Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2015, Page 58
58 Menning Sjónvarp Helgarblað 15.–18. maí 2015 Hver verður DiCaprio konunnar? V ið búum á einkenni­ legum tímum þar sem „Pabbalíkaminn“ svo­ kallaði er kominn í tísku. Líkaminn sem einkenn­ ir karlmenn sem eitt sinn voru vel snyrtir og stífrakaðir með glertónaðan líkama þar til þeir fundu ástina, eignuðust barn, og fóru að drekka sinn bjór yfir Út­ svari á kvöldin með bragðaref í seilingarfjarlægð í stað þess að herja á öldurhúsin í leit að maka. Vikudagar þeirra fóru í að púla í ræktinni til að eiga inneign fyr­ ir sukki helgarinnar og vera í sæmilegu formi ef hlypi á snær­ ið hjá þeim. Nú eru breyttir tím­ ar hjá þeim. Þeir hafa engan tíma fyrir ræktina. Kona og barn eru í aðalhlutverki og hver frístund utan vinnu með þeim er skiljan­ lega of dýrmæt til að sóa klukku­ stundum í viku hverri í rækt­ inni. Í hreyfingarleysinu sem því fylgir bæta þeir á sig, hlaða í sam­ bandsvömb og brjóstkassinn vík­ ur fyrir pabbabrjóstum. Hinn áður óásættanlegi Pabbalíkami er fullkomnaður. Fyrir okkur sem höfum verið að vinna í þessu nýtil­ fundna tískulúkki undanfar­ in ár og höfum vitað upp á okk­ ur letilíkamsskömmina, voru þetta gleðitíðindi. Að lífsstíls­ og tískuframkvæmdavaldið úti í hinum stóra heimi hefði ákveðið að við værum nú komir í tísku af því að Leonardo DiCaprio væri tímabundið búinn að leggja árar í bát með okkur og komist að þeirri niðurstöðu að hann væri eiginlega bara ekkert jafnógeðs­ legur og okkur hafði verið kennt að óttast um árabil. Pabbalíkam­ inn er nú til marks um þá með­ vituðu ákvörðun karlmanna að verja tímanum með börnum sínum, sætta sig við eðlilegan líkama í stað þess að eltast við óraunhæfar staðalímyndir frá Hollywood. Hvert kíló er í raun táknrænt fyrir þyngd þeirrar ástar sem menn bera til barna sinna. Sætt. Ég fagnaði þessum tíðind­ um … í svona korter. Alveg þangað til að ég áttaði mig á því að ég hafði augljós­ lega ekki fylgst nógu vel með glanstímaritunum – lögbirtingar­ blöðum lífsstíls­ og tískufram­ kvæmdavaldsins. Í mestu líkamsímyndarskömminni hafði ég nefnilega loks keypt mér lík­ amsræktarkort. Eftir rúmlega tveggja ára fjarveru frá skuld­ bindingum ræktarinnar, barn­ eign, kyrrsetu og ruslfæði, með annað barn á leiðinni hafði ég ómeðvitað sagt tískunni stríð á hendur. Ég var allt í einu í þeirri einkennilegu stöðu að vera að synda gegn straumnum þegar ég taldi mig vera að synda með hon­ um í átt að einhverju æskilegu og eftirsóknarverðu. Dæmigert ég! Og þegar í ræktina er komið upplifi ég mig sem eina liðhlaupann úr pabbafylkingunni sem nú fagnar hverju aukakílói og faðmar börnin sín. Innan um út­ úrsteraða prótínofdrykkjumenn og konur basla ég nú strengjaður við að halda andliti. Með afsak­ andi svip reyni ég að tjá þeim: „Hérna áður fyrr reif ég nú upp helmingi meiri þyngd en þetta. Þett‘er bara eitthvað dútl. Ha?“ Ég ímynda mér að allt þetta unga, fallega, barnlausa og ein­ hleypa fólk horfi nú dæmandi augum á mig, lesi af líkamlegu ástandi mínu hverjar mínar fjöl­ skylduaðstæður eru og hugsa: „Ahh. Þessi bara hættur að elska börnin sín.