Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Qupperneq 22
Helgarblað 15.–18. maí 201522 Fréttir Erlent Sími 568-5556 www.skeifan.is Föst sölulaun Sölulaun eigna yfir 60 milljónum aðeins 1% með vsk upp að 60 milljónum 299.900.- með vsk VANTAR – VANTAR Vegna mikillar sölu vantar allar stærðir eigna á skrá. Eysteinn Sigurðsson Löggiltur fasteignasali / Sími: 896-6000 eysteinn@skeifan.is / skeifan.is Magnús Hilmarsson Sölumaður / Sími: 896-6003 magnus@skeifan.is / skeifan.is Sigurður Hjaltested Löggiltur fasteignasali / Sími: 821-5400 sigurdur@skeifan.is / skeifan.is Miklu hættulegri skjálftar í Nepal n Íslenskir jarðskjálftar gjörólíkir þeim sem eiga sér stað í Asíu G rundvallarmunur er á jarð- skorpuhreyfingum í Nepal og á Íslandi, sem veldur því að jarðskjálftar í Suður- Asíuríkinu eru mun hættu- legri en þeir sem skekja eyjuna okk- ar. Þetta segir Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur. Í Nepal eru tveir meginlands- flekar, Asíuflekinn og Indlandsflek- inn, sem rekast hvor á annan. Þetta kallast sigbelti. Á Íslandi er aftur á móti gliðnun þar sem Norður-Am- eríkuflekinn og Evrasíuflekinn eru að gliðna. Yfir átta þúsund fórust Tveir stórir jarðskjálftar hafa geng- ið yfir Nepal að undanförnu. Sá fyrri mældist 7,8 á Richter 25. apríl með þeim afleiðingum að yfir átta þúsund manns fórust og sá síðari, sem telst vera eftirskjálfti og mæld- ist 7,3, 12. maí með þeim afleiðing- um að yfir 65 manns fórust. Miklu hættulegri skjálftar í Nepal Haraldur segir jarðskjálftana í Nepal miklu hættulegri en hér á landi. „Þó að það sé mikil skjálftavirkni á Ís- landi eru það allt litlir skjálftar sem geta ekki orðið meira en í kringum 6 á Richter. Það er vegna þess að skorpan er svo veik á Íslandi,“ seg- ir hann. „Í Nepal ertu með mjög þykka skorpu sem getur hlaðið upp mikilli spennu, öfugt við það sem gerist hér. Jarðskjálftarnir eru ekki tíðir en þeir eru stórir þegar þeir ganga yfir. Til allrar hamingju höf- um við enga slíka skjálfta hér.“ Munurinn er 33-faldur Hann útskýrir að munurinn á jarð- skjálftum sem eru 6 og 7 á Richter sé 33-faldur. „Það er svo villandi þegar fólk lítur á þessar tölur. Það áttar sig oft ekki á því að þessi skali er ekki venjulegur lógariþmi heldur er hann miklu meira margfeldi.“ Hvorugur vill gefa sig Þegar Haraldur er spurður nánar út í skjálftana í Nepal segir hann að hvorki Asíu- né Indlandsflek- inn vilji gefa sig, enda um tvær mjög þykkar jarðskorpur að ræða. „Í þessu tilfelli eru báðir flekarnir með svipaða eiginleika, þannig að það verður árekstur. Í staðinn fyr- ir að annar flekinn stingi sér und- ir hinn, þá hleðst upp svo mikil spenna á mótunum að hún leysist úr læðingi öðru hvoru,“ segir hann og líkir ástandinu við kústskaft sem er beygt þannig að spenna myndist. Á endanum brotnar „skaftið“ og þá skríður einhver hluti eða flísar af Asíuflekanum yfir Indlandsflekann. Til samanburðar er skorpan á Ís- landi tiltölulega þunn og gliðnun flekanna tveggja veldur því að spennan er sífellt að leysast úr læð- ingi. Hún hleðst ekki eins mikið upp og skjálftarnir verða því minni. n Freyr Bjarnason freyr@dv.is Eyðilegging Mikil eyði- legging varð í Nepal vegna jarðskjálftanna. Yfir átta þúsund manns fórust. Haraldur Sigurðsson Segir litla spennu á Íslandi vegna þunnrar skorpu og gliðnunar fleka. „ Í Nepal ertu með mjög þykka skorpu sem getur hlaðið upp mikilli spennu, öfugt við það sem gerist hér. Þykir afskiptasamur Bréfaskriftir Karls Bretaprins vekja athygli B réf sem Karl Bretaprins hefur sent breskum stjórnvöldum í gegnum tíðina hafa verið gerð opinber eftir langar deil- ur um birtingu bréfanna. Bréfin voru tuttugu og sjö og send hinum ýmsu ríkis stofnunum í Bretlandi fyrir um áratug. Í bréfunum ræddi Karl um ýmis málefni, þar á meðal stöðu stór- markaða og markaðsyfirráð þeirra. Þá segir í einu þeirra, sem stílað var á Tony Blair, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, að ótækt væri að láta breska herinn taka þátt í aðgerð- um af ýmsum toga án þess að hann hefði yfir að ráða tilheyrandi búnaði. Dómstólar í Bretlandi hafa haft málið til umfjöllunar um nokkra hríð, en í mars staðfesti Hæstiréttur að neitun á birtingu bréfanna væri ólögmæt. Karl hefur, eftir að bréfin birtust, verið sakaður um afskipta- semi og er jafnvel grunaður um óeðlileg afskipti af stjórnmálum, en almennt hefur breskt konungsfólk haldið sér utan við afskipti af stjórn- málum. n Sendi bréf Bréfin voru tuttugu og sjö og send hinum ýmsu ríkisstofnunum í Bret- landi fyrir um áratug. Var á 170 kíló- metra hraða Amtrak-lest sem fór út af spor- inu á leið sinni frá Washington til New York var á 170 kílómetra hraða rétt áður en slysið varð við Fíladelfíu. Slysið varð þegar lestin fór í beygju, þar sem há- markshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Sjö létust og 140 voru fluttir á sjúkrahús eftir slys- ið, en heildarfjöldi slasaðra er um 200. Þegar lestin fór út af mældist hún á 165 kílómetra hraða, rúm- lega helmingi meiri hraða en há- markshraða. Kerfi sem stýra á lestarhraða er til staðar fyrir lestina en hef- ur ekki verið sett upp. Hefði það verið til staðar hefði slysið líklega ekki orðið. Banvænt „selfie“ Ung lings stúlka lést er hún var að taka „selfie“, eða sjálfsmynd af sér þar sem hún stóð uppi á lest í norðausturhluta Rúmeníu. Stúlkan var átján ára og hafði klifrað upp á lestina, sem var kyrrstæð. Hún brenndist illa og rak sig að líkindum í háspennu- línu sem var beint fyrir ofan lestina þegar hún teygði sig til að taka myndina. Hún lést tveim- ur dögum síðar af alvarlegum brunasárum sem þökktu allan líkama hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.