur. Þýðingarstarf þitt var mér mikil hvatning til að halda á sömu braut. Betri fyrirmynd hefði ég ekki getað haft. Takk fyrir þær stundir sem við áttum saman og takk fyrir ljóðin þín og þýðing- arnar sem opnuðu svo mörgum gátt inn í rússneskar bók- menntir. Við Óskar vottum Hilmari, Kristínu og öðrum að- standendum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Ingi- bjargar. Áslaug Agnarsdóttir. Ingibjörg Haraldsdóttir bjó og starfaði á Kúbu 1969-1975 og tók þátt í stofnun Vináttufélags Íslands og Kúbu, VÍK, haustið 1971. Alkomin til Íslands gegndi hún þar formennsku til ársins 2000. Búsetan á Kúbu, þróunin í Rómönsku Ameríku á níunda áratugnum og loks hrun stjórn- kerfis Sovétríkjanna, þessi ólíku tímabil endurspegluðust í starf- semi félagsins undir forystu Ingibjargar. Framlag hennar til skilnings samfélags á Kúbu þar sem reynt er að snúa málunum við af óvinum þess lands byggð- ist á þekkingu, þolinmæði og fordómaleysi gagnvart öðrum skoðunum. Ingibjörg kom til Havana árið eftir fall Che Guevara í Bólivíu. Efnahagsáætlanir höfðu brugð- ist, einangrunar gætti og auk- inna pólitískra áhrifa Austur- Evrópukerfisins sem komu illa við listamenn. Þegar einræðis- stjórnir Rómönsku Ameríku hörfuðu undan uppreisnum á ní- unda áratugnum kom tímabil endurmats, uppbyggingar og aukinna áhrifa almennings. Það jók svigrúm listamanna svo sem í því félagslega umhverfi sem Ingibjörg hafði umgengist. Í grein í Tímariti Máls og menningar 1988 segir Ingibjörg frá endurkomu til Kúbu: „Eftir tólf ára fjarveru er ég aftur komin til Havana. Svo margt hefur breyst, svo margt er óbreytt. … Ég mæti gömlum vinnufélaga á götu og hann þekkir mig þrátt fyrir árin tólf: gaman að sjá þig aftur! En í litla almenningsgarðinum við 23. götu er komin upp stytta af Don Kíkóta Ameríku, hana hef ég ekki séð áður. Listamaðurinn er kúbanskur, Sergio Martinez. Þetta er afskaplega sérkenni- legur Kíkóti og ekki er merin Rosinante síður sérkennileg – á einhvern magnaðan hátt eru þau táknræn fyrir hina upp- reisnargjörnu Rómönsku Amer- íku – og hugurinn leitar ósjálf- rátt til Che Guevara, byltingarhetjunnar sem líkti sjálfum sér gjarnan við þessa sögupersónu Cervantesar. Hug- sjónamaðurinn sem ræðst ótrauður til atlögu við ofurafl- ið.“ Með hruni utanríkisverslunar Kúbu árið 1991 hófst erfitt tíma- bil þar sem matvæli og aðrar lífsnauðsynjar skorti. Viðskipta- bann Bandaríkjanna og tilraun- ir til þess að grafa undan sjálf- stæði landsins hafði djúpstæð áhrif. Ingibjörg hlaut á þessum árum heiðursorðu Kúbu fyrir unnin störf í þágu vináttu og samskipta þjóðanna. Valdsvið Ingibjargar sem for- manns VÍK var öflugt og ósýni- legt, innbyggt í vel gerða mann- eskju sem þekkti mörk hins mögulega. Við kveðjum góða vinkonu og þökkum fyrir mik- ilvæga samleið. Fyrir hönd stjórnar VÍK, Sigurlaug Gunnlaugsdóttir. Ég sakna ekki þess sem var ég trúi ekki á fegurð fortíðarinnar en draumanna minnist ég með trega nú þegar kólnar og dimmir og bilið vex milli þess sem er og þess sem átti að verða Við Inga, ungar konur að klæða litla syni í pollagalla á barnaheimilinu