“ Það er vandlifað í hinu pabbíska mótstreymi. Á tímum þar sem snyrtivöru­ fyrirtæki reka sínar jákvæðu herferðir með annarri hendi en löðrunga konur með hinni get ég hins vegar ekki annað en velt fyrir mér hvaðan líkamsímyndar­ andhetja kvenþjóðarinnar eigi að koma. Konan sem loks mun normalisera hinn eðlilega, nátt­ úrulega, ósvelta og margbreyti­ lega kvenlíkama fyrir konu mína og dóttur. Hver verður þeirra DiCaprio? Þó að ég sé nú fjárhags­ lega skuldbundinn til að halda áfram að synda gegn hinum tímabundna tískustraumi pabba­ líkamans næstu mánuði þá er ég engu að síður, mitt í öllum mót­ sögnunum, með tillögu: Skiljum skömmina, kvíðann og sálarflækjur líkamsímyndar­ innar eftir í búningsklefa sund­ lauganna í sumar. Læsum þær inni með yfirhöfnunum og leyfum öllum þessum eðlilegu mömmu­ og pabbalíkömum að njóta sín í sólinni við bakkann. Eftir þennan langa harða vetur er íslenska sumarið of stutt og sólarstundirnar of sjaldgæfar til annars en að viðra þá, áhyggju­ laus.n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Helgarpistill Sjónvarpsdagskrá RÚV Stöð 2 SkjárEinn Stöð 2 Sport Sunnudagur 17. maí 07.00 Morgunstundin okkar 07.01 Kioka (54:78) 07.08 Ljónið Urri (37:52) 07.18 Kalli og Lóla (10:26) 07.30 Lundaklettur (7:39) 07.37 Sara og önd (4:40) 07.44 Róbert bangsi (18:26) 07.54 Vinabær Danna tígurs 08.05 Hæ Sámur (7:52) 08.12 Elías (7:52) 08.23 Sigga Liggalá (7:52) 08.36 Kúlugúbbarnir (3:26) 09.00 Disneystundin (19:52) 09.01 Finnbogi og Felix 09.23 Sígildar teiknimyndir 09.30 Fínni kostur (18:20) 09.52 Millý spyr (14:78) 09.59 Unnar og vinur (24:26) 10.25 Bækur og staðir e 10.30 Alla leið e (5:5) 11.35 Týndu börnin á Írlandi e (Ireland ś Lost Babies) 12.30 Skjálaus e (Uden skærm) 13.00 Abba í myndum e (ABBA in pictures) 13.45 Allslaus e 14.15 Benny og Joon e (Benny & Joon) 15.50 Sterkasti maður á Íslandi 16.20 Háskólalestin 16.50 Á sömu torfu e (Common Ground) 17.05 Sætt og gott e (Det søde liv) 17.10 Táknmálsfréttir 17.20 Kalli og Lóla (12:26) 17.32 Sebbi (23:40) 17.44 Ævintýri Berta og Árna (26:52) 17.49 Tillý og vinir (15:52) 18.00 Stundin okkar e 18.25 Kökur kóngsríkisins (Kongerigets kager) 19.00 Fréttir 19.20 Íþróttir (43) 19.35 Veðurfréttir 19.40 Ferðastiklur (3:8) (Snæfellsnes) 20.25 Öldin hennar (20:52) 20.35 Eurovisionfararnir 2015 Íslensku Eurovisionfararnir í nærmynd. 21.00 Ljósmóðirin 8,4 (3:8) (Call The Midwife III) Breskur myndaflokkur byggður á sannsögu- legum heimildum um ljósmæður og skjólstæðinga þeirra í fátækrahverfi í austur- borg London árið 1959. 21.55 Baráttan um þunga- vatnið (2:6) (Kampen om tungtvannet) Norsk spennuþáttaröð um kjarnorkuvopnaáætl- un Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni og skemmdarverk á þungvatnsbirgðum Norðmanna til að koma í veg fyrir að Hitler tækjust áform sín. Atriði í þáttunum er ekki við hæfi ungra barna. 22.40 Vinir og ástvinir (Mes amis, mes amours) Frönsk gamanmynd um vini sem deila íbúð í London. Fljótlega kemur í ljós að húsreglur þurfa að vera skýrar og það reynir á vináttuna þegar annar reynir að komast undan því að fara eftir þeim. Aðalhlutverk: Vincent Lindon, Pascal Elbé og Virginie Ledoyen. Leikstjóri: Lorraine Lévy. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. 