Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 18
Helgarblað 15.–18. maí 201518 Fréttir og Smáratorgi · Korputorgi HUNDAFÓÐUR FÆST HJÁ OKKUR Atburðarásin í Vaðlaheiðargöngum Júní 2012 Alþingi samþykkir með 29 at- kvæðum gegn 13 frumvarp Oddnýjar Harðardóttur, þáverandi fjármálaráð- herra, um að ríkið láni Vaðlaheiðargöngum hf. allt að 8,7 milljarða króna til verksins. Skiptar skoðanir eru um hvort ríkið eigi að lána fyrir framkvæmdinni og nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis eru ásakaðir um kjördæmapot. Febrúar 2013 Skrifað undir samn- inga um gerð ganganna. Meðal viðstaddra eru Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvegaráðherra og Kristján L. Möller al- þingismaður. Báðir eru fyrrverandi samgöngu- ráðherrar og þingmenn Norðausturkjördæmis og fögnuðu þeir áfanganum innilega. E f við lítum á staðreyndirnar þá er alveg ljóst að við mun­ um ekki ná að opna göngin vorið 2017. Ég held að menn verði að gera sér grein fyrir því að þetta mun taka lengri tíma og við gerum nú ráð fyrir að þau verði í fyrsta lagi opnuð haustið 2017,“ segir Valgeir Bergmann, fram­ kvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf., um áhrif endurtekinna vandamála vegna vatnsleka í göngunum á fram­ kvæmdina. Ekkert hefur verið sprengt í göngunum í tæpan mánuð, eða síð­ an misgengissprunga, sem dælir nú inn um 400 lítrum á sekúndu af köldu vatni, opnaðist Fnjóskadalsmegin og þau fylltust af vatni á löngum kafla. Upphaflega átti að opna göngin í desember 2016 en eftir að heitt vatn fór að streyma úr annarri stórri sprungu Eyjafjarðarmegin í febrúar í fyrra voru mannskapur og tæki flutt yfir í Fnjóskadal. Þá var gert ráð fyrir um hálfs árs seinkun en nú er ljóst að ekki verður opnað fyrir umferð undir Vaðlaheiði fyrr en í fyrsta lagi haustið 2017. Eigendur ganganna missa þá af sumarvertíðinni sem átti að tryggja nauðsynlegar tekjur svo hægt yrði að endurfjármagna sem fyrst 8,9 milljarða króna lánið sem ríkið veitti til verkefnisins. „Áformin um að opna vorið 2017 voru gerð fyrir komu kalda vatnsins í Fnjóskadal og nú hefur það áfall sett strik í reikninginn. Rennslis­ minnkunin þar er hægari en við Lekinn mun seinka opnun um tæpt ár n Verklokum í Vaðlaheiðargöngum seinkar enn frekar n Missa af mikilvægum tekjum Haraldur Guðmundsson haraldur@dv.is Ein sprungan Starfsmenn Ósafls hf. ætla að reyna að loka fyrir litlu sprungurnar við stafninn Eyjafjarðarmegin í næstu viku. Mynd ValGEir BErGMann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.