Hlíðarborg. Þar tókum við fyrst tal saman. Hún var þá nýflutt heim frá Kúbu með Hilmar og bjó í Norður- mýrinni. Hún var svolítið fræg, búin að gefa út fyrstu ljóðabók- ina sína og orðin blaðamaður á Þjóðviljanum. Við Kristján vor- um í háskólanum. Ljóðabókin var góð og það var unun að lesa kvikmyndagagnrýnina hennar, þar hélt sú á penna sem kunni handverkið og hafði útsýni til allra átta. Ingibjörg Haraldsdóttir reyndist bæði fróð og fyndin og smám saman dýpkaði vinátta okkar og fjölskyldna okkar. Kristín fæddist þeim Eiríki þeg- ar þau leigðu íbúðina okkar í Stigahlíð. Stundum var langt á milli okkar, lönd og höf, en styst þegar Inga flutti í næstu götu í Hlíðunum með börn sín og ósjaldan var skotist milli húsa. Þar var oft í koti kátt. Inga var víðlesin og lífsreynd, húmoristi, hláturmild og gaman að þekkja hana. Það var líka gott að vera nálægt henni. Hún var róleg og stillt en það voru líka í henni andstæður og ástríða sem gerði hana svo gott skáld og afburða þýðanda. Ljóð hennar eru elskuð af mörgum en það er ekki alltaf auðvelt að festa fingur á töfrum þeirra. Ég hef kennt þau erlendum stúd- entum sem hafa spreytt sig á að þýða þau. Þá kom oft í ljós að ljóð sem virtust einföld gátu bú- ið yfir illþýðanlegri margfeldni, vísunum sem erfitt var að end- urskapa; hljómfalli, íroníu og fáguðum, persónulegum húmor. Mér veittist sá heiður að skrifa formála að ljóðasafni Ingu sem kom út hjá Máli og menningu árið 2009. Ég enda þann formála á tilvitnun í bandaríska heimspekinginn Iris Marion Young sem talar um bil- ið milli nostalgíu og minningar. Þangað sótti Inga bestu ljóð sín, í spennuna milli draums og veruleika, nostalgíu og minn- inga. Við Kristján vottum Hilmari og Kristínu og ástvinum innileg- ustu samúð okkar. Dagný Kristjánsdóttir. Það er undarlegt að kveðja kæran vin sem hefur verið manni samferða alla tíð, og ekki bara verið samferða heldur ort um hvert skref á þeirri leið og þar með orðað fyrir mann til- finningar sem ella hefðu verið óskýrar. Ég gleypti í mig hverja bók Ingibjargar þegar þær komu út og las þær áfram uns ég kunni þær meira og minna utan bókar. Ljóðin urðu mér sum svo nákomin að mér fannst ég hafa ort þau sjálf, svo ná- kvæmlega gátu þau orðað hugs- anir mínar og tilfinningar. Í ljóðunum tók hún fyrir hvert skeið í lífi sínu, bernskuárin í Reykjavík og sveitinni á sumrin, æskuárin, ástir, dvöl að heiman með sinni þrálátu heimþrá, heimkomu sem bæði var sæla og kvöl, líf húsmóður í úthverfi – hvaða yrkisefni gat verið óvænt- ara og þakklátara en það? – skilnað, veikindi … Enginn hef- ur túlkað hversdagsleikann sjálfan í öllu sínu veldi eins níst- andi vel og hún. Og þó að ljóðin væru um hennar líf – sem um sumt var svo ólíkt annarra vegna þess hvað hún bjó lengi á framandi slóðum – þá voru ljóð- in þannig að þau voru í rauninni um okkur allar. Jafnvel okkur öll. Þegar Inga sneri heim eftir meira en áratug í Moskvu og Havana, hámenntuð í kvik- myndagerð og leikhúsfræðum, bjóst hún við að sér yrði tekið opnum örmum af þjóð með nýja sjónvarpsstöð. Seinna sagði hún stundum í gríni að hún hefði get- að betrekkt