00.20 Útvarpsfréttir Stöð 2 Sport 2 Bíóstöðin Gullstöðin Stöð 3 09:10 UEFA Champions League (Real Madrid - Juventus) 10:55 Meistaradeildin - Meistaramörk 11:10 NBA (Larry Bird's 50 Greatest Moments) 12:00 MotoGP 2015 (Mo- toGP 2015 - Frakkland) Bein útsending frá Moto GP í Frakklandi. 13:05 Spænski boltinn (Atletico Madrid - Barcelona) 14:55 IAAF Diamond League (Demantamótaröðin - Shanghai) 16:55 Spænski boltinn 18:55 Goðsagnir efstu deildar 19:30 Pepsí deildin 2015 (Keflavík - Breiðablik) 22:00 Pepsímörkin 2015 23:15 Pepsí deildin 2015 01:05 Pepsímörkin 2015 08:30 Premier League World 09:00 Premier League (West Ham - Everton) 10:40 Premier League (Sout- hampton - Aston Villa) 12:20 Premier League (Swansea - Man. City) 14:50 Premier League (Man. Utd. - Arsenal) 17:15 Premier League (Liver- pool - Crystal Palace) 19:00 Match Pack 19:30 Pepsí deildin 2015 (Keflavík - Breiðablik) 22:00 Pepsímörkin 2015 23:15 Premier League (Swansea - Man. City) 00:55 Premier League (Man. Utd. - Arsenal) 18:35 Friends (16:24) 19:00 Modern Family 19:25 Mike & Molly (4:24) 19:45 The Big Bang Theory (21:24) 20:10 Viltu vinna milljón? (19:30) 20:55 Twenty Four (15:24) 21:40 Covert Affairs (7:16) 22:25 Rita (6:8) 23:10 Sisters (3:22) 00:00 Viltu vinna milljón? (19:30) 00:45 Twenty Four (15:24) 01:30 Covert Affairs (7:16) 02:15 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 07:35 The Last Station 09:25 Joyful Noise 11:20 Mirror Mirror 13:05 Men in Black 14:45 The Last Station 16:40 Joyful Noise 18:35 Mirror Mirror 20:20 Men in Black 22:00 Her 00:05 Dead Man Walking 02:10 The Look of Love 03:50 Her 17:35 The Amazing Race (3:12) 18:20 One Born Every Minute UK (9:14) 19:10 Hot in Cleveland (17:22) 19:35 Last Man Standing (22:22) 19:55 Bob's Burgers (21:22) 20:20 Amercian Dad (12:18) 20:40 Cleveland Show 4, The (23:23) 21:05 The Bill Engvall Show (6:10) 21:30 Saving Grace (17:19) 22:15 The League (12:13) 22:40 The Finder (11:13) 23:25 Bob's Burgers (21:22) 23:50 Amercian Dad (12:18) 00:15 Cleveland Show 4, The (23:23) 00:40 The Bill Engvall Show (6:10) 01:05 Saving Grace (17:19) 01:50 The League (12:13) 02:15 The Finder (11:13) 03:00 Tónlistarmyndbönd frá Bravó 06:00 Pepsi MAX tónlist 11:50 The Talk 12:30 The Talk 13:10 Dr. Phil 13:50 Dr. Phil 14:30 Dr. Phil 15:10 Cheers (19:25) 15:35 The Biggest Loser (9:27) 16:25 The Biggest Loser (10:27) 17:15 My Kitchen Rules (5:10) Nýr, breskur matreiðsluþáttur þar sem meistarakokkarnir Lorraine Pascale og Jason Atherton stýra skemmtilegri keppni. Venjuleg pör þurfa að leysa ýmsar þrautir í eldhúsinu heima hjá sér og galdra fram gómsæta rétti. 18:00 Parks & Recreation (16:22) 18:25 The Office 8,8 (8:27) Níunda þáttaröðin, og jafnframt sú síðasta, af bandarísku grínþáttun- um The Office. 18:45 Top Gear Best Of (1:2) Einn vinsælasti sjónvarpþáttur í heimi. Að þessu sinni velja þeir félagar brot af því besta úr Top Gear þáttum liðiinnar seríu. 19:45 Gordon Ramsay Ultimate Home Cooking (9:20) Gætir þú hugsað þér betri matreiðslukennara en sjálfan Gordon Ramsay? Meistarakokkurinn tekur þig í kennslustund og hjálpar þér að öðlast raunverulegt sjálfs- traust í eldhúsinu. 