Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 33
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Fólk Viðtal 33
um heims. Pavel þótti mjög efnilegur
á þessum tíma og hafði alla burði til
þess að ná langt í atvinnumennsku,
að hans sögn.
Hann byrjaði á því að dvelja í
Frakklandi í eitt ár, en færði sig svo
yfir til Spánar þar sem hann ílengdist
í fimm og hálft ár. „Þetta var reynsla
sem ég myndi ekki vilja skipta út fyr-
ir neitt annað, en það kom samt fyr-
ir á þessum tíma, og gerir enn, að ég
öfundaði jafnaldra mína sem fóru
venjulegu leiðina. Tóku áhyggju-
lausa tímabilið í framhaldsskóla og
áttu venjulegt líf. Ég var í allt öðru-
vísi umhverfi og þurfti að fullorðnast
mjög hratt. Þegar maður er kominn út
í atvinnumennsku þá snúast hlutirn-
ir um svo margt annað en bara að
spila körfubolta. Þetta eru viðskipti.
Það þarf að hugsa um samninga,
pólitík og ýmislegt annað sem fylgir.
Þetta voru verkefni og áskoranir sem
venjulegur sautján ára unglingur er
venjulega ekki að takast á við.“
Náði ekki í gegn
Þrátt fyrir að Pavel hafi farið einn út í
hinn stóra heim svo ungur, segir hann
það aldrei hafa sett strik í reikninginn.
Hann fékk aldrei heimþrá, lærði fljótt
inn á hvernig viðskiptin gengu fyrir
sig og fótaði sig nokkuð vel fjarri
fjölskyldu og vinum. Hann hafði
lítinn tíma til að hugsa um annað
en körfuboltann, enda komst hann
inn í eitt besta unglingaprógramm
í heimi í Malaga á Spáni. Og það var
ekki um annað að ræða en að standa
sig. „Það var rosalegur metnaður og
miklir peningar lagðir í prógrammið.
Þeir fengu til sín bestu leikmennina
utan úr heimi til að spila og þetta var
mjög krefjandi tímabil. Það voru allir
að reyna að koma sér áfram.“ Baráttan
á milli leikmanna var mjög hörð og
harkið kannski meira en Pavel hafði
gert sér í hugarlund.
„Minn tími á Spáni fór ekki jafn vel
og ég hafði vonað. Það má í raun segja
að minn atvinnumannaferill hafi ver-
ið vonbrigði – upp að vissu marki.
Allavega miðað við hvað ég hefði
getað gert. Á þeim tíma var ég einn
af toppspilurunum á mínum aldri í
Evrópu, en ég náði ekki að komast í
gegn – í elítuna. Ég hafði hæfileikana
en það var eitthvað annað sem vant-
aði,“ segir Pavel hreinskilinn. „Það er
stundum þannig í þessum bransa.
Margir af þeim sem ég ólst upp með
og voru virkilega góðir, jafnvel betri
en ég, eru hættir að spila í dag. En svo
eru aðrir, sem voru ekkert sérstaklega
góðir, sem eru að gera frábæra hluti í
dag,“ bætir hann við án þess að virð-
ast nokkuð bitur.
Fyrstu vonbrigðin
„Það er alltaf verið að segja við yngri
íþróttamenn að ef þeir æfi nógu mik-
ið og séu duglegir, þá verði þeim allir
vegir færir, en það er því miður ekki
þannig. Það er hálfgerð mýta.“ Pavel
þekkir þetta af eigin raun, enda var
hann bæði duglegur og æfði af kappi,
en uppskar ekki eins og hann sáði.
„Ég vil auðvitað ekki vera neikvæður,
en það þarf að undirbúa börn undir
svo margt annað. Það er þannig, að
ef þú æfir nógu mikið og ert dugleg-
ur, þá ertu að kaupa þér fleiri raðir í
lottóinu. Það eru miklu meiri líkur á
því að maður nái langt, en það er ekk-
ert öruggt.“ Í tilfelli Pavels kom ýmis-
legt upp á sem varð þess valdandi að
hann ákvað að gefa draum sinn um
atvinnumennsku í körfubolta upp
á bátinn. Röð atvika, sem hann gat í
raun ekki stýrt á nokkurn hátt.
Fyrstu vonbrigðin voru með síð-
asta árið hjá Malaga. „Ég var að klára
samninginn minn, en þá er venj-
an að lána leikmenn til annarra liða.
Yfirleitt slakari liða. Gefa leikmönn-
um séns á að kynnast alvöru bolta.
En ég var sendur í mjög sterkt lið.
