Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 283
283
þess hve stuðlun var tíð í lausu máli, einkum tilsvörum. Og jafnvel þótt
orðalagið kynni að vísa í kveðskap er ómögulegt að segja til um bragarhátt-
inn. Örfá varðveitt dæmi sýna hvernig hægt var, a.m.k. á 12. og 13. öld, að
varpa fram kviðlingum án þess að binda sig við hefðbundna bragarhætti
eddukvæða og ,skáldakvæða‘. Í Sturlungu er einn sem hefst eins og vand-
aðasta fornyrðislag:27
Loftr er í Eyjum, / bítr lunda bein.
en er botnaður með annarri hrynjandi (e.t.v. í ætt við málahátt) og
endarími, en óljósum stuðlum:28
Sæmundr er á heiðum / ok etr berin ein.
eins eru málnotkunardæmi Fyrstu málfræðiritgerðarinnar ýmislega stuðluð
og rímuð en hrynjandi ólík hefðbundnum bragarháttum:29
Súr eru augu sýr, / slík duga betr en spryngi ýr.
Svá er mǫrg við ver sinn vær / at varla of sér hon af honum nær.
Undir sínu næstum reglulega fornyrðislagi er Fönix-vísan miklu nær kveð-
skapar hefðinni og á að teljast með,30 við hlið Hugsvinnsmála og Merlínus-
spár, þegar athugað er hvernig lærðir íslendingar gripu til eddukvæðahátta
í þýðingum.
27 Den norsk-islandske skjaldedigtning, 2A:141.
28 Eðlilegustu áhersluorðin eru: Sæmundr – heiðum – berin – ein, og þá engir stuðlar. Þótt
reiknað sé með fleiri áherslum er afar langsótt að er í fyrra vísuorði stuðli (og þá við etr
í því síðara), auk þess að umsagnir í setningum fá ógjarnan áherslu í fornum kveðskap,
allra síst á eftir frumlagi í ótengdri aðalsetningu. Fremur kæmi til greina að etr, fremst í
tengdri setningu, stuðli við ein; svo les Bjarni einarsson í Skáldasögur: Um uppruna og eðli
ástaskáldsagnanna fornu (reykjavík: Menningarsjóður, 1961), 18 (og telur fyrripartinn
óreglulega stuðlaðan á sama hátt þótt „lunda“ beri þar eðlilegan höfuðstaf).
29 The First Grammatical Treatise, útg. Hreinn Benediktsson, University of Iceland Publica-
tions in Linguistics, 1. b. (reykjavík: Institute of nordic Linguistics, 1972), 216, 220. Af
nokkrum dæmum, sem kalla má bundið mál, eru þessi meðal þeirra reglulegustu. í útgáf-
unni eru þau ekki prentuð sem ljóðlínur ― það er aðeins gert við tilvitnanir í kveðskap
undir dróttkvæðum hætti (222, 226) eða á latínu (228).
30 sem eins konar ,eddicum minimum‘ ef mið er tekið af titlinum Eddica minora.
ví sAN Um FÖ NIX
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 283 12/13/15 8:25:03 PM