20:15 Scorpion (18:22) 21:00 Law & Order (15:23) Spennandi þættir um störf lögreglu og saksóknara í New York borg. 21:45 Allegiance 7,4 (13:13) Bandarískur spennu- þáttur frá höfundi og framleiðanda The Adju- stment Bureau. Alex O'Connor er ungur nýliði í bandarísku leyniþjón- ustunni, CIA, og hans fyrsta stóra verkefni er að rannsaka rússneska njósnara sem hafa farið huldu höfði í Bandaríkj- unum um langt skeið. Það sem Alex veit ekki er að það er hans eigin fjölskylda sem hann er að eltast við. 22:30 Penny Dreadful (3:8) Sálfræðiþriller sem gerist á Viktor- íutímabilinu í London þar sem gamalkunnar hryllingspersónur eins og Dr. Frankenstein, Dorian Gray og Dracula öðlast nýtt líf í þessum þrælspennandi þáttum. 23:15 The Walking Dead (3:16) Rick Grimes og félagar þurfa að glíma við uppvakninga utan- frá og svikara innanfrá í þessum hrollvekjandi þáttum sem eru alls ekki fyrir viðkvæma. 00:05 Hawaii Five-0 (23:25) 00:50 CSI: Cyber (8:13) 01:35 Law & Order (15:23) 02:20 Allegiance (13:13) 03:05 Penny Dreadful (3:8) 03:50 Pepsi MAX tónlist 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Barnaefni Stöðvar 2 07:01 Strumparnir 07:25 Doddi litli og Eyrnastór 07:35 Elías 07:45 Skoppa og Skrítla 08:00 Algjör Sveppi 08:05 Latibær 08:30 Zigby 08:45 Víkingurinn Vic 09:00 Grallararnir 09:20 Villingarnir 09:45 Scooby-Doo! 10:10 Tommi og Jenni 10:30 Ninja-skjaldbökurnar 11:15 Young Justice 11:40 iCarly (25:45) 12:05 Nágrannar 12:25 Nágrannar 12:45 Nágrannar 13:05 Nágrannar 13:30 Dulda Ísland (2:8) 14:20 Neyðarlínan (1:7) 14:50 Grillsumarið mikla 15:10 Lífsstíll (1:5) 15:40 Sælkeraheimsreisa um Reykjavík (5:8) 16:05 Matargleði Evu (9:12) 16:30 Mike and Molly (1:22) 16:55 60 mínútur (32:53) 17:40 Eyjan (34:35) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (90:100) 19:10 Hið blómlega bú 3 (5:8) Árni Ólafur kokkur og örbóndi í Árdal í Borgarfirðinum er mættur á ný í vandaðri og fróðlegri þáttaröð um lífið í sveitinni. Árni stækkar bústofninn og leitar um allt Vesturland að spennandi hráefni til sjávar og sveita. 19:40 Britain's Got Talent (5:18) Skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Dómarar í keppninni eru Simon Cowell, David Walliams (Little Britain), Amanda Holden og Alesha Dixon en kynnar eru skemmtikraftarnir Ant og Dec. 20:45 Mr Selfridge 3 (1:10) Þriðja þáttaröðin um auðmanninn Harry Selfridge, stofnanda stórverslunarinnar Selfridges og hún gerist á róstursömum tímum í Bretlandi þegar fyrri heimsstyrjöldin setti lífið í Evrópu á annan endann. 21:35 Mad Men 8,7 (13:14) Sjöunda þáttaröðin þar sem fylgst er með daglegum störfum og einkalífi auglýsingapé- sans Dons Drapers og kollega hans í hinum litríka auglýsingageira á Madison Avenue í New York. Samkeppnin er hörð og óvægin, stíllinn settur ofar öllu og yfir- borðsmennskan alger. Dagdrykkja var hluti af vinnunni og reykingar nauðsynlegur fylgifiskur sannrar karlmennsku. 22:25 Better Call Saul (9:10) Glæný og fersk þáttaröð um Saul Goodman sem er best þekktur sem lögfræðingur Walter White í þáttaröðinni Breaking Bad. Í þessum þáttum fáum við að kynnast betur Saul, uppvexti hans og hvaða aðstæður urðu til þess að hann endaði sem verjandi glæpamanna eins og Walters. 23:20 60 mínútur (33:53) 00:05 Eyjan (34:35) 01:00 Game Of Thrones (6:10) 01:55 Daily Show: Global Edition (16:41) 02:20 Vice (9:14) 02:50 Backstrom (9:13) 03:35 The Confession 04:40 Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.