Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 207
207
17. Lítilsigldum líking væga,
líka viðmóts hegðun þæga,
eftir tímum temprar hann;
en ef þú grimmum hjúkrar hundi,
hvekkir hann þig að síðsta fundi;
Akurmaðurinn orminn fann.
18. Hér fyrir, þér satt að segja,
(: um soddann ber mér ekki að þegja,
glæp ef vildir þekkja þann :),
hvör sem ljúfling heima byggir,
helgan skara í burtu styggir,
en að sér hyllir Andskotann.
19. Þykir mér nú þessi Kári,
þreifanlegur skrattans ári,
er Kötlu téði kjasslætið,
því anda mun það ekki fjærri,
en engill kemur þar hvörgi nærri,
lítt á söngur sjóferð við.
20. Að andi mannkyn af sér færði,
andi drottins fæsta lærði,
hvaðan mun sú vitska veitt?
Því uppfyllingar orðið ríka,
ei hefur hjá þeim verkan slíka,
það kemur ekki þar við neitt.
21. En að andar af sér fæði,
anda: so þeir fjölgun næði,
rammað hvörgi í ritning fæ,
því að þeirra fjöldinn fyrsti,
frjófleiks allan getnað missti,
hann er sami sí og æ.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
22. Viltu því ei með mér meina,
missýning hafa verið eina,
ef að þessi er saga sönn?
ellegar kollski í kára líki,
kötlu byði linna síki,
og litist henni í legorðs önn?
23. Þá og helst í þriðja lægi,
það hún slíkt í draumi sæi,
álfatrúin til aðstoðar,
so mönnum yrðu meir tíðkaðir;
en már hafi verið barnsins faðir,
og kár til einginn komið þar.
24. Fyrir því, eg fortek eigi,
fjandinn ekki krafta meigi,
á sig taka mynd eins manns,
og verulega í vöku eða draumi,
veifa slíkum losta glaumi;
mörg eru vélin morðingjans.
25. Og þótt fjandinn orka næði,
eitt þreifanlegt holds samræði,
fremja: þó sé fáheyrt það,
ómögulegt er samt honum,
að eiga þar af barn í vonum;
ei get eg því andsvarað.
26. nú: þar sannleik segðir þetta,
sannleik gjörðir ritning fletta;
sjá hvað af þar vaxa vann:
sköpun drottins hvílst ei hefur,
honum ef þann titil gefur,
hann skapi að nýju úr skratta mann.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 207 12/13/15 8:24:53 PM