Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 200
GRIPLA200
Lbs 1608 8vo. Í handritaskrá stendur: „Skr. seint á 18. öld. … Kvæðasafn.
… Enn fremr: Kötludraumr með athugasemdum Benedikts Magnússonar
Bechs … Ferill. síra Bjarni Þorsteinsson á Hvanneyri hefir gefið skóla-
bókasafninu hdr.“41 stimpill skólabókasafns Hins lærða skóla í Reykjavík,
„BsR“, er í lesmáli á fremsta blaði handritsins, en titilblað er ekkert.
fyrirsögn kvæðisins er: „Sensura mijn yfer þennann Kótlu Drꜹm B M.
Bech.“ Þetta er samhljóða fyrirsögn og er í eiginhandarritinu og að framan
var tilfærð. Ljúflingur er á bl. 115r–122v og eru blöðin sérstök örk eða kver.
kvæðið er heilt, alls 69 erindi, en í vantar vísuna úr Fjandafælu jóns lærða
eftir 42. erindi. Framan við Ljúfling er Kötludraumur á bl. 110v–114v og er
ekkert talað um höfund hans.
Lbs 1999 8vo. Í handritaskrá stendur: „Skr. ca. 1740. … M. h. síra Eyjólfs
jónssonar á völlum ... og þeirra bræðra jóns ólafssonar úr Grunnavík
og Erlends Ólafssonar (að mestu). nafngreindir höfundar: … Benedikt
Bech“.42 jón Þorkelsson forni hefur skrifað á lausa örk, sem liggur framan
við handritið „… allmart í því sýnist vera með hendi Grunnavíkur-jóns á
þeim árum, sem hann var hjá Bjarna sýslumanni Haldórssyni.“ svo sýnist
vera sem hönd grunnavíkur-Jóns sé á Ljúflingi, en ekki var talin þörf á að
rannsaka rithöndina nánar en áður hefur komið fram. Um feril handrits-
ins er sagt að það sé komið frá Jóni Þorkelssyni 1918. fyrirsögn Ljúflings
er: „Censura mÿn yfer þennann Kótludraum. B. M. Bech.“ Kvæðið er á s.
37–45, en í það vantar 35.–58. erindi, þ.e. sennilegast 2 blöð milli 42. og 43.
síðu. Á hverri einstakri síðu eru vanalega 5 til 6 erindi, en erindin eru hér
ekki tölusett. Af þessu sést að ekki er hægt að sjá hvort í handritið hefur
vantað 38. erindið, hvernig 58. erindið var og hvort erindið úr Fjandafælu
Jóns lærða fylgdi, sbr. hér á eftir s. 204. Á s. 31–36 í handritinu er
Kötludraumur en upphaf vantar, svo að ekki kemur fram, hvort hann hefur
þar verið einhverjum eignaður.
Lbs 2170 8vo. Í handritaskrá segir: „Skr. 1776. ... Kvæðakver ... m. h. Eiríks
Hemingssonar, þá á Egilsstöðum. nafngreindir höfundar: ... Benedikt
magnússon Bech“.43 Upphaf Ljúflings er á 30v og er fyrirsögnin: „Liuf
41 Páll eggert ólason. Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:316.
42 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:391.
43 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 2:419.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 200 12/13/15 8:24:52 PM