Gripla - 20.12.2015, Blaðsíða 216
GRIPLA216
eftir lengd í A1, lengri, og A2, styttri.63 Hugsanlegt er, að gerðirnar geti
verið fleiri en þessar tvær, en það gæti komið í ljós við nána rannsókn.
Annars hlýtur hér að vakna spurningin: hvenær er rétt að tala um
sérstaka gerð texta? Hvað þarf mikil frávik til þess að það verði hægt? Þar
sem kvæðið var oft skrifað eftir því sem menn kunnu hefur mismunur
á handritum orðið mun meiri en af öðrum textum. Þess vegna er hugs-
anlegt að tala megi um fleiri sérstakar „gerðir“ af aðalgerðunum. Eins og
áður sagði hljóta einhver handrit að hafa verið skrifuð upp eftir öðrum
handritum. Brýn ástæða er því til þess að kanna fjölda handrita af hvorri
gerð fyrir sig. Svo mætti spyrja hvort ástæða væri til að prenta sérstaklega
gerðir, sem eru mjög afbakaðar. eru t.d. færri handrit af B-gerð heldur en
A-gerð og hvernig er aldurskipting handrita gerðanna? með öðrum orðum
var B-gerðin algengari í ungum handritum eða er það öfugt. Hér vaknar
spurningin: Ef niðurstaðan yrði, að B-gerðin væri miklu yngri en A-gerðin,
ætti unga gerðin heima í útgáfu á miðaldakvæðum?
Aldur Kötludraums
eins og algengt er með texta, sem ekki er vitað um höfund að, er aldur
óljós. elstu heimildir um Kötludraum eru Grænlands annál jóns lærða
frá því upp úr 1620 og einnig endurtekur hann sig nokkuð í riti sínu
Samantektir um skilning á Eddu, sem hann samdi 1641 að beiðni Brynjólfs
biskups sveinssonar vegna fyrirhugaðs rits biskupsins um fornan norrænan
átrúnað, sem ekki er kunnugt um að neitt hafi orðið úr. jón lærði ræddi
nokkuð mikið um leiðslur, sem Brynjólfur biskup virðist hafa spurt
sérstaklega um, m.a. fornar leiðslur eins og Duggals og Furseusar leiðslur,
sem Jón lærði þekkti í fyllri gerðum en nú eru enn varðveittar. Hér taldi
hann til leiðslna m.a. Kötludraum og Skíðarímu, sem er víðari skilgrein-
ing en lengst af hefur tíðkast. Á þessum árum voru leiðslur mjög umtal-
aðar, þótt þær þættu ekki rétt guðfræði.64 jón lærði vísaði til A-gerðar
Kötludraums, sem sést glögglega af því, að sonur Kötlu og huldumanns-
63 Gísli sigurðsson, „kötludraumur,“ 191–192.
64 Einar g. Pétursson, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða, 1:377–389, 1:397–398. Á s. 383 er
haft eftir ólafi Halldórssyni að í Grænlands annálum hafi jón lærði bæði notað Kötludraum
og Landnámu í Hauksbók. Um aðalpersónur Kötludraums, Ara, má og kötlu, sjá tilvísanir
í 84. nmgr. hér á eftir.
GRIPLA XXVI. - 12.12.B.indd 216 12/13/15 8:24:54 PM