Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 34
Helgarblað 15.–18. maí 201534 Fólk Viðtal Fiskbúðin Hafrún Skipholti 70 • 105 Reykjavík Sími: 552-0003 / 895-5636 Fagur, Fagur Fiskur úr sjó Gerir mörg mistök Það sem hefur komið Pavel mest á óvart eftir að hann fór út í verslunar- rekstur, er hvað mörgu þarf að huga að. „Það er mikið stress sem fylgir, eitthvað sem við sáum ekki fyrir. Sér- staklega í ljósi þess að við höfðum ekki gert neitt í líkingu við þetta áður. Fljótlega varð það þó frekar eðlilegt og mér fór að líða eins og ég hefði verið í kjöt- og fiskbransanum í tutt- ugu ár,“ segir Pavel sem telur sig búa að því að hafa þurft að aðlaga sig að krefjandi aðstæðum á skömmum tíma í körfuboltanum. „Ég segi ekki að ég sé með allt á hreinu, ég hef gert mörg mistök. Það er líka svo margt sem við vitum ekki. Eins og til dæm- is hvernig sumarið verður. Hvort það verði meiri eftirspurn eftir kjöti. Um jólin vissum við ekkert hvað við þyrftum mikið af kjöti. Við spurðum okkur hvort við þyrftum þrjá hryggi eða þrjú hundruð.“ Pavel hikar og glottir þegar blaða- maður spyr hvernig viðbrögð fólks- ins í kringum hann hafi verið þegar hann ákvað að venda sínu kvæði í kross og gerast kaupmaður. „Það voru fáir sem sögðu við mig að þetta væri rökrétt ákvörðun. Að ég væri fæddur í starfið,“ segir hann sposkur og skellir upp úr. Flestir voru þó já- kvæðir gagnvart hugmyndinni. „Flestir voru ánægðir með að ég hefði ákveðið að gera eitthvað. Reyna að finna lífi mínu einhvern farveg. Ég fékk mikinn stuðning, hvort sem fólk hafði trú á hugmyndinni eða ekki. Það var enginn sem dró úr mér kjarkinn. Lítið fyrir að ræða vandamálin Pavel er í sambandi með Rögnu Mar- gréti Brynjarsdóttur sálfræðinema og hefur parið verið saman frá því hann var að spila úti á Spáni. Þau hafa því gengið í gegnum súrt og sætt saman. „Hún hefur gengið í gegnum margt með mér og alltaf verið til staðar. Ég get verið mjög erfiður og þung- ur þegar eitthvað gengur ekki upp í körfuboltanum. Hún fékk því að upplifa mínar verstu stundir. Bless- unarlega fyrir hana var hún ekki með mér síðara árið í Svíþjóð. Ég veit ekki hvort við hefðum komist í gegnum það tímabil saman,“ segir Pavel hlæj- andi. Síðasta árið í atvinnumennsk- unni var það slæmt, en hann getur gert grín að því núna. En þrátt fyrir að hafa Rögnu Mar- gréti sér við hlið er hann vanur því að vilja takast á við erfiðleikana sjálf- ur og er lítið fyrir að deila áhyggjum sínum með öðrum. Hann telur að það megi meðal annars rekja til þess hve mikil einstaklingsbarátta var í körfunni þegar hann var að reyna að koma sér áfram. Þótt hann hafi átt sína vini þá treysti hann fáum og réði fram úr vandamálunum upp á eig- in spýtur. „Mér finnst erfitt að draga aðrar manneskjur inn í mín vanda- mál. Ég forðast það. Það er auðvit- að leiðinlegt því oft vil ég geta deilt vandamálum með öðrum.“ Vanda- málin eru þó ekki að þjaka hann um þessar mundir. „Ég er mjög meðvit- aður um það þegar ég er þungur, en ég er fínn núna. Það þurfa allir að fara í gegnum sveiflur í lífinu. Maður tekst bara á við það. Ég held að all- ir upplifi einhverja eftirsjá í lífinu. En hvað mig varðar þá dvel ég ekki lengi við slíkt. Eftirsjáin fer auðvitað aldrei en hún hefur ekki mikil áhrif á mig.“ Það hefur haft góð áhrif á Pavel félagslega að geta varið meiri tíma með fjölskyldu og vinum, enda hafði hann ekki mikinn tíma fyrir slíkt í at- vinnumennskunni. „Bara að geta kíkt í bíó á þriðjudagskvöldi, eða geta gert eitthvað með kærustunni. Það er alveg frábært og mikill viðsnúningur frá því sem áður var. Það er eitt af því sem er jákvætt við þessar breytingar.“ Lítil tengsl við Rússland Pavel á ekki stóra fjölskyldu í Rúss- landi og tenging hans við landið er afar takmörkuð. Hann er þó í sam- bandi við tvær ömmur sínar og langar að leggja meiri rækt við rúss- neska upprunann. „Foreldrar mínir reyndu svolítið að hlífa mér við Rúss- landi þegar ég var barn. Þau vildu að ég fengi íslenskt uppeldi þó að heim- ilishald okkar væri rússneskt. Við fórum einu sinni eða tvisvar til Rúss- lands þegar ég var lítill, það var ekki mikið meira.“ Pavel spáði lítið í rússnesk- an uppruna sinn þegar hann var yngri. „Ég fór auðvitað svo ungur út að spila körfubolta og þá missti ég tenginguna sem ég hafði heima fyr- ir. Ég varð bara Spánverji þegar ég var á Spáni. En ég er hægt og rólega að vinna í því að bæta úr þessu. Ég stefni á að gera mér ferð til Rússlands fljótlega.“ En þrátt fyrir að tengingin við upprunalandið sé lítil þá hefur hann viðhaldið rússneskunni þokkalega, enda var hún töluð á heimili hans í æsku. Hann skilur talað mál og get- ur haldið uppi venjulegum samræð- um með rússneskum hreim. „Ég tala líklega frekar barnalega rússnesku, en gæti ekki talað við rússneskan stjórnmálamann um stjórnmál. For- eldrar mínir reyndu að halda tungu- málinu við. Þau reyndu líka að kenna mér að lesa og skrifa en rússneska letrið er auðvitað allt öðruvísi og það gekk ekki vel.“ n „Foreldrar mínir reyndu svolítið að hlífa mér við Rússlandi þegar ég var barn Var týndur Pavel segist hafa verið týndur í lífinu þegar hann kom heim úr atvinnumennsk- unni. Hann vissi ekkert hvað hann vildi gera og gat ekki lengur falið sig á bak við körfu- boltann. Mynd SiGtRyGGuR ARi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.