Það var ákvörðun sem var tekin fyrir
mig og ég ekki spurður. Ég fékk mjög
lítið að spila með liðinu, týndist alveg
og sjálfstraustið beið mikla hnekki.
Næstu tvö til þrjú árin á Spáni átti ég
mjög erfitt með að vinna mig út úr
því. Og það fór allt niður á við.“ Pavel
fannst hann hafa brugðist sjálfum sér
– klúðrað ferlinum – og ætti sér ekki
viðreisnar von.
Var ekki andlega tilbúinn
„Mín stærstu mistök á mínum
yngri árum voru að vera ekki nógu
sjálfselskur. Maður þarf að vera mjög
sjálfselskur, allavega upp að vissu
marki. Því miður. Maður þarf að
hugsa um rassgatið á sjálfum sér til
að komast í gegnum þessa síu, en ég
bara gat það ekki. Ég hafði það ekki
í mér. Ég gerði heiðarlega tilraun til
þess en ég gat það ekki.“
Eftir dvölina í Malaga flakkaði Pa-
vel á milli liða í annarri deildinni á
Spáni en fann sig hvergi. „Þetta var
búið og ég var orðinn leikmaður
sem ég var ekki. Ég var líka að eld-
ast. Hættur að vera efnilegur, sem var
stimpillinn sem ég hafði. Ég þurfti að
fara að sanna mig – gera eitthvað – en
ég gerði það ekki. Ég held að ég hafi
aldrei verið andlega tilbúinn í að tak-
ast á við þetta. Ég hafði hæfileikana,
var metnaðarfullur og samvisku-
samur, en ég hafði ekki grimmdina
og ákveðnina sem þarf í svona um-
hverfi.“ Pavel rifjar þennan tíma upp
með örlitlum trega, enda voru von-
brigðin mikil. Þau fylgja honum alltaf
þó hann sé ekki að velta sér upp úr
þeim frá degi til dags.
Þvingaður úr liðinu
Síðasta árið hans á Spáni komst
hann þó í lið hjá þjálfara sem þekkti
hann vel og vissi hvað hann gat. Pa-
vel hugsaði með sér að nú væri hans
tími kominn. Nú fengi hann tækifæri
til að sanna sig. En fljótlega eftir að
hann kom í liðið var þjálfarinn látinn
fara af pólitískum ástæðum og Pavel
var aftur á byrjunarreit. „Þjálfarinn
sem kom í staðinn vildi ekki sjá mig
og nokkra aðra. Hann gerði allt til að
losna við okkur án þess að borga okk-
ur.“ En ýmsar leiðir voru reyndar til
þess, að sögn Pavels. Leikmennirnir
voru til að mynda látnir taka aukaæf-
ingar, sem og létta sig óhóflega mikið,
þrátt fyrir að vera alls ekki of þungir.
Kröfurnar voru þannig að nánast var
ógerlegt að standa undir þeim.
„Í kjölfarið tók ég ákvörðun um
að fara bara heim og reyna að koma
fótunum aðeins undir mig. Ég hafði
samband við KR og spilaði með þeim
í eitt og hálft ár. Það var frábært og
gerði akkúrat fyrir mig það sem ég
þurfti. Ég byrjaði að þroskast í þann
leikmann sem ég vildi vera.“
Ekki metnaðarleysi
Eftir skamman tíma hjá KR ákvað
hann að reyna aftur fyrir sér í útlönd-
um. Þá í Svíþjóð. Í deild sem hann
taldi sig geta haldið áfram að þrosk-
ast sem leikmaður. „Ég var úti í tvö
ár, en það fór frekar illa. Fyrra árið
var allt í lagi, en ég meiddist. Síðara
árið var hins vegar hræðilegt. Það var
eins og að vera fastur í sjötta bekk eða
í þætti af Gossip girl,“ segir Pavel, en
það eru unglingadramaþættir sem
sýndir voru hér á landi um árabil.
„Þetta var samansafn af mönnum
sem ég kunni ekki vel við. Það var svo
mikil dramatík í hópnum og hver í
sínu horni að telja sín stig. Ég missti
alla löngun til að vera í þessu um-
hverfi, en missti þó aldrei löngun til
að spila körfubolta. Ég þráði að spila
alvöru körfubolta en ég gat þetta ekki
lengur og fór aftur heim.“ Aðspurður
segist hann ekki sjá eftir því að hafa
snúið heim á þessum tímapunkti,
þótt hann hafi með því nánast afskrif-
að drauminn um atvinnumennsku.
