Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 44
Helgarblað 15.–18. maí 201544 Lífsstíll GleðileGt sumar 12” til 24” barnareiðhjól, verð frá kr. 25.900,- Frábært úrval reiðhjóla og aukahluta • Mikið úrval af reiðhjólahjálmum Focus Whistler 4.0 29“ ál stell-Tektro Auriga Vökvabremsur- Shimano Deore Afturskiptir- 27 gíra. Kr.119.000 Focus raVeN rooKie DoNNa 1.0 26“ ál stell-Promax V-Bremsur-Shimano 21 gíra Focus raVeN rooKie 1.026“ ál stell-Promax V-Bremsur- Shimano 21 gíra Kr.69.900Kr.69.900 Dalshraun 13 220 Hafnarfjörður Sími:565 2292 Hefur aldrei „vafflað“ á sér hárið n Hrafnkell notar hárið í herferð UN Women n Fer sjaldan á rakarastofur H ann er stundum kallaður „trommari Íslands“ enda ástsæll, klár og afburða- góður trommari þrátt fyrir ungan aldur. Hrafnkell Örn Guðjónsson, oftast kallaður Keli, trommar meðal annars með Agent Fresco, Emmsjé Gauti, Úlfur Úlfur og Young Karin. Hans helsta kenni- merki er úfið og mikið hár. Mjög mik- ið hár. En um þessar mundir nýtir hann hárprýði sína í herferð fyrir UN Women á Íslandi ásamt, ekki síður hárprúðum, borgarstjóra í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni. „He for she“ er alþjóðlegt átak UN Women sem miðar að því að hvetja karlmenn sérstaklega til að láta til sín taka í baráttunni fyrir kynjajafnrétti. Á Íslandi er slagorð herferðarinnar „ólíkir en sammála um kynjajafnrétti“ en markmið hennar er að hvetja karl- menn til að stíga næsta skref og ger- ast mánaðarlegir styrktaraðilar UN Women á Íslandi á www.heforshe. is. Þess vegna hafa samtökin útbú- ið skemmtileg örmyndbönd þar sem ólíkir karlmenn eru paraðir saman í skemmtilegum aðstæðum. Í einu slíku má finna trommarann geðþekka, Kela, og borgarstjórann kljást um hárvörur. Vill nýta foréttindi sín í þennan málstað „Ég er fæddur karlmaður á Íslandi, sem því miður eru ákveðin for- réttindi. Það eru ekki forréttindi sem ég hef áhuga á að vera með eða nýta mér á nokkurn hátt nema mögulega til þess að berjast fyrir jafnari stöðu kynjanna. Ef ég get nýtt mér þessi meðfæddu forréttindi mín þá vil ég einmitt nýta þau í þennan málstað,“ segir Keli spurður um hvers vegna hann taki þátt í þessu verkefni. Keli telur að til þess að kynjajafn- rétti náist í samfélaginu verði að eiga sér stað ákveðin hugarfarsbreyting. Hann segir að „He for she“-herferðin geti einmitt stuðlað að slíkri breytingu og geti haft keðjuverkandi áhrif á svo marga þætti kynjamisréttis. „Ég held að það megi segja að ef við náum ákveðinni hugarfars- breytingu þá fylgi hitt á eftir, launa- munurinn, dómskerfið og allt hitt sem þarf að laga. Mér fannst til dæmis „free the nipple“-aðgerðin mjög gott dæmi um aðgerð sem kall- aði á hugarfarsbreytingu og vona að herferðin sem ég tek nú þátt í geti haft sambærileg áhrif. “ Notar ekki hársnyrtivörur Eins og áður segir eru þeir Dagur B. borgarstjóri og Keli að kljást um hárvörur. Það er því ekki úr vegi að spyrja Kela hvort hann hafi almennt miklar skoðanir á hársnyrtivörum og hvort hann sé vanur að nota slíkar vörur daglega. „Ég get ekki sagt að ákveðnar tegundir af hárvörum séu mér hjart- ans mál. Sannleikurinn er aftur á móti sá að fólk spyr mig mikið út í hárið á mér og oft snúa spurningarn- ar að því hvort ég vaffli það. Mitt svar er þó alltaf hið rétta, það er að þetta er allt bara „natural“. Ég hef ekki hug- mynd um hvað í því felst að vaffla á sér hárið. Ætli það sé ekki best að ég fái bara að nýta þennan vettvang til þess að lýsa því yfir hér og nú að ég, Hrafnkell Örn Guðjónsson, hef aldrei vafflað hárið og þarf raunar að hafa mjög lítið fyrir því eins og það er.“ Keli segir að hann hafi stigið út fyrir rammann þegar hann var beðinn um að taka þátt í „He for she“- herferðinni en það hafi þó ekki verið málstaðarins vegna. „Mér fannst þetta ekki beint óþægilegt en ég hef ekki verið að leika mikið þannig að það var nýtt fyrir mér og mjög skemmtilegt. Svo verð ég að segja að það hafi verið dálítið óvenju- legt að labba inn á rakarastofu, það er ekki eitthvað sem ég geri oft.“ Opinn fyrir nýjum tónlistarstefnum Í daglegu lífi leggur trommarinn áherslu á að ögra sér. Hann miklar þó hlutina ekki mikið fyrir sér og get- ur ekki nefnt neitt sem hann forð- ast sérstaklega eða finnst óþægilegt. Hann telur þó mikilvægt að takast á við ný verkefni og vera opinn fyrir nýjungum. „Sem tónlistarmaður hef ég viljað vera opinn fyrir nýjum tónlistarstefn- um og taka að mér fjölbreytt verk- efni. Ég hef alltaf verið mikill rokkari en svo áttaði ég mig á því nýlega að um þessar mundir er ég mest að spila hipp hopp-tónlist. Ég hef líka spilað djass og var einu sinni í klassísku tón- listarnámi.“ Að lokum leggur Keli áherslu á að til þess að þroskast sem manneskja sé mikilvægt að prófa nýja hluti eða að- stæður en viðurkennir að hann gæti gert meira af því. „Ég mætti örugglega vera miklu duglegri við það. Kannski nýti ég mér bara þetta viðtal sem svona vakn- ingu til þess að stíga meira út fyrir þægindarammann minn.“ n Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir skrifar Nota hárið Þessir hárprúðu menn kljást um hárvörur í herferð UN Women. Hárprúður Hrafnkell tekur þátt í herferð UN Women á Íslandi. MyNd MarKus MOises

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.