Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 41

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 41
Helgarblað 15.–18. maí 2015 Skrýtið 41 TIL BO Ð MG5650 14.900kr. Hjá okkur færðu öll hylkin í prentarann á aðeins 3.900 Algengt verð: 19.900 Skútuvogi 1 104 Reykjavík Sími 553 4000 prentvorur.is TIL BO Ð MG5650 14.900kr. Hjá okkur færðu öll hylkin í prentaran á aðeins 3.900 Algengt verð: 19.900 Skútuvogi 1 104 Reykjavík Sími 553 4000 prentvorur.is Vænn biti stjórnmálanna Stjórnmálamenn þurfa að borða rétt eins og við hin, en njóta ef til vill ekki sömu friðhelgi og við þegar við setjumst að snæðingi. Ljós- myndarar Reuters eru ávallt á vaktinni og missa ekki af einum bita þegar stjórnmálamenn og þjóðarleiðtogar eru annars vegar. Í kosn- ingabaráttu og við ýmsar uppákomur þurfa þeir að borða og brosa, hvort sem bitinn er sætur eða beiskur.  Ein með öllu Forsætis- ráðherra Bretlands gæðir sér hér á einni með öllu í hádeginu í lautarferð. Myndin var tekin til að auglýsa breytingar á skatt- og lífeyrisréttindum og var nokkrum sem njóta góðs af breytingunum boðið til snæðings í miðri kosningabaráttunni í síðasta mánuði. Hvort pylsan var lykillinn að kosningasigri Íhaldsflokksins skal ósagt látið, en David Cameron sýnir hér nýja takta við pylsuát þegar hann borðar hana með hníf og gaffli. Hér til hliðar snæðir hann svo með fyrrver- andi borgarstjóra New York-borgar, Michael Bloomberg, og virðast þeir báðir njóta pylsunnar. Myndir rEutErs  Í miðjum bita Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tekur hér vænan bita af bratwurst-pyslu í heimsókn sinni hjá pylsuframleiðanda í Milwaukee í Bandaríkjunum. Líkt og fleiri var Obama á kosningaferðalagi, þar sem þessi ágæta mynd var tekin af honum í miðjum bita. Ef til vill ætti Obama að gera líkt og forveri sinn, Bill Clinton, og fá sér eina með öllu í miðborg Reykjavíkur.  skyndibiti? Hillary Clinton snæðir hér kvöldmat á skyndibita- staðnum King Taco í Los Angeles ásamt þáverandi borgarstjóra, Antonio Villari- gosa. Hvort Hillary fékk sér bita í skyndi eða ekki er óvíst, en líklega var maturinn góður. Borgarstjórinn virðist að minnsta kosti líta öfundaraugum á aðfarir hennar.  Fiskbiti Japanski forsætisráðherrann, Shinzo Abe, skellir í sig hollustunni og tekur góðan bita af fiski. Myndin var tekin þegar Abe var í framboði, en fiskurinn hefur verið grillaður á sérstakan hátt og þykir hið mesta lostæti þó að myndin beri það ef til vill ekki með sér.  Vonbrigði með tertuna Robert Mugabe gæðir sér hér á afmælistertu sem bökuð var honum til heiðurs. Hátíðarhöldin tengdust afmæli for- setans í Simbabve, en líklega líkaði honum ekki tertan, ef marka má svipbrigðin.  Á franska vísu Francois Hollande, forseti Frakklands, tekur bita af ekta fransbrauði í kosningabaráttunni fyrir síðustu forsetakosningar. Hér er hann að ræða við og snæða með stáliðnaðarmönnum í Frakklandi. Hér til hliðar er svo John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að gæða sér á svipuðu brauði, en deilir því með sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi, Stephen Mull, á göngutúr í Pólland.  Maísbiti George Bush borðar hér hráan maís á ferðalagi sínu um Iowa. Flestir Íslendingar eiga því að venjast að elda maísinn með einhverjum hætti, en hann virðist að minnsta kosti vera ljúffengur.  súkkulaðistund Þýski kanslarinn, Angela Merkel, fær sér smá bita af súkkulaði þar sem hún hlustar á ræður á flokksþingi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.