Skagfirðingabók - 01.01.2008, Side 35
GUÐRÚN FRÁ LUNDI OG SÖGUR HENNAR
ríska spennu með alls kyns flækj-
um. Og yfirleirt rókst henni að halda
þeirri spennu án þess að ofbjóða
raunveruleikanum. Allt var þetta
sennilegt. Sumir gamlir lesendur,
sem þekktu tíma og svið sögunnar,
sögðu í mín eyru: „Þetta er alveg eins
og það var. Þetta er lífið sjálft."
Ekki væru sögur Guðrúnar raun-
sannar, ef þær væru bornar uppi af
heiðblárri rómantík. Vissulega er lýst
fögrum sælustundum og mikilli
hamingju, en skuggar eru sjaldnast
langt undan. I rauninni ber meira á
dökkum hliðum mannlífsins en
björtum: svikum og brigðmælum,
ástarraunum, erfiðu heimilislífi,
þrotlausu striti, öfund, bakmælgi,
rógburði og umfram allt ómerki-
legum söguburði og sveitarþvaðri.
„Þetta er lífið“, sögðu gömlu les-
endurnir. En frásagnarlist Guðrúnar
er að einum þræði fólgin í því, að
þegar hún hefur hnýtt tilfinn-
ingaflækjur rammlega saman tekur
hún til við að leysa hnútana uns að
lokum greiðist sæmilega úr öllu eftir
mikla reynslu og raunir. Hvernig fer
Guðrún að því? Aðferð hennar er að
leyfa persónum sínum að þroskast,
læra af biturri reynslu. Harðjaxlinn
mildast og verður mannúðlegri, hin
einfalda og auðtrúa stúlkukind, sem
lætur flagarann táldraga sig, vitkast
og verður fyrirmyndarmóðir og eigin-
kona. Lausnaraðferð Guðrúnar sýnir
vel lífsspeki og þroskastig hins roskna
og lífsreynda höfundar, sem um lang-
an aldur hefur horft skyggnum aug-
um á fjölbreyrilegt mannlíf srreyma
hjá.
Enda þótr vfða í sögum Guðrúnar
séu frásagnarkaflar og hugleiðingar,
sem hún ætlar sögupersónum sín-
um, eru samtölin það sem fremur
öðru auðkennir sögur hennar. Guðrún
var mikill snillingur að búa ril
samtöl. Stundum getur manni að
vísu fundist nóg um allr jagið, nudd-
ið og deilurnar, einkum í seinni bók-
unum, en þar vega á móti beinskeytt
og oft meinleg tilsvör og stundum
jafnvel stórlega hnyttin. Iðulega eru
samrölin krydduð með málsháttum
og orðariltækjum, sem líklega eru
sum hver staðbundin eða jafnvel
smíðuð af höfundi. Eg nefni hér örfá
dæmi af miklum aragrúa sem af er að
taka: „Svo bjargast bý sem ernir“.
„Það gerir hvern góðan að geyma vel
sitt“. „Vonin sryrkir veikan þrótt“.
„Björninn er lítils virði þegar búið er
að vinna hann“. „Hollur er haustskað-
inn“. „Margt er á bæjum talandi, sem
ekki er á bæi flytjandi". Sumar per-
sónur, einkum þær sem flytja slúður-
sögur milli bæja og reyna að spilla
sambúð fólks, hafa lag á því að tala
undir rós og koma þannig inn grun
hjá saklausu fólki á lúmskan hátt.
Um þetta er talsvert.
Mál Guðrúnar er norðlenskt
sveitamál eins og það var tíðkað á
fyrri hluta tuttugustu aldar. Það er
einfalt, orðaforði er ekki ýkja mikill
og setningaskipun sjaldnast flókin.
Fyrir koma orð, sem nú heyrast
ekki, eins og til að mynda „að vera
hæl(a)vakur“ eða orðatiltækið „að
bíta útgarðana". Búast hefði mátt við
dönskuslettum eins og absolútt, bí-
slag o.fl. en þær eru afar sjaldgæfar í
bókum Guðrúnar. Eg minnist þess
aðeins að hún tali um kokkhús og
maskínuhús, en telur það fordild.
Þetta sýnir að henni hefur verið sýnt
31