„Evrópski körfuboltinn er mik-
ið hark og ég gat ekki staðið í því. Ég
treysti mér ekki í harkið sem einstak-
lingur og ég varð að setja mig sem
einstakling í fyrsta sæti. Sumir halda
kannski að þetta hafi verið metnað-
arleysi, að taka ekki slaginn, en ég var
búinn með þennan pakka frá mín-
um yngri árum. Á einhverjum tíma-
punkti brennur maður bara út. Það
er mjög erfitt að fara í gegnum sama
ferlið aftur og aftur án þess að hafa
einhverju tryggingu um að komast
áfram. Þetta væri kannski metnað-
arleysi ef allt hefði verið undir mér
komið, en það var ekki þannig.“ Pavel
sneri aftur í raðir KR þegar hann kom
heim árið 2013 og hefur spilað með
liðinu síðan. Unnið tvo Íslandsmeist-
aratitla í röð, sem og tvo deildar-
meistaratitla.
Var pirraður á sjálfum sér
Pavel viðurkennir að hafa verið
ansi þungur í skapinu fyrst eftir að
hann kom heim frá Svíþjóð og ljóst
var að atvinnumannsferillinn hafði
runnið sitt skeið. „Ég gekk í gegnum
mjög erfitt tímabil. Ég var að fara
úr umhverfi sem ég hafði verið í í
tíu ár, inn í allt annað umhverfi. Ég
var auðvitað að spila körfubolta,
en á allt annan hátt en áður. Ég var
týndur í lífinu og gat ekki lengur falið
mig á bak við körfuboltann,“ segir
Pavel einlægur og bætir við að hann
hafi til að mynda aldrei verið góður
námsmaður og því átt erfitt með að
snúa sér að námi. Enda hafi hann
aldrei lært almennilega að læra.
Hann lærði bara körfubolta.
„Ég var mjög pirraður á sjálfum
mér fyrsta árið eftir ég kom heim.
Ég var pirraður yfir því að eyða
tíma í ekki neitt. Ég hefði átt að vera
að bæta mig sem manneskju og
einstakling en ég var ekki að gera
það á neinn hátt á þessum árum. Ég
þurfti auðvitað aldrei að gera það
þegar ég var í atvinnumennskunni,
þá þurfti ég bara að bæta mig sem
körfuboltamaður. Þá þurfti ég ekki
að vera gáfaðasti eða duglegasti
maður í heimi.“ Skyndilega var Pavel
kominn á þann stað að þurfa að
takast á við sjálfan sig, en ekki bara
andstæðinginn á vellinum.
„Ég byrjaði svolítið að endur-
skoða líf mitt. Það tók tíma að sætta
sig við að þessum kafla væri örugg-
lega lokið. Það getur auðvitað allt
gerst. Ég gæti orðið heppinn, en að
öllum líkindum er þetta búið. Það er
mjög erfitt því þetta er það eina sem
ég hef gert. Ég var svo nálægt því að
draumurinn rættist. Ég fylltist von-
brigðum með sjálfan mig, hugsaði
hvað ég gerði rangt og hvað ég hefði
getað gert betur. Auðvitað munu
þessi vonbrigði fylgja mér í mínu lífi,
en ég lifi alveg með því. Og ég sef ró-
legur á nóttunni,“ segir hann kíminn.
Alvöru vinir í KR
Pavel hefur þó markvisst unnið sig frá
vonbrigðunum og tómarúminu sem
myndaðist þegar atvinnumennsk-
unni sleppti. „Ég hef verið að vinna
titla með KR og það er frábært, en
ég sem körfuboltamaður vil fá meiri
samkeppni. Ég vil spila í sterkari
deild og vera í hópi þeirra bestu, en
það að vinna titla, eitthvað sem ég
hef aldrei upplifað áður, það hefur já-
kvæð áhrif.“
Notaleg sigurvíman er því ein af
ástæðunum fyrir því hve Pavel líð-
ur vel í KR, en það kemur fleira til.
„Fólkið í KR er vinir mínir, ekki bara
tímabundið eins og þegar ég var úti,
heldur alvöru vinir mínir. Þetta er
fólk sem mér þykir vænt um og að
geta náð árangri með því gefur mér
mjög mikið. Það bætir upp fyrir von-
brigðin.“
Spennandi að hugsa um pasta
og fisk
En Pavel vildi líka reyna að finna lífi
sínu nýjan farveg. Hann vildi ekki láta
allt snúast um körfuboltann. „Það er
gaman að fá að takast á við eitthvað
nýtt. Ég vildi ekki verða hundgamall
og vera í harkinu ennþá, alveg að fara
að meika það. Vakna svo upp einn
daginn og líkaminn getur þetta ekki
lengur. Ég hef enga teljandi menntun
og hafði ekkert til að snúa mér að. Ég
vildi því hefja nýjan kafla og reyna að
snúa mér að einhverju öðru.“ Og það
var nákvæmlega það sem Pavel gerði.