eldhúsið sitt með höfnunarbréfum við umsóknum um störf hjá Ríkisútvarpinu. Út úr vonbrigðum og leiða fór hún að þýða eftirlætisbók sína, ólík- indalega stórvirkið Meistarann og Margarítu eftir Búlgakov, og skemmta vinum sínum með því að lesa hátt úr þýðingunni þegar við komum í heimsókn. Við hrif- umst í hæðir og hlógum okkur máttlaus þannig að Inga bauð Máli og menningu þýðinguna. Á þessum tíma var Íslenski þýð- ingarsjóðurinn stofnaður og var nógu öflugur fyrstu árin til að gera útgefendum kleift að greiða þokkaleg laun fyrir lang- ar og vandaðar þýðingar. Meist- arinn og Margaríta kom út 1981 og það varð svo aðalatvinna Ingu næstu rúma tvo áratugi að kynna löndum sínum stórvirki rússneskra bókmennta, einkum verk Fjodors Dostojevskí. Vel má ætla að þau verk hennar hafi haft afgerandi áhrif á íslenskar bókmenntir ekki síður en ljóðin hennar. Ingibjörg var listagott ljóð- skáld, afburðaþýðandi og ein- stakur upplesari. Rödd hennar er nú þögnuð en við og komandi kynslóðir munum lengi njóta þess sem hún skildi eftir hjá okkur. Innilegar samúðarkveðj- ur til barna og barnabarna. Silja Aðalsteinsdóttir. Heimsvaldastefnan leiddi okkur Ingibjörgu saman, eða réttara sagt baráttan gegn henni. Ingibjörg var þá nýkomin heim eftir sex ára Kúbudvöl. Heima hjá henni voru haldnir fundir Samstöðu gegn heims- valdastefnu þar sem við tvö vor- um einhvers konar fræðarar. Bandaríkin lögðu til megnið af heimsvaldastefnunni en þau lögðu líka til djassinn og ofan í hann pompaði ég innan tíðar. Um það leyti sem ég fór að semja sönglög kom út þriðja ljóðabók Ingibjargar, Nú eru aðrir tímar. Með þeirri bók varð Ingibjörg eitt af eftirlætisskáld- um mínum og líka góður síma- vinur. Það var gaman að kjafta við Ingibjörgu og mikil freisting að láta lummulega fyndni flakka, hún hló svo fallega. Hún var launalaus sendiherra Kúbu á Íslandi í nokkra áratugi og sendi mikinn fjölda fólks til fyrrverandi eiginmanns síns, kvikmyndagerðarmannsins Idelfonsos Ramos, sem var að sínu leyti óskipaður ræðismaður Íslands í Havana. Þannig kynnt- ist ég Idelfonso, sem varð kvik- myndatökumaður minn og alls- herjar reddari þegar ég fór að taka upp tónlist á Kúbu. Og Ingibjörg skrifaði yndislegan formála að plötu sem ég tók upp í Havana. Hann kom ekki á nóinu, það tók hana heila nótt að grafa fram og orða minningar um morgnana í Havana. Það flæddi ekki úr penna Ingibjarg- ar en það sem kom sat vel, sumt svo vel að stimplaðist ósjálfrátt í minnið. Öll kynni okkar voru góð, það gat verið hreinn unaður að slúðra við hana í góðu partíi og það var líka gott að ræða al- varlegri mál við eldhúsborðið í Drápuhlíðinni. Ég var einu sinni beðinn um að vera á framboðs- Ingibjörg Haraldsdóttir HINSTA KVEÐJA Enda þótt Inga sé horfin af lífsins braut verður hún ætíð ljóslifandi í hjarta mínu og huga. Inga var mér dýrmætur vinur – svo trygg, gefandi og skemmtileg. Þessi hæv- erska og látlausa kona var gáfuð, frjó og fróð. Hún bjó yfir miklu innra ríkidæmi og ég kveð hana með inni- legu þakklæti fyrir gefandi vináttu. Sigríður Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.