Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 203
203
ÍB 105 4to. Í handritaskrá stendur: „skr. 1758–68. ... kvæðabók m. h. jóns
Egilssonar í Vatnshorni. nafngreindir höfundar: ... Benedikt Magnússon
Beck“.46 Ljúflingur er á s. 371–379 og er fyrirsögn svohljóðandi: „Kvæded
Liwf=Lingur ordt af Sal. Syslumannenum I Hegraness Þijnge Benedict
magnussyni Bech med Listugu Læge, sem epter fylger.“ kvæðið er heilt,
en ekki er með erindið úr Fjandafælu. eins og fyrr gat (s. 185) prentaði jón
Þorkelsson forni tvö erindi úr Ljúflingi eftir þessu handriti. Næsta kvæði á
undan, á s. 191–93, er Kötludraumur og er þar 53 tölusett erindi, en oft er
kvæðið lengra þegar það fylgir Ljúflingi og hér er það engum eignað. Þar á
undan s. 350–363 er „Fjandafæla jons lærda“ og gæti þar verið skýringin á
því hvers vegna erindið úr henni vantar hér í Ljúfling.
MS Bor. 132. samkvæmt óprentaðri skrá ólafs Halldórssonar um íslensk
handrit í Oxford var handritið skrifað á seinni hluta 18. aldar og saman
sett úr óskyldum hlutum. Ljúflingur er á bl. 49r–53r með svohljóðandi
fyrirsögn: „Liuflingur edur meining B. Bechs yfir Kötludraum.“ Kvæðið
er heilt og vísan úr Fjandafælu er með. Kötludraumur er ekki með í handrit-
inu, enda síður við því að búast þar sem það er samtíningshandrit.
nokkur sérkenni handrita Ljúflings
eins og oft vill vera eru ekki öll handrit kvæðisins með fullan texta og tvö
eru aðeins brot: Lbs 2170 8vo endar í 3.6 „sannleik“ og JS 400 4to endar í
10.1 „kalla“. einnig er handritið Lbs 2125 4to, sem er með hendi sigmundar
Long með skemmdan texta. Friðrik eggerz virðist hafa stytt texta Ljúflings
í uppskrift sinni í Lbs 936 4to. í Lbs 1999 8vo vantar tvö blöð, svo að þar
eru ekki 35.–58. erindi. í js 493 8vo vantar þrjú erindi 18., 38. og 48. Að
auki vantar eitt þessara erinda, 38., í þrjú eftirtalin: Lbs 1082 8vo, Lbs 1174
8vo og JS 493 8vo, en ekki er sjáanlegt að einhver sérstök ástæða hafi verið
fyrir því að sleppa þessu erindi.
Sérstakt er við eiginhandarrit Ljúflings að þar eru á tveimur stöðum tvö orð,
þar sem eitt hefði átt nægja, og er þá annað fyrir ofan en hitt fyrir neðan,
enda ylli það augljóslega misskilningi ef svo væri ekki sett upp.
46 Páll eggert ólason, Skrá um handritasafn Landsbókasafnsins, 2:757. Hér er að athuga við
notkun forsetningarinnar „í“, að á titilblaði með yngri hendi en handritið sjálft stendur „á
stóravatns-Horni í Haukadal.“ og sama forsetning er einnig notuð á s. 1.
tvÖ skRIF Um KöTLUDRAUM
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 203 12/13/15 8:24:53 PM