Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Side 52
52 Menning Á næsta ári eru fimmtíu ár liðin síðan listakonan Kjure- gej Alexandra Argunova flutti til Íslands. Hún ólst upp í Jakútíu í Síberíu og lýsir sér sjálfri sem sveitakonu. Hún missti föður sinn í seinni heimsstyrjöldinni, hann féll í átökum í Úkraínu, aðeins 27 ára að aldri. Stríðið er henni hug- leikið í nýrri sýningu sem hún opnar laugardaginn 16. maí í MÍR-salnum við Hverfisgötu. Tveir heimar „Það liggur djúpt í sálu minni að vera á móti stríðum,“ segir Kjuregej Al- exandra sem nýtir sér tvo afar ólíka heima í allri sinni list – það er Ísland og Jakútíu. Annar heimurinn hef- ur ekki kynnst stríðsátökum á með- an hinn heimurinn, Rússland, áður Sovétríkin, á sér blóði drifna sögu þegar kemur að vopnuðum átök- um. „Ein myndin heitir einmitt, nú er nóg komið af stríði,“ segir Kjure- gej Alexandra en myndirnar eru að mestu leyti mósaíkmyndir. Kjuregej hefur einnig þróað tækni sem kall- ast „application“, eða myndsköpun í efni. Það er óhætt að segja að hún sé einn af frumkvöðlum þeirra tækni hér á landi. En tæknin er ekki allt, því Kjuregej hefur þróað með sér einkar persónulegan stíl og fléttar á einstak- an hátt saman áhrif ættjarðarinn- ar í austri og heimkynna sinna hér á landi. Þannig nýtir hún sér íslenska náttúru óspart en augljós eystri áhrif er að merkja á verkum hennar þó birtingarmynd þeirra sé ólík. Kenndi listræna tjáningu Síðasta sýning Kjuregej var í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2011 en hún segir nýjustu sýningu sína samanstanda af verkum sem hafa verið í þróun síð- an árið 2005; eða í um tíu ár. „Þetta er búin að vera margra ára vinna,“ segir Kjuregej Alexandra en sýningin, sem heitir „Lofsyngjum jörðina“, fjall- ar líka á margan hátt um náttúruna. „Ég vil líka sýna hvað landið er fal- legt. Náttúran er falleg og við megum ekki gleyma því.“ Kjuregej Alexandra hefur komið víða við á þeim fimmtíu árum sem hún hefur verið búsett á Íslandi. Þannig hefur hún komið víða við í leikhúsum og lék meðal annars í uppsetningunni á söngleiknum Hár- inu hér á landi. Hún hefur einnig gefið út geisladiska með þjóðlögum frá Jakútíu. En Kjuregej hefur einnig unnið í fjölmörg ár við að kenna ung- mennum tjáningu í skólum, og má segja að hún sé einn af frumkvöðlum landsins á því sviði. Hún vann með- al annars á Barna- og unglingageð- deild ríkisins. Þar kenndi hún list- ræna tjáningu og úr varð að hún bjó til afar kröftugan skúlptúr fyrir framan deildina sem kallast, Hjálp- aðu mér að fljúga. „Við vorum í raun mörg ár að búa skúlptúrinn til,“ út- skýrir hún fyrir blaðamanni og árétt- ar að börn og unglingar á deildinni hafi aðstoðað hana við gerð skúlpt- úrsins. „Krakkarnir söfnuðu steinum og máluðu fuglana,“ útskýrir Kjure- gej Alexandra en verkið er gott dæmi um hvernig hún skeytir saman ís- lenskum áhrifavöldum og svo eigin fósturjörð. Fuglarnir eru storkar, sem búa á æskuslóðum hennar, en annar þeirra er ungi, hann er vængbrotinn, og biðlar til móður sinnar að hjálpa sér að fljúga á ný. „Þetta er svo væm- ið,“ segir Kjuregej hlæjandi en bætir við að auðvitað leiti vængbrotin börn til mæðra sinna eftir styrk. Það þarf að hjálpa þeim á flug á ný, og geð- deildin getur hugsanlega gefið börn- unum vængi á ný. „En það þyrfti eig- inlega að bæta á verkið nöfnum barnanna sem hjálpuðu mér,“ seg- ir hún og þakkar þeim börnum sem aðstoðuðu hana sérstaklega. Kannski minnimáttarkennd Kjuregej Alexandra hefur nokkrum sinnum sýnt verk sín hjá MÍR, sem er, eins og flestir vita, félag sem ein- beitir sér að menningartengslum Íslands og Rússlands. Spurð hvers vegna hún sýni í þeim sal, svarar hún: „Ég hef alltaf sóst eftir að sýna í minni sölum. Það er kannski ein- hver minnimáttarkennd.“ Sú minni- máttarkennd er þó með öllu óþörf enda hefur hún sýnt í öllum helstu sýningarsölum landsins. Í leikhúsi hefur hún staðið á sviði Borgarleik- hússins og Þjóðleikhússins. Í mynd- list hefur hún sýnt í Nýlistasafninu, Ásmundarsal og Norræna húsinu, svo örfáir salir séu nefndir en þetta er fjórtánda einkasýningin en hún hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Ykkur skortir ekkert Kjuregej Alexandra hugsar hlýlega til heimaslóðanna og segir Rússland á margan hátt betra land en það var fyrir um tveimur áratugum. „Lífs- skilyrði í Rússlandi snöggversnuðu með hruni Sovétríkjanna,“ segir hún en bætir við að upp úr 2000 hafi að- stæður breyst nokkuð snögglega. Rússar hafi verið opnari og glaðari að hennar mati auk þess sem vel gekk í landinu öllu. „En auðvitað sló ástandið í Úkraínu mann niður,“ segir hún, en þar geisar aftur stríð, í sama landi og faðir hennar féll þegar hann var 27 ára gamall. Kjuregej kennir þó ekki Vladimír Pútín, for- seta landsins um ástandið, þó að hún sé ekki endilega ánægð með fram- göngu hans á eftir. „En Íslendingar geta aldrei skilið örvæntingu þessara þjóða,“ segir hún við blaðamann. Að- spurð hvers vegna ekki, svarar hún: „Ykkur skortir ekkert. Þið eigið nóg af náttúruauðlindum og hér er friðsælt. Þið getið ekki skilið örvæntingu fá- tækra þjóða eins og við Eystrasaltið.“ Sýning Kjuregej verður opnuð á laugardaginn klukkan 16.00. Það er sonur hennar, kvikmyndagerðar- maðurinn Ari Alexander Ergis, sem mun aðstoða 76 ára móður sína við að opna sýninguna. MÍR-salurinn er á Hverfisgötu 105 í miðborg Reykja- víkur. Sýningin stendur til 6. júní. n Helgarblað 15.–18. maí 2015 Göldrótt súpa og gómsætur humar Eyrarbraut 3, Stokkseyri · Sími: 483 1550 info@fjorubordid.is · www.fjorubordid.is Jörðin lofsungin n Búið á Íslandi í 50 ár n Missti föður sinn í Úkraínu n Kenndi tjáningu á unglingageðdeild „Ykkur skortir ekk- ert. Þið eigið nóg af náttúruauðlindum og hér er friðsælt. Valur Grettisson valur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.