Hann sneri sér að nýju verkefni. Ein-
hverju allt öðru en hann hafði sýsl-
að við áður. Hann fór út í verslunar-
rekstur og opnaði sælkeraverslunina
Kjöt & fisk í Bergstaðastræti ásamt
Jóni Arnóri Stefánssyni, félaga sínum
úr körfuboltanum.
Pavel segir þá hugmynd, að opna
sælkeraverslun, ekki hafa átt sér
neinn aðdraganda. Honum hefði allt
eins getað dottið í hug að opna ís-
búð, arkitektastofu eða fara út í við-
burðastjórnun, eins og hann grínast
sjálfur með. „Þegar við Jón Arnór rák-
umst á þetta húsnæði í Bergstaða-
strætinu var ég nýkominn frá New
York þar sem ég hafði komið við í
krúttlegri hverfiskjötverslun. Ég hafði
sagt honum frá versluninni og það
fyrsta sem okkur datt í hug þegar við
sáum húsnæðið var að gera eitthvað
svipað.“
Þeir félagarnir ætluðu sér þó
aldrei að fara út í alvöru rekstur, en þá
vantaði báða eitthvað til að hafa fyr-
ir stafni. „Við höfðum hvorugur gert
neitt annað allt okkar líf en að spila
körfubolta og þurftum að fá að hugsa
um eitthvað annað. Það var mjög
spennandi fyrir okkur að setja kraft
og metnað í eitthvað allt annað.“
Kunnu ekkert til verka
Pavel viðurkennir að þeir hafi ekk-
ert vitað hvað þeir voru að fara út í,
en höfðu engu að síður háleitar hug-
myndir um að gera allt sjálfir. Það
fór þó ekki alveg svo. „Við vorum í
rúmlega fjóra mánuði að setja búð-
ina upp. Það var ekkert skipulag á
hlutunum. Við höfðum ekki hug-
mynd um hvernig við áttum að breyta
kjallara í fiskbúð. Við enduðum á því
að gera varla neitt sjálfir. Máluðum
nokkra veggi og vorum mjög stolt-
ir. Okkur fannst við vera mjög mikil-
vægir í öllu þessu ferli því við vorum
alltaf á staðnum þótt við gerðum ekki
neitt,“ segir Pavel og hlær. „En þetta
var mjög skemmtilegt,“ bætir hann
við. Eitt af markmiðum þeirra félaga
var að læra eitthvað af verkefninu og
það gerðu þeir svo sannarlega.
Gaman á álagstímum
Versluninni hefur verið mjög vel tek-
ið og frá því að hún var opnuð í nóv-
ember á síðasta ári hefur fastakúnn-
um fjölgað jafnt og þétt. „Búðin hefur
vaxið og dafnað eins og barn. Mað-
ur hugsar um hana eins og hún væri
barnið manns. Það er svo gaman að
sjá hana taka breytingum og þróast.
Fólk bendir okkur líka oft á eitthvað
sem betur má fara og við tökum mark
á því. Það er mjög gefandi að standa
í svona rekstri og ég er mjög stoltur,“
segir Pavel og það leynir sér ekki á
röddinni.
„Það er svo skemmtileg upplifun
að vera fyrir utan búðina og sjá fólk
labba út með poka frá Kjöti & fiski.
Ég fyllist svo miklu stolti yfir því að
einhver sé það ánægður með vöruna
sem ég hef upp á að bjóða að hann sé
tilbúinn að eyða peningum í hana.“
Pavel stendur sjálfur vaktina bak
við búðarborðið og hleypur í öll þau
starf sem þarf að sinna. En hann sér
jafnframt um pantanir. Hann segir
sérstaklega skemmtilegt að afgreiða
á álagstímum þegar mikið er að gera
og læti eru í versluninni. „Flestir sem
koma hingað þekkjast. Þetta er svo
lítið hverfi. Þetta er eiginlega eins og
lítil félagsmiðstöð og andrúmsloftið
er mjög lifandi.“
Opnaði verslun Pavel er
mjög stoltur af versluninni
Kjöti & fiski og veit fátt
skemmtilegra en að standa
bak við búðarborðið á
álagstímum. MyNd SiGtRyGGuR ARi
„Ég held
að ég hafi
aldrei verið
andlega tilbú-
inn í að takast
á við þetta