Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 190
GRIPLA190
einkennd með auknu bili milli orða. fyrirsögnin er „Lÿüflÿngur. Þad er
Sensura mÿn ifer þennann Køtlu draum. BMBeck.“ fyrirsögnin vísar til
þess að næsta kvæði framan við er „kautlu draumur“. Hann er á s. 173–176
og er 55 erindi, en ekki er neitt getið um höfund. Auðséð er að höfund-
urinn, Benedikt magnússon Bech, hefur ort Ljúfling í framhaldi af því er
hann skrifaði upp Kötludraum. Honum hafa ekki líkað hugmyndirnar sem
þar koma fram um álfatrú.
Um feril handritsins er það helst vitað, að það kom í Landsbókasafn
1938 úr handritasafni Hannesar Þorsteinssonar þjóðskjalavarðar, enda hafði
hann látið prenta úr því eins og áður sagði. í handritaskrá segir um feril
þess: „Dr. H. Þ. hefir eignazt hdr. 1899 (nefnir ekki frá hverjum).“ Þar
segir einnig, að á handritinu „eru þessir greindir eigendr hdr.: Páll Illugason
í Hamrakoti á Ásum og Ebenezer sýslum. Þorsteinsson.“17 Páll Illugason
í Hamrakoti er nefndur í ættfærslum í Ættum Austur-Húnvetninga. Hann
er þar sagður hafa verið uppi á árunum 1777–1836.18 Nafn Páls Illugasonar
„á Hamra kote“ er á blaði, sem skotið var inn milli tiltitilblaðs og s. 1, með
lítt æfðri hendi, sem gæti verið frá því um 1800. ebenezer Þorsteinsson
(1769–1843) var sýslumaður í snæfellsnessýslu frá 1804–1806 og síðar
ísafjarðarsýslu frá 1810–1834 og bjó í Hjarðardal ytra.19 ebenezer var faðir
Ingibjargar sem varð eiginkona kristjáns skúlasonar magnusen kamm-
erráðs á skarði á skarðsströnd, svo að handritið gæti verið komið að vestan,
þótt það verði aðeins ágiskun nema nýjar heimildir komi til.
Handritið Lbs 2676 4to er eðlilega lagt til grundvallar útgáfu Ljúflings
og er rithönd Benedikts skýr og smá, en ekki alltaf auðlæsileg. Því var
stundum stuðningur af öðrum handritum við lestur á óskýrum stöðum. Á
fáeinum stöðum aftarlega í handritinu eru á spássíu biblíutilvitnanir, sem
í prentuninni hafa verið settar stafrétt neðanmáls. Á eftir 42. erindi kvæð-
isins er skotið inn 60. erindi úr Fjandafælu jóns lærða eins og getið er í
athugasemdum neðanmáls við textann og vikið er nánar að hér á eftir.
17 Páll eggert ólason, Skrá um handritasöfn Landsbókasafnsins, 1. aukabindi, Handritasafn
Landsbókasafns (reykjavík: Landsbókasafn Íslands, 1947), 33.
18 Guðmundur sigurður jóhannsson og magnús Björnsson, Ættir Austur-Húnvetninga. 4.
b. (reykjavík: Mál og mynd, 1999), 1344–1345. Ekki er þar getið hvar Hamrakot er, en
samkvæmt Bæjatali 1930 er það í torfalækjarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, sjá Bæjatal á
Íslandi (reykjavík: Póststjórnin, 1930).
19 Páll eggert ólason, Íslenzkar æviskrár, 1:311–312.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 190 12/13/15 8:24:51 PM