Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 8
GRIPLA8
maðurinn hefur í senn eðlilegan áhuga á persónusögu og er í þekkingarleit
sinni fælinn við eyður og tóm, þá hefur freistingin reynst ærin að láta hinar
býsna nákvæmu og skemmtilegu en óáreiðanlegu síðmiðaldaheimildir fylla
í eyður sögunnar.4 sagan af viðtökum Landnámabókar og íslendingasagna
á 20. öld snýst kannski ekki síst um þetta horror vacui andspænis skorti á
samtímaheimildum um landnámsöld og söguöld.5 Um þennan tíma höfum
við aðeins óáreiðanlegar heimildir sem þó væri villandi að kalla skáldskap
eða uppspuna.
Nú er öld liðin síðan sænsku sagnfræðingarnir Lauritz Weibull (1873–
1960) og Curt Weibull (1886–1991) réðust til atlögu við íslenskar síð-
miðaldaheimildir um norska sögu sama tímaskeiðs, vógu þær og fundu
léttvægar þegar kom að atburðum 10. og 11. aldar.6 Hin rökrétta afleiðing
4 Aðrar heimildir en textaheimildir (t.d. fornleifar) eru vitaskuld til frá þessum tíma en þær
svala á hinn bóginn ekki áhuganum á persónusögu þar sem fornleifar eru sjaldan pers-
ónugreinanlegar og engum dytti í hug að nafngreina 9. eða 10. aldar bein sem fyndust í
jörðu (nema í gamni) ef ekki væri fyrir textaheimildir síðmiðalda.
5 sjálfsagt hefur enginn tjáð þennan ótta við eyðuna betur en kristín Geirsdóttir sem um
tveggja áratuga skeið var iðin að andmæla ýmsum fræðilegum nýjungum um sögurnar, ekki
síst rannsóknum Sveinbjarnar rafnssonar: „Ég hef aldrei getað sætt mig við þá stefnu,
að vilja treysta sem minnst vitneskjunni, sem fornritin okkar geyma, jafnvel hafa þau að
engu sem heimildir – þetta er þó það upprunalegasta, sem nú er til á þessu sviði, samofið
og umlykjandi íslenskt mannlíf allt frá elstu tíð. og þrátt fyrir allt fela þessir textar í sér
meiri „nánd“ við hina löngu liðnu atburði en annað sem fundið verður hér í heimi“ (Kristín
Geirsdóttir, „Hvað er sannleikur?“ Skírnir 169 (1995): 421). Hún orðar það sjónarmið skýrt
að vond heimild sé betri en eyðan, að verst af öllu sé að búa við fullkomna óvissu um menn
og málefni 10. aldar. Þó að fáir hafi tjáð sig jafn skýrt um þetta og kristín má samt víða
rekast á það sjónarmið að óáreiðanleg þekking sé betri en engin (sjá nmgr. 9).
6 sjá einkum Lauritz Weibull, Kritiska undersökningar i Nordens historia omkring år 1000
(Lund: gleerup, 1911) sem dró fram hið takmarkaða gildi síðmiðaldaheimildanna. Hann
svaraði svo gagnrýnendum sínum í Historisk-kritisk metod och nordisk medeltidsforskning
(Lund: gleerup, 1913). Sérstaklega áhugaverð er deila hans við finn Jónsson sem tefldi
dróttkvæðum fram sem sjálfstæðum 9., 10. og 11. aldar heimildum. Weibull var ekki trúaður
á sjálfstætt heimildargildi þeirra og undir það hafa margir tekið síðan, seinast shami Ghosh
(Kings’ Sagas and Norwegian History: Problems and Perspectives. the Northern World, 54. b.
(Leiden: Brill, 2011), einkum bls. 25–100). Dróttkvæði eru því miður ekki varðveitt sjálf-
stæð heldur fyrst og fremst í sagnaritum 13. og 14 aldar og þó að þau kunni mörg að vera
eldri eru þau í varðveittri mynd sinni síðmiðaldaheimildir en þar fyrir utan koma takmark-
aðar og óáreiðanlegar upplýsingar fram í þeim, eins og Weibull benti á strax árið 1913
(Historisk-kritisk metod, 92–93). Gagnrýni Weibull-bræðra hafa haft áhrif á ýmsa gagnrýna
fræðimenn í norrænum fræðum, þar á meðal Lars Lönnroth (sjá nánar Ármann Jakobsson,
„Enginn tími fyrir umræðu: norræn fræði á 20. öld í spegli litríkrar fræðimannsævi Lars
Lönnroth,“ Skírnir 187 (2013), einkum bls. 384). Það er ekki fyrr en með rannsóknum
sveinbjarnar Rafnssonar á 8. áratugnum (en hann skrifaði doktorsritgerð sína einmitt í
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 8 12/13/15 8:24:24 PM